Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. AGUST 1980 61 Sveinbjörn Svein- björnsson - Minning Fæddur 23. febrúar 1971. Dáinn 24. ájfúst 1980. Því verður ekki með orðum lýst hvernig okkur varð við, er okkur, sl. sunnudag, barst sú harmafregn að ungur bróðursonur okkar hefði látizt af slysförum þá fyrr um daginn. Ekki er gott að skilja hvers vegna ungur drengur er kallaður svo skyndilega burtu frá öllum, sem elska hann svo heitt. Við setjum allt traust okkar á Guð og vitum að hann hefur séð í honum trúan þjón sinn og viljað búa honum þann bezta verustað sem til er. Sveini, eins og hann oft var kallaður, fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1971, sonur hjónanna Sveinbjarnar Bjarnasonar og Friðriku Eðvaldsdóttur. Var hon- um gefið nafn móðurömmu sinn- ar, Sveinbjargar, sem við vitum, að hefur nú tekið á móti honum opnum örmum í Ríki Guðs. Sveini var mjög vel skýr og fróðleiksfús. Hann hafði mikinn áhuga á Guðstrú og naut góðrar leiðsagnar foreldra sinna sem fræddu hann eftir beztu getu. Framkoma hans var alltaf prúð- mannleg og barngóður var hann Kveója: Þorsteinn Björnsson frá Hrólfsstöðum Ég átti nokkrum sinnum leið um neðri brúna á Héraðsvötnum á hjólinu mínu. Þungur straumur- inn undir brúnni leiddi hugann að voveiflegum sögnum frá liðnum tímum. En við brúarsporðinn létt- ist lundin við hýrlegt bros gamalla hjóna, sem áttu heimili sitt yzt á bakka móðunnar hálft árið um aldarfjórðungsskeið. Þar vöknuðu þau og sofnuðu við seiðandi nið hennar. Þorstein og Margrét hlustuðu alla daga eftir hófadyni vélfák- anna um brúna. Það komu hrika- legir bílar með þungum dyn, hlaðnir vörum, með^ þreytta langferðabílstjóra við stýrið. Að- rir nálguðust, léttir í spori, gljá- fægðir, með ferðagleði innan- borðs. En oft var það bara þarfa- þing sveitanna, jeppinn, og ein- hver nágranninn, sem þurfti að fá opnað hliðið, og skipti orðum við brúarvörðinn um leið. Það gerðu raunar líka margir þeirra, sem langt voru að komnir og tóku með sér minningu um þennan fríða, glaðværa öldung. En alla bílana, stóra og smáa, taldi Þorsteinn og skráði. Dagbók hélt hann hvern dag, sem án efa hefur margan skemmtilegan fróðleik að geyma. Handrit Þorsteins munu verða geymd hjá sýslubókasafni Skag- firðinga. En hann ritaði margt á efri árum, og minningar hans hafa sumar birzt hér og þar í tímarit- um og útvarpi. Á síðustu árum var sjóndepra Þorsteins honum mikið til trafala við skriftir. Þannig fór líka um föðursystur hans, Guð- björgu í Broddanesi, sem var blind síðustu æviár sin. Þorsteinn var hagmæltur, en fór ótrúlega dult með. Og Margrét hefur heldur ekki flíkað mikið þeim vísum hans, sem hún hélt til haga. Eina þeirra lofaði hún mér að heyra í sambandi við sumar- gestina þeirra: Þorsteinn hafði mikið yndi af fuglalífinu við Vötn- in. Hann gaf smáfuglunum og hændi þá að sér, svo að þeir líktust mest alifuglum. Einkum var það maríuerla nokkur, sem átti hreiður í grenndinni. Hún kom vappandi með unga sína heim að dyrum. Og einu sinni gerði hún sig heimakomna, flaug inn í skúr- inn og settist á rúmstuðulinn, hin rólegasta. þessa vísu orti Þorsteinn eftir brottför sumargestanna sinna: Vist cr þöKnuð vorsins raust. Vinir burtu halda. Er nú komið aftur haust? Andar norðrið kalda. Ekki þótti mér það opinbera búa nógu vel að brúarvörðum sínum, hvað húsakost snerti. Hugsast getur, að einhverjir starfsmenn ríkisins hafi gert strangari kröfur. En þarna stóðu þau vörðinn, Þorsteinn og Margrét, frá því að farið var að sleppa fé og fram í snjóa. Allt eftir tíðarfarinu. Einu sinni gisti ég hjá þeim. Var kunnug Birnu dóttur þeirra að fornu og nýju, frá því ég var farkennari í Breiðdal. Og eitt sumar var ég í kaupavinnu í Réttarholti hjá skyldfólki Magrét- ar. Margrét gerði skýlið við brúna að notalegri baðstofu. Þar hafði hún saumavélina sína og rokkinn. Og ekki var kaffið hennar síðra þar en heima á Hrólfsstöðum. Þarna var líka gestkvæmt á sumrin. Skyldfólk kom langt að í sumarleyfi og tjaldaði. Það gerðu þau líka, Birna og Sigurður. Komu í bílnum sínum, með börnin, og bjuggu þarna á bakkanum í sumarleyfinu. Þá hugsaði ég stundum þangað. Hugsaði, að gaman væri að vera komin í hópinn svolitla stund. Það leið öllum vel í návist þeirra Birnu og Sigurðar, þegar þau hlógu saman. Og Sigurðar saknaði margur ná- granninn, þegar hann lézt árið, sem leið. Margrét og Þorsteinn „brugðu búi“ við brúna árið 1969. Þá var sú fötlun Þorsteins, sem upphaflega kom honum til að gerast brúar- vörður, orðin of erfið. Þau undu sér vel á Hrafnistu, þótti vel búið að fólki þar og sættu ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, að marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. hand- rit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 með eindæmum. Hann var óeigin- gjarnasta barn sem við þekktum og það var alltaf sérstök tilhlökk- sig við að sjá ekki skagfirzku fjöllin út um gljggann. Og eins það, að geta ekki flutt með sér margar minjar að heiman. Margrét er nú orðin ein og er rúmlega níræð. En hún mun halda jafnaðargeði sínu á leiðarenda. Og hver veit nema hún heyri stundum nið Héraðsvatna gegnum svefninn í góðum draumi. Oddný Guðmundsdóttir. Legsteinn er varanlegt minnlsmerki Framleiðum ótal tegundir iegsteina. Aliskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMHUA SKEMMUV83148 SÖvB 76677 un hjá frændsystkinum hans að koma í Dvergabakka 28 og leika sér við Sveina. Hans verður sárt saknað af þeim öllum. Við og fjölskyldur okkar kveðjum elsku- legan frænda og einlægan vin með sárum söknuði, en fullri vissu um að við hittumst aftur. Elsku Sveinbjörn og Rikka, Bjarni, Eðvald og litli Helgi Þór. Harmur ykkar er mikill, svo og ömmu og afa í Arahólum. Við biðjum góðan Guð að styðja ykkur og styrkja og vonum að ykkar mikla trú verði ykkur til hjálpar nú og um alla framtíð. Drottinn styður alla þá er ætla að hníga og reisir upp alla niður- beygða. (Davíðs sálm.) Marta. Helga og Rannveig. Ég vil minnast vinar, Svein- björns Sveinbjörnssonar. Hann lét lífið af slysförum 24. ágúst. Sveinbjörn var fæddur 23. febr- úar 1971, sonur hjónanna Svein- björns Bjarnasonar og Friðriku Eðvaldsdóttur, Dvergabakka 28 í Reykjavík. Hann var þriðji í röðinni af fjórum bræðrum. Fjöl- skyldan hefir orðið fyrir sárum missi. Það var hlutverk mitt að þjóna Breiðholtsprestakalli í Reykjavík um rúmlega eins árs skeið. Guðsþjónustur fara þar fram í samkomusal Breiðholts- skóla. Hvern sunnudag þurfti því að breyta salnum í helgidóm, bera inn altari, ljós og helgar bækur, taka til sálmabækur og annað það, sem til helgihaldsins þurfti. í langflest skiptin var Sveinbjörn litli þarna staddur með föður sínum og lagði hönd að verki, Hann vissi vel hvar hver hlutur átti að vera og hvers vegna. Á eftir sat hann fremstur kirkju- gesta og tók þátt í guðsþjónust- unni. Það var gott og traust að vita af honum þar. Ævi hans varð ekki löng. En það er ekki skynsamlegt að mæla líf manna einvörðungu í dögum og árum, réttara er að taka með í reikninginn inntak lífsins og það sem það er öðrum mönnum. Þegar þannig er skoðað, verður líf Svein- björns ekki lítið. Hann var hug- ljúfi foreldra sinna, bræðra og þeirra annarra sem þekktu hann. Hann naut ástúðar og umhyggju góðra foreldra, hann bar lotningu fyrir því sem er heilagt og fagurt og treysti og trúði á Guð sem er góður. Þann Guð bið ég að blessa og hugga foreldra hans og bræður. Jón Bjarman + Þökkum innilega samúö og vinsemd viö andlát og útför, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósepsspítala Hafnarfiröi og Hrafnistu Hafnarfirði. Helgi Þórarinsson, Erla Guömundsdóttir, Stefón Þorsteinsson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Hugheilar þakkir til þeirra mörgu sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ELÍASAR KRISTJÁNSSONAR, fyrrverandi birgöastjóra Pósts og Síma, Bergstaóastrætí 11, Reykjavík. Randí Þórarinsdóttir, Betzy Elíasdóttir, Þorgeir Örn Eliasson, Sigurbjörg Júlíusdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega öllum er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa okkar, ÞORLEIFS ÞÓRDARSONAR, Laugarósvegi 29. Kristjana Kristjánsdóttir, Örn Þorleifsson, Elsa Arnadóttir, Rosemarie Þorleifsdóttir. Sigfús Guömundsson, Einar Kristján Þorleifsson, María Þorleifsdóttir, Björg Þorleifsdóttir, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.