Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 BRETLAND Stórar plötur 1 2 FLESH & BLOOD .............Roxy Music 2 1 BACKINBLACK ...................AC/DC 3 3 GLORY ROAD...................Gillian 4 5 GIVE ME THE NIGHT ......George Benson 5 9 KALEIDOSCOPE .....Siouxie & The Banshees 6 4 DEEPEST BLUE...............Deep Purple 7 7 XANADU ..........Olivia Newton John & ELO 8 8 SEARCHING FOR THE YOUNG SOUL REBELS ..................Dexy’s Midnight Runners 9 6 OFF THE WALL ...........Michael Jackson 10 10 SKY 2 ...........................Sky Litlar plötur 1 4 ASHES TO ASHES ..............David Bowie 2 1 WINNER TAKES IT ALL................Abba 3 - START .............................Jam 4 3 9 TO 5.....................Sheena Easton 5 2 UPSIDE DOWN......................Diana Ross 6 5 OH YEAH...........................Roxy Mus*c 7 6 OOPS UPSIDE YOUR HEAD..............Gap Band 8 - FEELS LIKE l’M IN LOVE............Kelly Marie 9 - TOM HARK.......................Piranahas 10 7 GIVE ME THE NIGHT .........George Benson Bandaríkin Stórar plötur 1 1 EMOTIONAL RESCUE .......Rolling Stones 2 2 HOLD OUT ..............Jackson Browne 3 3 GLASS HOUSES.................Billy Joel 4 4 URBAN COWBOY...................Ýmsir 5 5 THE GAME ......................Queen 6 6 DIANA .....................Diana Ross 7 7 CHRISTOPHER CROSS 8 8 FAME ..........................Ýmsir 9 9 GIVE ME THE NIGHT ......George Benson 10 10 AGAINST THE WIND Bob Seger & The Silver Bullet Band Litlar plötur 1 2 SAILING....................Christopher Cross 2 5 UPSIDE DOWN.....................Diana Ross 3 1 MAGIC ....................Olivia Newton John 4 4 EMOTIONAL RESCUE .............Rolling Stones 5 3 TAKE YOUR TIME..................S.O.S. Band 6 7 FAME.............................Irene Cara 7 8 ALL OUT OF LOVE..................Air Supply 8 - GIVE ME THE NIGHT............George Benson 9 9 LET MY LOVE OPEN THE DOOR . Pete Townshend 10 10 MORE LOVE ..............i.......Kim Carnes Bandaríkin Jazz plötur 1 1 GIVE ME THE NIGHT .......George Benson 2 2 RHAPSODY & BLUES.............Crusaders 3 4 H...........................Bob James 4 3 THIS TIME .................At Jarraeu 5 5 LOVE APPROACH .............Tom Browne 6 6 CATCHING THE SUN ...........Spyro Gyra 7 7 BEYOND......................Herb Alpert 8 - MAGNIFICENT MADNESS ......John Klemmer 9 9 ROCKS PEBBLES AND SAND ..Stanley Clarke 10 - HIDEAWAY..................David Sanborn John Lennon snýr aftur, 1 eða h vað? ÞAÐ eru talin merk tiðindi að John Lennon sé kominn a fulla ferð i vinnslu a nýrri plötu. Siðasta plata hans kom út 1975 og eru því fimm ár síðan, en ekki nema tíu ár síðan Bítlarnir sjálfir hættu. Er hann í stúdíóinu Hit Factory í New York þar sem enginn fær inn að fara nema þeir sem á plötunni koma fram. Er hér um að ræða lagaflokk sem Lennon hefur samið um ástina eins og hann segir, og kemur kona hans Yoko Ono fram á plötunni með honum. Meðal hljóðfæraleikara sem nefndir hafa verið eru Jim Keltner (trommur), Klaus Woorman (bassagítar), Andy Newmark (trommur) og Willie Weeks (bassagítar), allt þekktir stúdíómenn, Bun E. Carlos (trommur) og Rick Neilsen (gítar) meðlimir í Cheap Trick og Earl Slick, sem lék eitt sinn með David Bowie og lan Hunter. Upptökustjóri ku vera Jack Douglas. Kapphlaup hefur nú hafist milli risa-útgáfanna um útgáfuréttinn en Lennon er ekki á neinum samning eins og er. Meðal þeirra merkja sem talin eru líklegust eru Epic, sem er dreift af CBS, og Portrait, sem er dreift af Polygram. Ólíklegt er að Lennon hætti við þetta verkefni úr því sem komið er, en stutt er síðan hann sagði við blaðamann á Bermunda að „hann væri búinn að leggja sitt af mörkum“ og bætti við að hann yrði fertugur á árinul Miðað við fyrri afrek kappans er ólíklegt að hann bregðist fylgjendum sínum. En fyrst tækifæri gefst er ekki úr John Lennon var alltaf í sviös- Ijóslnu. Á meðan hann var í Bítlunum uröu hreinskilni hans og glettur oft til vandræöa, þaö þarf ekki aö minnast á annað en ummæli hans í upphafi hljómleika- feröalags um Bandaríkin 1966 um aö Beatles væru vinsælli en sjálfur Jesús. Eftir að hann kynntist Yoko Ono og varö fyrir áhrifum frá henni jókst enn hneykslun þeirra sem hneykslast vildu. Ýmis uppátæki þeirra ullu miklum usla í blaöa- pressum um allan heim. í sama mánuöi, og John og Cynthia Lennon skildu, nóvember 1968, kom út fyrsta breiðskífa þeirra John og Yoko, „Two Virg- ins“. „Tónlistin" sem á plötunni var er ekki umræöuverö, en hulstriö var all-sérstakt, mynd af John og Yoko í Evuklæöunum svokölluöu! Vitanlega var hulstriö bannað, EMI neitaði aö dreifa plötunni o.s.frv. í kjölfariö fylgdu tvær aðrar plötur frá þeim sem eru kannski best gleymdar líka, „Life With The Lions“ og „Wedding Album“. Fyrri plötu fylgdi í kjölfar barnsmissis þeirra John og Yoko, en sú seinni, í kjölfar giftingar þeirra, sem var í Gíbraltar í mars 1969. Strax eftir hina sögufrægu „hvítu giftingu" (bæöi voru hvitklædd), komu enn frægari hveitibrauösdagar í hótelrúmi í Amsterdam, þar sem þau lágu um hríö í rúminu til aö styöja heims- friðinn! En viö skulum ekki fara lengra meö þaö en svo aö þessar rúmsenur endurtóku sig nokkrum sinnum um heiminn og í einu rúmi í Montreal þar sem saman voru komnir jafn ólíkir persónuleikar sem Petula Clark, Allen Ginsberg, Tom Smothers og Rhada Khrishna Temple og kyrjuöu einum hálsi nýtt einfalt lag eftir John Lennon, „Give Peace a Chance". Lagiö átti síöar eftir að heyrast sem nokkurs konar sameiningarsöngur friðar- sinna um gervallan heim. vegi að rifja upp feril hans frá því er Lagið var gefið út undir nafninu Plastic Ono Band, sem átti eftir aö vera dulargervi John og Yoko um skeið. i september safnaöi Lennon saman nokkrum vinum sínum, Klaus Voorman (bassagítar), Eric Clapton (gítar) og Alan White (trommur) og fór til Toronto og lék þar á hljómleikum. Og áöur en áriö var liðið var gefin út hljómleika- platan „Live Peace in Toronto 1969“ meö ýmsum gömlum rokk- urum, Bítlalögum og Lennon- og Yoko-lögum. Seinna í september tók hann upp Cold Turkey ásamt Yoko, Ringo, Klaus og Eric Clapton. í nóvember 1969 skilaöi John Lennon MBE oröu bresku krún- unnar, í mótmælaskyni viö afskipti Bretlands af stríöunum í Víetnam og Bíafra. 1970 kom út ein besta Plastic Ono Band platan, „Instant Karma“, en Phil Spector sá um upptökustjórn sem setur sinn svip á lagið. Þessi ár voru sérlega erfiö fyrir bæöi John og hina í Bítlunum. Barist var um hverja einustu nótu sem þeir höföu nokkru sinni látiö frá sér fara af alls kyns kaupsýslu- mönnum og ævintýrafálkum, jafnt í réttarsölum sem í blööum. Eftir lát Brian Epsteins, umboösmanns þeirra, áttu þeir fáa aö sem þeir gátu fyllilega treyst og endalok Beatles voru skráö í réttarsölum meö tilheyrandi erfiöleikum. Ekki bætti úr skák aö Lennon átti í vök aö verjast fyrir almenn- ingi og blaöapressunni, vegna aö- geröa sinna og uppátækja, sem féllu ekki öllum í geð, hvaö þá aö hann skildi giftast Yoko Ono sem bæði var frá þriöja heiminum, þ.e. „ööruvísi" og þó nokkuö eldri en hann, Bretar áttu erfitt meö aö skilja hann. En í september 1970 byrjaði Lennon aö taka upp stna allra bestu plötu „John Lennon/Plastic Ono Band“, eöa „Mother“ plötuna Bítlarnir hættu. eins og hún hefur oft veriö kölluö. Lennon notaöi mjög einfalt hljóm- sveitarform viö upptökurnar, bassagítar (Klaus Voorman), trommur (Ringo Starr), og gítar (John) eöa píanó (John, Phil Spector eöa Billy Preston). Textarnir og flutningurinn lýsa fyrst og fremst miklum þjáningum þar sem hann leitar greinilega huggunar í ást sinni á Yoko og baráttu fyrir heimsfriöi, hreinskilni hans varö hæöninni yfirsterkari á þessari plötu, sem er ein besta plata sem nokkurn tímann hefur komiö út og 'ætti hiklaust aö vera til á öllum plötusöfnum. Næsta breiöskífa var „lmagine“. Á meöan margir töldu fyrri plötuna full hráa, tilfinningamikla, grimma og jafnvel pólitíska féll „lmagine“ ekki undir þann flokk hjá fjöldan- um þó Lennon væri í rauninni aö flytja sama boöskapinn. Lögin og meðferðin voru mýkri, og hver gat staöist jafn indælar melódíur og „Oh Yoko“, „Imagine", og „Jealous Guy“, og hiö létta „Crippled In- side“, en textarnir voru jafnvel ekkert síöri og þessi plata hans næstbesta, og af mörgum talin sú albesta. Flutningurinn var gerólíkurv strengir, margir gítarar, bakraddir og hljómborö. í desember 1971 kom út iítil plata frá Plastic Ono Band, sú síöasta. Hét hún „Happy Xmas (War is Over)“ og hefur alltaf selst vel fyrir hver jól, enda gullfallegt lag meö góöum boöskap. 1972 byrjaöi Lennon aö vinna meö Elephants Memory Band. Unnu þau John, Yoko og Elephants Memory plötuna „Some Time In New York“ sem var í raun fyrsta alvöru platan sem John og Yoko geröu saman, en plata þessi fjall- aöi um dægurmál tímans. Meöal efnis sem fjallað var um var gæfa íranna, Angela Davis, John Sin- clair, Attica State Prison, „bloody sunday“ á írlandi, og sameining

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.