Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 Tilræðismaður Wallace: ''"'f KALMAR ’80 □ Viö höfum nú gjör- breytt og stækkaö sýn- ingarhúsnæöi okkar í Skeifunni 8, Reykjavík. □ Þar er nú veröld inn- réttinga í vistlegu hús- næöi, sem á sér enga hliöstæöu hérlendis. □ Kalmar innréttingar eru staðlaðar einingar sem notast í allt húsiö og einnig sumarbústaö- inn. □ Hringið eöa skrifiö eftir nýjum bæklingj frá Kalmar. kalmar H innréttingar hf. SKEIFUNNI 8, SÍMI 82011 Sýning á Kalmar innréttingum í dag kl. 13—18 VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í I>1 ALCLÝSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AUG- LÝSIR I MORGLNBLAÐINl Ætlaði sér að myrða Nixon Milwaukee. Wisconsin. 29. ájfúst. AP. TILRÆÐISMAÐUR George Wallace, sem þátt tók I forkosn- inKum repúblikana fyrir forseta- kosningarnar 1972. ætlaði sér að myrða Richard Nixon, forseta Bandarikjanna. Þetta kemur fram i daRbók tilræðismannsins. sem fannst í Milwaukee í gær. Tilræðismaðurinn, Herman Bremer, virðist hafa skrifað dag- bók og er hún 148 síður að stærð. Dagbókin fannst vafin í álpappír og í kassa. Það var byggingaverka- maður í Milwaukee, sem fann bókina. I bókina skrifar af Bremer m.a.: „Lífið hefur leikið mig grátt. Þegar ég fyrirfer mér, mun ég fyrirfara óvini mínum. En ég mun tak líf Richards Nixon fyrst.“ Bremer var dæmdur í 63 ára fangelsi fyrir að sýna George Wallace banatilræði. Honum tókst ekki að myrða Wallace en særði hann svo, að Wallace hefur verið í hjólastól síðan. Dagbók Bremers hefst á þessum orðum: „Nú hef ég skriftir mínar um áætlun að myrða annað hvort Richard Nixon eða George Wallace. Ég mun skjóta annan hvorn þeirra þegar þeir koma hingað á kosninga- ferðalagi." Bremer, sem nú dvelst í fangelsi í Maryland, vildi ekki tjá sig um málið. Móðir Teresa á frímerki halkutta. 28. áKÚ8t. AP. MÓÐIR Teresa var sérstaklega heiðruð af indversku stjórninni á 70 ára afmælisdeginum. sem var á miðvikudag, með þvi að út voru gefin frímerki með mynd af henni. Hún fékk síðan senda ávísun frá indversku póststjórninni að jafn- virði um 140 þús. krónur. Engin veizluhöld voru í líknar- og hjúkr- unarstöð móður Teresu og sagði ein systirin að slíkt væri ekki vani. Hefði verið beðið fyrir móður Teresu í gær og væri það alltaf gert ef einhver tímamót væru í lífi þeirra sem þarna ynnu. Kjöri Chuns fálega tekið WashinKton. 28. áttúst. AP. KJÖRI Chun Doo-IIwan hers- höfðingja í emhætti forseta Suður-Kóreu hefur verið tek- ið fálega í Bandarikjunum og talsmaður Bandaríkjastjórn- ar sagði í gær. að meta bæri Chun eftir því hvernig honum gengi að koma á lýðræðis- legum stjórnarháttum. Almennt er litið svo á, að með kjöri Chuns sé aðeins að hefjast nýr áfangi á valda- skeiði hersins í Suður-Kóreu en John Trattner, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagðist þó vona, að kosningar í landinu, sem nýja stjórnin hefur lofað, leiddu til „stjórnarhátta, sem nytu stuðnings almennings". Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu lagt hart að ráða- mönnum í S-Kóreu að draga úr þeim öryggisráðstöfunum, sem gripið var til í maí sl. og er þá átt við handtökur póli- tískra andstæðinga, herlögin og afnám þjóðþingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.