Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 jpKannski fyrsta framboösræöan fyrir kosningarnar 1984« Hvers vegna flutti Kennedy slíka ræðu? Þeirri spurningu svara ég ekki með einföldum hætti. Fyrir mér var ástæðan þó fyrst og fremst ein: til þess að sýna mönnum fram á að hann væri þrátt fyrir allt betra forsetaefni en Carter. Einkum og sérílagi þarna og þá. Kannski var þetta fyrsta framboðsræðan fyrir kosningarnar 1984. Enginn Bandaríkjamaður gæti þá sagt að hann hefði í upphafi kosningabaráttu sinnar flutt „lousy speaches". Eitt er víst. Herfjöturinn leystist af manninum, og hann varð sigurvegari í ósigrinum. Honum tókst að láta flokksþingið samþykkja tillögur sem voru Carter vægast sagt lítt að skapi. Hann minnti mig á hljómsveitar- stjóra sem hefur algeran aga og fullkomið vald. Þessi ræða er ein af hinum stóru í veraldarsögunni. Að sjálfsögðu var Kennedy senuþjófur. Hann stal senunni gersamlega frá hverjum og einum sem kynni að tala á eftir honum, eða yrði að gera það. Einkum þó frá Carter. Allar ræðurn- ar á þessu þingi hlytu að falla í skugga ræðunnar miklu. Svipuð ræða yrði ómerkileg stæling, gagnstæð ræða, bull. ★ Kennedy réðst með mikilli leikni á Ronald Reagan (framber Reigan) og aðrir ræðumenn síðan í svipuðum dúr. Hann er sú mikla grýla sem á að halda Demókrataflokknum saman og leiða hann til sigurs. Þeir töluðu hver um annan þveran með mikilli fyrir- litningu um leikarann (sem heyrst hefur að sé af íslenskum ættum) og líktu honum við Barry Goldwater og Herbert Hoover sem hroðalegasta ósigra hafa beðið af frambjóðendum fpÞeir töluöu meö fyrirlitningu um leikar- ann« Rebúblikana í marga áratugi að minnsta kosti. Tilvitnanir í Reagan voru þvílíkar að ég var í bili og er enn sannfærður um að hann á litla sigurmöguleika. Og þó. Demókratar eru af einhverjum ástæðum dauð- hræddir við hann. Það er greinilegt. Og voru þeir ekki sumir fullt eins miklir leikarar og Ron sjálfur. Hvað um Kennedy? Auðvitað má auðkýf- ingur tala máli hinna fátæku og smáu. Auðvitað er það góðra gjalda vert, þegar ríkisbubbi er málpípa atvinnuleysingja og útigangsmanna. En þrátt fyrir yfirburði hljómsveitar- stjórans og ágæti sinfóníunnar var ekki örgrannt um að á bak við allt ómaði einhver falskur tónn. ★ Myndin, sem Kennedy dró upp af bandarísku þjóðfélagi, var ekki alls kostar fögur. Hann hafði ferðast um 40 ríki í misheppnaðri kosningabar- áttu, og hann tók hvert dæmið af öðru, tvist og bast um Bandaríkin, af örvæntingu, neyð, eymd og volaði. Hann kom út tárunum á fólki, og þetta átti að sjálfsögðu alla að lækna ef tillögur hans í efnahagsmálum yrðu samþykktar (og hvað þá ef menn hefðu haft vit á því að velja hann fyrir forsetaefni). Hvað um það. Sumar veigamestu tillögur hans voru sam- þykktar, svo að örvænting, neyð, eymd og volað ætti að minnka í hinum sameinuðu ríkjum Ameríku, það er að segja ef Demókratar sigra. Demókratar í New York 1980 voru ákaflega sjálfumglaðir; flokkur þeirra góður fyrr og síðar, stjórnskipulag landsins til fyrirmyndar, og Banda- ríki Norður-Ameríku skyldu halda áfram að vera besta og mesta ríki í heiminum, þar sem réttlæti, friður, jöfnuður og gróska mætti verða linnu- laust um alla framtíð. Enginn vonar- laus atvinnuieysingi í Suður-Kali- forníu, engin grátandi móðir í Vest- ur-Virginíu, enginn óvarinn afbrota- maður í Illinois, ekkert gamalmenni á hrakhólum í Flórída, ekkert kynja- misrétti, ekkert menntamisrétti, ekk- ert efnahagsmisrétti, kæru sam- demókratar, bræður og systur. PpÁtti engan rétt á því aö taka sér í munn hiö ginnhelga nafn Franklins D. Roose- velts« Flokksþingið í New York var þraut- skipulagt og allt þaulhugsað. Helstu ræðumenn voru ekki valdir af handa- hófi; múlattinn Andrew Young; full- trúar stærstu og fjölmennustu ríkj- anna: Daníel Moynahan og Cuomo frá New York, Jerry Brown frá Kaliforn- íu, nýstirnið Robert Graham frá Flórída og svo framvegis. Texas, eitt stóru ríkjanna, virtist útundan, lík- lega talið vonlaust. Þaðan er George Bush, aðalkeppinautur og nú varafor- setaefni Reagans. Og Edmund Muskie flytur langa og leiðinlega minningar- ræðu um Hubert H. Humphrey. Mjög er haldið á loft minningu fyrrverandi forseta úr hópi Demó- krata. Með dýpstri lotningu og mest- um tilfinningahita er talað um Frank- lin Roosevelt. Reagan er meira að segja fundið til foráttu að hafa vitnað í hann einhvern tíma. Sá vondi afturhaldsmaður átti engan rétt á því að taka sér í munn hið ginnhelga nafn Franklins Delano Roosevelts. ★ Auk stórlaxanna er fulltrúum ým- issa skoðana- og hagsmunahópa tyllt upp á ræðupallinn, mönnum af ýmsu þjóðerni, misjafnlega litum, ERA- konum, verkalýðs- og trúarleiðtogum. Auðvitað kemst enginn með tærnar, þar sem Kennedy hafði hælana, og stundum var þetta rétt eins og heima á íslandi, miðlungs tuldur um baráttu gegn verðbólgu, orkukreppu og launa- mismun. Andrew Young og Jerry Brown vekja takmarkaða hrifningu. Helst er það varaforsetaefnið Walter Mondale frá Minnesota. Hann talar lengi og stundum vel og réðst með enn meira offorsi á Reagan en Kennedy hafði nokkurn tíma gert. Hann kann út í hörgul ýmsar tæknibrellur mælskulistar, en hann nær ekki nánd- ar nærri sömu áhrifum og Kennedy. Ráp upphefst, sjónvarpsmenn beina ljósum að geispandi ándlitum, og einstaka maður hefur fengið sér kríu. Mondale æsir sig því meira upp, lemur öðru hverju í ræðupúltið, baðar út höndunum og þenur röddina til hins ýtrasta. Einhvern veginn virðist þetta ónáttúrulegt. Þessi geðfelldi, ^Einhverjum heföi misþóknast oröbragö- iö, ef þetta heföu veriö forsetakosningar á ís- landi« dagfarsprúði maður er ekki svona æstur. Er hann kannski enn betri leikari en The Actor? Er hann aO hefja baráttu sína fyrir útnefningu gegn Kennedy eftir fjögur ár? ★ Smám saman skýrast línurnar, og reynt er að einfalda áróðurinn, þótt eitt helsta árásarefnið á Reagan væri það, að hann boðaði einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. „Þetta er ekki einfalt, heldur einfeldningslegt," kveður við aftur og aftur í máli Mondales. Og Démókrataflokkinn skal sameina í baráttunni gegn óvini þjóðarinnar nr. 1, Ronald Reagan, The Actor. Ef einhverjum þætti Carter ógóður, væri hann þó altjent skárri kostur. Áróðurslínan er fundin. Kjör Reag- ans þýðir misjafnari og verri lífskjör, eymd, volað, og í kjölfar þess ofbeldi og stjórnleysi. (Á áróðursspjaldi er Reagan meðal annars kallaður fas- isti.) Kjör Reagans þýðir hömlulausa mengun og kjarnorkukapphlaup sem eytt gæti allri heimsbyggðinni. CBS- menn eru fljótir að rifja upp dæmi þess að forsetar Bandaríkjanna allar götur frá Lincoln hefðu verið úthróp- aðir misindismenn og vitfirringar, svo að líklega þarf Reagan ekki að kippa sér upp við skammirnar, en einhverj- um hefði misþóknast orðbragðið, ef þetta hefðu verið forsetakosningar á íslandi. Atkvæðagreiðslan undir lok flokks- þingsins er nánast formsatriði. At- hygli vekur þó að Kennedy-sinnar kjósa hann undantekningarlítið eftir sem áður þótt hann hafi dregið sig í hlé. Það segir nokkra sögu. Þó á svo að heita að flokkurinn sé einhuga og óklofinn. En það er hafdýpi milli sósíalistans frá Suður-Kaliforníu og íhaldsmannsins frá Aiabama. Eftir útnefninguna gengur Jimmy Carter fram með sitt stóra bros, í einhvern veginn bláum fötum eins og allir hinir, en með bindi úr þjóðfánan- um, og þiggur náðarsamlegast útnefn- inguna. Framan af er ræða hans ekki sem verst, og hann talar sniðuglega beint til Kennedys. En tal hans verður allt of langt, og síðari hluti ræðunnar glutrast niður á flatneskju, þrátt fyrir sviðsett fagnaðarlæti. Ut yfir tekur, er hann mismælir sig svo herfilega, að segja Hubert Horatio Hornblower í staðinn fyrir Hubert Horatio Hum- phrey (Hornblower er gömul skáld- sagnapersóna). ★ Svo er þessi stórfenglegi sirkus á enda. og Martin Luther King eldri (faðir þess sem drepinn var) er látinn „blessa allt úr kórnum". Og hann gerir það með slíkum tilþrifum í tóni og látæði sem hvítir menn kunna ekki. Jimmy Carter forseti gengur með blíðu brosi og útbreiddum faðmi frá ræðustólnum, þar sem hin ómissandi bandaríska fjölskylda bíður. Að sjálfsögðu endar skrautsýningin á slíku hópatriði; Billy bróðir er að vísu fjarverandi, líklega í Lýbíu. Frú Rosalynn tekur á móti manni sínum, og enginn veit hvort droparnir á kinnum hennar eru hrifningartár eða svitadropar í erfiðu hjálparstarfi. Stúlkubarnið Amy, dóttir þeirra, sem hefur verið látin fylgja föður sínum eins og skuggi allt flokksþingið, er á sínum stað. Að lokum tekur Carter barnabarn sitt í faðminn og veitir því skjól og traust. Þannig skal hann vera hlífiskjöldur allra bandarískra barna ^Carter meö blíöu brosi og útbreiddum faðmi« og gjörvallrar heimsbyggðarinnar. „Leyfið börnunum að koma til mín“. Hinu megin, á bak við, er lögreglan að handtaka unga mótmælaseggi sem ekki trúa á faðmlag og föðurhand- leiðslu Jimmy Carters, og suður á Miami reynir tólf ára flóttadrengur frá Kúbu að hengja sig, því hann hafði farið úr einu vítinu í annað. En hvað skal gera? Frjálslyndi frambjóðandinn, William Clark, er auðvitað vonlaus, sömuleiðis óháði frambjóðandinn, John Anderson, sem í bili er minn maður, viðfelldinn, gáfaður, kurteis og snöggur upp á lagið í sjónvarpinu. En kaupmaðurinn á horninu, sem tekur mig tali á hverjum morgni, segir hiklaust að Carter verði endurkosinn. Hann er betri kosturinn af tveimur möguleg- um. Allir aðrir eru vonlausir. En það vitum við íslendingar, að slíkur áróð- ur getur verið tvíeggjað sverð, jafnvel tryggt kjör þess sem á að útiloka. Kannski hinn raunverulegi leikari, Ronald Reagan, verði þrátt fyrir allar ávirðingar, sem tíundaðar voru í Madison Square Garden, næsti forseti Bandaríkjanna. P:S: „Meinhornið" í Miami Herald segir að erfiðasta hlutverkið á öllu flokks- þinginu hafi Joan Kennedy leikið, þegar hún lést vera stúrin, af því að Ted hlaut ekki útnefningu. 17.08. ’80. G.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.