Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 59 kvenna, „Sisters oh Sisters". John og Yoko höföu þegar flutt til New York eftir „lmagine“ plötuna, og bjuggu í Greenwich Village, þar sem þau gátu nú lifaö í ró og næöi. 1968, í október, var John Lenn- on handtekinn að heimili sínu í Marylebone meö kannabis efni undir höndum. Lögreglan geröi oft fíkniefnahúsleit hjá öllum helstu poppurum á þessum árum, og í þetta sinn varö Lennon fyrir barö- inu. Vegna þessarar handtöku svo og mótmæla sinna af ýmsum ástæöum þótti yfirvöldum í Banda- ríkjunum ekki rétt að veita honum landvistarleyfi og var honum vísaö úr landi 1973, í mars. í janúar 1974 baö hann bresku krúnuna um náö svo hann gæti fengiö landvistarleyfi í Bandaríkj- unum. En þaö dugöi ekki, og í mars lenti hann í slagsmálum ásamt vini sínum Harry Nilson í Troubador klúbbnum í New York og var nærri fluttur nauöugur úr landi þess vegna. í opinskáu viðtali síðar meir sagði Lennon aö allt þetta heföi veriö sett á sviö, síminn hans heföi verið hleraöur, húsiö vaktaö og honum ætíö fylgt eftir, og hann heföi veriö alvarlega hræddur. Máliö dróst mjög á langinn, en þetta mál var eitt af málum manna Nixon Bandaríkjaforseta, á meöan hann var viö völd og því til sönnunar viöurkenndu yfirvöld af- glöp sín eftir að Nixon haföi sagt af sér og Lennon fékk passann sinn, en þaö var ekki fyrr en 1976. Áöur en þaö varö gaf Lennon út þrjár síðustu plötur sínar. „Mind Games“ hefur ekki veriö talin hans merkasta plata. Hún var afskap- lega mild og þægileg, en full afslöppuö. Skömmu eftir útkomu hennar slitnaöi upp úr hjá þeim John og Yoko og héldu hvort sína leiö. Lennon tók saman viö japansk- an yoga, May Pang, og syngur hún t.d. bakraddir á „Walls And Bridg- es“. En áöur en hann tók upp lögin á „Walls And Bridges" í júlí ’74 tók hann upp sex gömul rokklög með Phil Spector og fjölda hljóöfæra- leikara í lok ’73. Hann tók síöan upp 11 lög til viöbótar í október ’74 og komu 15 þessara 17 laga á hinni stórgóöu og líflegu rokkplötu „Rock and Roll“. (Hin tvö eru á Roots). „Walls and Bridges“ var svo í New York ásamt fjölda aöstoö- armanna, og fjallar þessi fyrsta sólóplata hans án Yoko ekki síöur um sársauka, biturö og ástir en hinar fyrri. Síöan þessar plötur komu út hefur John Lennon ekki fariö inn í stúdíó til aö taka upp eigin plötu fyrr en nú. Oft hefur hann þó unnið meö öörum í stúdíói, m.a. Harry Nilson á „Pussycats“, Elton John, David Bowie, Johnny Winter, og Ringo Starr. 1976 tóku þau John og Yoko saman á ný og eignuöust skömmu síöar dreng, Sean Lennon. 1977 sagöi Lennon viö blaöa- menn aö hann „heföi skilaö þjóö- félaginu sínu verki“ og átti þá viö að hann hygöist ekki gefa út fleiri plötur. Þá voru sögusagnir á kreiki um aö hann væri aö semja viö CBS en þaö reyndist rangt. Lennon sagöi líka aö hann vildi nú fá aö eyða meiri tíma meö konu og barni og sagðist ætla aö tileinka þeim líf sitt. Hvaö um það, þá hafa fréttirnar af honum undan- farin ár veriö vegna eigna hans og feröalaga. í janúar sagöi Lundúnablaðið „Daily Mail“ í æsifréttastíl aö Lennon liföi nú sem Howard Hug- es, og liti jafnvel út eins og hann. Fréttin var annars vegar vegna kaupa Lennons á húsi viö sjávar- síðuna í Palm Beach í Florida, og var sagt að þaö bættist viö sex íbúðir sem hann ætti nú þegar í Dakota byggingunum í New York og stóran búgarö sem hann ætti utan viö New York. Mánuöi síöar kom frétt af gjöf- um þeirra hjúa hvors til annars á ellefu ára brúðkaupsafmælinu. John gaf Yoko demantshjarta og fimm hundruð gardeníur, en Yoko gaf John sjaldgæfan Rolls Royce! Hvað um þaö, síöasta frétt af Lennon er eins og fyrr segir aö hann er kominn inn í stúdíó og er aö gera plötu. Loksins góö frétt frá honum í fimm ár. HIA Plötulisti: stórar plötur TWO VIRGINS (Apple Sapcor 2-UK) (Apple R 5001-USA) 1968 LIFE WITH THE LIONS (Apple ZAPPLE 01-UK) (Apple ST 3357-USA) 1969 WEDDING ALBUM (Apple SAPCOR 11-UK) (Apple ST 3361- USA) 1969 LIVE PEACE IN TORONTO 1969 (Apple CORE 2001-UK) (Apple ST 3362- USA) 1969 JOHN LENNON/ PLASTIC ONO BAND (Apple PCS 7124-UK) (Apple ST 3372-USA) 1970 IMAGINE (Apple PAS 10004-UK) (Apple ST 3379-USA) 1971 SOME TIME IN NEW YORK (Apple PCSP 716-UK) (Apple ST 3392-USA) 1972 MIND GAMES (Apple PCS 7165-UK) (Apple ST 3414-USA) 1973 WALLS AND BRIDGES (Apple PCTC 253-UK) (Apple ST 3416-USA) 1974 ROCK AND ROLL (Apple PCS 7169-UK) (Apple ST 3419-USA) 1975 SHAVED FISH (Apple PCS 7173-UK) (Apple ST 3422-USA) 1975 Plötulisti: litlar plötur: GIVE PEACE A CHANCE/ Rem- ember Love (YO) (Apple 13-UK) (Apple 1809-USA) 1969 COLD TURKEY/ Don’t Worry Ky- oko (YO) (Apples 1001-UK) (APPLE 1813- USA) 1969 INSTANT KARMA/ Who Has Seen The Wind (YO) (Apples 1003-UK) (Apple 1818- USA) 1970 MOTHER/ Why (Apple 1827-USA) 1971 POWER TO THE PEOPLE/ Open Your Box (YO) (Apple R 5892-UK) 1971 POWER TO THE PEOPLE/ Touch Me (YO) (Apple 1830-USA) 1971 IMAGINE/ Its So Hard (Apple 1840-USA) 1971 HAPPY XMAS (War Is Over)/ Listen The Snow Is Falling (YO) (Apple R 5970-UK) (Apple 1842- USA) 1971 LUCK OF THE IRISH/ Attica State (Apple 1846-USA) 1972 WOMAN IS THE NIGGER OF THE WORLD/ Sisters Oh Sisters (YO) (Apple 1848-USA) 1972. MIND GAMES/ Meat City (Apple R 5994-UK) (Apple 1868- USA) 1973 WHATEVER GETS YOU THROUGH THE NIGHT/ Beef Jerky (Apple R 5998-UK (Apple 1874- USA) 1974 NO 9 DREAM/ What You Got (Apple R 6003-UK) (Apple 1878- USA) 1975 STAND BY ME/Move Over Mrs L (Apple R 6005-UK) (Apple 1881- USA) 1975 SLIPPING AND SLIDING/ Ain’t ’That A Shame (Apple 1883-USA) 1975 IMAGINE/Working Class Hero (Apple R 6009-UK) 1975 Bootleg plötur: Roots Telecasts Plop Plop Fizz Fizz One To One & More One to One Concert Live With The Lennons Lennon/ McCartney Joshua Tree Tapes Hounddog Day Tripper Jam Ann Arbor/ Now Hear This Angel Baby A Guitar’s All Right John „Hljómleikarnir” komnir í búðir IILJÓMLEIKAR Hins ísienska þursaflokks hafa nú litiö dagsins ljós að hluta til á plasti. Er hér um að ræða útxáfu á sönufræKum hljómleikum þeirra í Þjóðleik- húsinu þann 19. maf siðastliðinn. en hljómsveitin hefur haft hægt um sig síðan. Á plötunni eru alls átta lög, fjögur ný og fjögur eldri. Af eldri lögunum er eitt af fyrstu plötunni, „Búnaðarbálkur" sem hefur lengst nokkuð og breyst með tímanum, og þrjú af Þursabiti, „Brúðkaups- vísur" og „Bannfæring", sem bæði hafa lengst, og „Sjö sinnum ...“ sem hér er aðeins brot af á plötunni. Nýju lögin eru „Orðsending", 9 og hálfrar mínútu langt lag eftir Þursaflokkinn við texta Arna nokkurs Jósefssonar, „Norður við íshaf (grasljóð VIII)“, „Sjónvarps- bláminn", lag og texti Egils Ólafssonar, og að lokum „Jón var kræfur karl og hraustur", lag Tómasar Tómassonar við texta Jónasar Árnasonar. Hljóðritun á hljómleikunum önnuðust Jónas R. Jónsson, Bald- ur Már Arngrímsson og Gunnar Smári Helgason, en hijóðblöndun önnuðust Jónas R. og Þursarnir, en Björgvin Gíslason sá um hljóðblöndun í salnum. Útgefandi er, sem áður af Þursaplötum, Fálkinn hf. Þursarnir eru nú komnir lang- leiðina með vinnslu á söngleik þeim, sem þeir semja ásamt Þór- arni Eldjárn og fluttur verður í Austurbæjarbíói með haustinu. Sögðust þeir Þursar hafa samið yfir 30 titla til flutnings í söng- leiknum, sem fjallar um lífið hans Grettis Sig. Ásmundssonar, sem býr í Breiðholtinu. IIIA „Kátir dagar* Illjómsveit Finns Eydal, Helena og Óli (Mífa 005) 1980 Flytjendur: Finnur Eydal: Baritónsaxófón. klarinett. hassagítar og raddir/ Helena Eyjólfsdóttir: Söngur/ Óli Ólafsson: Söngur/ Eirikur Höskuldsson: Bassagítar og gít- ar/ Gunnar Gunnarsson: Hljóm- borð/ Jón Sigurðsson: Trommur. úpptökumaður: Pálmi Guð- mundsson (Stúdíó Bimhó) „Kátir dagar“ er fyrsta platan sem Slagbrandi berst að norðan. Og hún er einnig sú fyrsta sem kemur frá Stúdíó Bimbó, af því er skilst. Hljómsveit Finns Eydal kemur í beinu framhaldi af hljómsveit Ingimars bróður hans, en bæði Finnur og Helena voru í þeirri hljómsveit. „Kátir dagar" er fyrsta plata Hljómsveitar Finns Eydal, sem starfar víst sem danshljómsveit á Akureyri. Platan ber þess merki að hér er verið að flytja sömu tónlist og flutt er á böllunum, og er það ágæt hugmynd út af fyrir sig. Lögin eru flest létt og minna á tónlistina hérlendis áður fyrr þegar hljóm- sveitir Ragnars Bjarnasonar, Svavars Gests, og Hauks Morth- ens voru alls ráðandi. Svona tón- list heyrðu ég og jafnaldrar mínir á Lækjartorgi á sautjánda júní og horfðum á alla skemmta sér konunglega. Gallinn við flutninginn hér er sá að hann er ekki jafn góður og hann ætti að vera, sérstaklega hvað varðar söng. Óli hefur svip- aða rödd og Þorvaldur Halldórs- son, en veldur henni ekki nærri nógu oft. Mörg laganna eru gamlir kunningjar, „Lestin brunar”, „Que sera sera“, „Kátir dagar“, „F'erða- lag“, „Vor Akureyri", „Hví ekki?“, „Síldarvalsinn“, „Tálvonir", og „Á hörpunnar óma“. Finnur Eydal hefur alltaf verið lipur hljóöfæraleikari og hafa hljóðfæri hans verið barítón saxó- fón og klarinett, en hér á plötunni leikur hann einnig jöfnum hönd- um á bassagítar. Fjögur laganna eru létt, klassík jazzlög, „Take Five“, „Spjallað við bændur", „Bjórkjallarinn" og „Avalon", þar sem Finnur leikur á barítóninn og klarinettið. Annað sem ég tók eftir í hljóðfæraleik var hvernig Gunnar notar klarinett sem stað- gengil banjós! Til þess að eftir þessari plötu verði tekið þarf eitthvað af lögum hennar að komast inn í óskalaga- þætti útvarpsins og eru þá líkleg- ust „Que Sera Sera", „Lestin brunar" og „Komdu til mín“. HIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.