Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980 Umsjón: Séro J&n Dulbií Hróbjartsmn Sóra Kurl Siffurbjörnsson Siyu rfntr fbilsson DROTTINSDEGI Guð er kœrleikur Til aðgreiningar frá orð- inu „heilagur" notum við orðið „kærleikur“ um at- riði, sem við þekkjum vel. Þess vegna finnst mönnum oft svo sjálfsagt, að þeir viti hvað átt er við með því, að Guð sé kærleikur, þótt þeir í rauninni gjöri sér algjörlega ranga mynd af Guði. Mannlegur kær- leikur felur í sér, að við viljum einhverjum manni hið besta. Við viljum, að honum líði vel, hafi heppn- ina með sér, draumar hans og áform lánist o.s.frv. Auk þess felur kærleikur- inn í sér, að við viljum eiga samfélag við hann. Til þess að eignast þetta sam- félag, erum við reiðubúin að afsala okkur hluta af eigin kröfum og óskum og jafnvel einnig þreyta venj- um okkar og lífsháttum, ef nauðsyn krefur. Hér minnir margt á kærleika Guðs. Jafnvel Guði er svo farið, að hann vill okkur hið besta og hann vill eiga samfélag við okkur. En þar með lýkur því, sem sameiginlegt er. Þar sem Guð er Guð, getur hann ekki breytt eðli sínu og orðið annar en hann er til þess að eignast samfé- lag við okkur. Hann getur ekki heldur sýnt gæsku sína með því að hjálpa okkur til þess að ná öllum óskum okkar og áformum, ef það stríðir gegn þeim tilgangi, sem hann hefur gefið lífi okkar. Guð skap- aði okkur til þess, að við eignuðumst hlutdeild í lífi hans og hamingju. Vanda- málið mikla er, hvernig það geti orðið veruleiki, af því að mannkynið hefur dregist inn í uppreisnina miklu gegn Guði og í eðli okkar mannanna er að finna atriði, sem geta ekki samrýmst eðli Guðs. Hinn óendanlegi og óskiljanlegi kærleikur Guðs til okkar birtist einmitt í því, að hann hefur leyst þetta vandamál og gjört það, sem virtist ómögulegt, mögulegt með því að fram- selja son sinn eingetinn. Þetta er allt annað en menn vænta sér af kær- leika Guðs. Þeir hugsa sem svo, að Guð taki hlutina ekki svo alvarlega. Hann muni að lokum fyrirgefa og vaki yfir okkur, og sjái svo um, jafnvel þótt við höfum ekki mikið saman við hann að sælda. Hinar bitru ásakanir, sem við fáum stundum að heyra, þegar slys verða, stafa oft af því, að menn, sem láta sig Guð raunverulega engu varða, halda samt sem áður, að hann sé þeim vörn gegn slíkri ógæfu. Og þeg- ar ógæfan skellur yfir, spyrja þeir: Hvernig getur þetta samrýmst kærleika Guðs? En kærleikur Guðs er ekki eitthvað, sem við get- um gjört okkur skýra grein fyrir út frá venju- legri mannlegri reynslu. Þar sem Nýja testamentið segir, að Guð sé kærleikur, er einnig sagt: „í því birt- ist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent sinn eingetinn son í heim- inn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann“. (1. Jóh. 4,8). Kærleikur Guðs hefur verið opinberaður. Hann er hluti af því, sem við hefðum ekkert um vitað, ef Guð hefði ekki birt okkur það. Við sjáum kærleikann í því, að Guð sendi sinn eingetinn son. „I þessu er kærleikurinn: ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera frið- þæging fyrir syndir vor- ar“. Þá fyrst getum við skilið kærleika Guðs, er við sjá- um, að hann gjörir sitt ýtrasta og gefur okkur það dýrmætasta, sem hann á til þess að bjarga og varð- veita þau börn sín, sem annars mundu glatást. Kærleikur Guðs er raun- verulega fólginn í því, að hann elskar okkur menn- ina. Hann getur ekki látið sér lynda eða dregið sig til baka, er við höfnum hon- um. Hann getur ekki látið hlutina ganga sinn gang og látið okkur sjálfa um að bera ábyrgðina á þeirri afstöðu, sem við sjálf höf- um valið. „Hvernig ætti ég að sleppa hendi af þér, Efraím, ofurselja þig, ísrael? ... Hjartað kemst við í brjósti mér, ég kenni brennheitrar meðaumkv- unar“. (Hósea 11,8). En Guð getur samt ekki tekið mennina í samfélag við sig með þrjósku þeirra og sjálfselsku. Kærleikurinn kemur í veg fyrir það. Hann verður sem eyðandi eldur öllu því, sem afneit- ar honum og stríðir gegn honum. Það er hluti af eðli hins guðdómlega kærleika, að hann getur aldrei orðið annað en það, sem hann er. Til þess að ná mönnun- um verður kærleikur Guðs fórnandi kærleikur. Hann fórnar sér og gjörir hlut- skipti hins glataða að sínu. Hann stígur niður til þeirra, sem eru aðskildir frá Guði og gjörir þján- ingu þeirra og óhamingju að sinni. Hann tekur á sig áhættuna af því að vera fótum troðinn, fyrirlitinn og hæddur, að verða for- smáður og einskis virtur kærleikur. Aðeins með því að verða þannig þjáður kærleikur, gat hann brúað gjána milli Guðs og okkar mannanna. Takmark kærleika Guðs er þannig að ávinna okkur aftur, en ekki aðeins hitt að uppfylla óskir okkar og verja okkur síðan gegn afleiðingum breytni okkar, meðan unnt er. Stundum virðist Guð þó fara þannig að, þegar hann hefur misst alla von um að geta vakið andsvar kærleikans hjá okkur. Menn geta jafnvel náð öllum þeim frama, auði eða hamingju, sem er orðin þeim allt í öllu og hefur lokað augum þeirra fyrir Guði. En svo lengi sem nokkur minnsta von er, getur kærleikur Guðs ekki hætt við að gjöra stöðugt nýjar tilraunir til þess að vekja okkur. Þess vegna starfar Guð eins og hann gjörir. Hann getur notað mótlæti, sjúkdóma, persónulegar áhyggjur og aðrar slíkar leiðir, sem að mati mannlegrar sjálfs- elsku og eigingirni virðast vera andstæða kærleikans. Heilagleiki og kærleikur Guðs eru ekki tveir ólíkir „eiginleikar" Guðs. Þeir eru aðeins tvær ólíkar hliðar sama eðlis. Kær- leikurinn er heilagur og heilagleikurinn er kær- leikur. Þess vegna getur reynsla mannsins af kær- leika Guðs orðið sú, að hann sé eyðandi eldur. Þegar kærleikur Guðs reynir að ná til mannsins, getur verið, að hann fyllist ótta og flýi undan — á sama tíma og hann finnur hjá sér undarlega heimþrá og skilur, að hann fer á mis við eitthvað, sem er honum mikils virði. Allt sem við að öðru leyti getum sagt um Guð, er að mestu leyti aðeins tilbrigði við þetta stef: Guð er heilagur og Guð er kærleikur. (Kafli úr bók- inni: Ágrip af kristinni trúfræði, eftir Bo Giertz biskup í þýðingu sr. Jónas- ar Gíslasonar dósents). situr viA hænri hönd Guds lödur almáttugs, og mun þaó- an koma og dæma lifendur og dauöa. Við könnumst öll við orða- tiltækið „að vera hægri hönd einhvers". Og ðll vitum við hvað það merkir. Við hægri hönd konungsins var heiðurs- sætið, og sá sem þar var búið sæti hafði vald og umboð konungsins sjálfs og naut sömu virðingar. Hægri höndin merkir líka á líkingamáli Bibl- íunnar hinn virka mátt Guðs, sem grípur inn í tii lífs og heilla og hjálpar. Að Kristur situr við hægri hönd Guðs, föður almáttugs, merkir að hinn krossfesti er upphafinn til æðstu virðingar tilverunn- ar. Sá sem við mennirnir krossfestum á Golgata og reis upp á páskadagsmorgni, er Guðs sonur og hægri hönd Guðs sjáifs. Virkur og máttug- ur í lífi manna. Hann situr ekki hátt upp hafinn, „stikk frí“ frá heiminum og neyð hans, hann hjálpar og frelsar. Það sést þó ekki enn nema með augum trúarinnar og í reynslu þess, sem treystir fyrirheitum Guðs orðs. En þar kemur að vald hans verður öllum ljóst. Því Kristur, sem er nú ósýni- legur á himni mun aftur birt- ast og þá í öllum sínum ljóma, öllum sínum mætti og dýrð. Þá verður dómur. Á sama hátt og þegar sterku ljósi er brugðið upp í myrku herbergi og baðar allt birtu sinni, þá kemur allt það í ljós, sem myrkrið huldi. Jesús Kristur sem kom til að leita að hinu týnda og frelsa það, og gefa líf sitt til lausn- argjalds og rjúfa viðjar heljar og skapa nýtt mannkyn, nýja mennsku, nýja lífsmöguleika, hann er enn að verki í orði sínu og áhrifum anda síns í kirkju sinni. En þessu verki hans, hjálpræðisverkinu, lýkur þegar Kristur kemur aftur. Hvenær það verður veit enginn. Jesús lagði þunga áherslu á það við lærisveina sína, að daginn og stundina viti enginn „ekki einu sinni englarnir á himnum. Hlutskipti lærisveinanna er að lifa í TRÚ. Þeir eiga að hafa „lendar sínar gyrtar og lampa sína logandi" (Lúk. 12,35), líkir þjónum er bíða húsbónda síns til að geta opnað er hann knýr dyra. Jesús leggur áherslu á þetta: Vakið, þar eð þér vitið eigi daginn né stundina" (Matt. 25,13). Guð setur veraldarsögunni takmörk. Nútíma kjarnorku- vísindi hafa sýnt okkur fram á það á ógnvekjandi hátt, sem kristin trú hefur alltf vitað, að hinn almáttugi getur á einni andrá leyst upp þann heim, sem hann hefur skapað. Ef hann héldi ekki aftur af upp- lausnaröflunum væri ekkert tii sem heitir regla, náttúrulög- mál, sköpun, líf. Kristur kemur til að dæma. Það er gleðiefni kristins manns. Boðskapurinn um dóm- inn er engin Grýlu-hótun til að berja menn til hlýðni og trúar! Kristur mun hafa síðasta orðið í sögu manns og heims. Kær- leikurinn, sem Kristur birtir og boðar, mun hafa síðasta orðið, en ekki valdið, grimmd- in, hatrið og dauðinn. Hver fær staðist fyrir dómi hans? Sá einn, sem á hlutdeild í friðþæg- ingu hrns, er „í Kristi Jesú“ (sjá Róm. 8,1.) Hvað þá um hina sem aldrei hafa heyrt um Krist? Því svarar Guðs orð ekki. Það hvetur okkur einung- is til að vinna að sáluhjálp okkar „með ugg og ótta“ (Fil.2,12) og gera allt, sem í okkar valdi stendur til að breiða út orðið um Jesúm Krist og fyrirgefningu syndanna. Og leggja síðan allt annað í hend- ur þess Drottins, sem „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sann- leikanum" (1. Tím. 2,4) og „vantar hvergi vegi, og vantar aldrei mátt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.