Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 Margir kallaóir — einn útvalinn nokkur orð um Evrópu- keppni meistaraliða • Forest-leikmaðurinn Trevor Francis hampar bikarnum eftirsótta, eftir sigurinn gegn Malmö FF í vor. Tekst Forest að halda í gripinn? Dönsku keppendurnir í badminton unnu sér inn fjórar milljónir kr. EVRÓPUKEPPNI félagsliða er í fullum gangi um þessar mundir og fyrri leikjum 1. umferðar er að mestu lokið. Eftirhreytur eins og leikur lA og Barcelona eru enn til, en síðari leikir umferðar- innar eru á dagskrá eftir viku. Það væri ekki úr vegi að kynna að litlu leyti þau lið sem keppa i þessari merkilegu keppni. • England. Nottingham Forest keppir sem bikarhafi, en fyrir hönd ensku deildarmeistara, leikur Liverpool, sem Forest hirti titilinn svo óvænt af í hitteðfyrra. Liverpool hafði unnið þessa keppni tvívegis í röð, áður en Forest vann í vor. Bæði liðin þykja því koma sterklega til greina sem sigurvegarar að þessu sinni. • Austurriki. Austria Vienna vann austurrísku deildarkeppnina með miklum yfirburðum, hafði 15 stig umfram næsta lið. Vínarliðið þykir þó ekki ýkja sterkt, t.d. tapaði liðið fyrri leik sínum gegn Vejle frá Danmörku. • Belgia. SK Beveren var eitt þeirra liða sem hvað mest kom á óvart í Evrópu. Sveitaliðið litla vann sinn fyrsta Belgíutitil og komst í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa. Liðið er nú enn meðal efstu liða í belgísku deildinni. • Búlgaria. Levski Sofía er fulltrúi þessa lands. Levski hefur um árabil verið eitt sterkasta félagslið Búlgaríu, t.d. leikur með liðinu meira en helmingur lands- liðsins. • Tékkóslóvakia. Dukla Prag. Sterkt lið, en þurfti þó betra markahlutfall til að vinna titilinn í hinni hörðu keppni í Tékkó- slóvakíu. • Danmörk. Vejle Boldklubb varð danskur meistari og hafði frekar lítið fyrir sigri sínum. Voru danskir knattspyrnuáhugamenn sárir hversu gæðin höfðu versnað meðal danskra liða. Vejle vann þó góðan sigur á austurrísku meist- urunum í fyrri leik fyrstu umferð- arinnar. • Austur-Þýskaland. Dynamó Berlín varð fyrsta Berlínarliðið til að vinna titilinn fyrir austan tjald. Liðið er yfirburðalið í heimalandi sínu, en óþekkt stærð í Evrópukeppninni. • Frakkland. Racing Strass- burg vann sinn fyrsta titil fyrr og síðar. • Grikkland. Hér var leiðinda- hneyksli í gangi. AEK og Píreus voru jöfn að stigum, en Píreus neitaði aukaleik, þar sem þeir töldu sig vera meistara og KSÍ þeirra Grikkja væri að fara á bak við þá með því að setja á úrslita- leik. Knattspyrnusamband Grikk- lands lýsti því AEK meistara, þar sem Píreus neitaði að leika. Leið- indamál. • Ungverjaland. Hinar reyndu kempur Ujpesti Dozsa unnu sinn átjánda titil. Ávallt erfitt lið við að etja sökum reynsiu sinnar í Evrópukeppnum, svo að ekki sé minnst á getu liðsins. • írska lýðveldið. Dundalk er eitt þessara liða, eins og þau íslensku, sem aldrei kemur til mála að komist langt í keppnum þessum. En Dundalk sækir vel- gengni sína á heimaslóðir og liðið varð einnig bikarmeistari lýðveld- isins að loknu síðasta keppnis- tímabili. • Ítalía. AC Mílanó rauf einok- un Torínó-liðanna Turin og Ju- ventus, svona rétt eins og ÍBV rauf einokun ÍA og Vals. Kappinn heimskunni Gianni Rivera hætti á toppnum. ACM er geysiöflugt lið og margir telja að það muni berjast um æðstu verðlaun í keppninni. • Luxemburg. Red Boys Diff- erdingen eru fulltrúar dvergríkis- ins. Rauðu drengirnir unnu sinn fyrsta Luxemborgartitil í 36 ár(!). • Holland. Ajax er á uppleið á nýjan leik eftir nokkur mögur ár en liðið vann Evróputitil þennan þrjú ár í röð meðan best lét og voru þá kappar eins og Cruyff, Rep og Neeskens á toppinum. Nú er það Danatríó, Lerby, Arnesen og Jensen, tveir blandaðir, Tah- • Norður írland. Linfield vann annan titil sinn á jafnmörgum árum, sem og lið eins og Valur, Dundalk, Rauðu drengirnir o. fl. sækja leikmenn liðsins ekki sigra í keppni þessa, en félagið græðir pening. • Pólland. Ruch Chorzow. Vann skæðasta keppinaut sinn á betra markahlutfalli. Pólsku deildarliðin eru ekki eins sterk og frammistaða landsliðsins hefur gefið til kynna og pólsku félögin gera yfirleitt smáa hluti í Evrópu- keppnum. • Skotland. Celtic varð Evrópumeistari 1967, fyrst breskra liða. Ekki er líklegt að skoska liðið nái jafnlangt að þessu sinni, a.m.k. verður liðið að spjara sig betur heldur en í tapleiknum gegn Albaníumeisturunum í fyrri leik liðanna í Tirana. • Spánn. Real vann spænska titilinn af miklu öryggi og þykir liðið líklegt til stórræðanna í Evrópukeppninni, auk þess sem það hefur þegar tekið forystuna í spænsku deildarkeppninni í haust. • Sviþjóð. Teitur Þórðarson og félagar hans hjá Öster eiga erfið- an leik fyrir höndum, sem er heimaleikurinn i fyrstu umferð gegn meisturunum sjálfum Nott- ingham Forest. Öster tapaði að- eins 0—2 í fyrri leiknum og þótti tapið of stórt. Öster gengur ekkert í Svíþjóð að þessu sinni, er í 7. sæti og á varla möguleika á því að hreppa Evrópusæti að ári. • Sviss. Servette vann fjórt- ánda titilinn í sögu félagsins. Svissnesk lið eru ekki sterk og Servette er ekki líklegt til afreka í keppninni. • Tyrkland. Skagamenn þekkja gamla kunningja sína, leikmenn Trabzonspor, sem slógu ÍA út úr keppninni árið 1976. Skagamenn léku einkum útileik- inn mjög vel á sínum tíma, en samanlagt skoraði ÍA þrívegis í leikjunum tveim. Það þætti góður árangur nú, Trabzonspor fékk aðeins á sig 7 mörk í 30 leikjum í tyrknesku deildarkeppninni síð- ustu. • Rússland. Dynamó Tiblisi á nú góða möguleika á að slá út Liverpool, eftir að hafa tapað aðeins 1—2 á Anfield. Nokkrir landsliðsmenn skipa sovéska liðið, sem vann tvöfalt í heimalandi sínu. • Vestur-Þýskaland. Hamburger vann sinn fyrsta titil í 19 ár og margir telja liðið sigur- stranglegt í keppninni. Liðið skip- ar nú fjórða sætið í þýsku „Búnd- eslígunni", en er þó gífurlega sterkt þegar best lætur. Spyrjiði bara Valsmenn. • Júgóslavia. Hadjuk Split, góðkunningjar Keflvíkinga frá 1974. Split-liðið er geysilega reynsluríkt í Evrópukeppnum og sterkt eftir því. Liðið hefur þó vantað herslumun til að vinna svona keppni í gegnum árin, kannski það komi nú. • Albania. Lítið er vitað um Patizan Tirana, albanska meist- araliðið. Leikmenn liðsins sýndu það hins vegar að gott getur verið að vera óþekkt stærð, þegar Celtic, mótherjinn í 1. umferð kom í heimsókn, Celtic tapaði 0—1 og var heppið að tapið varð ekki stærra. Þeir virðast því kunna að leika knattspyrnu í þessu dular- fulla landi. • ísland. Ekki má gleyma Völs- urum, þó að ljóst sé að þeirra göngu í keppninni er lokið. Það þarf varla að minna á, að Valur tapaði aðeins einu stigi í íslands- mótinu í fyrra og er slíkur árang- ur fáheyrður. Það hallaði undan fæti í sumar og hvorki titillinn eða bikarinn hafnaði í hillu að Hlíðar- enda. Á næstunni verður liðið síðan að leika aukaleik við í A um hvort að það kemst í UEFA— keppnina, þrautarlendinguna, að ári. Hinn 20. september hófst í Royal Albert Hall I London fyrsta keppnin i badminton þar sem keppt var um peningaverðlaun. Þetta var „Master of Badminton“ keppnin og meðal þátttakenda voru nokkrir af bestu badmin- tonspilurum heimsins, þó enginn frá Indónesíu. 1 undanrásum var leikið i tveimur riðlum ogi einliðaleik karla unnu Morten Frost Hansen Danmörku og Padukone Prakash Indlandi sina riðla. Morten Frost vann meðal annars Flemming Delfs i riðlakeppninni og Prak- ash vann m.a. Svend Pri Dan- mörku og Thomas Kihlström Sviþjóð. I úrslitum vann svo Indverjinn örugglega i tveimur lotum með 15—4 og 15—11. Lena Köppen vann einliðaleik kvenna. í riðlakeppninni vann hún m.a. Atsuko Tokuda og Hiroe Yuki sem báðar eru frá Japan og í úrslitum vann hún sjálfan erki- óvininn Gilian Gilks frá Englandi með 12-10 og 11-4. Gilks hafði í riðlakeppninni unnið m.a. Saori Kondo Japan og Wendy Carter frá Kanada. í tvíliðaleik karla unnu Bengt Fröhman og Thomas Kihlström Svíþjóð þá Ray Stevens og Mike Tredgett Englandi í úrslitum með 18—16 og 15—9 og í tvíliðaleik kvenna unnu Jane Webster og Nora Perry Englandi þær Atsuko Tokuda og Yoshiko Yonekura Jap- an með 15—2, 8—15 og 15—10. Það sannaðist margt á þessari keppni sem andstæðingar pen- ingabadmintons höfðu óttast. í fyrsta lagi var mótið ekki opið heldur voru valdir keppendur í það eftir geðþótta mótshaldar- anna og í öðru lagi voru settir saman menn í tvíliðaleik sem ekki hafa spilað saman áður eins og t.d. Flemmig Delfs og Morten Frost sem urður síðastir í riðlinum í tvíliðaleik. Þá má einnig geta þess að þrátt fyrir að dönsku keppend- urnir hafi unnið yfir 4 milljónir króna í verðlaun þá eru þeir allir áhugamenn ennþá. Þetta gerist á þann hátt að það er viðkomandi badmintonsamband sem fær pen- ingana og notar þá til að standa straum af að senda þetta fólk á mót og til að greiða dagpeninga og kostnað við æfingar. Ef svo eitt- hvað er eftir af peningum þegar viðkomandi hættir að taka þátt í keppnum þá má sambandið greiða honum þá og menn geta því unnið sér inn stórfé sem áhugamenn. Enn sem komið er eru það aðeins nokkrir af bestu spilurum Eng- lands sem eru orðnir atvinnum- enn. Blak BLAKSAMBAND íslands heldur A-stigs þjálfaranámskeið dagana 5.-7. október næstkomandi í Reykjavík. Tilkynningar um þátttöku berist til Alberts Valdi- marssonar fyrir 1. október. Breskir þjálfarar halda námskeiö TVEIR breskir þjálfarar, annar í köstum og hinn í stökkum, munu halda námskeið fyrir þjálfara dagana 3.—7. október næstkomandi. Hafi einhverjir áhuga á að nema af gestum þessum, ber þeim að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu ÍSÍ. • SK Beveren, Belgiumeistararnlr, er eitt þeirra sterku liða sem mun reyna að krækja i bikarinn volduga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.