Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 31 „Mimum leika á fullri ferö“ — sagði þjálfari Barcelona í KVÖLD kl. 17.30 fer fram fyrri leikur ÍA og F.C. Barcelona í Evrópu- keppni bikarhafa. F.C. Barcelona er eitt af þekkt- ustu stórveldum heimsins í knattspyrnuheiminum og um leið eitt það ríkasta. Með liðinu leika nú tveir heimsþekktir knatt- spyrnumenn, austurríski markakóngurinn Hansi Krankl og knattspyrnu- maður Evrópu árið 1977, danski snillingurinn All- an Simonsen. Auk þeirra eru margar spænskar landsliðsstjörnur í liðinu. Knattspyma er í hávegum höfð á Spáni og áhuginn er óvíða meiri. Hér eru nú 400 hundruð Spánverj- ar, sem komu gagngert til þess að sjá leikinn, og 40 blaðamenn, og verður leiknum útvarpað beint til fjögurra spænskra útvarpsstöðva. íslenskir áhorfendur þurfa því að standa sig vel í dag ætli þeir ekki að láta Spánverjana kveða sig í kútinn með hvatningarhrópum. Þjálfari Barclona, Joaquin Rife, sagði í gær að lið hans kæmi til að sigra og leikið yrði á fullu í kvöld. Kuldinn myndi ekki hafa slæm áhrif á þá. Hann sagði jafnframt, að lið hans tæki alla leiki jafn alvarlega. Lið ÍA mætir með sitt sterkasta lið og í því leika eftirtaldir leikmenn: Jón Þorbjörnsson, markvöröur, 21 árs. Háskólanemi. Hóf aö lelka meö ÍA 1977, lék áöur meö Þróttl, Reykjavík. Hefur leikiö 84 leikl og skorað 1 mark. Hefur leikiö 9 unglingalands- lelkl. Bjarni Sigurðsson, markvöröur, 18 ára. Nemi. Hóf aö leika meö fA 1979, lék áöur með ÍBK. Hefur leikið 10 leiki meö ÍA og 6 unglingalandsleiki. Árni Sveinsson, varnarmaður, 23 ára. Trésmiöur. Hóf aö leika með ÍA 1973 og hefur leikiö 163 leiki og skoraö 25 mörk. Hefur leikiö 24 landsleiki og 7 unglingalandsleiki. Guöjón Þóröarson, varnarmaöur, 24 ára. Rafvirki. Hóf aö leika með ÍA 1972 og hefur leikiö alls 185 leiki og skoraö 3 mörk. Hefur leikiö 7 unglingalandsleiki. Guöjón er kvænt- ur Bjarneyju Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn. Jóhannes Guöjónsson, varnar- maöur, 28 ára. Endurskoöadi. Hóf aö leika meö ÍA 1968 og hefur leikið 174 leiki og skoraö 1 mark. Er fyrirliöi ÍA á leikvelli. Jóhannes er kvæntur Guö- rúnu Guömundsdóttur og eiga þau eitt barn. Jón Gunnlaugsson, varnarmaöur, 29 ára. Forstööumaöur. Hóf aö lelka með ÍA 1968 og hefur leikiö alls 277 leiki og skoraö 29 mörk. Hefur leikiö 5 landsleiki. Jón er kvæntur Elínu Einarsdóttur og eiga þau eitt barn. Siguröur Halldórsson, varnar- maður, 22 ára. Trésmiöur. Hóf aö leika meö ÍA 1975 og hefur leikið 53 leiki og skoraö 6 mörk. Hefur leikiö 2 unglingalandsleiki. Siguröur er kvæntur Lovísu Jónsdóttur. Jón Áskelsson, varnarmaöur, 22 ára. Trésmiður. Hóf að leika meö ÍA 1976 og hefur leikið 74 leiki og skoraö 3 mörk. Jón Alfreðsson, framvöröur, 29 ára. Verkamaður. Hóf aö leika meö ÍA 1966 og hefur leikiö 319 leiki og skoraö 20 mörk. Jón hefur leikiö 4 landsleiki. Sveinbjörn Hákonarson, fram- vöröur, 21 árs. Trésmiöur. Hóf aö leika meö ÍA 1976 og hefur leikið 55 leiki og skoraö 11 mörk. Kristján Olgeirsson, framvöröur, 19 ára. Nemi. Hóf aö leika meö ÍA 1979 en lék áöur með Völsungi, Húsavík. Hefur leikiö 33 leiki og skoraö 3 mörk. Hefur leikið 8 unglingalands- leiki. Siguröur Lárusson, framvöröur, 25 ára. Trésmiöur. Hóf aö leika meö ÍA 1979 en lék áöur meö Þór og ÍBA. Hefur leikiö 34 leiki og skorað 1 mark. Siguröur er kvæntur Valdísi Þorvaldsdóttur og eiga þau tvö börn. Matthías Hallgrímsson, framherjí, 32 ára. Rafvirki. Hóf aö leika með ÍA 1965 og hefur leikiö 306 leiki og skorað 161 mark. Lék í Svíþjóö 1976—77. Matthías hefur leikiö 45 landsleiki. Kristinn Björnsson, framherji, 24 ára. Háskólanemi. Hóf aö leika með ÍA 1977 en lék áöur með Val. Hefur leikið 88 leiki og skoraö 30 mörk. Hann hefur leikiö 2 landsleiki. Sigþór Ómarsson, framherji, 23 ára. Rafvirki. Hóf aö leika meö ÍA að nýju 1979 eftir aö hafa leikiö tvö ár meö Þór á Akureyri. Hefur leikiö 52 leiki og skorað 16 mörk. Hefur leikiö 1 unglingalandsleik. Andrés Ólafsson, framherji, 28 ára. Bankagjaldkeri. Hóf aö leika meö ÍA 1968 og hefur leikið 128 leiki og skoraö 21 mark. Andrés er kvæntur Rósu Pétursdóttur og eiga þau eitt barn. Guöbjörn Tryggvason, framherji, 20 ára. Rafvirkjanemi. Hóf aö leika meö ÍA 1976 og hefur leikiö 36 lelki og skoraö 5 mörk. Þjálfari ÍA er Klaus Jurgen Hilpert frá Vestur-Þýzkalandi og aðstoðar- þjálfari er Hörður Helgason. Kist tók gullskóinn • Kees Kist. Magnús í HK MAGNÚS Guðfinnsson, unglingalandsliðsmaðurinn úr Víking hefur tilkynnt félagaskipti yfir í 1. deild- arlið HK i handknattleik. Að undanförnu hefur HK bæst verulegur liðsauki úr öðrum félöguntjen HK missti í sumar skærustu stjörnu sína, Stefán Halldórsson yfir iVal. H.Halls. KEES KIST, markakóngurinn mikli hjá AZ '67 Alkmaar, hlaut gullskó ADIDAS að þessu sinni, sem markhæsti leikmað- ur Evrópu. Skoraði Kist 34 mörk í hollensku deildarkeppn- inni, 3 mörkum meira heldur en Thomas Mavros, leikmaður með AEK Aþenu í Grikklandi. Fek- ete hjá Ujpesti Dozsa skoraði einnig 31 mark. Tvö síðustu keppnistímabil fyrir það siðasta, vakti Kist athygli, skoraði þá 25 mörk annan veturinn, 27 hinn. Hann var kominn i landsliðið, þegar hann hætti við að fara til Argentinu á HM af persónuleg- um ástæðum. Siðastliðinn vetur varð hann siðan fyrsti til þess að hreppa gullskó þennan, sem Hansi Krankl hlaut árið áður. Krankl varð fjórði að þessu sinni með 29 mörk, Albert, mið- herji belgísku meistaranna SK Beveren, kom þar næstur með 28 mörk. í þessu sambandi má minna á, að markhæsti leikmaður Evrópu þessa stundina er enginn annar en Pétur Pétursson, sem hefur skorað 9 mörk í 7 fyrstu leikjum hollensku deildarkeppninnar. Haldi hann sínu striki, gæti hann hæglega orðið fyrsti ís- lendingurinn sem hlýtur skó þennan. Mikið skorað í Höllinni TVEIR leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu i hand- knattleik i gærkvöldi. Víking- ur burstaði Fylki 27 — 16 (13—9) og Valur vann Þrótt 27-23 (12-10). Þar lék Ólaf- ur H. Jónsson gegn sinum gömlu félögum og gerði oft usla í vörn þeirra. Annars má geta þess, að Ármenningar kærðu sigurleik Þróttar gegn sér, þar sem þeir töldu ólaf Jóns ólöglegan leikmann. Bú- ið er að dæma og féll sigurinn í hlut Ármanns. Segja má, að leikirnir í gær hafi báðir verið einstefna. Þróttur sýndi þó sterkan leik lengi vel gegn Val og hékk í meisturunum, en brast þó í lokin. Bestu leikmenn kvölds- ins voru Stefán Halldórsson, Gunnar Lúðvíksson og Stein- dór Gunnarsson hjá Val. Ólaf- ur H. Jónsson hjá Þrótti, ýmsir í liði Víkings, en enginn sér- stakur hjá Fylki. Athygli vakti aftur hinn kornungi Guðmund- ur Guðmundsson hjá Víkingi, greinilega mikið efni þar á ferðinni. Mörkin í gær skoruðu: Þróttur: Ólafur H. 9, Siggi Sveins 6, Páll 3, Einar 2, Lárus og Sveinlaugur 1 mark hvor. Valur: Stefán H. 14, Steindór 6, Gunnar 3, Þorbjörn, Björn, Stefán G. og Gísli eitt hver. Víkingur: Sigurður G. 7, Steinar 5, Ólafur 4, Páll og Erlendur 3 hvor, Þorbergur og Guðmundur 2 hvor, Magnús 1 mark. Fylkir: Magnús, Guðni og Gunnar 3 hver, Sigurður 2, Kristinn, Ásmundur, Einar Á. og Stefán eitt hver. - gg. Risarnir áfram Allmargir leikir fóru í gær- kvöldi fram í 3. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Úrslit urðu þessi: Arsenal — Southampton 2—1 Aston Villa — Everton 0—0 Crystal Palace — Wolves 1—2 Grimsby — Notts County 3—1 Liverpool — Chesterf. 3—1 Mansfield — QPR 0—3 Middlesbrough — Nott. Forest 1—3 Northampton — Brighton 0—1 Piymouth — Wimbledon 0—0 West Ham — Southend 1—1 Tony Woodcock skoraði öll mörk Forest, en Boro svaraði með marki Dave Armströng. Palace tapaði fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu. Flanna- gan skorði í fyrri hálfleik, en mörk Ken Hibbitt og Mel Eav- es gerðu út um ieikinn. Frank Stapelton og Liam Brady skor- uðu mörk Arsenal gegn Southampton. Williams svar- aði. Þá má loks geta þess, að þeir David Fairclough, Ken Dalglish og Terry McDermott skoruðu mörk Liverpool gegn Chesterfield.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.