Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 w Ráðstefna Kaupmannasamtaka Islands: Mjöghefur dregið úr þjónustu verzlana úti á landi vegna auk- ins rekstrarkostnaðar ÞANN 25. þ.m. eengust Kaup- mannasamtök íslands fyrir ráðstefnu kaupmanna utan höf- uðborgarsvæðisins, þar sem tekin voru til umfjöllunar vandamál dreifbýlisverzlana. Á ráðstefnuna komu 27 kaup- menn víðs vegar að af landinu. Auk þess sat ráðstefnuna Guð- mundur Einarsson, forstjóri ríkisskips, sem gestur samtak- anna og svaraði fyrirspurnum. Mörg mál voru til umræðu á ráðstefnunni og þar á meðal: Birgðahald verzlana í dreifbýli, flutningskostnaður, simakost- naður, lánamál, starfsræksla pöntunarfélaga sem fjármögnuð eru af opinberu fé, rafmagns- og olíuverð. Á ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun: Ráðstefnan bendir á það alvarlega vandamál sem skapast hefur vegna þess að mörg smásölufyrirtæki í dreifbýl- inu eiga nú við vaxandi rekstrar- erfiðleika að etja. Forsenda fyrir því að byggð haldist úti um landið er að þar sé haldið uppi fullnægjandi verzlun- arþjónusta, sem byggist m.a. á því að aðdráttarleiðir séu greiðar. Mjög hefur dregið úr þjónustugetu verzlana úti á landi vegna aukins rekstrarkostnaðar og má þar m.a. nefna hækkun rafmagnsverðs, hækkun flutningskostnaðar og ekki sízt gífurlega hækkun vaxta. Bryndis IS 705. Ljósm. Mbl.; Nýr rækjubátur á ísafirði Ísaflrðl 25. sept. NÚ FYRIR nokkrum dögum af- henti skipasmiðastöð Marzeliius- ar Bernharðssonar nýtt skip frá stöðinni. Hlaut það nafnið Bryndis l.S. 705 og er eigandi og skipstjóri Finnbogi Jónasson á ísafirði. Báturinn er 29,9 lestir, smiðaður úr stáli og knúinn 365 h.a. Cummings-aðalvél. Báturinn er mjög vel búinn tækjum við aðalvél er 15 kw rafall en að auki er 11 h.a. Ijósavél sem knýr 7 kw rafal. Þá er skrúfubúnaður tengdur aðalvél með Omegadrifi og er það nýjung i islenska fiskiskipaflotanum. Dýptarmælir er frá Japan- radío, þá er í bátnum fisksjá, ratsjá, lóran og sjálfstýring svo eitthvað sé nefnt. Báturinn er með skutrennu og tveimur sérbyggðum trollspilum afturá, þá er flot- trollstromla aftanvert við brú. Hægt er að gera að öllum afla neðanþilja og er sérstakt aðgerð- arpláss aftast í skipinu. í káetu eru kojur fyrir fjóra og auk venjulegrar eldavélar er örbylgju- ofn í eldhúsi. Skipið er eins og fyrr segir mjög vel búið og er aðstaða öll góð fyrir skipverja. Reiknað er með að báturinn fari á hörpudisksveiðar þar til rækju- veiðar hefjast í ísafjarðardjúpi, en álitið er að þær hefjist um miðjan október. Kaupverð skipsins er eitthvað á þriðja hundrað milljóna króna. Úlfar. „Aðeins hluti af úrlausnarleiðinni ’ ’ — segir sjávarútvegsráðherra um hugmyndir LÍÚ um 37 daga þorskveiðibann á næsta ári „ÉG TEL það ákaflega brýnt nú á næstu vikum og mánuðum, að menn horfi ekki einungis á afl- ann út árið heldur hvernig menn ætla að haga nýtingu fiskstofn- anna á næstu árum og að leitast verði við að marka stefnuna til langs tíma,“ sagði Kjartan Jó- hannsson, sjávarútvegsráðherra, er hann var inntur álits á sam- þykkt LÍÚ þess efnis, að sam- bandið væri ekki til viðræðu um frekara þorskveiðibann á þessu ári. Þá var ráðherra inntur eftir áliti hans á þeirri samþykkt LÍU, að þorskveiðibann verði samtals sett á í 37 daga á næsta ári. „Slíkt bann gæti aldrei orðið nema hluti af úrlausnarleiðinni, það verður annað og meira að koma til,“ sagði ráðherrann. 1 • • ■ ■■ $ I ?|; 'j '& ' ] Leiguskip Hafskips hf, m.v. Borre. Nýtízku skip bætist í flota Hafskips 30-40% ódýrari flutningar en með hefðbundnum skipum HAFSKIP HF hefur tekið á leigu norska flutningaskipið m.v. Borre frá skipafélaginu Fred. Olsen og kom skipið til Reykjavíkur í gærmorgun. Skipið er mjög nýtízkulegt að öllum búnaði og markar koma þess hingað þáttaskil í vöru- flutningum að og frá íslandi að sögn forráðamanna Hafskips, en flutningar með því eru 30—40% ódýrari en með hinum hefðbundnu skipum, sem sigi- ingarnar stunda. Skipið hefur verið leigt til eins árs og ef reynslan af því verður góð mun Hafskip taka systurskip þess, m.v. Bomma, á leigu fyrir þrjá mánuði. Leigusamningur varð- andi skipin er til eins árs og er kaupsamningur fyrir hendi ef skipin reynast jafn vel og áætl- að hefur verið og nauðsynleg leyfi yfirvalda fást. Hagkvæmni þessara skipa er fyrst og fremst fólgin í hraðari og jafnframt hagkvæmari losun og lestun og minni olíukostnaði. Það kom fram á blaðamanna- fundi með forráðamönnum Haf- skips hf í gær að íslenzki verzl- unarskipaflotinn er orðinn úrelt- ur að verulegu leyti. Þeir sögðu ennfremur að ef Hafskip hf innleiddi þessa nýju tækni nú myndu önnur skipafélög vænt- anlega fylgja í kjölfarið og útkoman yrði því lægri farm- gjöld þegar fram í sækti. Haf- skip á í dag fimm skip, öll byggð á árunum 1965—1967, og hefur auk þess verið með fjölmörg leiguskip í ferðum, mest 9 skip. Er ætlunin að fækka leiguskip- unum en skip félagsins verða ekki seld fyrst um sinn a.m.k. Flutningar Hafskips hf á þessu ári munu væntanlega verða lið- lega 100% meiri en í fyrra að verðmætum talið og umtalsverð aukning varð einnig milli áranna 1977 og ’78. í fréttatilkynningu, sem af- hent var á blaðamannafundinum í gær, segir m.a.: „Þeirri skoðun vex ört fylgi, að íslenski verslunarskipaflotinn hafi úrelst og ekki hafi verið gætt nægrar fyrirhyggju í tengslum við þá endurnýjun, sem átt hefur sér stað á áratugn- um. Á undanförnum árum hafa miklar vonir verið byggðar við svokölluð RoRo skip. Þessi skip henta við vissar aðstæður, en standast að öðru jöfnu ekki samkeppni á lengri flutninga- leiðum. Er það aðallega tilkomið vegna verri nýtingar. Skip þess- arar sérstöku tegundar eru því ekki talin eiga framtíð fyrir sér í íslandssiglingum. Að undangenginni ítarlegri athugun Hafskips hf og með hliðsjón af samsetningu vöru- flutninga til landsins hefur svo- kölluð „Flex/multi-purpose carr- iage“ gerð orðið fyrir valinu. Þessi fjölhæfu skip eru í senn búin eiginleikum bretta, gáma og RoRo skipa með opnanlegum skut, akstursbrú og tveimur hliðar-vörulúgum, 4x5 metrar hvor að stærð. Skip það, sem félagið hefur nú gert leigusamning um og stend- ur til boða að kaupa, M/V „BORRE", er eitt af átta syst- urskipum, sem Fred. Olsen fé- lagið í Noregi lét byggja á árum í kringum 1970. Vöktu þau mikla athygli sem framúrstefnu skip, og eru enn í dag talin með fullkomnustu skipum sinnar tegundar. Helstu kostir þessara skipa eru, að þau eru ekki háð hafnar- aðstöðu, eins og RoRo skipin, og skapa mikinn sparnað við lestun og losun. Er losunarhraði milli tvisvar og þrisvar sinnum meiri en í eldri hefðbundnum skipum, auk þess sem vörumeðferð batn- ar. Vörudekk í skipinu eru sam- tals um 2600 m2 og getur skipið t.d. rúmað 400—600 bifreiðar eftir stærð." Stjórnendur Hafskips hf á skutbrú m.v. Borre ásamt yfirmönnum skipsins, sem eru norskir. Stjórnendur fyrirtækisins eru, talið frá vinstri: Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson og Einar Hermannsson. Ljóem. mm. ól. K. M»*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.