Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER I979 Sendi öllum vinum og ættingjum, fjær og nær mínar innilegustu kveöjur og þakkir, sem glöddu mig meó nærveru sinni, m. gjöfum, blómum og skeytum á sjötugsafmæli mínu. Lifiö heil, Viggó Loftsaon. ansskóli Innritun og uppl. í síma 27613. rðar nar Reykjavík - Kópavogur Innritun daglega kl. 10—12 og 1—7. Börn — Unglingar — fullorðnir (pör eöa eínstakl.). Allir almennir samkvæmisdansar og fl. Kennt m.a. eftir „ALÞJÓÐADANSKERFINU" einnig fyrir BRONS — SILFUR — GULL D.S.Í. ATH.: Kennarar í Reykjavík og Kópavogi Siguröur Hákonarson og Anna María Guönadóttir. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: Laugavegur frá 101 — 171 Flókagata frá 1—47. Flókagata frá 51—69. Vesturbær: Skerjafjörður sunnan flugvallar II Uppl. í síma 35408 Nýtt verð á síld til söltunar: Heildarverð hráefnis að meðtöldu olíuverði hækkar um 50 % Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað nýtt lágmarks- verð á síld til söltunar frá byrjun vertíðar til 30. september n.k. á fundi sínum i gærmorgun. Með hinu nýja verði hækkar lág- marksverð til skipta um 32%, verð til sjómanna að meðtöldu 3% oliugjaldi hækkar um 36%, heild- arverð hráefnis, er saltendur greiða til útgerðar að meðtöldu 15% oliugjaldi, hækkar um 50%. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn at- kvæðum fulltrúa kaupenda. Hið nýja lágmarksverð er eftir- farandi: A) Síld, 33 sm og stærri, hvert kíló 124 krónur, en var áður 93 krónur kílóið. B) Síld, 30—33 sm, hvert kíló 85 krónur, en var áður 65 krónur kílóið. C) Síld, 27—30 sm, hvert kíló 64 krónur, en var áður 49 krónur kílóið. D) Síld, 25—27 sm, hvert kíló 54 krónur, en var áður 37 krónur kílóið. Stærðarflokkunin framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips og skal síldin vegin íslaus. Auk verðsins, sem að framan greinir, skal lögum samkvæmt greiða fyrir síldina 3% olíugjald, sem kemur til skipta, og 12% olíugjald auk 10% gjalds til Stofn- fjársjóðs fiskiskipa, sem kemur til skipta. Söltunarstöðum ber þann- ig á grundvelli þessarar verð- ákvörðunar að greiða til veiði- skipa eftirfarandi heildarverð og skiptaverð: A) Heildarverð á síld, 33 sm og stærri, verði 155 krónur hvert kíló, en skiptaverð 127,72 krónur. B) Heildarverð á síld, 30—33 sm, verði 106,25 krónur hvert kíló, en skiptaverð 87,55 krónur. C) Heildarverð á síld, 27—30 sm, verði 80,00 krónur hvert kíló, en skiptaverð 65,92 krónur. D) Heildarverð á síld, 25—27 sm, verði 67,50 krónur hvert kíló, en skiptaverð 55,62 krónur. I yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður, Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda og Jón Þ. Árnason og Margeir Jónsson af hálfu kaupenda. Morgunblaðið sneri sér til nokk- urra þeirra, sem hlut eiga að máli, og innti þá eftir áliti þeirra á hinu nýja verði. Fara svör þeirra hér á eftir: Hækkunin ekki meiri en búast mátti við „Það er ekki mikið um þetta nýja verð að segja, það hefur einfaldlega fengist meirihluti fyr- ir ákveðnu lágmarksverði á síld til söltunar. Hækkunin er ekki meiri en búast mátti við sé höfð hiiðsjón af verðlagsþróun frá því að síldar- verð var síðast ákveðið í septem- ber á s.l. ári,“ sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráð- herra. „Hins vegar er það ljóst, að hækkanir á þessu sviði eru bundn- ar ákveðnum vandamálum með tilliti til mafkaðsaðstæðna og markaðsþróunar," sagði Kjartan ennfremur. Þá var ráðherrann spurður að því hvers vegna verðið væri aðeins ákveðið til mánaðamóta. „Sú ákvörðun er í fullu samræmi við þær venjur sem gilda, þetta er aðeins septemberverð. Það verður svo tekin ákvörðun um nýtt verð frá og með 1. október n.k.“ „Við getum nú varla verið að kvarta“ „Við getum nú varla verið að kvarta þar sem þetta var afgreitt með okkar atkvæðum og odda- manns nefndarinnar," sagði Tryggvi Helgason fulltrúi sjó- manna. Sjómenn fá nú 36% hækkun frá því verði sem var í september á síðasta ári, að meðtöldu olíugjald- inu, en útgerðarmenn fá 12% með olíugjaldinu. Halda sjómenn sínum hlut mið- að við aðra með þessari verðhækk- un? „Nei, að mínu viti gera þeir það ekki, sé'miðað við þá hækkun sem orðið hefur í þjóðfélaginu, að viðbættri gengislækkuninni sem orðin er. Þá má geta þess að þessi verðhækkun er eins konar forspil að nýjum samningum eftir mán- aðamót, því þetta verð er miðað við 30. september. Það gerir okkur auðveldara fyrir í komandi samn- ingum,“ sagði Tryggvi. Hverjar voru ykkar kröfur í upphafi? „Þær voru 38% hækkun, þannig að segja má, að það hafi verið gengið að þeim að mestu," sagði Tryggvi að síðustu. „íhugum hvort við söltum, eða menn hreinlega gefast upp“ „Hljóðið í okkur síldarkaup- endum er langt frá því að vera gott. Við erum ansi hræddir um að þessi verðlagning verði okkur erfið," sagði Margeir Jónsson full- trúi kaupenda. „Við höfum þegar kallað saman fund í Félagi síldar- saltenda á morgun þar sem vænt- anlega verður tekin ákvörðun um hvort við reynum að salta upp á þessi býti eða hvort menn hrein- lega gefast upp,“ sagði Margeir ennfremur. Nú var að mestu orðið við kröfum seljenda. Hversu langt tölduð þið ykkur getað gengið? „Við gátum auðvitað engan veginn gengið að þessu verði. Það munar a.m.k. 10% á því og því verði sem við töldum okkur hæst geta greitt. En erfiðasti þátturinn í þessu er auðvitað þetta olíugjald, sem er 15% ofan á allt annað, en af því fara 3% til sjómanna og 12% til útgerðarinnar. Að auki er svo gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa upp á 10%,“ sagði Margeir. „Tiltölulega ánægðir með lyktir málsins“ „Við erum búnir að halda fund um málið og þar var einróma samþykkt að fara á sjó, og við erum tiltölulega ánægðir með lyktir málsins, þó verðið sé auðvit- að bara ákveðið til næstu mánaða- móta. Hvað þá tekur við, vitum við auðvitað ekkert um, þá eru allir endar lausir, síldarverð, almennt fiskverð og olíugjaldið," sagði Jón Sveinsson talsmaður útvegs- manna á Hornafirði en útvegs- menn þar höfðu neitað að róa fyrr enn nýtt verð lægi fyrir. Hann sagði ennfremur, að bátar hefðu um það bil verið að fara til veiða um miðjan dag í gær. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöö STANGAJÁRN Fjölbreyttar stæröir og þykktir SÍVALT JÁRN FLATJÁRN VINKILJARN L. ferkantað járn □ Borgartúni 31 sími27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.