Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 23 Friðrik Þorvaldsson: Buddudæmi Hvitárbrúin i smiðum 1928 Fyrir stuttu las ég m.a. tvær blaðagreinar. Aðra í Morgunblað- inu, hina í Þjóðviljanum. Svo ánægjuleg sem Þjóðv. greinin var, var Mbl. greinin það ekki. Hún sagði, að búið væri að verja 4500 milljónum kr. í Borgarfjarðar- brúna nú þegar. Þjóðviljinn notaði sömu tölustafi. Sagði, að brúin myndi spara 450 millj. kr. á ári. Reikningsglöggir menn sjá því, að hún mun verða þjóðhagslega hrein eign eftir 10 ár. Einhvern auka- tíma þarf svo til að innvinna óorðinn kostnað og vexti. En fleiri skrifuðu í þetta sinn um vegamál en Morgunblaðið og Þjóðviljinn. Þ.Þ. skrifaði í Tímann og birti útreikninga um það hve bættir vegir geti verið sparandi. Ég minnist að hafa fyrir nokkr- um árum verið á fundi, þar sem Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, spurði hve mikið myndi kosta að gera veg um sandana svo komið yrði hringbraut um landið. Sig- urður Jóhannsson, þáv. vegamála- stjóri, svaraði því til að slíkt hlyti að kosta 300—500 milljónir kr. Á eftir hélt Eysteinn stytztu ræðu, sem ég hefi heyrt. Hún var orðrétt svona: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Þessi spurning er einnig tímabær nú. Góðir, beinir vegir og nauðsyn- legar brýr eru fyrir mig engar nýjungar. Árið 1928 var ég svo lánsamur að vera viðriðinn gerð Hvítárbrúar. Því miður man ég ekki hvenær vorsins vinnan hófst né hvenær síðasta hræran var sett í mótin. En 1. nóv. sama ár var verkinu algerlega lokið og brúin vígð. Það er frásagnarvert, að aldrei féllu æðruorð frá bændahöfðingj- unum, Ólafi á Hvítárvöllum né Sigurði í Ferjukoti, sem bjuggu sitt hvorum megin brúarinnar. Sama er að segja um aðra veiði- réttarhafa í efri byggðum héraðs- ins. Þó var verið að skvampa t.d. við miðstöpulinn vikum saman í ánni um háveiðitímann. Þetta segi ég vegna þess, að Sigurður Jó- hannsson tjáði mér, að í sambandi við Borgarfj.brúna hefðu ein- hverjir laxveiðimenn haft á orði að krefjast hárra upphæða vegna hugsanlegra veiðispjalla. Þó ekki væri í mínum verka- hring þá skrifaði ég 16/1 1972 greinina Borgarnes — Seleyri, þar sem ég tók dæmi af laxagengd í Elliðaár þrátt fyrir umsvif við þær og í og meðfram voginum sjálfum endilöngum. Um leið ræddi ég hugmynd, sem ég tel að Friðrik sál. Þórðarson oddviti og hreppsnefndarmaður í Borgarnesi um margra ára skeið hafi átt varðandi þetta mannvirki. Ég hafði rætt hana áður en nú er forhlaupin tíð um að tala. Það er þó víst, að verkinu væri löngu lokið skv. henni og fyrir miklu minna fé. En Borgnesingar hefðu bætzt í þann hóp, sem sagði, að guð hefði skapað landið en þeir ströndina. Ég þarf aðeins að segja meira um Hvítárbrú. Mér er það næsta auðvelt. Að vísu sá ég það mest tilsýndar, enda minnstur allra nema kannski í munninum og ef til vill í fasi. Ákefðinni og hinum misbrestalausu vinnubrögðum þessa sumardaga er ekki auðvelt að lýsa. Hver og einn getur mælt nú, að brúin er tæpl. 120 m lönjg en enginn getur mælt afrek Arna Pálssonar verkfr. né afburða verk- stjórn Sigurðar Björnssonar, brú- arsmiðs. I ísl. máli var þá ekki til orðið þrýstihópur. En þessir tveir stóreflismenn höfðu á að skipa samtaka liði. Enginn þvældist fyrir öðrum. Allir sáu tilganginn og þráðu lokasprettinn. Á sinn hátt var þarna þrýstihópur, sem hugsjónir höfðu höndlað. Þvílíkir dagar! Einn er þó sá maður, sem engum má gleymast. Það er Tryggvi Þórhallsson, samgöngu- málaráðherra. Sannarlega vil ég engan lasta. En við minnin um eldhug hans, lífsfjör og gáfu geta eftirmenn hans verið góðir, þótt þeir verði að hlíta þeim skapadómi að standa honum að baki. Síðan höfum við að vísu átt brautargerð- armenn en ekki brautryðjendur. Nú get ég látið útrætt um þessar tvær brýr. Borgarfj. brúna, sem spara mun minnst 450 millj- ónir kr. á ári, og Hvítárbrú, sem kostaði liðlega 160 þús. kr. á sinni tíð. I áróðri mínum stóð hún mér sem tákn, þegar ég ræddi og skrifaði grein eftir grein um Hval- fjarðarbrú, t.d. greinina Hval- fjörður í ljósi nútímaviðhorfa 20/3 1973. Þá hafði margt skeð. Járn og sement hafði að vísu fertugfaldazt í verði skv. upplýsingum hagstof- unnar og vinnulaun vel 100 fald- azt. Verklegar framkvæmdir og verkfærakostur tók þó öllu fram. En ósköp komst ég skammt. Þetta ver eins og atlaga við fork. Þú Friftrík Þorvaldsson getur stungið honum í lostætan bita, sem verður að hnossgæti í munni þér, en ef þú spyrðir gaffalinn um hlutdeild hans og hann mætti mæla segðist hann vera ónæmur og áhrifin skv. því. En árið 1972 gerðist kraftaverk. Loksins kom fram á vegum stjórn- valda svonefnd Hvalfjarðar- skýrsla — álit nefndar, sem skip- uð var 17. maí 1967. Vonandi frámunalegasta rit, sem birtast kann á yfirstandandi öld. Það virtist gert í þeirri trú, að í landinu væri bara gáningslaus lýður. Látum svo vera sem nefndar- mönnum væri ofvaxin eða ókunn afrek í Bretlandi, Japan, Rúss- landi, U.S.A. og öðrum stórum löndum. En þegar þessi skýrsla birtist voru á tveim útjöðrum Evrópu gerðar tvær stórbrýr á vegum „smárra" þjóða. Þetta ár luku Svíar við stórbrú yfir alþjóða siglingaleið tvöfalt breiðari en hér þarf. Hver kílómetri í henni kost- aði um 345 milljónir ísl kr. og hálfu ári síðar vígðu Tyrkir rúml. 33 m breiða brú með 165 m háum burðarstöplum, 6 akreinum, tveim 2,5 m breiðum gönguleiðum, toll- braut, radarkerfi o.fl. og var meðalkostnaður á hvern km um 2115 milljónir ísl. kr. (Þýzk heim- ild 1974). Dr. Ólafur Daníelsson bjó eitt sinn til reikningsþraut. í öngum okkar nefndum við hana buddu- dæmið. Þótt það væri fjári strembið var þó hægt að reikna það upp á eyri, því allar stærð- fræðilegar flækjur voru rökréttar, þótt víða leyndust. Nú langar mig að búa til dæmi, sem lítur mein- leysislega út. Það gæti verið svona: Fyrst Borgarfjarðarbrú sparar 450 milljónir á ári hve mikið á annan milljarð mun þá Hvalfjarðarbrú spara á sama tíma? Þú sérð, að dæmið er rök- fræðilega óreiknanlegt, en þú getur fengið vegalengdir, hugsan- lega bílatölu, hlassþyngdir og farþegatölu. Þú fregnar, að það sé 20% ódýrara að aka á brú en vegi með sama hraða. Auðvitað berast þér ýmsar forsendur svo þú getur orðið margs vísari en brennslu- verð mun reynast hvarflandi stærð. Jafnvel þótt brennsluefnið yrði innlent væri eitt víst: Það yrði dýrast. Hver sem reyndi að reikna þetta dæmi fengi þara sennilega út- komu. Borgarfjarðarformúlan gagnaði ekki vegna ólíks umferð- arþunga. Samt getur brjóstvitið sett fyrir sjónir hagfræðileg sann- indi, þótt gróðinn verði ekki reikn- aður upp á krónu. En þjóðin hefir þarna eignazt sitt buddudæmi. Kannski borgfirzkur bóndi hug- leiði hve ótal sinnum Hvítárbrúin sé búin að borga sig. Það er ótrúlegt hve hægt er að láta hugann sveima meðan annast er um búsmalann. Ég held, að yfirlit og stjórnun sé ekki gallalaus, sem gerist á rassinum. En verst er þó að skynja ekki vitjunartímann. Við skulum líta um stund í kringum okkur. ítalir annast nú sérfræðilegt verk við Hrauneyja- fossvirkjun en ítalska ríkisstjórn- in hafði vit fyrir sér og fékk bandarískt firma til að byggja brú yfir Messinasund — verk, sem Itölum var ofviða. Þannig hjálpast heimurinn að. Á mörgum sviðum standa íslendingar engum að baki, en til þess að gera meiri háttar brýr þarf meira en dunda við sprænur. En þetta kemur og minna má á þá staðreynd, að vegakerfið hér er furðu langt og raunar gott miðað við jarðefni og grútarskap í fjármögnun. Þar með er ekki sagt, að við megum gleyma afglöpum. Hver man ekki stórkostlega hugmynd Gísla forstj. í Ási um Óseyrarbrú 1956? Þar stóðu Þjóð- verjar að baki, sem eru sívaxandi. Á þessu sumri átti að taka í notkun 1128 m langa brú, sem þeir byggðu yfir dal fjallshryggja milli við Núrnberg. Bolungaryík 24. september 1979. KRISTJÁN Jóhannsson, söng- vari, hélt söngtónleika i Félags- heimiiinu hér í Bolungarvik sið- astiiðinn sunnudag. Einnig söng faðir Kristjáns, Jóhann Konráðs- son, nokkra dúetta með syni sinum. Undirleik annaðist Kári Gestsson. Tillögur mínar og upplýsingar í áratugi ræði ég ekki nú en minni á, að aldrei hefir staðið á fjár'- magni. Vantaði kannski ályktun- argáfu? Valið hefur staðið milli þess að borga t.d. brýr í stað benzíns, bílaníðs og hlykkjóttra vega. Sjáfstæðisfl. boðar ný átök í vegamálum og er það vel. Gísli Sigurbjörnsson var beizk- ur í nýlegri blaðagrein. Þegar hann talaði um þá eyðimörk, sem hann gat afstýrt fyrir meir en 20 árum en „áhugalausir og hug- sjónalausir" menn stóðu í vegi fyrir, fellir hann þennan dóm: „Sé einhver svo ólánssamur að benda á góð tækifæri, er slíkt talið slæmt hér á landi. Svo ekki sé nú talað um að hafa rétt fyrir sér í einhverju máli. Slíkt er dauða- synd.“ Á efnisskránni voru innlend og erlend lög. óperuaríur og dúettar. Fjölmenni var á tónleikunum og hlutu listamennirnir fádæma undirtektir, enda fóru þeir á kostum bæði í söng og túlkun. Bolvíkingar eru fíknir í jafn fágaða list á ýmsum sviðum og þarna var. — Gunnar. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU HUSBYGGJENDUR Húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug í hús sínaö halda í haust eöa vetur, er vinsamlega bent á, aö sækja um hana sem allra fyrst, þar sem búast má viö verulegum töfum á lagningu heimtauga, þegar frost er komið í jöröu. Gætiö þess, aö jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæö, þar sem heimtaug veröur lögö, og aö uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eöa annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiöslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæö. Sími 18222. ^ 1RAFMAGNS Eíire?Jkjavíkur Höfum flutt skrifstofur okkar frá Lindargötu 25, ad Skúlagötu 51 Inngangur frá hringtorgi (Húsi Sjóklœðagerðarinnar). BílastæÖi austan húss, Skúlagötumegin Vel heppnaðir tón- leikar í Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.