Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 15 Indónesar eru ríkastir fátækustu þjóðanna Hagvöxtur hefur aukizt þar um 8,3% síðustu ár Veður víða um heim Akureyri 3 súld Amsterdam 16 skýjaó Aþena 30 heióskírt Berlín 14 skýjað BrMeel 14 heiðskírt Chicago 23 skýjað Feneyjar 13 alskýjað Frankfurt 17 skýjað Genf 12 mistur Helsinki 14 heiðskírt Jerúaalem 29 skýjað Jóhannesarb. 27 heiðskfrt Kaupmannahöfn 15 lóttskýjaö Litsabon 26 heíöskírt London 17 skýjað Los Angeles 26 skýjað Madrid 17 heiöskírt Miami 34 heiöskírt Moskva 16 skýjað New York 21 skýjað Osló 14 akýjað Paris 13 heiðskirt Reykjavík 6 skýjað Rio de Janeiro 18 skýjað Róm 21 skýjað Te) Aviv 30 skýjað Tókýó 20 rigning Vancouver 18 heiðskírt Vfnarborg 11 rigning Veóurskeyti vantar trá Barce- kma, Malaga, Mallorca og Stokkhólmi. Þetta gerðist 26. september 1977 — Laker-ferðir hefjast. 1972 — Kissinger ræðir við norð- ur-víetnamska fulltrúa í París. 1965 — Juan Bosch fv. forseti snýr aftur til Dóminikanska lýð- veldisins. 1962 — Ben Bella kosinn forsætis- ráðherra Alsírs. 1950 — Herlið SÞ nær aftur Seoul á sitt vald. 1934 — „Queen Mary“ hleypt af stokkunum. 1919 — Wilson forseti fellur saman í einkalest sinni eftir að hafa flutt 40 ræður til stuðnings Versala-samningnum. 1918 — Orrustan um Meuse-Ar- gonne og tilraunin til að rjúfa Hindenburg-línuna hefst. 1914 — Orrustan við Niemen-fljót milli Rússa og Þjóðverja hefst. 1907 — Nýja Sjáland verður samveldisríki. 1850 — Frelsi blaða skert í Frakklandi. 1833 — Vilhjálmur IV veitir Hannover frjálslynda stjórnar- skrá. 1815 — Þjóðhöfðingjar Rúss- lands, Austurríkis og Prússlands stofna Heilaga bandalagið til varnar Vínar-samningunum. 1809 — Rússar sigra Tyrki við Brailoff, Rússlandi. 1679 — Lundar-samningur Dana og Svía undirritaður (Danir missa alla landvinninga). Afmæli. Cuthbert Collingwood, enskur sjóliðsforingi (1759— 1810)=George Gershwin, banda- rískt tónskáld (1898-1937)=Páll páfi VI (1897-1978). Andlát. Edgar Degas, listmálari, 1917=Bela Bartok, tónskáld, 1945. Innlent. f. Guðmundur biskup góði Arason 1160=Ormur Ormsson Svínfellingur drukknar með skips- höfn sinni við Hörðaland 1270=f. Kristján X 1870=Minnisvarði Kristjáns IX afhjúpaður 1915=- Samningurinn við Mikla norræna um lagningu sæsíma undirritaður 1904=Mæðiveiki finnst í Stranda- sýslu og 1200 lömbum slátrað 1951=Fundur Ólafs Thors og Har- old Macmillans á Keflavíkurflug- velli 1960=Sprengjuleit á Keflavík- urflugvelli 1962=Friendship-flug- vél Flugfélagsins ferst á Mykju- nesi í Færeyjum (átta létu lífið) 1970=f. Ólafur Jóhann Sigurðsson 1918=Halldór Pétursson 1918. Orð dagsins. Öll fjarstæða á sér einhvern talsmann — Oliver Gold- smith, enskt skáld (1728—1774). Tal efstur Moskvu, 25. sept. — Reuter. MIKHAIL Tal frá Sovétríkjunum er nú einn í efsta sæti á milli- svæðaskákmótinu, sem haldið er í Riga. 14. umferð var tefld í gær, og vann Tal þá Francisco Troios frá Brasilíu. Tal hefur nú lOVfe stig, og er hálfu stigi hærri en landi hans Lev Polugaevsky, sem er í öðru sæti eftir jafntefli við Brasilíu- manninn Herman van Rimsdick. í þriðja sæti er Zoltan Ribli frá Ungverjalandi með níu vinninga og biðskák. Hann tefldi við Ruben Rodrigues frá Filipseyjum í 14. umferð, og fór skák þeirra í bið. Er Ribli talinn með unna skák, Bent Larsen frá Danmörku er svo í fjórða sæti með 8Vfe vinning, en hann vann Slim Boazis frá Tunis í 14. umferð. Teng ræður Bandaríkjun- umaðvingast við Araba Peking, 15. eeptember. AP. TENG Hsiao-Ping, varaforsætis- ráðherra Kina, sagði i samtali við Pierre Trudeau, fyrrum forsætis- ráðherra Kanada, sem nú er í Peking, að til að halda aftur af Sovétrikjunum i Miðausturlönd- um væri hægast fyrir Bandarikin að breyta stefnu sinni gagnvart ísrael og vingast við Araba. Teng kvaðst ekki mæla með því að Bandarikin gæfu ísrael upp á bátinn, enda hefðu Kínverjar aldrei dregið í efa tilverurétt ísraelsrikis. Teng kvaðst hafa skilning á friðarumleitunum Egypta og ísra- elsmanna og telur Trudeau það til marks um sanngjarnt mat kín- versku stjórnarinnar á málavöxt- um, að hún vildi fara bil beggja en tæki ekki afdráttarlaust afstöðu með Israel eða Aröbum. í viðræðunum við Trudeau sagði Teng ennfremur að útþenslustefna Sovétríkjanna gerði það að verk- um að Atlantshafsbandalagið væri nauðsynlegt nú sem fyrr, en þessi skoðun Kínverja kom fyrst fram í samtali Trudeaus og Maó Tse-Tung formanns árið 1973. Teng taldi að viðræður um bætta sambúð Sovétríkjanna og Kína gætu dregizt mjög á langinn, en þar væri útþenslustefna Sovét- ríkjanna helzti þrándur í götu. í BLAÐINU Indonesia Times á dögunum er greint írá því að Indónes- ar hafi náð því marki að hagvöxtur þar hafi aukizt um 8,3 prósent á tímabil- inu 1970 til 1976 og meðal- þjóðartekjur á íbúa á ári hafi á miðju ári 1977 verið sem svarar 300 Banda- ríkjadollurum eða um 126 þús. ísl. krónur. Þessi aukning hefur þar með skipað Indónesíu í þá stöðu að verða tekjuhæst fátækra þjóða, samkvæmt skilgreiningu Al- þjóðabankans og var þessi niður- staða birt í skýrslu bankans fyrir ágústmánuð. Meðal lágtekjuþjóð- anna er Bangladesh verst á vegi statt, meðalárslaun eru þar að- eins sem svarar 90 dollurum. í Burma eru meðalárslaun 140 dollarar, Indlandi 150, Víetnam 150, Pakistan 190 og Sri Lanka 200. Þær þjóðir sem síðan eru kallaðar „miðlungs-lágtekjuþjóð- ir“ eru Filippseyjar með 450 dollara meðalárslaun eða 188 þús., Papua Nugini með 490 dollara, Suður-Kórea með 820, og Malaysia með 930 dollara. Þá kom fram í Indonesia Times að tekizt hefur að draga ögn úr fólksfjölgunarhraðanum á allra síðustu árum, úr 2,5 prósent og niður í tæplega prósent. Spáð er að árið 2000 verði íbúar Indónesíu 208 milljónir. Indónesar eru nú taldir um 145 milljónir og eru fimmta fjölmennasta þjóð heims. Hryðjuverk Baska á Spáni hvetja til valdatöku hersins Madrid, 25. sept. — AP, Fenton Wheeler. ADOLFO Suarez forsætisráðherra Spánar hefur aflýst fyrirhug- aðri ferð sinni til Mið-Ameríku og Bandaríkjanna, og segir hann ástæðuna vera alvarlegt ástand heima fyrir. Suarez ræddi stuttlega við fréttamenn í Madrid í dag á leið sinni til þinghússins, og sagðist þá hafa frestað förinni vegna „innanríkismála, sem brýn nauðsyn er að sinna." Hann minntist hvorki á hryðjuverk Baska né gagnrýni hersins á getuleysi ríkisstjórnarinnar við að binda enda á hryðjuverkin, en ljóst þykir að það eru þessi vandamál, sem neyddu forsætis- ráðherrann til að sitja heima. Það sem af er þessu ári hafa hryðjuverkamenn Baska myrt 60 manns, þar á meðal 10 yfirmenn úr hernum, og hefur herstjórnin verið harðorð í garð ríkisstjórn- arinnar fyrir að láta þetta við- gangast. Samtök Baska, ETA, sem krefjast algjörs sjálfstæðis Baskahéraðanna á Norður- Spáni, lýstu því yfir í gær að þau ætluðu að halda áfram árásum sínum á ríkisstjórn, konung og her, og orðrómur var uppi um að samtökin hefðu sent hryðju- verkamenn til Bandaríkjanna til að taka á móti Suarez. Ekki hafa talsmenn stjórnarinnar viljað staðfesta þann orðróm. Suarez hefur gegnt embætti forsætisráðherra á Spáni í rúm þrjú ár. Juan Carlos konungur skipaði Suarez í embættið í júlí 1976, en síðan hefur forsætisráð- herrann staðið af sér tvennar kosningar. Nú telja fréttaskýr- endur að Suarez, sem leiddi þjóð sína frá einræði til lýðræðis á þremur árum, sé í miklum vanda staddur. Um þetta komst evr- ópskur sendiráðsmaður svo að orði: „Suarez þorði bersýnilega ekki að hverfa í níu daga af landi brott meðan aðskilnaðarsinnar Baska halda áfram að myrða foringja úr hernum, hægrisinnar krefjast afsagnar hans, og her- foringjar frá Franco-tímunum halda ræður opinberlega, sem hefðu kostað þá stöðurnar fyrir hálfu öðru ári.“ Flestir stjórnmálaleiðtogar á Spáni eru sammála um að lítil hætta sé á því að herinn hrifsi völdin þar í landi. En Baskaleið- toginn Carlos Garaicoechea, sem vill samninga við stjórnvöld landsins, sagði það sem býr í huga margra Spánverja: „Morð- in á foringjum úr hernum stefna að því að fá herinn til að hrifsa völdin." Búast má við að Suarez þurfi að mæta auknum þrýstingi næsta mánuðinn, því 25. október á að fara fram atkvæðagreiðsla í Baskahéruðunum um ný heima- stjórnarlög fyrir héruðin. Eru ETA samtökin eindregið andvíg nýju lögunum, þar sem þau gera ekki ráð fyrir algjöru sjálfstæði Baska. Því er spáð að heima- stjórnarlögin verði samþykkt, en að þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni verði það lítil að hún verði vart marktæk. Hvað varðar gagnrýni hersins, má benda á ummæli tveggja hershöfðingja eftir síðustu að- gerðir Baska gegn hernum nú um helgina. Sögðu þeir að reynslan af lýðræði í landinu væri ekki of glæsileg. Breyt- ingarnar frá tímum Francos hefðu leitt til: „hryðjuverka, öryggisleysis, verðbólgu, efna- hagskreppu, atvinnuleysis, klámrita, og, síðast en ekki sízt, stjórnleysis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.