Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 Raruiveig Ingibjörg Thejll—Minning Fædd 20. apríl 1903 Dáin 14. september 1979 Að kvöldi dags h. 14. sept. s.l. sem var afmælisdagur minn, hringdi Lydia Thejll til mín og sagði mér að Rannveig móðir sín hefði látist þá fyrir stundu. Ég var mikið búin að velta því fyrir mér hvers vegna Rannveig hefði ekki hringt til mín eins og hún var vön þennan dag, hafandi ekki hug- mynd um að hún væri komin í sjúkrahús. Rannveig fæddist að Hræreks- læk í Hróarstungu 20. apríl. 1903. Voru foreldrar hennar Sigurlína Einarsdóttir frá Hrossstekk i Mjóafirði og Árni Stefánsson bóndi á Hrærekslæk. Þessi hjón eignuðust fimm börn. Þau voru, talin eftir aldursröð: Guðbjörg, Stefán, Einar, Rannveig og Olaf- ur, en hann dó nýfæddur ásamt móður sinni. Rannveig var aðeins 5 ára þegar þessi systkini missa einnig föður sinn. Þá fer Guð- björg, elsta barnið, í fóstur að Bóndastöðum og er þar til 17 ára aldurs. Stefán fer til frænda síns Jóns Jónssonar verslunarstjóra í Seyðisfirði og konu hans Halldóru Björnsdóttur. En Einar og Rann- veig verða eftir á Hrærekslæk hjá Jóni Ágústi Ármannssyni og konu hans Margréti Snorradóttur. En þau höfðu þá keypt jörðina. Báru þau systkinin þessum fósturfor- eldrum sínum alla tíð góða sög- una. En eins og nærri má geta, verður það ætíð raunasaga að standa uppi i þessum heimi án foreldris. Og sannast þar sem oftar hið fornkveðna: Fár sem faðir, enginn sem móðir. Þessi systkin eru nú öll látin. Þau komust öll til manns og urðu hinir nýtustu borgarar. Rannveig var 19 ára þegar hún fór á vefnaðarnámskeið að Eiðum, og síðan til sumardvalar að Gagn- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Um tíma dvaldist hún hjá frænda sínum Jóni Jónssyni í Seyðisfirði. Eftir það lá leiðin suður á land. Árin 1926-27 og 1927-1928 stundar hún nám við héraðsskól- ann á Hvítárbakka, og með henni er stúlka að austan að nafni Steinunn Þórarinsdóttir, og urðu þær vinkonur upp frá því. Á Hvítárbakka kynntist Rannveig Ríkarði Jónssyni, og mun hann hafa beðið hana að sitja fyrir hjá sér vegna þess að honum þótti hún hafa sérlega fríðan vangasvip. Urðu málalok þau að Ríkarður teiknaði myndina, og Rannveig hlaut að launum fria tilsögn í myndskurði. Ef ég man rétt, þá prýðir þessi mynd af Rannveigu bókina um Ríkarð Jónsson, og ber nafnið „Austfirsk stúlka." Þegar Rannveig kom hingað til Reykjavíkur alkomin, var sannar- lega ekki um auðugan garð að gresja fyrir þá sem voru í atvinnu- leit, jafnvel þótt menn hefðu eitthvað lært. Var því ekki um annað að ræða en að taka þá vinnu sem til féll. Hér í höfuðstaðnum kynntist Rannveig ungum versl- unarmanni að nafni Ágúst Thejll. Hann varð síðar starfsmaður hjá + Maöurinn minn, SKEQGI SAMÚELSSON, Skipasundi 68, lézt aö Landakotsspítala þann 24. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiöur Jónsdóttir. + Faöir minn, tengdafaöir og afi SIGURÞÓR ÞÓRÐARSON fyrrv. brunavörður Brekkustíg 14, Raykjavík lést aöfaranótt 23. sept. Elín Sigurþórsdóttir, Siggeir Sverrisson, Sigrún E. Siggeirsdóttir, Elínborg A. Siggeirsdóttir. + Útför bróöur míns, GUÐSTEINS JÓNSSONAR, áöur fyrr til heimilis í Kalmannstungu sem lézt 20. september, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. september kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Jónsson. + Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, ERNA HERMANNSDÓTTIR, Öldugötu 57 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. september kl. 1.30. Hilmar Þór Helgason, Kristín Herdís Hilmarsdóttir, Elfn Hilmarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir. + Móöir okkar MARGRÉT JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóöir, Fáskrúösfiröi, lést í Landakotsspítala 19. þ.m. Útför hennar fer fram frá Búöakirkju Fáskrúösfiröi föstudaginn 28. september kl. 2. Jón S. Einarsson Helga Einarsdóttir Þráinn S. Þórarinsson Óöinn G. Þórarinsson Edda Þórarins Stefánsdóttir Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, og þekktur borgari. Þau Rannveig felldu hugi saman. h. 29. sept. 1934 gengu þau í hjónaband, og þurfti hvorugt að sjá eftir því, svo samhent sem þau urðu um flesta hluti. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru: Magnús bankarit- ari, kvæntur Kristínu Birnu Sig- urbjörnsdóttur, og eiga þau tvær dætur; Camilla Lydia, gift Vern- harði Guðmundssyni húsasmíða- meistara, þau eiga tvo syni og fjórar dætur. Áður en Ágúst kvæntist eignaðist hann dótturina Lydíu Eddu. Hún er gift Jóhanni Erlendi Óskarssyni bókara. Þau eiga tvær dætur. Oft hef ég dáðst að því hve gott var á milli Rannveigar og Lydiu Eddu, en skrítið getur það varla talist þar sem um tvær mannkostamann- eskjur var að ræða. Mann sinn missti Rannveig h. 10. júlí 1964. Varð hann henni slíkur harmdauði að hún treysti sér ekki til að dvelja alla daga inni á heimilinu, og fór því út að vinna. í fjölda ára var hún starfsmaður á Hótel Borg, og hygg ég að hús- bændur og hjú hafi mátt vel við una. að minnsta kosti þekkti ég vel samviskusemi og húsbóndaholl- ustu þessarar konu. Enda hverfur hún ekki af Borginni fyrr en hún er farin að heilsu. í fyrra haust höfðum við Rannveig verið ná- grannar í 27 ár. Mér eru enn í minni fyrstu kynni okkar. Ég var að fara með rusl út í tunnu, þá nýflutt í húsið nr. 12 við Hæðar- garð, þegar þessi brosleita kona sem þar var komin sömu erinda ávarpar mig eitthvað á þessa leið: „Með leyfi, er þetta ekki frúin hans Axel Sveins? „Ávarpi af þessu tagi var ég satt að segja ekki vön, enda voru þá ýmsar kurteisis- venjur að fara úr tísku. Allir landsmenn teknir að þúast, og frúarnafnið úr sögunni, nema þá í utanáskrift á póstkortum. Er nú ekki að orðlengja það, að upp úr þessum kynnum spratt vinátta milli heimila okkar, sem haldist hefur æ síðan. Varla leið sá dagur að ekki færi einhver af mínu fólki út á nr. 14. En Rannveig kom ekki eins oft til okkar sem ekki var von. Á fyrstu árunum í Hæðargarði rak hún smáfyrirtæki á háaloft- inu, og var í senn forstjóri þess og iðnverkamaður. Þar var oft glatt á Hjalla. Ég vissi um ungling sem þangað fór oft með námsbækur sínar og las þá gjarnan upphátt fyrir þessa vinkonu okkar. Ef raddir sem boðuðu gestkomu heyrðust neðan úr anddyrinu, var hún óðar komin niður háalofts- stigann að hella upp á könnuna. Þó heyrðist aldrei að hún skilaði ekki netunum sínum til kaupanda í tæka tíð. Spilamennska var mikið stunduð hjá þeim Ágústi. Maðurinn minn var oft fjórði maður þar. Og oft var móður minni háaldraðri boðið í þennan skemmtilega selskap. Það var eins og aldursmunur þurrkaðist út þegar komið var inn í þetta hús. Á afmælum og öðrum tyllidögum var alltaf mikið um að vera. Þau hjónin áttu einhver kynstur af vinum og venslafólki, og skorti þá ekki fjörugar umræður og létt hjal. Og húsfreyjan, hún var hrókur alls fagnaðar. Eftir að Ágúst hvarf af sjónarsviðinu, breyttist margt. En Rannveig var alltaf sama gestrisna konan fram í andlátið. Hún var alveg einstök móðir sem studdi börn sín með ráðum og dáð. Ævisaga Rannveig- ar Thajll, er saga vammlausrar konu. Allt dagfar hennar ein- kenndist af trúmennsku, fórnfýsi og glaðlegu viðmóti. Og þótt ég sakni nú vinar í stað, þá veit sá sem allt veit, að vel ann ég henni hvíldarinnar, úr því sem komið var. Og gott þætti mér að vita af henni í björgunarliðinu þegar ég kem yfir álinn. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. sept. s.l. Vandamönnum hennar og vin- um eru hér með sendar samúð- arkveðjur. A.M. Minning: Halldór Sigurjónsson frá Grundarfirði Þegar ég var í Grundarfirði kynntist ég Bár-bræðrunum. Þeir voru hjá okkur í vegavinnu, maðurinn minn var verkstjóri, og þeir voru bílstjórar. Mér er óhætt að fullyrða að manninum mínum + Sonur okkar ÞORVALDURWAAGFJORD er lést af slysförum á Fjaröarheiöi þ. 16. september, veröur jarösunginn frá Garöakirkju fimmtudaginn 27. september kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Bertha M. Grímsdóttir Jón Waagfjord. Holtsbúö 18, Garöabas. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir og afi HJÁLMAR SVEINBJORNSSON, múrarameistari, Vitaatíg 16, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum, föstudaginn 21. sept. Útför hins látna verður gerð frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 27. sept. kl. 10.30. ... , Jónína G. Jónsdóttir, Halla G. Hjálmarsdóttlr, Guöjón Skúlason, Erla Arnardóttir, Helga Guöjónsdóttir, Jóna Guójónsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GÍSLI GUÐMUNDSSON, Hvalsnesi, verður jarösunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 29. september kl. 2. Guörún Pólsdóttir og dœtur. + Innilegt þakklæti færum viö öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og hluttekningu viö andlát ÞÓRÐAR INGA EYVINDS, kennara. Elísabet Helgadóttir Helgi Eyvinds Sigurrós Halldórsdóttir Magnea Ingibjörg Eyvinds Sæmundur Runólfsson Elín Anna Eyvinds Auöur Eyvinds og sonarsynir. var vel við þessa ungu menn, sem voru hjá okkur sumar eftir sumar. Alltaf voru þeir jafn ábyggilegir, verklagnir, verkséðir og allt stóð sem stafur á bók. Nú þegar annar þessara bræðra er farinn hinztu ferðina langar mig að minnast haans með nokkr- um orðum frá mér og fjölskyldu minni. Halldór Sigurjónsson hafði svo margt til að bera hann var prúðmenni, duglegur að öllu sem hann gekk að bæði til sjós og lands og með afbrigðum þrifverk- ur og reglusamur. í vegaskúrunum var hann hinn glaðlyndi, hjálpfúsi vinnufélagi, æfinlega boðinn og búinn að rétta okkur hönd sem vorum matseljur þarna, oft við erfið skilyrði. Dóttir mín sem aðeins var fimmtán ára var þarna í tvö sumur við matreiðslu, minn- ist þess hvað Halli í Bár, eins og hann var vanalega kallaður, var góður vinnufélagi. Við þökkum fyrir góð kynni hjá góðum manni sem við minnumst alltaf með hlýju. Því þó hann sé horfinn sjónum okkar í bili er hann í rauninni farinn svo ósköp stutt, aðeins eins og að stíga yfir þröskuld en komast ekki til baka. Við eigum öll eftir að hitta þá sem farnir eru, því Jesú sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öllu venzlafólki send- um við samúðarkveðjur. Sérlega kveðju sendi ég Sigur- jóni mínum, sem sér á bak elsku- legum syni sem tekinn var við starfi hans með miklum ágætum. En þeir eiga eftir að hittast og sigla saman. Farsællega heilir í höfn. Guð blessi ástvini Halldórs. Elisabet Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.