Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 13 annaö an halda áfram, sniglaat upp brattann eina mikið með hönd á sleðakjélkunum og maður gat til öryggir því víða leynaat aprungur undir anjólaginu. AUt í einu þegar viö vorum nýlagöir af staö aftur aftir nokkurra mínútne hvild hurfu fimm Imnd- anna niður i sprungu sem opnaöist. Hinir hundamir snarstönzuöu og sleöinn hált einnig í. Hundamir fimm dingluðu í taugun- um yfir gapandi hjldýpi. Viö feetum sleöann og maöur gleymdi á stundinni fjúkinu og kutdanum. Atriöiö var aö ná hundunum upp aftur, ekki bara þeirra vegna heldur e'anig okkar vegna. Þe ► voru okkar Iffaeö. Þaö tók langan tima að ná hundunum upp, því þeir eru þungir og það var arfitt aö athafna sig á sprungubrúninni. Hundamir böröuat um og ekki létti það verkið, en einum af öörum náöum viö upp, sjálfir hangandi í böndum í sprungunni, bundir í sleöann. Viö uröum aö síga niöur að forystuhundinum, því hsnn hékk í 4^atu tauginni, en þegar viö vorum aö komasv aö honum losnaöi hann úr beizlinu og oinhverra hiuta vegna haföi öryggisfestingin i taugina losnaö. Hundurinn hrapaöi niður í sprunguna sem hefur veriö 50—100 metra djúp og heyröist ekki múkk frá honum meir. Viö geröum klárt á ný, aö halda feröinni áfram var þaö eina sam kom tii greina og ekki eftir neinu aö bíða. Þegar viö komum upp á brún fór aftur aó létta til. Vlö áóum og fengum okkur súkkul- aöibiig. Feröin niöur þennan skriöjökul gekk vel, en oft uröum viö aö nota bromaurnar á slaöanum, sverar kaöatlykkur sem er kastað á rennsliskjálkana þannig aö þeir skerast inn í hjarnið og draga mikíð úr feröinni. Þaö versta var aö baki og dagur og nótt runnu saman í eitt, tveir menn á suöurleiö frá nyrstu ströndum Qraanlands, bæjarleíö frá Noröurpólnum. Vió skíptumst á að atjórna sleöanum, en á míllli sat maöur í atellingum á sleöanum og rsyndí aö kraakja aér í kríublund. Og sf þaö gekk þá kostaöi þaö langt hlaup meö sleöanum til þess aö ná búkhitanum upp. Þannig gekk þetta klukk- utíma eftir klukkutíma og degur datt af degi. Áfangastaöur eftir áfangaataö, aólblik í svellum á stundum og langt í fjarska boðaöi már vorkomuna. Fólkið á nyrsta hjara jarðar veröur þó aö treyata fremur á sólskinsstund- ir í hjarta og þaó metur margt dýrmastt sem suöurfólk telur smátt. Það speglast margár spurningar í augum barna noröursins á þröskuidi núbmans, en ánsagjuleg kynni af þessu fólki skitja eftir enn fieiri spurningar I auga gestsins. Grein og myndir: Árni Ono a hiaupum á eftir sleöanum. Carla veltir vöngum yfir hauskúpu af hvítabirni. Steíán Brynjólísson námsstjóri í liffræði á vegum skólarannsóknaj deildar Menntamálaráðuneytisins, Helgi Hallgrímsson. forstöðumað- ur Náttúrugripasafnsins á Akureyri, Ólafur Bjarni Guðmundsson, ritstjóri Garðyrkjuritsins, og Bragi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rikisútgáfu námsbóka, á fundi með blaðamönnum þar scm bækurnar tvær, „Veröldin í vatninu“ og „Sveppakverið“, voru kynntar. Ljósm. ól.K.M. Tvær fræðibækur eftir Helga Hallgrímsson HELGI Hallgrímsson, forstöðu- maður Náttúrugripasafnsins á A mreyri, hefur ritað tvær fræði- biðkur sem báðar koma út í þessum mánuði. Rikisútgáfa námsbóka gefur út bókina „Veröldin í vatninu“ en Garð- yrkjufélag íslands gefur út „Sveppakverið“. „Veröldin í vitninu" er hugsuð sem byrjun á ritröð um íslensk vistkerfi og lífríki þeirra. Bókin er gefin út í samráði við Skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneyt- isins en á kostnað skólavörubúðar- innar. Reynir heitinn Bjarnason fyrrum námsstjóri annaðist fyrir hönd deildarinnar fyrsta undir- búning verksins og var bókin að nokkru leyti sniðin eftir nám- skeiðum sem hann hélt fyrir líffræðikennara. „Veroldin í vatninu" skiptist í 3 meginhluta, um vötn og vatnalíf, vatnajurtir og vatnadýr. í henni er getið um 550 tegunda af vatna- lífverum sem eru flestar algengar í tjörnum og vötnum, ám og lækjum hér á landi. í bókinni eru um 300 myndir af ýmsum tegund- um og þar af rúmlega 100 ljós- myndir sem höfundur hefur tekið af íslenskum eintökum. Þá er fjallað um notkun hjálpartækja við rannsóknir á vatnalífi, t.d. stækkunarglerja. í stuttu máli má segja að bókin sé undirstöðukynn- ing á lífheimi ferskvatnsins á íslandi og þeim vinnuaðferðum og tækjum sem nauðsynleg eru til þess að geta kynnst heimi fersk- vatnsins. „Veröldin í vatninu" er byggð upp á greinum sem Helgi ritaði í „Heima er best“ árið 1971. Að sögn hans og útgefenda er bókin eink- um ætluð nemendum framhalds- skóla en gæti ennfremur hentað sem ýtarbók fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla. Hún mun einnig hugsuð sem hjálparbók fyrir líffræðikennara á öllum skólastigum og sem fræðslurit fyrir almenning en „Veröldin í vatninu“ er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um þetta efni. Xuröidin í vaíninu Hún er 217 blaðsíður og fæst bæði bundin og heft. Setningu og prent- verk annaðist Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri. í „Sveppakverinu" leitast Helgi við að veita nokkra innsýn í heildarkerfi sveppanna, lífshætti þeirra og byggingu, að gefa yfirlit yfir íslenska stórsveppi og að kynna helstu matsveppi, meðferð þeirra og nýtingu. Árið 1967 ritaði Helgi grein í Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands og nefndist hún „Sveppir til matar“. Grein þessi var síðan aukin og endurprentuð í Garð- yrkjuritinu 1969 undir heitinu „íslenskir matsveppir“. Greinin var einnig sérprentuð og höfð til sölu. Haustið 1978 fór Garðyrkju- félagið fram á það við Helga að hann gæfi leyfi til endurprentunar þessarar greinar eða ritaði bók um sama efni. I Sveppakverinu eru lýsingar á 100 tegundum sveppa og um 50 annarra er lítillega getið. Ljós- myndir eða teikningar eru af um 60 tegundum þar af 24 litmyndir. íslensk nöfn sveppanna eru flest búin til af höfundi sjálfum og hafa áður komið fram í greinum hans en Helgi hefur stundað rannsókn- ir á sveppum í um 20 ár. Bókauppboð í Varð- borg á Akureyri ANNAÐ bókauppboð Jóhannesar Óla Sæmundssonar fornbókasala verður í Hótel Varðborg laugar- daginn 29. sept. n.k. Þar verða á boðstólum um 150 bækur og rit. Nefna má: Svartar Fjaðrir (o.fl. e. Davíð St.), Vorköld jörð (o.fl. e. Ól. J. Sig.), Gerska ævintýrið (o.fl. e. Laxness), Sögur úr Keldudal (o.fl. e. G. Ben.), Smælingjar (o.fl. e. E.H. Kv.), Ártíðirnar (e. Kristínu Sigf.d.), Villtur vega (o.fl. e. Kr. F. D.), Nokkur kvæði (e. Sigurbjörn Sv.), Kristrún í Hamravík (G.G.H.), Rómeó og Júlia (Shakespeare), Visnakver Fornólfs, Þingeysk ljóð, Kuml og Haugfé, Nú brosir nóttin, Skútu- staðaætt, Fæðingar-Historía (1771), Andlegt versasafn (1889), Hestar og reiðmenn, Kennslubók handa yfirsetukonum. Sálma- og bænakver (Ak. 1853), Sjálfsævi- saga Björns Eysteinssonar, Leikhúsmál (Compæl), Þrjár Sönglagabækur, Saga Akureyr- ar, Hornstrendingabók (1. útg.), Inn vígði, (Jranía, Á söguslóðum (Collingwood), ísland við Alda- hvörf (Aug. Mayer), Sléttuhrepp- ur, Þrúgur reiðinnar I—III, Vopnin Kvödd o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.