Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 28
RucivsmcnR Í^o22480 RUGivsincnR 2248U LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1974 Vextir hækka í allt að 18% Seðlabankinn hækkaði f gær innláns- og útlánsvexti og kemur hækkunin til framkvæmda 15. þ.m. Hækkun forvaxta af víxl- um nemur 354 — 5% og verða þessir vextir 16% eftir hækkunina. Afborg- analána- og skuldabréfa- lánavextir verða nú 16—18% f stað 1VA—13%. Vextir af almennum spari- fjárbókum verða nú 13% í stað 9%, en vextir af árs- bókum verða eftir hækkun- ina 16% í stað 12% áður. Dráttarvextir hækka úr 154% á mánuði í 2%. Mbl. hafði i gær samband við Helga Bergs bankastjóra Lands- bankans og spurði hann, hvaða áhrif hann teldi, að þessi vaxta- breyting hefði. Sagði Helgi Bergs, að vonazt Jafntefli I GÆRKVÖLDI fór fram einn leikur f 1. deildar keppni fslands- mótsins f knattspyrnu. Valur og fBV gerðu jafntefli f leik sfnum á Laugardalsvellinum 2:2. í hálfleik var staðan 1:0 fyrir Val. Jónas Þórðarson næturvörður f kjötiðnaðarstöðinni. Milljónatjón í sprengingu á Akureyri GtFURLEG sprenging varð í kjöt- iðnaðarstöð KEA sncmma f morgun. Ekkert manntjón varð, enda húsið mannlaust þessa stundina, en ljóst er, að tug- væri til að með þessum aðgerðum drægi úr eftirspurn eftir útlánum samhliða þvf að áhugi á innlánum ykist. Sagði hann, að þessi hækk- un hefði í för með sér nokkra útgjaldaaukningu fyrir atvinnu- reksturinn a.m.k. í bili og hlytu nú ýmis fyrirtæki að draga úr birgðahaldi og minnka útlán til endanlegra kaupenda vöru og þjónustu. Sagði Helgi, að reynsl- an hefði sýnt, að þegar vextir hefðu verið hækkaðir, fyndu menn leiðir til að minnka láns- fjárþörf sína. Hæstu vextir eftir þessa hækkun eru svipaðir ogger- ist vfða f nágrannalöndum að sögn Helga, en vextir af undirstöðulán- um lægri. Innlánsvextir eru nokkru hærri en víðast hvar og munur á innláns- og útlánsvöxt- um minni. „Ég tel þetta eðlilega og skynsamlega fjárhagsráðstöf- un miðað við núverandi ástand,“ sagði Helgi Bergs að lokum. Fréttatilkynning Seðlabankans um þessa vaxtahækkun fer hér á eftir í heild. „Bankastjórn Seðlabankans hefur í dag að höfðu samráði við bankaráð tekið ákvörðun um að hækka sparifjárvexti um 4%. Til þess að standa undir þessari hækkun innlánsvaxta hefur jafn- framt verið ákveðin hækkun almennra útlánsvaxta. Nemur sú hækkun einnig nálægt 4%, en hækkun afurðalánavaxta er þó verulega minni og verður minnsta hækkun 1%, þegar um útfiutn- ingsafurðir er að ræða. Einnig er minni hækkun á ýmsum rekstrar- lánum til atvinnuveganna. Vaxta- breyting þessi tekur gildi frá og með 15. júlí n.k. Til dæmis um vextabreytinguna skal nefnt, að almennir sparisjóðsvextir hækka úr 9% í 13%, vextir af sparifé bundnu til eins árs úr 12% í 16% og almennir víxilvextir úr 12!4% í 16%. Með vextahækkun þessari er fyrst og fremst stefnt að því að bæta hag sparifjáreigenda, en innstæður þeirra hafa rýrnað verulega að verðgildi vegna þeirra miklu verðhækkana, sem orðið hafa undanfarna mánuði. Um leið er stefnt að þvf að draga úr þvf jafnvægisleysi, sem ríkt hefur á innlendum markaði fyrir lánsfé, enda er ásókn í hvers kon- ar lánafyrirgreiðslu nú meiri en bankar og aðrar lánsstofnanir geta ráðið við. Fyrstu fimm mán- uði ársins var hlutfallslcg aukn- ing innlána helmingi minni en á sama tíma á síðasta ári, en aukn- ing útlána nærri 60% meiri, og hefur þessi þróun valdið miklum lausafjárerfiðleikum hjá við- milljóna tjón hefur orðið á húsi, húsbúnaði, vélum og tækjum. Stórt gat kom á suðurhlið hússins og annað á þak þess og er suður- hluti hússins talinn gersamlega ónýtur. Ekki er enn fullkannað, hve miklar skemmdir hafa orðið á öðrum hlutum hússins. Þá þeyttist vatnsgeymir gegnum steinvegg og eftir endilöngum vinnslusal stöðvarinnar um 40 metra leið f nokkurri hæð frá gólfi og braut allt og bramlaði á skiptabönkunum og skuldasöfnun þeirra við Seðlabankann. Bankastjórn Seðlabankans hef- ur margsinnis að undanförnu bent á nauðsyn þess, að reynt yrði að rétta hlut þess fólks, sem orðið hefur að þola rýrnun sparifjár- eignar sinnar á meðan þeir, sem fengið hafa fé þeirra að láni, hafa SAMKVÆMT nýjum lögum um fjölskyldubætur, er gildi tóku 1. júlf sl., munu fjöl- skyldubætur með fyrsta barni nú falla niður — nema fimm leið sinni. Óvfst er, hvað olli sprengingunni. Það var laust fyrir klukkan fimm f gærmorgun, sem gufuhit- aður vatnsgeymir í suðurálmu kjötinaðarstöðvarinnar sprakk með ógurlegum krafti. Sem betur fór var húsið þá mannlaust, því næturvörðurinn Jónas Þórðarson var staddur úti við, þegar spreng- ingin varð og glerbrotum og braki rigndi niður allt í kringum hann. Framhald á bls. 16 grætt að sama skapi. Augljóst er, að þessu marki má ná bæði með verðtryggingu sparifjár og hreyf- anlegri vaxtastefnu, þar sem tek- ið væri tillit til breytinga á verð- lagi og gengi í heiminum, en sveigjanlegri stefnu í gengismál- um hefur nú verið fylgt hér á Framhald á bls. 16 börn eðá fleiri undir 16 ára aldri séu f fjölskyldu eða heildarátstekjur framfæranda séu undir 700 þúsund krónum samkvæmt síðustu skatt- skýrslu. Er þá átt við brúttó- tekjur hjóna, sambýlisfólks eða einstaklinga, sem hafa börn á framfæri, að þvf er seg- ir f fréttatilkynningu frá Tryggíngastofnun rfkisins. Ennfremur kemur þar fram, að sá háttur hefur verið hafður á um framkvæmd laganna, að fjölskyldubætur með fyrsta barni hafa nú verið felldar niður. Þeir, sem telja sig hins vegar eiga rétt á fjölskyldubót- um með fyrsta barni — samkvæmt ofangreindum undantekningum, þurfa því að sækja um þessar bætur í Tryggingastofnun ríkisins eða umboðum hennar. Segir f fréttatilkynningunni, að æski- legt sé, að umsækjandi hafi með sér sér ljósrit af skatt- skýrslu ef sótt er um vegna tekna. Þá segir í tilkynningunni, að Tryggingastofnunin vilji ein- dregið hvetja fólk til að kanna rétt sinn til fjölskyldubóta SVONA var umhorfs f vinnslusal kjötiðnaðar- stöðvar KEA á Akureyri í gær eftir sprenging- una. 1 þessum sal vinna að jafnaði 30—40 konur. 1 gegnum gatið á veggn- um má sjá inn 1 ketil- húsið, en þangað braut vatnsgeymirinn, sem sprengingunni olli, sér leið. (Ljósm. Mbl. Sv.P.) með öllum börnum sfnum und- ir 16 ára aldri og sækja um þær sem fyrst, ef sá réttur sýnist vera fyrir hendi. Sól um mestan hluta landsins um helgina VEÐUKGUÐIRNIR vfrðast ætla að verða landsmönnum hliðhollir um helgina. Sam- kvæmt upplýsingum veður- stofunnar er búizt við fremur hægri norðlægri ðtt um land allt. Gert er ráð fyrir, að skýj- að verði á Norður- og Norð- austurlandi og svalt, en úr- komulftið. Annars staðar á landinu má búast við sólskini og fögru veðri. Næturvörður í kjötiðnaðarstöð KEA: „Segði ekki frá tíðind- um, liefði ég verið inni” Vinstri stjórnin: Fellir niður bætur með fyrsta barni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.