Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLI 1974 HÉR á eftir verður gerð nokkur grein fyrir stjðrnarmyndunum og stjórnarsamstarfi einstakra stjórnmálaflokka á lýðveldistfmabilinu. Eftir lýðveldishátfðina 1944 lét Björn Þðrðarson, forsætisráðherra utanþingsstjðrnarinnar, f Ijðs þá ðsk, að Alþingi gæti sjálft myndað sterka rfkisstjðrn. Það féll sfðan f hlut Ólafs Thors að mynda fyrstu þingræðisstjðrn fslenzka lýðveldisins. Nýsköpunarstjðrn ólafs Thors Utanþingsstjórn Björns Þórðar sonar sagói af sér 16. september 1944. En þá um sumarið hafði nefnd skipuð þremur fulltrúum frá hverjum þingflokki verið sett á laggirnar til þess að kanna möguleika á stjórnarmyndun á þíngræðisgrundvelli. I byrjun október hætti Framsóknarflokk- urinn hins vegar þátttöku í við- ræðunefndinni. Fól þá forseti Is- lands Ólafi Thors að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Tók hann það að sér og sneri sér fyrst til Framsóknarflokksins og óskaði eftir samstarfi við hann undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn vildi fall- ast á samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn, ef dr. Björn Þórðarson, sem verið hafði forsætisráðherra I utanþingsstjórninni, fengist til að veita henni forystu. Sjálf- stæðisflokkurinn taldi, að með þessu hefði Framsóknarflokkur- inn hafnað tilboði sfnu. Ólafur Thors leitaði því næst eftir samstarfi við Alþýðuflokk- inn og Sósíalistaflokkinn og náð- ist samkomulag um málefnasamn- ing milli þessara flokka 14. okt. 1944 og var Nýsköpunarstjórnin síðan skipuð 21. okt. það ár. Ólaf- ur Thors varð forsætis- og utan- ríkisráðherra, og af hálfu Sjálf- stæðisflokksins tók einnig sæti í rikisstjórninni Pétur Magnússon, sem varð viðskipta- og fjármála- ráðherra. Alþýðuflokkurinn til- nefndi Emil Jónsson, sem varð samgönguráðherra og Finn Jóns- son, sem varð félags- og dóms- málaráðherra. Af hálfu Sósfalista- fiokksins sátu f ríkisstjórninni Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra og Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra. Þetta var fyrsta þingræðis- stjórn íslenzka lýðveldisins. Hún naut stuðnings 32 þingmanna af 52. Fimm þingmenn sjálfstæðis- manna snerust gegn stjórninni, þeir voru Gfsli Sveinsson, Ingólf- ur Jónsson, Jón Sigurðsson á Reynistað, Pétur Ottesen og Þor- steinn Þorsteinsson. Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins voru einnig f andstöðu við stjórn- ina. I byrjun október 1946 sam- þykkti alþingi Keflavfkursamn- inginn svonefnda við Bandaríkin. Eftir það sögðu ráðherrar Sósfalistaflokksins sig úr ríkis- stjórninni og baðst Ólafur Thors lausnar á ríkisráðsfundi 10. okt. Fjögurra mánaða stjórnarkreppa Eftir að nýsköpunarstjórnin leystist upp hófst lengsta samfellda samningaþóf um mynd- un rfkisstjórnar, sem hér hefur staðið. Forseti Islands fór þess þegar áleit viðÓlaf Thors að hann hefði forystu um myndun nýrrar rfkisstjórnar. Hann hafnaði þeim tilmælum. Óskaði forsetinn þá eftir því, að þingflokkarnir allir tilnefndu 3 menn hver f viðræðu- nefnd. Enginn árangur varð af störfum nefndarinnar og hætti hún tilraunum sfnum um miðjan desember. En meðan nefndin sat á rökstólum reyndi Sósíalista- flokkurinn bak við tjöldin að koma á samstarfi við Alþýðu- flokkinn og Framsóknarflokkinn. Sú tilraun mistókst. Um miðjan desember var Ólafi Thors á nýjan leik falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Tók hann það að sér og leitaði eftir samstarfi við Alþýðuflokkinn og Sósfalistaflokkinn. Hann varð hins vegar að gefast upp við þess- ar tilraunir og tilkynnti forseta tslands það 8. janúar. Sósíalistaflokkurinn hélt hins vegar áfram tilraunum sfnum til stjórnarmyndunar. Stefán Jóhann Stefánsson greinir frá því, að kommúnistar hafi gert Al- þýðuflokknum tilboð, þar sem lagt var til, að forsætisráðherra væntanlegrar vinstri stjórnar yrði annaðhvort valinn þannig, að þeir, kommúnistar, tilnefndu hann úr Alþýðuflokknum eða Al- þýðuflokkurinn úr hópi þeirra. Þessu tilboði hafnaði Alþýðu- flokkurinn. Þá gerðist það, að Sósíalistaflokkurinn skrifaði Kjartani Ólafssyni, sem var einn af forystumönnum Alþýðuflokks- ins f Hafnarfirði, og tilkynnti hon- um, að þeir mundu styðja hann sem forsætisráðherra i rfkisstjórn Alþýðuflokksins, Sósfalistaflokks- ins og Framsóknarflokksins. Kjartan lagði þessa hugmynd síð- an undir flokksstjórn Alþýðu- flokksins, þar sem henni var hafnað. Tók Alþýðuflokkurinn fram f svari sfnu, að hann mundi sjálfur ákveða forsætisráðherra- efni flokksins, ef hann ætti kost á þvf embætti. Forseti Islands fór þess sfðan á leit við Stefán Jóhann Stefánsson 9. janúar, að hann tæki að sér að kanna möguleika á stjórnarmynd- un. Sósfalistaflokkurinn hafnaði Stjórnar kreppa í fjóra mánuði Stjórnar- myndanir og stjórnar- samvinna á íslandi þegar með öllu samstarfi við Stefán Jóhann. Segir hann f endurminningum sfnum, að það hafi ekki komið sér á óvart. Þegar forseti tslands var kominn á fremsta hlunn með að skipa utan- þingsstjórn náðist loks samkomu- lag milli Alþýðuflokksins, Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins um myndun rfkisstjórn- ar. Segir Bernharð Stefánsson f endurminningum sfnum, að stjórnarforystan hafi lent f hönd- um Alþýðuflokksins, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafi hvorugur viljað fallast á stjórnarforystu hins. Stefán Jóhann greinir hins vegar frá þvf, að Einar Olgeirsson hafi margsinnis farið á fund for- seta Islands og óskað eftir þvf, að hann svipti Stefán Jóhann um- boði til stjórnarmyndunar. Á þetta féllst forsetinn ekki. Þá greinir Stefán frá því, að í Framsóknarflokknum hafi Hermann Jónasson ekki viljað greiða fyrir þessari stjórnar- myndun og sama hafi verið uppi á teningnum i Sjálfstæðisflokknum af hálfu Gunnars Thoroddsens og Rfkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar var mynduð eftir fjögurra mánaða stjórnarkreppu. Hér situr hún á rfkisráðsfundi ásamt handhöfum forsetavalds: Talið frá vinstri Jóhann Þ. Jósefsson, Emil Jónsson, Bjarni Benediktsson, Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra, Jón Pálmason, forseti sameinaðs alþingis, Jón Ásbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Eysteinn Jónsson og Bjarni Ásgeirsson. Jóns Pálmasonar. I Alþýðuflokkn- um voru þeir Gylfi Þ. Glslason og Hannibal Valdimarsson andvfgir þessari stjórnarmyndun. Samn- ingar tókust þó að lokum og var rfkisstjórnin skipuð á ríkisráðs- fundi 4. feb. 1947. Hafði samn- ingaþófið þá staðið f hartnær 4 mánuði eða rétta 117 daga. Stefán Jóhann Stefánsson varð forsætis- og félagsmálaráðherra og frá Alþýðuflokknum tók einn- ig sæti f stiórninni Emil Jónsson, sem var samgöngu- og viðskipta- ráðherra. Framsóknarflokkurinn tilnefndi Bjarna Asgeirsson Iand- búnaðarráðherra og Eystein Jóns- son menntamálaráðherra. Frá Sjálfstæðisflokknum tóku sæti f stjórninni Bjarni Benediktsson utanrfkis- og dómsmálaráðherra og Jóhann Þ. Jósepsson fjármála- og atvinnumálaráðherra. For- menn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þeir Ólafur Thors og Hermann Jónasson, tóku ekki sæti f ríkisstjórninni. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns studdist við meirihluta 42 þing- manna af 52. I kosningunum 1946 hafði Sjálfstæðisflokkurinn feng- ið 20 menn kjörna, Framsóknar- flokkurinn 13 og Alþýðuflokkur- inn 9; en 10 þingmenn Sósfalista- flokksins voru f andstöðu við stjórnina. I ársbyrjun 1949 fór að gæta vaxandi óánægju í röðum fram- sóknarmanna með stjórnarsam- starfið. Fór svo, að ráðherrar Framsóknarflokksins óskuðu eft- ir þvf, að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Samkomulag náðist þó um, að þeir sætu áfram í rfkisstjórn- inni, en ákveðið var að efna til kosninga 23.—25. okt. Urslit þeirra urðu þau, að Framsóknar- flokkurinn fékk 17 þingmenn kjörna, Alþýðuflokkurinn 7, Sósfalistaflokkurinn 9 og Sjálf- stæðisflokkurinn 19. En þar sem Framsóknarflokkurinn vildi ekki halda stjórnarsamstarfinu áfram baðst Stefán Jóhann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 2. nóv. 1949. Önnur minnihlutastjórn Þegar Alþingi kom saman 14. nóv. 1949 fól forseti Islands Hermanni Jónassyni að gera til- raun til þess að mynda rfkisstjórn sem hefði meirihluta Alþingis að baki sér. Óskaði hann fyrst eftir samstarfi við Alþýðuflokkinn og gerði að tillögu sinni, að Sjálf- stæðisflokkurinn veitti þeirri stjórn hlutleysi. Alþýðuflokkur- inn féllst ekki á þá hugmynd og Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig ekki geta rætt hana fyrr en Ijóst væri, hvernig málefnasamningur Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins yrði. Hermann Jónasson varð þvf að gefast upp við þessa tilraun og tilkynnti hann forseta Islands það 20. nóv. En áður hafði hann hafnað tillögu frá Sósíalista- flokknum um samstarf með þeim rökum, að slfk stjórn nyti ekki trausts þjóðarinnar og hefði ekki meirihluta á Alþingi. Eftir að Hermann Jónasson hafði gefizt upp fól forseti tslands Ólafi Thors að gera tilraun til þess að mynda meirihlutastjórn. Hafði hann bæði samband við Al- þýðuflokkinn og Framsóknar- flokkinn f því skyni. Þær viðræð- ur báru ekki árangur og gafst Ólafur Thors upp við tilraun sína 24. nóv. En þegar daginn eftir óskaði forseti Islands eftir þvf, að Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn. Varð hann við þeim tilmælum og var stjórnin skipuð 6. des. 1949. Höfðu stjórnarmyndunartilraunir þá staðið í tæpan mánuð. Ráð- herrarnir voru allir úr Sjálf- stæðisflokknum. Þeir voru: Ólaf- ur Thors, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanrfkis- og dómsmálaráðherra, Björn Ólafs- son fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósepsson atvinnumálaráðherra og Jón Pálmason landbúnaðarráð- herra. Þetta var f annað skipti, sem gripið var til þess ráðs að mynda minnihlutastórn. Ríkisstjórnin sat þó aðeins skamma hrið við völd. Vantraust á hana var samþykkt 1. marz 1950. Daginn eftir baðst rfkistjórnin lausnar. Samstarf Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins Forseti Islands fór þess nú á leit við Hermann Jónasson, að hann kannaði möguleika á stjórnarmyndun. Eftir viðræður við Sjálfstæðisflokkinn tilkynnti Hermann forsetanum 6. marz, að hann gæti ekki tekið að sér slfka tilraun. Forseti tslands gerði þá reka að því að skipa utanþingsstjórn og fór þess m.a. á leit við Vilhjálm Þór, að hann tæki að sér forsæti í slíkri rfkisstjórn. Þeirri ráðagerð var þó ýtt til hliðar þegar ljóst var, að nýjar samningatilraunir höfðu hafizt milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins. Eftir mikið samningaþóf tókst samkomulag með þessum flokkum 12. marz 1950. Bernharð Stefánsson heldur því fram f endurminningum sín- um, að f þetta skipti hafi enn komið f ljós, að hvorki Sjálf- stæðisflokkurinn né Framsóknar- flokkurinn gátu sætt sig við, að foringi hins sæti í forsæti stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn lagði til, að þessi rfkisstjórn yrði mynduð undir forsæti óháðs manns. Hermann Jónasson bauð þá að stjórnin yrði mynduð undir forsæti Steingríms Steinþórsson- ar, sem þá var forseti Sameinaðs alþingis og varaformaður Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn féllst að lokum á þá hugmynd. Frá Framsóknarflokknum tóku sæti í rfkisstjórninni Steingrfmur Steinþórsson forsætis- og félags- málaráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra. Frá Sjálfstæðisflokknum tóku sæti f stjórninni Bjarni Benediktsson utanrfkis- og dóms- málaráðherra, Björn Ólafsson mennta- og viðskiptamálaráð- herra og Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra. Stjórnin hafði mik- inn þingstyrk, þar sem hún naut fylgis 36 þingmanna af 52.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.