Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 Fa JJ /líl. t /./ /M > 'AiAjm 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL TF 21190 21188 LOFTLEIÐIR ÍHverfisgötu 18 SENDUM \i~\ \ 27060 /^SBÍtALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL * 24460 í HVERJUM BIL PIONEER ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI HVAÐ GAMALL TEMUR UNGUR § SAMVINNUSANKINN Í^j SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LEIGOH AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. Lokað vegna sumarleyfa 12.-21. júlí TJðs/oð S.'MAR 81518 - 85162 SlGTUNI 7 REYKJAVIK SIG S. GUNNARSSON Sandgerði Til leigu í Sandgerði 2 ibúðir 4 herb. og 3 herb. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 1 7 á föstudaginn 19. þ.m. Merkt: 1055. JRoTjjimWafcik mnRGFflLDPR mÖGULEIKR VDflR Tíminn: Sjóðirnir eru tómir Fjárfestingalánasjððir lands- manna eru nú allir á heljar- þröm. Þeir eiga við mikla fjár- hagserfiðleika að etja og geta þvl ekki gegnt slnu hlutverki sem vera bœri. I fréttum Morgunblaðsins að undanförnu hefur verið greint frá stað- reyndum 1 þessum efnum. Fyrir kosningar fengust blöð stjðrnarflokkanna ekki til þess að gangast við þessum sannind- um. Þau birtu dag eftir dag fullyrðingar um, að allt væri f stakasta lagi. Fjármálaráð- herra var dreginn fram á for- sfðu Tfmans til þess að vitna um trausta stöðu fjárfestingar- lánasjðða og rfkissjððs. Fréttir Morgunblaðsins voru sagðar ðsvffinn og ðsannur kosninga- árðður. Nú tveimur vikum eftir kosningar er talað á annan veg. 1 forystugrein Tfmans ( gær segir m.a.: „Ef svo fer, að drátt- ur verði á stjðrnarmyndun, verður aukaþingið eigi að sfður að snúa sér að iausn umræddra bráðabirgðaverkefna. Það má t.d. alls ekki dragast að ráða bðt á fjárskorti vegasjððs og fjár- festingarsjððanna. Annars lam- ar það strax atvinnulff byggðanna." Hvers vegna þorði Tfminn ekki að segja sannleikann fyrir kosningar? Afleiðingarnar af verðbðlgustefnu Framsðknar- flokksins er gjaldþrot þeirra lánasjðða, sem treysta eiga at- vinnulff og uppbyggingu f landinu. Og formaður þing- flokks Framsðknar lýsir nú stjðrnarstefnunni á þann veg, að fyrirsjáanlegt sé, að atvinnu- Iff byggðanna lamist. Málfrelsi vinstri manna Vakin hefur verið athygli á þvf, að fráfarandi vinstri stjðrn hefur sett reglugerð, þar sem kveðið er á um, að enginn fái að stunda nám við Háskðla tslands, nema hann greiði hluta af útgáfukostnaði við Stúdentablaðið, sem er mál- gagn Alþýðubandalagsins. Þannig hefur rfkisstjðrn tslands neytt fslenzka stúdenta til þess að leggja fram fé til stuðnings einni ákveðinni stjðrnmálastefnu. Hér er um grðfa misnotkan valds að ræða. Þeir námsmenn, sem ekki vilja taka þátt 1 kostnaði við mánaðarlega útgáfu á málgagni Alþýðubandaiagsins, fá ekki að stunda nám við Háskðla tslands. Núverandi forystumenn Stúdentaráðs eru ýmist ofar- lega á framboðslistum Alþýðu- bandalagsins eða þeir eru látn- ir vitna um ágæti þess á sfðum Þjððviljans fyrir kosningar. Nú hefur verið upplýst opinber- lega, að þessir fulltrúar Alþýðubandalagsins og stuðningsmenn þeirra felldu fyrir skömmu tillögu frá fulltrúum Vöku, félags lýð- ræðissinnaðara stúdenta, þar sem lagt var til, að Stúdenta- blaðið gætti hlutleysis f frétta- skrifum. Þjððviljinn segir svo um þessa tillögu f gær: „Nú vill svo til, að Stúdentablaðið er mál- gagn SHl og þar ráða vinstri menn ferðinni, svo þessa til- lögu hægri manna ber einungis að skoða sem tilraun til að skerða málfrelsi vinstri manna." Annað aðalmálgagn rfkis- stjðrnar Ólafs Jðhannessonar telur það skerða málfrelsi vinstri manna, ef krafa er sett fram um það, að blað, sem allir stúdentar eru nauðbeygðir með valdboði til að kosta, flytji ðvil- hallar fréttir. Þetta eru sjðnar- mið nýju kynslððarinnar f Alþýðubandalaginu: öllum skal skylt að styðja einn mál- stað. Allt annað er skerðing á málfrelsi vinstri manna! Þetta er það lýðræði, sem nýja menntamannastéttin f Alþýðu- bandalaginu boðar. Islenzkur sðsfalismi, segir leiðtoginn Magnús Kjartansson. Oddviti Vöku I Stúdentaráði hefur formlega ðskað eftir þvf við yfirvöld Háskðlans að verða leystur undan þeirri skyldu að kosta útgáfu á málgagni Alþýðubandalagsins. Frððlegt verður að sjá, hvort háskðlaráð treystir sér til að ganga I ber- högg við valdboð rfkisstjðrnar- innar. Um þessa ðsk segir Þjðð- viljinn: „Þetta athæfi hans ásamt annarri starfsemi hægri manna sýnir bezt hvað það er sem þeir stefna að: að halda vinstri mönnum uppteknum f einskisverðu karpi svo þeir geti ekki sinnt hagsmunamálum stúdenta."!! Messur á morgun Dðmkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Oskar J. Þorláksson dómprófastur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Norsk ungmenni tala og syngja. Séra Jóhann S. Hlíðar. Hallgrfmskirkja Messa kl. 11.00 f.h. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Grensásprestakall Lesmessa kl. 10.00 í Háteigs- kirkju. Séra Arngrímur Jóns- son. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Séra Lárus Halldórsson. Kapella St. Jósepsspltala Landakoti Lágmessa kl. 8.00 f.h. Hámessa kl. 10.30 f.h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Valdimar J. Eylands prédikar. Vestur-fslenzkt listafólk syngur og spilar. Séra Olafur Skúlason. Háteigskirkja Lesmessa kl. 10.00. Séra Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 11.00. Fermd verður Ragn- heiður Gunnarsdóttir komin frá Bangkok í Thailandi til sumardvalar að Grenimel 19. Séra Jón Þorvarðsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Þorbergur Kristjánsson Kálfatjarnarkirkja Messa kl. 2.00. Séra Bragi Frið- riksson. Lágafellskirkja Guðsþjónusta kl. 2.00. Bjarni Sigurðsson. BÓKVITIÐ ORÐ I EYRA Bókvitið verður ekki látið 1 Baskana, nema sfður sé, ku Spánverjar hafa fyrir orðtak á þessum sfðustu og verstu krans- æðatfmum. Við tslendfngar (sem maggnústorvi heimtar skrifaða með litlum staf eftir fyrsta sept.) erum afturámóti á þeim buxonum, að aldrei verði of mikið af bókviti 1 þvfsa landi, endaþótt sagnir hermi, að Kvasir nokkur jötunn hafi kafnað 1 slfku viti fyrir margt laungu. En það getur nú alveg eins verið gamalt kjaftæði og fjas, sem haft er eftir Snorra- styttunni um fyrrnefndan hundvlsan jötun. Annars er ekki ofsögnum sagt af menntagleði þessarar þjóðar. Svokallaðir mennta- skólar skjóta nú upp kollinum á undarlegustu stöðum. Jabbn- vel f Kópavoggnum, sem maður hélt nú, að hafði nóg með rút og Gjána og þórð-á-sæbóli. Og þetta eru hinar rausnarlegustu stofnanir. — Meðan gamlir og grónir skólar á borð við Reykja- vfkensis gefa fólkí einkunnir uppá gamla móðinn og fella jafnvel skussana, sem að sjálf- sögðu verða að prýða hverja ærlega menntastofnun, þá ku sumir nýgræðingarnir sjá svo um, að einginn nemendi verði fyrir þvf andlega áfalli að kom- ast ekki milli bekkja. Margfailnar vitsmunaverur frá Guðna geta sumsé dólað sér suðurfyrir Fossvogsholræsið tilvonandi og komist f svo- nefndan menntaskóla, þar sem menntavegurinn liggur beinn og breiður framundan. Meirað- seigja blómum stráður og fall- gryfjur úr sögunni einsog hvurjira-rir forngripir. Enda er það samdóma álit sálfræðlnga og Jakobs, að úllfngar geti feingið hættulega komplexa f sálina og flækjur 1 geðið, ef þeir falla. Þarna suðurfrá rfkir semsagt hið ijúfa Hf, meðan gamaldags- puðarar sveitast blóðinu á þraungri og þyrnum stráöri menntabrautinni f meira en aldargömlum svefnloftum og kústageymslum fyrir sunnan Bernhöftstorfuna. Og auðvitað gleðjast allir sannir mennfngarvitar, sem sumirhvurjir eru gamlir fall- istar, yfir þvf, að nútíminn hefur loksins haldið innreið sfna 1 menntakerfið fslenzka. Og bráðum getur maður kannski lokið stútendsprófi án þess að fara f nokkurt próf. Fréttabréf frá Mykjunesi Mykjunesi, 4. júlí Sláttur er hafinn á all- mörgum bæjum hér í sveit og nálægum sveit- um og það fyrir nokkru. Víða er búið að hirða nokkuð, því að góður þurrkur var f vikunni sem leið. Annars eru tún óvíða fullsprottin nema það, sem friðað hefur verið í vor. Nokkuð ber á kali og má gera ráð fyrir, að heyskapur verði miklu minni í sumar en í fyrra- sumar. Víða er verið að rýja féð þessa dagana, annars staðar verður það gert á næstunni. Þá er búið að flytja eitthvað af fé á af- rétt. Annars hefur verið kalt til fjalla öðru hvoru nú i seinni tið og þar hef- ur fallið snjór öðru hvoru, en að sjálfsögðu liggur hann ekki lengi á þessum tíma árs. Vegir eru víða heldur leiðinlegir yfirferðar hér, bæði harðir og hol- óttir. Ekki stoðar lengur að hefla þá vegna þess að lítið er til að hefla, ofaní burð vantar. Ráðgert mun nú vera að hefja framkvæmdir við Flóa- veginn, þ.e. að búa hann undir varanlegt slitlag frá Selfossi að Skeiða- vegamótum. Er það að sjálfsögðu nokkur áfangi á leiðinni að Hvolsvelli, en fyrir löngu hefur ver- ið áformað að endur- byggja veginn þangað. Er þess vissulega mikil þörf, því að þetta er mjög fjölfarin leið og vex um- ferðin að sjálfsögðu mjög við tilkomu hring- vegarins. Alltaf fækkar mjólkur- framleiðendum hér í sveit. Það sem af er árinu hafa þrjár jarðir verið seldar í sveitinni og fengu færri en vildu. Á engri þeirra verður rek- inn búskapur, en var þó á einni áður. 1 sveitinni eru nær 50 bændur, þar af eru ekki nema 19 með kúabúskap, en fyrir 20 árum voru þeir nærri 50. Ekki þýðir þessi fækkun það, að mjólkurfram- leiðslan hafi minnkað að sama skapi, því að margir þeirra, sem hafa mjólkur- framleiðslu, eru með all- stór kúabú og hafa verið að byggja stór og full- komin f jós. Sauðfé hefur fjölgað verulega hér, auk þess eru allmargir með nauta- búskap að hluta, svín og fleira og svo stunda ýms- ir vinnu með búskap. Þannig hefur þróunin orðið; hvort hún er æski- leg eða ekki skal ekki dæmt hér, en hætt er við, að henni verði ekki breytt. Og nú í sólmánuði hell- ir sólin geislum yfir gróður jarðar, sem von- andi nægir til að fram- fleyta okkur. Og allir óska eftir góðu og sólríku sumri. M. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.