Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULÍ 1974 3 Seinni Sunnu SEINNI þota ferðaskrifstofunnar Sunnu kom til landsins fyrir um viku. Vélin er af gerðinni Boeing 707-720 eins og fyrri vél Sunnu og var keypt af bandarfska risaflug- félaginu United Airlines, og ber hún nú einkennisstafina TF- VVB. Að sögn Guðna Þórðarsonar forstjóra Sunnu hefur vélin und- anfarið verið notuð til æfinga- flugs innan lands, en verður á næstunni tekin f notkun f leigu- flugi ferðaskrifstofunnar. Guðni Þórðarson sagði, að rekstur fyrri vélarinnar, sem kom fyrir þrem mánuðum, hefði geng- ið ágætlega, þessar vélar væru mjög hagkvæmar og rfkti full bjartsýni um, að rekstur hinnar síðari mundi ekki ganga ver. Sagði Guðni, að erfitt væri að reka ferðaskrifstofu af stærð við Sunnu án þess að hún hefði eigin farartæki. Þessi nýja vél Sunnu er með 22 þota komin sæta lúxusfarrými, en það verður tekið úr henni áður en almennt flug hefst. Eftir þá breytingu verða alls 149 sæti í vélinni, sem er jafnmikið og í hinni fyrri, og er meira rúm fyrir hvern farþega en gengur og gerist hjá evrópskum leiguflugfélögum, að sögn Guðna. Stereo-hljómtæki eru fyrir hvern farþega og gott fótapláss. Flugvélar Sunnu verða báðar jafnt notaðar í leiguflug fyrir- tækisins, en í haust er gert ráð fyrir, að hafið verði leiguflug milli Evrópu og annárra heims- álfa. Þessi mynd var tekin við komu fyrri vélar Sunnu til landsins. Sfðari vélin er alveg eins. Sr. Skarp- héðins minnzt Höfn, 12. júll MINNINGARATHÖFN um séra Skarphéðin Pétursson I Bjarna- nesi var gerð frá Hafnarkirkju I dag í fögru veðri og að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Fjalar Sigurjónsson, Kálfafellsstað, flutti minningarræðu, kirkjukór- ar Bjarnaness og Hafnar önnuð- ust söng undir stjórn kirkju- organista sinna og að lokum söng karlakórinn Jökull þjóðsönginn. Kirkjusöfnuðir séra Skarp- héðins buðu öllum viðstöddum upp á kaffiveitingar að Hótel Höfn. — Gunnar. STRANDAGRUNN VERÐ- UR LOKAÐ FRÁ 15. JÚLÍ Á þessu korti má sjá hið nýfrið- aða svæði á Strandagrunni og einnig svæði það skammt frá, sem friðað er allt árið. LtJÐVlK Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra ákvað I gær að loka stóru svæði á Strandagrunni fyrir öllum veiðum. Er hér um að ræða svæði, sem markast af eftir- greindum staðsetningum: 66,47’N — 22,24’V 67,00’N — 22,24’V, 67,00’N — 20,49’V og 66,34’N — 21,26’V. Verður svæðið lokað frá og með 15. júlf nk. FILADELFIA Á MORGUN Almenn samkoma verður á sunnudagskvöld kl. 8. Willy Hansen og fleiri tala. Framkvæmdanefndin af- hendir 1000. íbúðina I GÆR var afhent 1000. fbúðin, sem Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar hefur séð um bygg- ingu á f Breiðholti f Reykjavfk. tbúðin féll f hlut Þorvalds As- geirssonar bakara á Hótel Loft- leiðum og fjölskyldu hans. Fengu þau fbúðina afhenta með viðhöfn f gær og að lokinni afhendingu bauð stjórn Framkvæmdanefnd- arinnar gestum til kaffidrykkju. Ibúð Þorvalds og fjölskyldu er f Rjúpufelli 44. Er þetta 4 her- bergja fbúð og verð hennar er aðeins 2,975 þúsund krónur, sem mun vera langt fyrir neðan al- mennt markaðsverð. Enda var markmiðið með þessari bygginga- áætlun að byggja ódýrar fbúðir fyrir láglaunafólk. Ibúðirnar eru seldar með mjög hagstæðum kjörum, 20% söluverðsins greiðir kaupandinn á fyrstu tveimur árunum, en 80% verðsins eru lán- uð til 30 ára. Arið 1964 varð samkomulag milli rfkisstjórnarinnar og verka- lýðsfélaganna um að hrinda af stað þessari byggingaáætlun. Fyrsti áfanginn voru innflutt tré- hús, en alla tíð sfðan hafa verið byggð fjölbýlishús úr steypu og notuð nýjasta tækni, t.d. stálmót. Þessari byggingaáætlun lýkur f maf n.k., en þegar er hafin fram- kvæmd annarrar byggingaáætl- Eyjólfur K. Sigurjónsson for- maður stjórnar FB afhendir Þor- valdi Asgeirssyni lykla að fbúð- inni. Með á myndinni eru kona Þorvalds, Þorbjörg Svavarsdóttir, og börn þeirra. Ljósm. Mbl. R.Ax. unar, sem byggð er á sama grunni, þ.e. verkamannabústaðir. Fyrirtækið Breiðholt h.f. hefur séð um byggingu fjölbýlishúsa fyrir FB og hefur það fyrirtæki einnig tekið að sér 1. áfanga verkamannabústaðanna. Minnismerkið um Ásdísi á Bjargi 1 SAMBANDI við þjóðhátfð Húnvetninga f Kirkju- hvammi við Hvammstanga 6.—7. júlf sl. var afhjúpað minnismerki um Ásdfsi á Bjargi, móður Grettis sterka. Merkið er samansett af fjórum koparskjöldum, sem festir eru á klettadrang. Teikningarnar eru eftir Halldór Pétursson, en Stein- iðjan vann verkið. Ljósm. Böðvar Indriðason. Eins og fram kom f Mbl. f gær lék á þvf nokkur vafi, hvort svæð- inu yrði lokað, en sjávarútvegs- ráðherra tók þessa ákvörðun í gær eftir að ráðuneyti hans hafði borizt ný skýrsla fiskifræðinga um ástand fiskstofna fyrir Norðurlandi. Jón Arnalds ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu sagði f samtali við Mbl. í gær, að ekki væri seinagangi um að kenna, að dregizt hefði að taka ákvörðun í þessu máli, heldur öðru, og vildi hann ekki segja hverju um væri að kenna. Engar snjó- bílaferðir á Vatna- jökul í sumar Akureyri, 12. júlf. BALDUR Sigurðsson, sem undan- farin sumur hefur haldið uppi ferðum með snjóbflum á Vatna- jökul hefur ákveðið að fella þær niður nú í sumar. Ástæðurnar eru aðallega sfhækkandi verðlag og tilkostnaður og samdráttur í ferðamálum. Hugsanlega verða ferðirnar teknar upp aftur sfðar ef aðstæður breytast. — Sverrir. Fjölmenni í V atnsfirði tJTLIT er fyrir, að mikið fjöl- menni verði á landnámshátfð Vestfirðinga, sem verður haldin f Vatnsfirði um helgina. Þegar Mbl. hafði samband við Pál Ágústsson f Flókalundi um kvöld- matarleytið f gærkvöldi voru 1000 manns þegar á mótssvæðinu. Bú- izt er við a.m.k. 5—7 þúsund manns. Á tsafirði fékk blaðið þær fréttir, að bærinn hefði nánast tæmzt og sömu sögu er að segja vfðast á Vestfjörðum. Frf var gef- ið f vinnu f gær og bátar voru f höfn. Veður var mjög gott fyrir vestan f gær, sólskin, en norðan- gola. Um helgina verður einnig þjóð- hátfð Skaftfellinga, verður hún haldin f sambandi við opnum hringvegarins og vfgslu brúnna á Skeiðarársandi. Sagði Jón Arnalds, að utanríkis- ráðuneytið hefði tilkynnt brezk- um stjórnvöldum um þessa friðun og litu íslenzk stjórnvöld svo á, að Bretar yrðu að hlíta henni eins og aðrir. Um 30 brezkir togarar hafa stundað veiðar á svæðinu undan- farið. Vegleg afmælis- þjóðhátíð í Eyjum UNNIÐ er nú af fullum krafti að undirbúningi þjóðhátíðar Vestmannaeyja en að þessu sinni verður hátíðin haldin á Breiðabakka við Stórhöfða. Herjólfsdalur er enn ekki gró- inn sára sinna eftir eldgosið, en f fyrra varð einnig að halda þjóðhátíðina þar og tókst það með ágætum, en þá stóð hún aðeins yfir i einn dag. Nú mun þjóðhátfðin standa dagana 9. 10. og 11. ágúst og að vanda verður ýmislegt til skemmtun- ar. Má þar nefna ræðuhöld, fþróttir, leiki, dans, bjargsig, þjóðhátíðarbrennu, varðeld skáta, margs konar skemmtiatriði og fleira. Iþróttafélagið Þór sér um hátíðina að þessu sinni og verður vandað mjög til hennar f tilefni 1100 ára afmælis þjóð- hátíðar Vestmannaeyja, en hún var fyrst haldin 2. ágúst 1874. Formaður þjóðhátíðar nefndar er Valtýr Snæbjörns- son. Nýr togari — Hafrún FYRIR nokkru var hleypt af stokkunum f Frakklandi fyrsta skuttogara Bolvíkinga. Hlaut hann nafnið Hafrún. Skuttogar- inn er eign Baldurs hf. Bolungar- vík, en rekstur þess fyrirtækis annast Einar Guðfinnsson hf. Togarinn, sem er 500 lestir að stærð, er væntanlegur til landsins í október. Skipstjóri verður Há- varður Olgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.