Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULl 1974 17 — Elzti maður heims Framhald af bls. 12 barna þeirra. Eins og ég sagði áðan var Baba 120 ára, en Khatun 58 þegar hún fæddist." Rasim Agayev hafði þekkt Mislimov vel, og daginn eftir hringdi hann til Khatun í Lerik, sem er borg nærri Barzavu. Þá spurði hann hana fyrir mig, hvernig henni liði eftir að hafa misst mann sinn. ,,Ég hef verið veik alla tíð síðan,“ svaraði hún hljómlausri og sorgmæddri röddu. „Baba var mér mjög góður. Hann kvartaði aldrei og ég mun því ekki kvarta heldur. Engu að síður er hann dáinn.“ Síðan bætti hún við: „Það eru þeir, sem eftir lifa, er greiða toll dauðans." Ég spurði Eldar, hvað hann teldi vera ástæðuna fyrir hinum háa aldri Baba? „Auk þess, sem ég hef þegar nefnt, voru það lifnaðarhættir hans. Þeir voru einfaldir, en skipulagðir til hins ítrasta. Hann hafði ætíð nóg fyrir stafni og elskaði vinnuna. Hann varð bezti sáningarmaður héraðsins, var mikils metinn í héraðinu og vann fullt starf á ökrunum þar til fyrir fimm árum síðan. Þetta skiptir miklu máli, þegar menn taka að eldast. Hann neytti sama fæðis og aðrir og borðaði mikið og vel þar til hann missti allar tennur sínar fyrir þrjátiu árum. En jafnvel eftir það borðaði hann allan mat, muldi hann með gómunum, sem urðu grjótharðir. Ég minnist þess, að sem barn sá ég hann bita í sundur hart „lavash“ brauð með tannlausum gómunum. Hann kunni sér hins vegar hóf í mat. Honum fannst mjög gott að borða hunang og valhnetur, sem hann neytti á hverjum morgni, ásamt miklu magni af súrmjólk. Hann drakk mikið af heimaræktuðu tei. Hann smakkaði hvorki vin né tóbak og sagði oft við mig: „Viljirðu lifa eins lengi og ég skaltu aldrei reykja né drekka." „Langar þig til þess að lifa eins lengi og Baba, Eldar?" „Auðvitað langar mig til þess,“ sagði drengurinn. „Hann var elskulegur maður, dásamlegur maður. Líf hans var mjög hamingjuríkt. Hann var mjög sjálfstæður og þegar hann ákvað að deyja dó hann.“ Dr. Mekhtiev sagði frá síðustu dögum Mislimovs, í fyrsta sinn, og vorum við Kyucharyant áheyr- endur. Það var hrærandi frásögn um virðulegt dauðastrfð: „Um miðjan ágúst fékk ég áríðandi skilaboð um að gamli maðurinn væri veikur. Hann hafði verið fluttur til Lerik, héraðsmiðstöðvar í 10 kílómetra fjarlægð frá Barzavu, þar sem er litið en nýtízkulegt sjúkrahús. Eg flaug þangað f þyrlu ásamt yfir- skurðlækni lýðveldisins, Rakhman Gulyev. Þegar við komum þangað sáúm við strax, að gamli maðurinn var mjög veikur. Sjúkrahússlæknarn- ir sögðu okkur, að hann hefði verið fluttur þangað nauðugur; hann hafði ekki viljað fara þangað. Mér var skýrt frá því, að hann neitaði að borða vegna þess að hann þyldi það ekki og að hann hefði ekki haft hægðir sfðastliðna 20 til 25 daga. „Þrátt fyrir þessi alvarlegu ein- kenni var æðasláttur hans 96 slög, blóðþrýstingurinn 120 yfir 60, lungun hrein og hjartað í lagi. Tunga hans var þó hvít og hann var fremur blóðlaus. Þegar við þreifuðum á kviðarholi hans fundum við köggla af hörðum saur f görnunum. Vottur af blóði í uppsölum hans og algjör skortur á matarlyst vakti hjá okkur grun um magakrabba. Við hefðum viljað fara með hann til Baku í myndatökur, en ástand hans var of slæmt til þess að það væri mögulegt. Við gáfum honum margar sprautur og tókst á endanum að ná burt saurnum, nema tveim smákögglum. Þeir voru því miður þannig staðsettir, að þeir komu í veg fyrir að við gætum ákvarðað, hvort um æxli væri að ræða. Eftir að hafa gert það, sem við gátum, flugum við til Baku, en komum aftur næsta dag, og var þá f fylgd með okkur yfirsjúkdóma- fræðingur lýðveldisins og tveir beztu meinatæknarnir. Okkar beztu menn. Við vorum f Lerik aðra fimm daga. Okkur til undrunar batnaði gamla manninum mikið á þessum tfma. Hann hafði fengið næringu í gegnum æð, en nú fórum við að gefa honum næringu um munninn, aðallega mjólkurmat. Hann hætti að selja upp. Rauðu blóðkornunum fjölgaði úr 30 í 34 prósent. Þessi árangur örvaði okkur svo, að við ákváðum að gefa honum mjiika fæðu, B-12 vitamin, C vitamin og sfðan 150 grömm af blóði. Að kvöldi sjötta dags okkar í Lerik kom mikill afturkippur. Líkamshiti gamla mannsins hækkaði í 102,3 stig F. Hann fékk köldu — öll einkenni blóðsafneit unar. Hann var mjög reiður við okkur þetta kvöld, og skammaði okkur fyrir að dæla „ókunnu blóði“ í æðar sínar. „Ég vildi það ekki,“ sagði hann reiðilega. Hann vildi ekkert hafa með okkur og sjúkrahúsið að gera, hann vildi bara fara heim og það strax. „,Hvað viljið þið mér?“ sagði hann. „Ég er ekki veikur. Ég er aóeins gamall maður. Minn tími er Iiðinn og ég á að deyja. Svo einfalt er það.“ Við reyndum að tala um fyrir honum og sögðum: „Lungun og hjartað eru í góðu ástandi, blóð- þrýstingurinn eðlilegur og það er allt í lagi með þig fyrir utan matarlystina. Við setjum þig á sérstakan matarkúr og gefum þér blóð í smáskömmtum og höldum þér hér til rannsóknar. Þú gætir átt börg ár ólifuð.“ Með þessu gátum við haldið honum á sjúkrahúsinu. Hann fékk bezta herbergið og fólk úr fjölskyldu hans var hjá honum dag og nótt. Kona hans Khatun hafði verið meira eða minna í Lerik síðustu tvö árin, til þess að líta eftir húsinu, sem ríkisstjórn- in gaf honum, en hann vildi ekki búa í. Okkur var mjög annt um að halda honum á lífi. Honum hélt áfram að batna, svo að við fórum aftur til Baku og skildum við hann í umsjá sérstaks hjúkrunar- liðs, sem gaf okkur skýrslu þrisvar á dag. Bati hans var hæg- fara, en stöðugur, en hann hélt áfram að heimta .að fá að fara heim — til þess að deyja. Við urðum að lofa honum að fara, í þeirri von að þegar hann væri heima yrði hann ánægður og að það mundi flýta fyrir bata. Hjúkrunarlið var sent með honum heim, og það bjó í hjólhýsi í bakgarði hans. Að þrem dögum liðnum fékk ég skilaboð, gegnum Lerik, þvi að i Barzavu er enginn simi. Gamli maðurinn hafði rekið lækninn og hjúkrunarfólkið úr garðinum og sagt því, að hann vildi ekki sjá meira af þvi eða'meðulum þeirra. Mér var einnig skýrt frá því, að þorpsbúar stæðu með honum og að við gætum ekkert meira gert. Aðstaðan var orðin erfið. Ösk gamla mannsins um að fá að deyja varð að taka til greina. Ég sendi strax tvo iækna, ásamt dr. Dmitri Ashkerov frá sjúkra- húsinu í Lerik, til þess að fylgjast með dauðastrfðinu úr fjarlægð. Þvi næst, til þess að verða við óskum þorpsbúa, fjarlægði ég hjúkrunarfólk okkar frá Barzavu. Siðan fylgdumst við með i tvo daga og nætur, meðan gamli maðurinn var að deyja. Hann var hættur að borða, en seldi enn upp. Ég talaði við allt skyldfólk hans, sem var hjá honum á meðan á dauðastríðinu stóð. Fjölskyldan hafði safnazt saman. Þau voru þar, öll 240. Inni í húsinu og úti í garðinum. Ekki veit ég, hvar þau sváfu. Hjá þeim voru allir þorps- búar — og biðu. Gamli maðurinn lá í rúmi sínu og líf hans fjaraði út, en hann hélt áfram að gera að gamni sínu við fjölskylduna. Stuttu áður en hann dó bað hann eitt af hinum níræðu barnabörnum sínum, afkomend- um Leylu, að athuga, hvers vegna honum var kalt á fótunum. Hann hélt, að hann hefði misst þvag í rúmið og tilhugsunin hryggði hann. Barnabarnið sagði að svo væri ekki. Þá skipaði hann öllu kvenfólki að yfirgefa herbergið. Þegar dóttir hans Khalima neitaði bað hann karlmennina að fjar- lægja hana með valdi. Þegar hann fann að endalokin voru að nálg- ast, sagði hann, „Snúið mér, þannig að andlitið snúi að veggn- um.“ Hann vildi ekki, að þeir sæu hann deyja. Þeir sneru honum við og stuttu síðar lézt hann. Fljótt og friðsamlega. Klukkan var 9 að kvöldi. Klukkan 11.00 e.h. var hringt í mig frá Lerik. Dr. Ashkerov var þegar búinn að fara til Barzavu til þess að votta fjölskyldunni samúð og til að ræða um hið mikilvæga mál — krufningu. Fjölskyldan bannaði hana, það væri dauða- synd, sögðu þau. Næsta morgun fór dr. Ashkerov aftur til Barzavu og var þá sagt, að hann hefði rétt misst af jarðarför gamla manns- ins. Hann hafði verið grafinn i fjölskyldugrafreitnum við sólar- upprás. Margar tilraunir voru gerðar til þess að fá fjölskylduna til að grafa upp lík gamla mannsins. Við reyndum að sýna þeim fram á, hve mikill skaði það væri fyrir vísindin um allan heim, ef hann yrði ekki grafinn upp. Fjöl- skyldan hlustaði, en sagði nei. Þetta gekk svo langt, að við íhuguðum að stela líki gamla mannsins, en var skipað að gera það ekki. Við vorum að berjast gegn venjum Múhammeðstrúar. trúar, sem á mikil ítök í eldra fólki í allri Azerbaijan. Þess vegna gáfumst við upp. Tjón fyrir vfsindi? Ömetanlegt." Hveragerði Nýr umboðsmaður hefur tekið við umboði Morgunblaðsins í Hveragerði Margrét Aðal- steinsdóttir, Grænumörk 7. Byggingamenn! Mælitæki til sölu kíkir, þrlfótur og stöng. Lltið notað. Ódýrt. Sendið nafn yðar til Mbl. merkt: Mælingataekí 1056. Lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlítil 12. ágúst. Stálumbúðir h.f. Lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. Hjólbarðaviðgeroin Múla, við Suðurlandsbraut. Tveir góðir trésmiðir óskast. Gott kaup í þrjár vikur. Ofnasamiðjan i Reykjavík. Hringið í síma 1 8106 á mánudag kl. 1 0—1 2 og 1 6 —18. Maður á traktorsgröfu óskast Þarf að vera vanur. Aðalbraut h.f., Borgartúni 29. Sími 81 700. Fjölbreytt starf óskast í Reykjavik eða Hafnarfirði frá 1. sept. n.k. eða síðar. Er vön alm. skrifstofustörfum, enskum bréfaskriftum og afgreiðslu- störfum. Meðmæli fyrir hendi. Tilboð óskast vinsamlega send afgr. Mbl. merkt: ..Vön 1223." Lagermaður óskast Viljum ráða sem fyrst dugiegan og reglu- saman mann, til lagerstarfa á snyrtivöru- lager. Allar nánari upplýsingar hjá deildarstjóra heildsöludeildar. G/óbus h. f., Lágmúla 5, Reykjavík. Vanan stýrimann vantará humarbát. Uppl. í síma 50418. Viljum ráða menn vana viðgerðum þungavinnuvéla. ístak, sími 81935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.