Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULÍ 1974 25 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓ^DÓTTIR. 54 miðaldra konu, þar var komin frænka Karls Gustafs Segerbergs og þar var líka faðir Pelles kominn niður úr Adalnum. Við Christer og Einar settumst við borð við gluggann og skömmu síð- ar slógust Pelle og Görel I hópinn. — Hafið þið séð, að Karl Gustaf borðar árbít með Kersti Ryd! Hvað haldið það þýði? sagði Pelle stríðnislega. Staffan Arnold gretti sig samúðarfullur á svip. — Veslings maðurinn! Það þýð- ir það eitt, að dagar hans eru taldir — dagar frelsisins. En hvað á hann líka að gera annað, kven- maðurinn hefur logið og svikið til að hann færi ekki í fangelsi — og fyrir ekki neitt. Það er alveg stór- brotið. — Gamla frænka verður glöð, sagði Christer. Svo bætti hann við: — Ég sé ekki betur, doktor Bremmer, að þér snæðið hér með Görel Fahlgren. Hvað á það að þýða? — Það þýðir, sagði Pelle og leit ástúðlega á hina fögru borðdömu sfna — að við ætlun að gifta okk- ur eftir áramótin. Og svo förum við til útlanda. Ég veit, að Antons- son prófessor er ekki hlynntur þvf að ég fái stöðuna og Einar Bure er á sama máli og ég get vel skilið það. Og þó svo mér verði boðin hún mun ég afþakka. Það er Staffan, sem á hana skilið. Eg get stundað mín vísindastörf af kappi og verið víst að sætta mig við þá vissu að konan mín er svo rík, að við getum lifað áhyggju- lausu lffi. — Fyrst við erum að tala um peningamál, sagði Einar, langar mig að spyrja þig af hverju þín fjármál voru f slfku kaldakoli og raun bar vitni um sfðasta árið, sem þú varst í Uppsölum? Pelle brosti út að eyrum, svo að skein í allar tennurnar. — Ástæðan var einfaldlega sú, að mér sinnaðist við föður minn. og neitaði að þiggja peninga frá honum. En nú hefur allt jafnazt okkar í millum og hann vill allt fyrir mig gera. Og þar sem við vorum með hálf- gerðan spurningatíma notaði ég tækif ærið og spurði Görel? — Seg mér þá Pelle, hvað hefurðu lengi verið hrifinn af Görel? Hann brosti aftur og strauk hendinni gegnum dökkt hárið. — Frá því fyrsta skiptið ég sá hana í Uppsölum. — O, þið skuluð ekki trúa því, sem hann segir, greip Görel mjúk- lega fram í. — Hann var svo kvikindislegur við mig, að það trúir því ekki nokkur maður. Hann strfddi mér og kvaldi út af því hversu efnaðir foreldrar mín- ir eru, svo að ég var alveg viti mínu fjær. Og oft svo aðrir heyrðu. Þú varst nú einu sinni vitni að því Puck. — O, jæja, sagði Pelle eilítið særður — þú verður nú að viður- kenna, að þú hefur alveg sér- stakan hæfileika til að fá fólk upp á móti þér. Ég veit ekki betur en þið Jan hafið verið í eilítum stæl- um .... Það var engu líkara en okkur hefði öllum verið gefið utan undir, þegar nafn Jans Hede var nefnt. Görel náfölnaði og í örfáar mfnútur sagði enginn neitt. Svo braut ég fsinn og sagði rólega: — Þú varst hrifin af honum ... var það ekki? Hún kinkaði kolli, sorgmædd á svip. — Jú, ég var það. Fyrirgefðu Pelle, að ég segi það. En ef hægt er þá ELSKAÐI ÉG HANN ÖLLU OFAR .... En svo þegar ég komst að þessu með hann og Evu ... og þarna var ég og hafði ekki hug- mynd um neitt... og svo fór mig að gruna, að hann hefði myrt hana ... þá dó . þessi ást mín á fáeinum andartökum og eftir var aðeins andstyggð og skelfing. Það var eins og að vakna af martröð, þegar ég uppgötvaði, að Pelle var þarna enn og á einhvern óskiljan- legan hátt hafði ég alltaf þráð hann og engan annan. Við töluð- um svo saman á hátiðinni um dag- inn og það var dásamlegt að vita, að þrátt fyrir það, sem gerzt haföi, treystum við hvort öðru og vild- um ekkert annað frekar en vera saman. Þau horfðu ásthrifin í augu og nú var komin röðin að Staffan Arnold að leggja orð í belg. — Virðulega samkunda, sagði hann, þegar hann lyfti glasi. Mér hefur verið valið það verðuga verkefni.... Hann komst ekki lengra. I þeim sömu svif um voru dyrnar opnaðar og Lillemor Olin sveif inn. Augu hennar glömpuðu þegar hún leit á Staffan og okkur til takmarka- lausrar undrunar eldroðnaði hann.... Og okkur var ljóst, að nú hafði Lillemor loksins ákveðið fyrir hvern hún ætlaði að varpa neti sfnu. Nú var ekkert annað eftir hjá henni en draga inn netið sem við Einar litum hvort á annað, skildum við, að á því myndi ekki leika neinn vafi, að í þvf yrði Staffan Arnold. Einar greip um hönd mér og sem ég horfði inn f brún augu hans þá fann ég í þeim loforð um að önnur augu, blá að lit, myndu von bráðar blikna og hætta að valda mér jafn miklum sársauka og þau gerðu nú á þessari stundu. Því að lffið verður að ganga sinn gang. ENDIR. Er það læknirinn — Þegar ég kom heim og tók um- búðirnar af andliti mannsins sá ég að þetta var ekki hann Magnús minn. VELA/AKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Andatal Menn hafa verið að hafa af þvf áhyggjur að undanförnu, að varg- urinn væri að eyða fuglalffi Tjarnarinnar, en með „vargur" er átt við þá af flugum himinsins, sem lifa ekki á sjófangi, ána- möðkum eða rifsberjunum, sem menn eru að rækta með ærinni fyrirhöfn. Eitt blað að minnsta kosti hefur „slegið þvf upp“, að öndunum gangiböslulegaað koma ungviðinu á legg, og eins og ávallt fylgir svona fréttum um ógnaröld á Tjörninni, þá er hrópað: „Eitthvað verður að gera!“ En hvað þá? Naumast geta menn ætlazt til þess, að byssumenn verði hafðir við Tjörnina og knalli þar niður varg daga og nætur. Bæði yrði sú sjón ófrýnileg, og svo má ætla, að blessuðum öndunum hætti að standa á sama. Velvakandi er enginn fugla- fræðingur, en hins vegar þykir honum ekki ósennilegt, að móðir náttúra sjái svo um, að andastofn- inn verði ekki þurrkaður burt af Tjörninni. Það er visst jafnvægi í náttúrunni, sem menn eiga helzt ekki að raska, en þegar hún er látin óáreitt þá kvað hún bjarga sér furðuvel. Eru ekki áraskipti að því vfðast hvar hvernig fuglategundirnar spjara sig? Þjóðhátfðarárið og allt það húllumhæ kann að vera illt fyrir endur Tjarnarinnar. En ætli þær nái sér ekki aftur á strik þegar öllu því umstangi er Iokið? 0 Annarslags vargur Annars erannarvargur hér í Reykjavfk þótt illt sé að segja, sem er sízt betri en svartbakur- inn. Menn fara hér eins og jarðýt- ur og spilla grænu byltingunni. Þeir eru að vísu ekki margir en þeir eru þeim mun athafna- samari. Til dæmis mun það kosta borgina tugi þúsunda í ár að bæta grasgeirana, sem deila hér okkar prúðustu götum. Menn á aflmikl- um bílum hafa rótað þeim upp, ósjaldan f þeim tilgangi einum að bezt verður séð að sanna, að hinir aflmiklu bílar þeirra geti rótað upp grassverði. Þá eru trjábrjótar á ferðinni og útsmognir ánamaðkakaupmenn og jafnvel úrhrök, sem leggjast á leiði í kirkjugörðum. Það er líka hægt að vinna náttúruspjöll í borg, eins og Kringlumýrarbrautin sannar til dæmis þar sem enn má sjá spor eftir þennan varg. En ötulastir eru þessir kappar samt þar sem enginn er nærri. 0 Hjólbarða- hetjur Það erhreintótrúlegthvað þeir komast. Jafnvel upp um háeggjar Bláfjalla má rekja slóð þeirra. Þangað hafa þeir dröslað ökutækjum sfnum til þess að iðka þá undarlegu „list“ að troða lambagrasið undir hjólbörðum blikkbeljunnar, spóla sig upp moldarböró eins og ölóðir fávitar og sýna yfirburði sfna yfir þeim Svo er hér Ifka sóma fölk. meinlausu grasbölum þar sem stilltara fólk tyllir sér bara að fá sér smók. Ljóta forsmánin! Vargurinn hefur það þó sér til afsökunar, að hann er að halda í sér lfftórunni. Skemmdarvargur- inn er einungis að þjóna óeðli sinu. I framhaldi af þessu reiðikasti er samt skemmtilegra að minna lfka á björtu hliðina. Hér er líka urmull af fólki, smáu og stóru, sem leggur kapp á það að fegra umhverfi sitt. Meðfylgjandi mynd á að nægja. Sv. Þorm. tók hana neðst á Miklubrautinni einn sól- skinsdaginn. Stúlkan heitir Sig- rún og hún var að taka til höndun- um heima hjá sér. Munur á svona fólki! • Fingralangir Hnupl I verzlunum, einkan- lega f kjörbúðum þó, veldur kaupmönnum vaxandi áhyggjum. Undarlegasta fólk er staðið að því að stinga á sig undarlegustu hlut- um, og oft fer þvf fjarri, að þessir „tækifærisþjófar" séu borgunar- menn þýfisins. Nú hefur Velvakanda verið tjáð, að þessi ófögnuður leggist jafnvel á gróðrarstöðvar! I ýms- um stöðvum hér í Reykjavík hef- ur fólk oftar en einu sinni verið staðið að því að reyna að lauma plöntum í skjóður sfnar — og einn prúðbúinn kvenmaður var meira að segja tekinn með all- margar trjáplöntur! Það er skrítið eðli að ekki sé meira sagt að ætla að rækta kringum húsið sitt þjóf- stolinn skóg. Þessi aumingja kona var höfðiqglega búin og ók rándýrum bíl. Og rak nefið upp f loft og var hin versta þegar hún var látin skila ránsfengnum. ^ Lognmolla Nú er svo mikið logn f pólitfk- inni að tekur næstum í eyrun. Stjórnmálamennirnir eru aðgætnir í orðum, hógværir f at- höfnum. Yfirlýsingar þeirra eru þraut- hugsaðar og tvíræðar. Taflið er flókið og það getur kostað dýrt að tefla af sér. Jafnvel orðhákar f blaðamanna- stétt hafa hljótt um sig. Það er eins og húsbændur þeirra, stjórn- málamennirnir, hafi keflað þá. Rétt eins og ein gusa, einhvers- staðar úti í horni, svo að þeir springi ekki. Þjóðviljamaðurinn, sem var með Geir Hallgrímssyni á forsíð- unni sfðastliðinn miðvikudag, var næstum andaktugur. Hann var með hattinn í höndunum og hjart- að í buxunum. En þeir, sem muna nýsköpunar- stjórnina, muna það lfka enn að þá hét forsætisráðherra herra Ólafur Thors á sfðum Þjóðviljans. Athugasemd I dálki Velvakanda í Morgun- blaðinu í dag er miður góðviljuð- um getum að þvf leitt, hvers vegna ég hafi ekki verið viðstadd- ur þegar nemendur útskrifuðust f fyrsta skipti úr Fiskvinnslu- skólanum. Astæðan er sú, að þegar mér barst vitneskja um braut- skráningarathöfnina í Fisk- vinnsluskólanum hafði ég þegar heitið að heimsækja Raunvfsinda- stofnun Háskólans á sömu stundu ásamt öðrum sem af ráðuneyta hálfu fjalla mest um mál þeirrar stofnunar. Hér var sfður en svo um að ræða að ég vildi gera upp á milli þessara menntastofnana, heldur að standa við gefið fyrir- heit. Þessarar vitneskju hefði Vel- vakandi getað aflað sér hefði hann kært sig um og þar með sparað sér allar getsakir. Hug minn til Fiskvinnsluskólans tjáði ég í ávarpi við setningu hans f fyrsta skipti, þegar nýútskrifaðir fiskiðnaðarmenn hófu nám. Reykjavfk 12. júlf 1974 Magnús T. Ólafsson menntamálaráðherra. Ingvar Asmundsson formaður félags menntaskólakennara DAGANA 22. og 23. júní s.l. var aðalfundur og landsþing Félags' menntaskólakennara haldið á Isa- firði. Eru slíkir fundir haldnir annað hvert ár, venjulega að vor- lagi. Meðal þess, sem tekið var til umræðu að þessu sinni, var fram- tið menntaskólanna með sérstöku tilliti til þess, að frumvarp til laga um grunnskóla er orðið að lögum. Þótti mönnum einsýnt, að gera þyrfti verulegar breytingar á framhaldsskólakerfinu og staða og hlutverk menntaskólanna kynni e.t.v. að breytast við þá endurskoðun. Þá voru nýgerðir kjarasamningar skýrðir og kenn- arar i sömu námsgreinum báru saman bækur sinar um kennsluna og námskeið í greinum sínum. Formaður til næstu tveggja ára var endurkjörinn Ingvar Asmundsson, en aðrir í stjórn þeir Heimir Þorleifsson, Baldur Sveinsson, Ómar Árnason og Sigurður Ragnarsson. Fundar- stjóri var Hjálmar Ólafsson kon- rektor. Góðir gestir til Húsavíkur Húsavík 10. júlí. Á MÁNUDAGINN kom hingað danskur leikflokkur í heimsókn til Leikfélags Húsavfkur. Hann er frá Gladsaxe, sem er ein útborga Kaupmannahafnar, og kynnti hann starfsemi sína og sýndi tvo einþáttunga. Miðvikudaginn 4. júlí kom hingað kammermúsík- klúbbur og hélt tónleika í Húsa- vfkurkirkju. Tónlistina flutti barokkkvintett Helgu Ingólfsdótt- ur. Var gerður góður rómur af báðum þessum listamannahópum. Meira hefur verið um góða gesti á Húsavík, því á á miðvikudaginn f síðustu viku var hér embættis- mannanefnd norrænna sam- göngumála. Nefndina skipa ráðu- neytisstjórar samgönguráðu- neyta allra Norðurlandanna, og er formaður Daninn J.L. Alach. Efni fundarins var margþætt. Ráðstefnugestir bjuggu á Hótel Húsavík, og þótti þeim aðstaða þar til ráðstefnuhalds öll hin ákjósanlegasta. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.