Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULt 1974 15 Nýja íslenzka stafsetningin 8. KAFLI Um ýmis stafsetningaratriði. 24. gr. 1. t upphafi orða og orðliða í samsettum orðum segir fram- burður til um, hvort rita skal f eða v. Dæmi: fara, vara; sjðferð, kjötverð. 2. I stofnendingum orða og við- skeytum skal rita v. Dæmi: sævi, sævar, (af sær), mávar (af már, síðar mávur), stöðvar (af stöð), bölva, stökkva, uppgötva; Tryggvi, Sölvi, jörvi (Jörvi) o.s.frv. Sérstaklega ber að athuga rithátt eftirtalinna orða: ævi (ævinlega, hvaðanæva), Ævar, ævintýri, mávur, fræva, frævili, Eva. Val- frjálst er, hvort ritað er Svava, Svavar eða Svafa, Svafar. 3. Á undan samhljóðum inni í orðum skal farið eftir því, hvort f eða v er f frumorðinu, sem hlutað- eigandi orð er leitt af. Dæmi: frjðvga (af frjór, þf. f fornmáli frjó-v-an), frjóvgun; sljóvga (af sljór, þf. í fornmáli sljó-v-an). 4. Rita skal f, þótt fram sé borið v, ef ekki brýtur í bága við fyrr greindarreglur. Dæmi: hafa, gefa, gæfa, gáfa, reykháfur, hrjúfur, álfur, kálfur, erfiður. 25. gr. 1. Rita skal f milli sérhljóða annars vegar og I og n hins vegar, þótt fram sé borið b. Dæmi: afl, efla, gafl, skófla, tafla, fffl; efna, hefna, hæfni, jafn, nafn, safn, stffni o.s.frv. Undantekningar eru nokkur orð af erlendum uppruna t.d. Biblfa, babl, babla, obláta. Athuga ber, að b er ritað milli samhljóða og I, ef svo er fram borið, t.d. kumbl, sumbl. 2. í þátíð og lýsingarhætti þátfðar af sögnum skal rita fn i stað m f framburði, ef f nafnhætti skal rita fn (framborið bn) samkvæmt lið 1. Dæmi: efndi, efnt, (af efna), hefndi, hefnt (af hefna), nefndi, nefnt (af nefna) o.s.frv. Sama máli gegnir um nafnorð, leidd með tannhljóðsviðskeyti af þessum sögnum, svo og hvk. af jafn. Dæmi: efndir, hefnd, nefnd; jafnt. 3. Uppruni ræður, hvort rita skal ps, pt, (ppt) eða fs og ft. Dæmi: þreps (af þrep), hófs (af hóf); tæpt (af tæpur); gróft (af grófur); gapti (af gapa); kleipst (af klfpa); gifta (sbr. gefa); skaft, Skafti (skylt skafa), loft (skylt lauf); skipta, skipti, skipt- ing (af skipa); svipta, sviptingar (af svipur); yppta (skylt upp). 26. gr. Yfirleitt skal stofn(rót) haldast á undan endingu (beygingarend- ingu, viðskeyti), þótt eitthvert samhljóð stofns(rótar) heyrist ekki í framburði. Frá þessu eru tvær veigamiklar undantekningar: a) Brott er felld ð og d milli samhljóða (n, I, r) annars vegar og t hins vegar. Dæmi: vont (af vondur), Kalt (af kaldur),yrti (afyrða). b) Brott eru felld ð og t (tt) á undan miðmyndarendingu og endingu 2. pers. et., ef ekki heyrast í framburði. Sama gildir um tannhljóð f rót á undan s f endingu. Dæmi: (þið) komist (af (þið) komið+st); (þú) leist (af (þú) leit+st); (hafa) hist (af (hafa) hitt+st); fsfirskur (sbr. Isafjörð- ur). Sjá að öðru leyti Um z og afnám hennar (2. kafla). Með þeim undantekningum, sem að framan greinir, ber að gæta stofns og rótar. Dæmi: lambs (af lamb); franskt (af franskur); margt (af marg- ur); horfnir (af horfinn); morgn- ar (af morgunn); kembdi (af kemba); velktist, velkst (af velkjast); syndga (af synd); þarfnast (sbr. þörf); bernska (af barn); norskur (sbr. Noregur); eyfirskur (sbr. Eyjafjörður); stærstur (af stór); bágur (sbr. bágs); plógur (sbr. plógs); Ijúga (sbr. lýg); segja (sbr. þt. sagði) o.s.frv. Um þetta atriði þarf oft að styðjast við stafsetningarorða- bækur, sbr. húfa, lófi rófa, tófa o.s.frv. 27. gr. Rita skal hv eða kv i samræmi við uppruna. Benda má á, að spurnarfornöfn og óákveðin fornöfn, ef þvi er að skipta, skal alltaf rita með hv. Samanburður við dönsku getur einnig verið til leiðbeiningar. Dæmi: hver (fn. og heit uppspretta): kver (lítil bók) — hvalir (dýr): kvalir (þjáning) — hviða (þota, vindhviða): kviða (kvæði, hljómkviða).— Hvftur, sbr. d. hvid — kvöl, sbr. d. kval o.s.frv. 28. gr. Rita skal fl, gl og gn, þótt stafa- víxl verði stundum I framburði. Dæmi: Skefldi, skeflt, (af skefla, sbr. skafl), sigldi, siglt (af sigla sbr. segl), gegndi, gegnt, (af gegna). 29. gr. Rita skal x í stað gamals hs, f tökuorðum og f samræmi við gamla hefð. Dæmi: lax (sbr. þ. Lachs); taxti, rexa; pexa o.s.frv. 30. gr. Á milli sérhljóðs og i er stund- um borið fram j þótt g sé f stofni. Skal þá ritað g í samræmi við aðrar orðmyndir, þar sem það kemur fram. Dæmi: bogi (þf. boga), bagi (þf. baga), legi (af lögur), lögin (af lög) o.s.frv. 9. KAFLI Um é og je. 31. gr. 1. Rita skal é í orðum af fs- lenskum stofnum, hvort sem um er að ræða fornt, langt e eða e, sem hefur lengst: vér; vél, fé; hérað, fékk, féll. Sömuleiðis skal rita é í nöfnum bókstafa: bé, dé o.s.frv. 2. Rita skal je í upphafi sér- nafna og samnafna af erlendum uppruna: Jens, Jesús; jeppi. 3. I fleirtölu lýsingarháttar nú- tíðar af sögnum, sem enda í nafn- hætti á ja, skal rita je, sbr. 23. gr. 3. lið: seljendur, verjendur, sækjendur, þiggjendur, enn fremur f orðinu fjendur. 4. Valfrjálst er, hvort ritað er é eða je f eftirfarandi tilvikum: a) f innstöðu f erlendum orðum: Sovétrfkin eða Sovjetrfkin, tékk- ar eða tjekkar, b) f íslenskum orðum, þar sem jö (ja) hefur orðið je: alltjent eða alltént, smjer eða smér, óf jeti eða óféti, stjel eða stél, fjegur eða fégur. 10. KAFLI Um ý, ý, ey. 32. gr. Rita skal y, ý, ey í samræmi við uppruna og fornan framburð. Að jafnaði skal fylgja venju um rit- hátt, þótt óvíst sé. Rétt hafa menn þó til að velja, ef hefð og uppruni stangast á (f hnipri: í hnypri) eða ef fræðimenn greinir á um upp- runa (ábristir: ábrystir). Til leiðbeiningar má benda á, að þessi hljóð fornmálsins eru orðin til við ýmiss konar hljóð- vörp, og má oft sjá upprunann með samanburði við islenskar orðmyndir eða skyld mál. Einnig getur forn ritháttur skorið úr. Dæmi: þyngd, sbr. þungur; spyrja, sbr. spurði; yrði, sbr. urð- um; synir, sbr. sonur (eldra sunr); byggi, sbr. bjuggum; syngja.sbr. d. synge; systir, sbr. d. söster; hýsa, sbr. hús; rýja, sbr. rúði, lýsa, sbr. ljós; mýkt, sbr. mjúkur; kýr, sbr. d. ko; eygja, sbr. auga; dreyma, sbr. draumur; eyra, sbr. d. öre o.s.frv. 11. KAFLI Um sérhljóða á undan ng og nk. 33. gr. 1. Á undan ng og nk skal rita a i stað á í framburði, e, í stað ei, i(y), f stað f(ý), u í stað ú og ö f stað au: langur; lengi, enginn; fingur, yngri; ungur; löngum. 2. Á undan ng og nk skal rita ó í samræði við framburð, svo og æ: kóngur, kónguló, sæng, vængur. 3. í samsettum eða afleiddum orðum, þar sem n og g eða n og k lenda saman vegna þess, að síðari hluti samsetta orðsins eða við- skeyti afleidda orðsins hefst á g eða k, en fyrri hlutinn endar á n, ræður uppruni stofns fyrri hlut- ans rithætti: túngarður, launget- inn, Steingerður, brúnkol, stein- kista: einkum, kveinka, Sveinki. Hins vegar skal rita svo: lingerð- ur, vankunnátta; Ranka, Brynki o.s.frv. 12. KAFLI Um eitt orð eða tvö. 34. gr. 1. Stofnsamsetningar skal rita sem eina heild. Gott viðmiðunar- einkenni er það, að orðstofninn, sem er fyrri hluti samsetningar- innar, helst óbreyttur í allri beyg- ingunni. Dæmi: Nf. et. þf. et. þgf. et. ef. et. 2. Rita skal sem tvö orð for- nöfnin annar hvor, annar hver, annar tveggja og hvor tveggja. Þessi orð eru ekki stofnsamsetn- ingar, enda beygist fyrri liður og í sumum tilvikum báðir. 3. Af sumum orðum eru til — jafnframt stofnsamsetningu — orðasambönd, gerð af sömu lið- um. Stofnsamsetningin er rituð sem ein heild, orðasamböndin sem tvö orð. Dæmi: heiðindómur: heiðinn dómur; kristindómur: kristinn dómur; kristinfræði (kvk. et.): kristin fræði (hvk. flt.); meiri- hluti: meiri hluti; minnihluti: minni hluti. Athuga ber, að í orðasamband- inti beygist fyrri hlutinn, en helst óbreyttur í samsetta orðinu, t.d. (frá) heiðnum dómi: (frá) heiðindómi; (frá) meira hluta: (frá) mcirihluta. 4. 1 nokkrum örnefnum og sam- nöfnum, sem þannig eru samsett, að fyrri liður er veikt lýsingarorð, beygja flestir fyrri lið. Allt um það skal örnefnið eða samnafnið ritað sem ein heild, t.d. Breiði- fjörður, þf. Breiðafjörð (eða nf. Breiðafjörður, þf. Breiðafjörð); nf. Kaldakinn, þf. Köldukinn (eða nf. Kaldakinn, þf. Kalda- kinn); Hæstiréttur (þf. Hæsta- rétt). 35. gr. 1. Eignarfallssamsetningar skal rita sem eina heild. Hér sker áherslan yfirleitt úr, hvort um er að ræða eignarfallssamsetningu eða orðasamband. Reglan er sú, að í eignarfallssamsetningu hvílir aðaláhersla á fyrra eða fyrsta at kvæði (ef um fleiri en eitt atkvæði er að ræða) fyrri sam- setningarliðar, en aukaáhersla (léttari áhersla) á upphafi sfðari samsetningarliðar, t.d. bóndadótt- ir (með aðaláherslu á bónd-, en aukaáherslu á dótt-). Orð mynduð eins og bóndadóttir, eru algeng, en orðasambönd eins og bónda dóttir eru fátið í islensku (nema helst i skáldskap), þar sem aðal- reglan er, að eignarfallsorð, sem stjórnast af nafnorði, komi á eftir stýriorðinu, sbr. Sigrfður er bóndadóttir: Sigrfður er dóttir bónda o.s.frv. 2. Ef eignarfallsliðir eru notað- ir til að auka vægi (intensitet) merkingar, er valfrjálst, hvort þeir eru ritaðir áfastir sfðari lið eða hvort band er sett milli liðanna, t.d. óvenjugóður eða óvenju-góður. Ástæðan er sú, að jafnþung áhersla getur hvilt á báðum liðum. Dæmi um lið af þessi tæi: af- bragðs-, aftaka-, ágætis-, forkunn- ar-, fjölda-, furðu-, nýtfsku-, ódæma-, óhemju-, óskapa-, óvenju-, rokna-, undra-, t.d. afbragðsgóður eða afbragðs-góður o.s.frv. Athuga ber, að á orðin fjarska og einkar er litið sem atviksorð, og eru þau því ekki rituð áföst, t.d. f jarska góður, einkar alþýðlegur. 36. gr. 1. Forliði, sem líta má á sem forskeyti, skal rita áfasta, t.d. aðal- (aðalinngangur), al- (t.d. al- góður), and- (t.d. andstæðingur), ég rangsný þú rangsnýrð hann rangsnýr við rangsnúum o.s.frv. au- (t.d. aufúsa), for- (t.d. for- maður), frum- (t.d. frumstæður), full- (t.d. fullgóður), gagn- (gegn- ) (t.d. gagnstæður, gegndrepa), ger- (gjör-) (t.d. gerbreyta, gjör- breyta), megin- (t.d. meginland), mis- (t.d. misbjóða), ný- (t.d. nýkominn). of- (t.d. ofbjóða), ó- (t.d. ósannindi), or- (t.d. orlof), sam- (t.d. samskeyti), sf- (t.d. sffelldur), tor- (t.d. torlæs), van- (t.d. vanvirða), önd- (t.d. önd- verður), ör- (t.d. örmagna). 2. a) Forliðina all-, hálf-, jafn- og lang- má rita áfasta eða tengja þá með bandi við næsta orðlið, t.d. allgóður (eða all-góður) ; jafn- góður (eða jafn-góður); hálf- undarlegur (eða hálfundar- legur); langstærstur (eða lang- stærstur). Sérstaða þessara forliða stafar af þvi, að jafnþung áhersla getur hvílt á báðum orðliðum. b) Afar, of og ofur skal rita áföst nafnorðum, t.d. afarkostir, offramleiðsla, ofurmenni, en laus frá lýsingarorðum og atviksorð- um, t.d. afar stór, afar vel, of stór, of vel, ofur einfaldur, ofur glað- lega. Of skal rita áfast sögnum, t.d. ofbjóða, sbr. 1. lið. 3. Forsetningar (atviksorð), notuð sem forskeyti, skal rita áfastar (áföst), enda hvílir aðal- áhersla á þeim. Dæmi: að- (t.d. aðferð), af- (t.d. afsanna), at- (t.d. atferli), á- (t.d. áburður), fram- (t.d. framkoma), framan- (t.d. framanverður), frammi- (t.d. frammistaða), frá- (t.d. fráfærur), fyrir- (t.d. fyrir- skipun), hjá- (t.d. hjáseta), inn- (t.d. innlendur), inni- (t.d. inni- vera), innan- (t.d. innantökur), f- (t.d. fhuga), með- (t.d. meðmæli), mót- (t.d. mótdrægur), til- (t.d. tilburðir), um- (t.d. umboð), undan- (t.d. undanfari), undir- (t.d. undirgefni), upp- (t.d. upp- gjöf), uppi- (t.d. uppiskroppa), út- (t.d. útför), úti- (t.d. útilega), við- (t.d. viðkvæmur), viður- (t.d. viðurlög), yfir- (t.d. yfirmaður). 37. gr. 1. Ef forsetningar og sam- tengingar eru orðnar til úr fleiri en einu orði, skal farið eftir upp- runa, þ.e. hvert „orð“ skal ritað út af fyrir sig. Dæmi: á meðal, á milli, f gegn- um; þó að, þvf að, þar eð, enda þótt, til þess að. 2. Atviksorð, sem mynduð eru af fallorðum eða orðin eru til við samvöxt smáorðs (viðskeytis) og fallorðs, skal rita í einni heild. Dæmi: allsendis, andæris, framvegis, umhverfis, útbyrðis, þannig, aldrei, rösklega, hálf- vegis, gegnum, kringum, langt- um, aðeins, alltaf, ávallt o.s.frv. a) Athuga ber, að valfrjálst er að rita hvort heldur sem er alltof eða allt of, smámsaman eða smám saman, öðruhverju eða öðru hverju. Orð, sem enda á -megin, má rita sem eina heild, ef fyrri hlutinn er tvíkvætt fornafn, sjá lið 5, d, t.d. báðumegin, hinumegin, öðrumeg- in. _ b) Hvers vegna og þess vegna eru orðasambönd, og ber því að rita sem tvö orð, sbr. 5. lið, h. c) Orð eða orðasambönd, sem gerð eru af atviksorði (for- setningu) og eignarfalli nafnorðs, má rita f einu orði eða tveimur, t.d. innanlands (eða innan lands), utanlands (eða utan lands), neðanjarðar (eða neðan jarðar), innanhúss (eða innan húss), utangarðs (eða utan garðs), innansveitar (eða innan sveitar) o.s.frv. 3. Þegar atviksorð er til orðið úr smáorðum, skal farið eftir upp- runa, þ.e. hvert „orð“ ritað út af fyrir sig. Dæmi: enn þá, enn fremur, hér með, á milli, f kringum, f gegn- um, með fram, fyrir fram. Undantekningar eru orðin áfram og umfram. 4. Rita skal staðaratviksorð og eftirfarandi forsetningu sem tvö orð: Dæmi: fram hjá, inn f, út af, út undan, út frá, yfir um, suður f, sunnan við o.s.frv. 5. Orðasambönd, sem notuð eru í atvikslegri merkingu, skal rita í samræmi við uppruna, þ.e. rita skal hvert „orð“ út af fyrir sig. Þó er í sumum tilvikum valfrelsi um rithátt. Dæmi: a) Háttur: Iftils háttar, mikils háttar, þess háttar. b) Konar og kyns: alls konar, eins konar, einhvers konar, hvers konar, margs konar, nokkurs konar, sams konar, tvenns konar, ýmiss konar; alls kyns, hvers kyns, margs kyns, þess kyns o.s.frv. Þessi sambönd má einnig rita sem eitt orð, t.d. allskonar; allskyns. c) Kostur: alls kostar, eins kostar, að minnsta kosti. d) Megin: báðum megin, hérna megin, hinum megin, þarna megin, þeim megin öðrum megin. Sum þessara orða hafa þó vaxið saman í eina heild, og má þá rita sem eitt orð, sbr. 2. lið, a. Framhald á bls. 19. Annar hluti stólfótur langleitur stólfót langleitan stólfæti langleitum stólfótar langleits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.