Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLI 1974 Ævintýri og sögurH. C. Andersen Það er alveg áreiðanlegt „Ég ætla nú samt að segja uglunni, grannkonu minni, frá því, það er svo einstaklega heiðvirð ugla í allri umgengni.“ Og í sama bili flaug uglumanna til grönnu sinnar. „Hú, hú!“ vældu þær báðar, og það svo að heyrðist niður til dúfnanna í dúfnaskýlinu hjá gagnbúanum. „Hafið þið heyrt það? Hafið þið heyrt það? Ú-hú! Það er hæna ein, sem hefur reytt af sér allar fjaðrir hanans vegna; hún króknar af kulda, ef hún er ekki króknuð, — ú-hú!“ „Hvar þá? hvar þá?“ kurruðu dúfurnar. „I húsagarði gagnbúans; það er svo gott sem ég hefði séð það með eigin augum; það liggur við, að það sé ósæmilegt til frásagnar, en það er alveg áreiðan- legt.“ „Við trúum, við trúum hverju einasta orði,“ sögðu dúfurnar og kurruðu, svo að heyrðist niður í hænsnagarðinn hjá þeim. „Það er ein hæna, sumir segja enda tvær, sem hafa reytt af sér allar fjaðrirn- ar til þess að vera ekki eins í hátt og hinar og til þess að leiða að sér athygli hanans. Það er hættuspil; maður getur orðið innkulsa af því og dáið, enda eru þær báðar dauðar.“ „Vaknið, vaknið!“ galaði haninn og flaug upp á skíðgarðinn. Hann var með stlrurnar I augunum, en hann galaði samt. „Þrjár hænur eru dauðar af lánlausri ást til hana. Þær hafa reytt af sér allar fjaðrirnar; það er ljóta sagan. Ég vil ekki halda henni hjá mér, látið hana lengra fara.“ „Látið lengra fara,“ tístu leðurblökurnar, og hænurnar klökkuðu og hanarnir göluðu. „Látið lengra fara, látið lengra fara!“ Og barst svo sagan úr einu hænsnahúsi í annað og að lokum til þess staðar, sem hún hafði haft sín fyrstu upptök. „Það eru fimm hænur,“ sagði sagan, „sem reytt hafa af sér allar fjaðrirnar, svo að sjá mætti, hver mest hefði megrazt af ástarþrá til hanans, og svo hjuggu þær hver aðra til blóðs og duttu dauðar niður, sér og sínum til smánar og svívirðingar, en eigandanum til stórskaða.“ Og hænan, sem misst hafði litlu lausu fjöðrina, kannaðist auðvitað ekki aftur við sína eigin sögu, og með því að hún var heiðvirð hæna þá sagði hún: „Ég fyrirllt þessi hænsni, en það eru fleiri til af sama tæi. Slíku og öðru eins á ekki að þegja yfir, og skal ég gera mitt til, að saga þessi komi I blöðin svo að hún berist um land allt; það er þeim mátulegt, þessum hænsnum og ugluhyskinu.“ Það kom líka I blöðin og var prentað, og það er alveg áreiðanlegt, að ein lítil fjöður getur orðið að fimm hænum. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta. Hjalti togaði sængina upp að höku, og það ískraði í hon- um af hlátri, þó að augun stæðu enn þá full af tárum. „Og þú, ráðsmaður,“ hélt Anna áfram og horfði á hann törðum augum. „Folaldið er eign Hjalta, undireins og það er í heiminn borið. Það skal gnnga undir mömmu sinni, og hún skal eiga gott, svo að hún fæði það vel. Svo tek ég við þvi og el það upp handa Iljalta, og geri það eins og mér líkar. Ln uppeldiskostnaður þess verður dreginn af kaupinu þínu 't livcrju ári. Ertu ánægður með þctta?“ Ráðsmaðurinn þorði ekki annað en játa. En þungur var tann á svipinn. Húsmóðirin skerpti röddina: „Snafið þið nu ut á tun til orfanna ykkar og skammizt þið ykkar! Svikulir augnaþjonar eruð þið, þýlyndir og ótryggir, sem reynið að gera húsmóður ykkar skömm og skapraun, ívenær sem þið haldið, að þið komizt hjá óþægindum fyrár ^að. Nú eigið þið mér að mæta, ef þið rcynið að hefna ykkar ' Hjnlta." Vinnumennimir vörpuðu öndinni jtungt og löbbuðu burt með þessa kvcðju. Bleytan úr sporunum þeirra rann um allt gólfið. Þegar þcir voru farnir, laut Anna ofan að Hjalta og horfði lengi framan í hann. Það var sem móðurleg viðkvæmni og lengi bæld ástarþrá rynnu saman í svipnum. Svo laut hún alveg ofan að honum og kyssti hann lengi og innilega. „Liggðu nú kyrr og sofnaðu, en ég fer á fætur. Þú hefir aldrei komið í gott rúm fyrri. Klæddu þig ekki fyrr en ég kem með ný föt handa þér. — Þú skalt ekki smala á Stóru- borg framar." ANN AR ÞÁTTUR 1. At.DARFAR Það er umbrota- og óróaöld hér á landi, þegar þessi saga gerist. Það er um siðaskiptin. Gamla kirkjuvaldið er i fjörbrotunum. Það nýja er i reif- unum. Púkarnir, þessi óteljandi smápeð djöfulsins, sem pápisku prestarnir og munkarair vöfðu um fingur sér og nörruðu á allar lundir, cru nú gengnir þeim úr greipum og hlaupnir í hjörðina eins og hundar. Og þó að þeir séu smáir, megna þeir að tvístra henni í allar áttir. — Seinna runnu þeir sam- an í einn höfuðdjöful, en — það kemur ekki þessu máli við. Man Q Rhinos, Winos, Lunatics □ LP, Stereo □ Fálkinn Margir muna eftir bresku hljómsveitinni Man, sem kom hér fyrir tveim árum sfðan og var þá sögð í þann veginn að leggja heiminn að fótum sér. Þessi heimshræring stóð þó eitthvað á sér, en Man starfa þó enn og þetta er þeirra sfðasta og besta plata. Hún er ffngerðari en fyrri plötur, hljóðfæraleikurinn nákvæm- ari og útsetningar vandaðri. Hlið B er ein samhangandi heild með forspiii og öllu til- heyrandi. Einn kafli þessa tón- verks ber heitið Scotich Corn- er og er trúlega hápunktur þess, sem Man hafa gert. Þetta er þvf með eigulegri plötum þótt heimurinn leggist varia að fótum þeim nú frekar en fyrri daginn. Hljómplðtur eftir HAUK INGIBERGSSON Bad Company □ LP, Stereo □ Fálkinn Þetta er öldungis óþekkt hljómsveit en ekki nærri eins slæm og nafnið bendir til enda mætti nú fyrr vera. Þetta er fjögurra manna band og það er ekki langt í áhrifin frá Nasareth og jafnvel Black Sabbath en þessir eru þó öllu fínlegri. Flutningurinn er í heild frekar þvingaður og líf- laus og er platan fekar einföld að gerð, enda trúlega gerð af vanefnum eins og titt er um nýjar hljómsveitir. West, Bruce & Laing □ Live’n’kickin’□ LP, Stereo Þótt West, Bruce & Laing séu allir frægir fyrir leik sinn f hljómsveitum um og fyrir 1970 er öldin önnur f dag og þessi plata er tæplega áhugaverð fyrir aðra en þá sem „pæla“ í löngum sólóum og alls konar trixum, sem framkvæma má á rafmagnshljóðfæri. Stundum virðist sem Cream séu að ganga aftur, nema hvað þessir eru mun leiðinlegri og lit- lausari f flutningi sfnum auk þess sem þetta er allt sama gamla rullan. Urian Heep □ Wonder- world □ LP, Stereo □ Fálkinn. Þetta er ekki bezta platan, sem frá Uriah Heep hefur komið, en þó framleiða þeir viðkunnarlega tónlist, og það er eins og hljómsveitin hafi slípazt upp á síðkastið, tónlist- in er nettari og fíngerðari en áður. Þeir nota lítið af auka- hljóðfærum og sem fyrr ber mest á orgelleikaranum. Stundum minna Uriah Heep á Deep Purple — nema hvað Purple eru betri hljóðfæra- leikarar. Athyglisverðustu lög á plötunni eru Wonderworld, Something or nothing, We got we og Dreams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.