Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULl 1974 Utgefandi F ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr. eintakið. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. við Seðlabankann um 5000 millj. kr. um síðustu mánaðamót. Fjölmargir húsbyggjendur hafa haft þann hátt á, að fá þriggja mánaða greiðslufrest á steypu og hefur þeim tekizt á þeim tíma að koma hús- um sínum fokheldum upp og greitt steypuna síðan með fyrrihlutalánum frá húsnæðismálastjórn. Þetta er nú ekki lengur hægt. HÆKKUN BYGGINGARKOSTNAÐAR Verðbólguvöxturinn og ástandið í fjármálum landsins er nú farið að koma óþyrmilega við hús- byggjendur. í fyrradag var frá því skýrt, að útsöluverð á sementi frá Sements- verksmiöju ríkisins hefði hækkað um 37,5% og kem- ur þessi hækkun til viðbót- ar 35% hækkun í marz- byrjun auk söluskatts- hækkunar og verðjöfn- unargjalds, sem lagt hefur verið á sement. Á tæplega fjórum mánuðum hefur sement því hækkað um 90,5%. Þessi hækkun ein út af fyrir sig veldur hús- byggjendum, sem eru að hefja byggingarfram- kvæmdir nú á þessu sumri, miklum erfiðleikum og út- gjaldaauka, en til viðbótar hefur það gerzt, að steypu- stöðvarnar, sem hafa getað lánað viðskiptamönnum sínum andvirði steypunnar í 75—90 daga, hafa nú til- kynnt, að þær hafi stöðvað öll lánsviðskipti af þessu tagi. Ástæðan fyrir stöðvun lánsviðskipta af hálfu steypustöðvanna er sú, að viðskiptabankar þeirra treysta sér ekki til að veita þeim aukna fyrir- greiðslu til samræmis við stórhækkað verð á þeim hráefnum, sem steypu- stöðvarnar nota. Viðskipta- bankarnir geta ekki aukið fyrirgreiðslu við steypu- stöðvarnar vegna þess, að þeir eru nú flestir í mikilli skuld við Seðlabanka, en samtals námu yfirdráttar- skuldir viðskiptabankanna Tíl viðbótar þeim erfið- leikum, sem hækkun sements og annars byggingarefnis og stöðvun lánsviðskipta veldur hús- byggjendum, ríkir fullkom- in óvissa um lánveitingar húsnæðismálastjórnar á þessu ári og engan veginn var úr því vandamáli greitt með þeim ráðstöfunum, sem vinstri stjórnin greip til nokkrum dögum fyrir kosningar. Þannig er nú verðbólgan og ástandið í fjármálum landsmanna farið að sverfa mjög á hús- byggjendum. Afleiðingin verður óhjákvæmilega sú, að draga mun úr fram- kvæmdum við húsbygging- ar, sem aftur veldur því, að samdráttur verður í vinnu við byggingarstarfsemi. Ómögulegt er að segja, hvaóa áhrif slíkar keðju- verkanir hafa, en þau geta verið geigvænleg. Hér er á ferðinni eitt af fjölmörgum dæmum um það hættu- ástand, sem er að skapast í efnahags- og atvinnumál- um, og raunar er það svo, að allt atvinnulíf lands- manna stefnir hraðbyri í átt til stöðvunar og hefði stöðvazt nú þegar, ef stærstu viðskiptabankarn- ir hefðu ekki tekið þá ákvörðun að halda atvinnu- vegunum gangandi með stórfelldum lánveitingum til þeirra með peningum, sem viðskiptabankarnir verða að greiða hærri vexti af en þeir fá af útlánum. Slíkt er ástandið við lok valdaferils vinstri stjórnar og kemur raunar engum á óvart. VERÐLAGSMAL IÐNAÐARINS Frá því var skýrt í Mbl., f gær, að nokkrar grein- ar framleiðsluiðnaðarins í landinu ættu nú í miklum erfiðleikum vegna þess, að þær hafa ekki fengið að hækka framleiðslu sína til samræmis við erlendar hækkanir á hráefni. Menn taki eftir því, að hér er ekki um að ræða hækkanir vegna aukins innlends til- kostnaðar, heldur vegna hækkunar á erlendum hráefnum, sem ríkisstjórn- in virðist ætlast til, að þess- ar iðngreinar taki á sig. Hér er um mjög óvenju- legt mál að ræða. Jafnan getur verið umdeilanlegt, hvaða hækkanir eigi að leyfa vegna aukins til- kostnaðar innanlands en ljóst er, að fljótlega hlýtur að koma til stöðvunar í inn- lendum iðnaði, ef þess er krafizt af fyrirtækjum, sem nú þegar standa mjög höllum fæti, að þau taki einnig á sig hækkanir á erlendum hráefnum án þess að þær komi fram í verðlagi. Jafnan áður hafa slíkar hækkanir fengið að koma fram í verðlagi sjálf- krafa en nú hefur orðið skyndileg stöðvun á því og hlýtur það að leiða mjög fljótlega til þess, að þau iðnfyrirtæki, sem fyrir þessu hafa orðið, verði að hætta starfrækslu sinni. Samspil Austurs og Vesturs undir- staða vígbúnaðarkapphlaupsins Á leiðinni til fundar æðstu manna Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna f Moskvu sagði dr. Kissinger, og ekki í fyrsta skipti, að Bandarfkin og Sovét- rfkin gætu á örfðum dögum „eytt mannkyninu og menning- unní, eins og við þekkjum hana“. I Moskvu er hins vegar deilt hart um þetta atriði. Sá hluti kommúnistaflokksins, sem fylgir Leonid Brezhnev að mál- um, heldur þvf fram, að mann- kyninu sé f raun og veru ógnað, en hernaðarsinnarnir segja hins vegar, að heimsvaldasinn- um, sem mundu hefja næstu styrjöld, yrði gjöreytt, ef til hennar kæmi. Þessi rök má yfirleitt finna f blöðum hersins, en talsmenn Brezhnevs hafa nokkuð aðra sögu að segja. t grein f blaði stjðrnarinnar, Izvestia, segir, auðvitað án þess að herinn sé nefndur á nafn: „Arásaraðilinn yrði gjörsigraður, en hvað myndi það kosta?" Rauða stjarnan, málgagn hersins hafnar öllum kenningum um „hrun menningarinnar" f styrjöld framtfðarinnar, segir, að með slfku tali sé málið gert of einfalt; Sovétrfkin mundu beita kjarnorkuvopnum sfnum f strfði „til þess að verja menninguna". Dr. Kissinger er þeirrar skoð- unar, að I Washington verði einnig óhjákvæmilegt, að „ræða ýmis grundvallaratriði", sem snerta framtfð þfðunnar f samskiptum risaveldanna, og þá verða einnig ræddar „spurningar, sem snerta Iffs- hagsmuni bandarfsku þjóðar- innar og framtfð mannkyns- ins“. Þetta eru f rauninni þau atriði, sem deilur ráða- mannanna f Kreml hafa snúizt um. Sumir sovézkir leiðtogar halda þvf fram, að „Iffshags- munirnir“ krefjist betri og stærri vopna. Aðrir eru á þeirri skoðun, að „framtfð mannkyns- ins“ verði aðeins tryggð með samdrætti f herafla. Hernaðarsinnar f Sovét- rfkjunum eru þeirrar skoð- unar, að vopn séu nauðsynleg þvf vel geti svo farið, að maður á borð við Henry Jack- son, öldungadeildarþingmann, verði forseti Bandarfkjanna, og hóti gereyðingu Sovétrfkjanna. Rök þeirra eru þau, að heims- valdastefna leiði af sér styrjaldir. Þetta er kenning, sem Andrei Grechko, varnar- málaráðherra Sovétrfkjanna, er afar hlynntur. Samkvæmt túlkunum sovézkra blaða- manna, sem um stjórnmál rita, er nauðsynlegt fyrir herinn að vera við öllu búinn. Grechko hefur fengið vilja sfnum fram- gengt við miðstjórn kommúnistaflokksins og f sam- ræmi við það getur Jackson haldið þvf fram, að Sovétríkin ógni Bandarfkjunum æ meir, og það réttlætir aukinn vfg- búnað, sem James Schlesinger varnarmálaráðherra Banda- rfkjanna mælir með. Þannig ganga málin fyrir sig. Viðvaranir Kissingers um lok siðmenningarinnar hljóma fyrir daufum eyrum, einfald- lega vegna þess að ekkert er nýtt við vfgbúnaðarkapphlaup- ið, sem hófst sem næst um leið og kjarnorkuvopn komu fram á sjónarsviðið. Vlfur „úifsins“ er orðið hluti sjónarspilsins. Deilur sovézkra leiðtoga um „endaloka siðmenningar- innar“, komu fyrst f Ijós á miðj- um sjötta tug aldarinnar, skömmu eftir dauða Stalfns, en þá urðu þær mikilvægt atriði f baráttunni um forystu f kommúnistaflokknum. Nikita Krútsjeff var þá að reyna að hrifsa völdin frá Georgi Malenkov forsætisráðherra, sem hélt þvf fram, að vegna hættunnar, sem mannkyninu stafaði af kjarnorkuvopnum, yrðu Sovétmenn að láta af hinni hörðu stefnu f utanrfkis- málum, sem rekin hafði verið á valdatfma Stalfns. Krútsjeff fordæmi afvopnunaráætlanir Malen- kovs, Ifkti þeim helzt við land- ráð og tókzt að losna við hann með hjálp hersins, sem var mjög þakklátur. Um nokkurra ára skeið freistaði Krútsjeff þess að greiða hernum skuld sfna við hann, en að lokum snerist hann gegn hinum gengdarlausu kröf- um herforingjanna og tók upp sömu stefnu og Malenkov hafði haldið fram. Þegar hér var komið sögu, hafði hann hins vegar aukið kjarnorkumátt Sovétrfkjanna svo mjög, að hann virtist meiri en kjarnorkumáttur Banda- rfkjanna. 1 Bandarfkjunum hóf Jolhn F. Kennedy nú að gagn- rýna stjórn Eisenhowers fyrir það, að Bandarfkin væru að dragast aftan úr vfgbúnaðar- kapphlaupinu og beitti þeim rökum mjög f kosningabar- áttunni gegn Richard Nixon; mjög á sama hátt sem Krútsjeff hafði gert gegn Malenkov á sfn- um tfma. Þegar Kennedy hafði verið kosinn forseti, hófst mikil upp- bygging bandarfska hersins, sem aftur leiddi til þess, að harðlfnumenn f Sovétrfkjunum kröfðust þess um miðjan sjöunda áratuginn, að Krútsjeff verði meira fé til landvarna. Hann neitaði að verða við kröfunum og var þá steypt af Brezhnev. Hinn sfðar- nefndi hóf valdaferii sinn á Ifkan hátt og Krútsjeff hafði gert: með þvf að uppfylla allar óskir herforingjanna, en komst fljótlega að þvf, að þeir fóru sffellt fram á meira og meira. Skömmu eftir 1970 snerist hjólið enn einn hring og nú voru það Brezhnev og her- foringjarnir ásamt nokkrum stjórnmálamönnum, sem sökktu sér niður f viðræðurnar. Enn sem fyrr er sagt, að „enda- lok siðmenningarinnar" séu umræðuefnið, en f raun og veru snúast viðræðurnar um upp- byggingaráætlun sovézka hersins næsta áratug. Akvörðunin, sem nú verður tekin, mun koma Ijós f mynd nýrra vopna eftir svo sem tfu ár. Hin sfendurtekna þróun sýn- ir fram á nauðsyn þess, að sett verði alþjóðleg lög, sem geti haft mótandi áhrif á samskipti austurs og vesturs. Smfða- og reynslutfmi nýrra vopna er um það bil tfu ár, og á tfu ára fresti deila sovézkir ráðamenn hart; þá reyna hernaðarsinnar f Sovétrfkjunum að gjörsigra þá, sem vilja skera niður útgjöld til hermála. Sigurvegararnir samþykkja nýjar áætlanir um vopnasmfði, en fara sfðan að vinna að þvf, að dregið verði úr EFTIR VICTOR ZORSA vopnaframleiðslu og samskipti austurs og vesturs bætt. Fyrir þetta er þeim rutt úr vegi, þegar þeirra tfmi er kominn. Opinberar stjórnmálaumræð- ur tfðkast ekki f Sovétrfkjunum og þess vegna hafa deilur forystumannanna á þessu sviði á sfðustu tuttugu árum fléttast saman við valdabaráttuna, sem stöðugt á sér stað f Kreml. Eina leiðin til skilnings á stjórn- málabaráttunni f Kreml er að fylgjast með þessum dcilum, reyna að skapa heildarmynd úr þeim upplýsingum, sem okkur berast endrum og sinnum, á sama hátt sem við verðum að fylgjast með opinberum stjórn- málaumræðum á Vesturlönd- um til þess að vita, hvað leið- togar okkar hyggjast fyrir. Bandarfskir stjórnmála- menn, sem leggja áherzlu á aukinn vfgbúnað gera sovézk- um „haukum" kleift að ná völd- um f Kreml. Og sovézku haukarnir gera aftur banda- rfskum stjórnmálamönnum, frá John F. Kennedy tll Henry Jackson, kleift að sigra f kosningum f hcimalandi sfnu. Reglan er hafin yfir landamæri austurs og vesturs, og með óaf- vitaðri samvinnu beggja aðila er grundvöllurinn að vfg- búnaðarkapphlaupinu lagður. (Þýð: J.Þ.Þ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.