Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULÍ 1974 | ÍÞIiliTIAHiíTIIH MORCUMBIAÐSIBIS Áhugaleysi framan af, en yfirburðir í síðari hálfleik Þróttur — IBI 4:0 ÞAÐ ER ekki burðug knatt- spyrna, sem Þróttarar sýndu I fyrri hálfleiknum gegn Isfirðing- um 1 annarri deildinni f fyrra- kvöld. Áhugaleysið var algjört f herbúðum Þróttar og liðið, sem talið var mun sigurstranglegra mátti þakka fyrir að hafa eins marks forystu 1 leikhléi. I seinni hálfleiknum náðu Þróttarar svo tökum á leiknum og skoruðu þá þrjú mörk, unnu þvf leikinn 4:0. ísfirðingar áttu tvö góð marktækifæri í fyrri hálfleikn- um, en f bæði skiptin fór knöttur- Blikarnir létu sér nægja fimm mörk Selfoss—UBK 0:5 IIEIMAVÖLLURINN kom Sel- fyssingum að litlum notum f leiknum gegn Breiðablik f fyrra- kvöld. Liðið, sem lék f fyrstu deild fyrir ári sfðan, sýndi knatt- spyrnu, sem fyllilega væri gjald- geng f deild númer 1, og það var aldrei vafi á þvf, hvort liðið Player með 5 högga forystu í British Open GARV Player, Suður-Afríku, hafði náð fimm högga forystu að tveimur fyrstu dögunum loknum í British Open golfkeppninni. Er það meiri munur en nokkur kylf- ingur hefur náð í þessari frægu keppni f 40 ár. Player virtist vera á góðri leið með að sigra f keppn- inni í þriðja skipti, en British Open golfkeppnin er nú haldin 103. skipti. Tom Weiskopf, sem hefur titil sinn frá þvf í fyrra að verja, lét hafa eftir sér fyrir keppnina í gær, að jafnvel þó Player hefði náð 8 högga forystu, væri sigurinn samt ekki orðinn hans. Osterhuis er í öðru sæti með 142 högg ásamt Bobby Cole, Danny Edwards var með 143 högg. John Morgan og Lu Lian Huan komu inn á 144. Bláskógaskokkið: Hátt í 100 skráðir ÞEGAR hafa hátt í hundrað manns látið skrá sig í Bláskóga- skokkið, sem fram fer á sunnu- daginn. Skokkið hefst við Gjá- bakka upp úr klukkan 13, en allir keppendur verða að vera mættir við rásmark klukkan 13.00. Leiðin, sem skokkuð verður, er 15 km og eru engin tímamörk. Sæta- ferðir verða frá Umferðarmiðstöð inni kl. 11 á sunnudagsmorgun og fyrir þá, sem skilja vilja bfla sfna eftir á Laugarvatni, verður ferð yfir að Gjábakka klukkan 12.30. Þeir, sem ekki hafa skráð sig, geta gert það áður en lagt verður af stað frá Gjábakka. Sundmót KR INNANFÉLAGSMÖT í sundi hjá Sunddeild KR fer fram þriðju- daginn 16. júlf í Laugardalslaug- inni og hefst mótið klukkan 20.00. Keppnisgreinar verða 100 m bringusund karla og kvenna, 100 metra skriðsund karla og kvenna, 200 m fjórsund karla og 100 m baksund karla. myndi sigra. Blikarnir höfðu yfir- burði á öllum sviðum knattspyrn- unnar og unnu leikinn 5:0. I leikhléi var staðan 3:0 og höfðu þeir Guðmundur Þóróar- son, Heiðar Breiðfjörð og Hörður Harðarson skorað mörkin. Hörður hóf svo síðari hálfleikinn með glæsilegu marki, sannkölluðu draumamarki. I þessum leik sýndi Hörður, sem er unglinga- landsliðsmaður í handknattleik, að honum er fleira til lista lagt en að kasta knettinum. Síðasta orðið í leiknum átti svo Breiðabliks- maðurinn Ólafur Friðriksson. inn i stangirnar. Jóhann Hreiðars- son skoraði eina mark fyrri hálf- leiksins og kom það strax á þriðju mfnútu. Er um 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skor- aði Sverrir Brynjólfsson, og eftir það var leikurinn einstefna á mark Isfirðinga. Þorgeir Þor- geirsson bætti þriðja markinu við, og um 10 mfnútum fyrir leikslok skoraði Jóhann sitt annað mark í leiknum og innsiglaði 4:0 sigur Þróttar. Þó svo að Þróttarar hafi ráðið lögum og lofum í leiknum síðari hlutann, tókst þeim ekki að skapa sér mörg tækifæri umfram þau, sem gáfu mörk. Öll mörk Þróttar voru laglega skoruð, hrein og góð. í eldlínunni Marteinn Geirsson og Astráð- ur Gunnarsson eru kunnir fyrir dugnað og harðfylgi. Þeir verða báðir f eldlfnunni um helgina, Astráður f leik IBK og KR, Marteinn f leik Fram og Vfk- ings á mánudaginn. Unglingalands- leikurinn við Fær- eyinga 2. ágúst NtJ HEFUR verið ákveðið að unglingalandsleikurinn í knatt- spyrnu milli Islands og Færeyja fari fram 2. ágúst nk. Leikurinn átti að fara fram f byrjun þessa mánaðar, en var þá frestað af ýmsum ástæðum. Ekki er enn ákveðið, hvort leikurinn fer fram á Akranesi eða í Reykjavík, en öruggt er, að unglingalandsliðið, sem keppti í Svíþjóð í vor, leiki þennan leik. Það eitt er öruggt, að ekkert er öruggt Þrír leikir 1 1. deildinni um helgina FYRSTI leikur 9. umferðarinnar f 1. deild Islandsmótsins f knatt- spyrnu fór fram á Laugardalsvell- inum f gærkvöldi er Valur og ÍBV mættust. I dag leika svo Akureyr- ingar og Akurnesingar á Akur- eyri, IBK og KR mætast f Kefla- vfk á morgun og á mánudaginn leika Víkingur og Fram í Reykja- vík. Það er vfst óþarfi að spá því, að leikir umferðarinnar verði spenn- andi eða úrslitin komi á óvart. Það, sem af er þessu Islandsmóti í knattspyrnu hefur ekkert verið öruggt nema það, að ekkert hefur verið öruggt. Liðin hafa tekið stig hvert af öðru. Lið, sem álitin voru topplið, hafa tapað fyrir þeim, sem töldust __r FRI velur 36 manna hóp til keppninnar í Luleá EINS og fram hefur komið f frétt- um tekur frjálsfþróttalandsíiðið þátt f Kalottkeppninni, sem fram fer f Luleá f Svfþjóð 27. og 28. júlf næstkomandi. Kalottkeppnin er keppni á millí Islands, N-Noregs, N-Svíþjóðar og N-Finnlands og hefur FRl f samráði við ferða- skrifstofuna Sunnu skipulagt hópferð fyrir almenning til Luleá um þessa helgi. Þátttaka virðist ætla að verða góð. Þegar hafa rúmlega 100 manns tilkynnt þátt- töku sfna, en alls geta um 140 manns komizt f ferðina. Frjálsfþróttasambandið hefur nú valið landsliðið, sem keppa mun á þessu móti. Það er þó valið með þeim fyrirvara, að standi ein- hverjir frjálsíþróttamenn sig vel á Meistaramótinu, sem fram fer um aðra helgi, en eru ekki í lands- liðinu, fá þeir væntanlega sfn tækifæri með landsliðinu. Lið það, sem Frí hefur valið, er skip- að eftirtöldum einstaklingum: Karlar: 100 m hlaup: Bjarni Stefánsson Vilhjálmsson 200 m hlaup: og Vilmundur Bjarni Stefánsson og Vilmundur Vilhjálmsson 400 m hlaup: Bjarni Stefánsson og Vilmundur Vilhjálmsson 800 m hlaup: Agúst Asgeirsson og Júlíus Hjör- leifsson 1500 m hlaup: Ágúst Ásgeirsson og Jón Diðriks- son 5000 m hlaup: Sigfús Jónsson og Erlingur Þor- steinsson 1000 m hlaup: Sigfús Jónsson og Emil Björnsson 3000 m hindrunarhlaup: Jón Sigurðsson og Gunnar Páll Jóakimsson 110 m grindahlaup: Stefán Hallgrímsson og Haf- steinn Jóhannesson 400 m grindahlaup: Stefán Hallgrfmsson og Vilmund- ur Vilhjálmsson 4x400 m boðhlaup: Bjarni, Vilmundur, Stefán, Ágúst 4x100 m boðhlaup: Marinó Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Bjarni og Vilmundur Hástökk: Karl West og Elfas Sveinsson Langstökk: Friðrik Þór Óskarsson og Stefán Hallgrimsson Þrfstökk: Friðrik Þór Óskarsson og Helgi Hauksson Stangarstökk: Guðmundur Jóhannesson og Karl West Kúluvarp: Hreinn Halldórsson og Erlendur Valdimarsson Kringlukast: Erlendur Valdimarsson og Öskar Jakobsson Spjótkast: Elías Sveinsson og Óskar Jakobs- son Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson og Óskar Sigurpálsson Varamenn: Guðni Halldórsson, Markús Einarsson og Snorri Jóelsson Konur: 100 m hlaup: Ingunn Einarsdóttir og Erna Guðmundsdóttir 200 m hlaup: Ingunn Einarsdóttir og Erna Guðmundsdóttir Framhald á bls. 16 til botnliða. EJrslit hafa oft á tíð- um verið í mótsögn við gang leikja og hvað eftir annað hefur mátt lesa á íþróttasíðum dagblað- anna, að þessi eða hinn sigurinn hafi verið í hæsta máta ósann- gjarn. Leikurinn á Akureyri hefst klukkan 14.00. Heimamenn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og þeir hafa harma að hefna frá leik þeirra í fyrri umferðinni gegn Akurnesingum. Þá voru Norðan- mennirnir hreinlega yfirspilaðir og töpuðu 0:4. Þrir sfðustu leikir Akurnesinga hafg fært þeim fimm stig; sigrar gegn Fram og KR, jafntefli gegn Val. Akurnes- ingum hefur fylgt meistara- heppni; liðið hefur unnið 5 leiki í deildinni og gert 3 jafntefli. Leikur IBK og KR í Keflavfk á morgun, hefst kl. 20.00, er bæði barátta á toppi og botni deildar- innar. Keflvíkingarnir fylgja f humátt á eftir Skagamönnunum, en KR-ingar eru með 8 stig og upp á síðkastið hefur lítið gengið hjá liðinu. Eiga KR-ingar við mikil meiðsli leikmanna að stríða. Þannig eru nú sex af þeim 18 leikmönnum, sem þjálfari KR- inga, Tony Knapp, valdi í meistaraflokkshópinn í vor, á sjúkralista. Sterkir leikmenn eins og Jóhann Torfason, Árni Steins- son, Þorvarður Höskuldsson og Björn Pétursson. Það er ekki gæfulegt útliðið hjá KR-ingum og liðið, sem byrjaði svo vel í vor, er nú líklegra til að verða í botnbar- áttunni í deildinni. Keflvíkingar hafa staðið sig vel að undanförnu og endurkoma Guðna Kjartans- sonar hefur virkað sem vftamíns- sprauta á liðið. A mánudaginn fer fram leikur Víkings og Fram á Laugardals- vellinum. Vinni Vfkingar þann leik eru þeir komnir í baráttuna um 1. eða 2. sætið í deildinni. Vinni Framarar hins vegar eru þeir komnir út úr þeirri eyði- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.