Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 \ X Fyrsta þingræðisstjórn fslenzka lýðveldisins, nýsköpunarstjórnin: Talið frá vinstri: Brynjólfur Bjarnason Emil Jónsson, Pétur Magnússon, Ólafur Thors, forsætisráð- herra, Finnur Jónsson og Áki Jakobsson. Öánægja fór smám saman vax- andi innan Framsóknarflokksins með stjórnarsamstarfið. Var loks samþykkt á þingi flokksins f marz 1953 að slíta stjórnarsamstarfinu að kosningum loknum, þær áttu að fara fram þá um sumarið. I þingkosningunum þetta ár fékk Sjálfstæðisflokkurinn 21 mann kjörinn, Framsóknarflokk urinn 16, Sósíalistaflokkurinn 7 og Aiþýðuflokkurinn 6. Þá fékk Þjóðvarnarflokkurinn 2 menn kjörna. Það var í fyrsta skipti, sem hann bauð fram við alþingis- kosningar. I júlímánuði þetta ár hófust enn á ný viðræður milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- fiokksins um framhaid stjórnar- samstarfsins. Framsóknarflokk- urinn vildi fá Alþýðuflokkinn inn í stjórnarsamstarfið en þeim hug- myndum hafnaði Sjálfstæðis- flokkurinn. Það var siðan ekki fyrr en 12. ágúst, að Framsóknar- flokkurinn féllst á að ræða við Sjálfstæðisflokkinn um áfram- haldandi möguleika á stjórnar- samstarfi þessara flokka. Sam- komulag náðist síðan 9. sept. og tók stjórnin við völdum 2 dögum síðar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk nú forsætisráðherraembættið og gengdi Ólafur Thors því ásamt atvinnumálaráðherraembættinu. Bjarni Benediktsson varð dóms- málaráðherra og Ingólfur Jóns- son viðskipta og iðnaðarmálaráð- herra. Frá Framsóknarflokknum tóku þátt I stjórninni Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson utanrfkis- ráðherra og Steingrímur Stein- þórsson landbúnaðar- og félags- málaráðherra. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins naut nú stuðnings 37 þingmanna af 52. Stjórnarforystan hafði nú fallið I hlut Sjálfstæðisfiokksins. Það var talin eðlileg afleiðing kosn- inganna, þar sem hann vann tvö þingsæti, en Framsóknarflokkur- inn tapaði 1. Samningaumleitanir um stjórnarmyndum tóku að þessu sinni u.þ.b. 1V4 mánuð. Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins neitaði hins vegar með öllu að taka sæti I ríkisstjórninni, þó að Ólafur Thors hefði lagt áherzlu, á að hann tæki að sér meðferð utan- ríkismála. Er talið, að þessi ákvörðun hafi átt sinn þátt I enda- lokum stjórnarinnar. I janúar 1956 fluttu þingmenn Þjóðvarnarflokksins tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Hermann Jónasson lýsti því þá yfir, að á því stigi væri ekki ástæða til að efna til stjórnarslita. En eftir þetta var þess ekki langt að bíða, að til stjórnarslita drægi. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins I marzmánuði 1956 komu fram kröfur um slit á stjórnarsamstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn. Og upp úr því hófst samstarf það milli Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, sem leiddi til hræðslubandalagsins svonefnda í kosningunum I júni 1956. Flokks- þingið ákvað þvf að slíta stjórnar- samstarfinu við Sjálfstæðisflokk- inn. I viðtali í Mbl. sagði Ólafur Thors um þessa ákvörðum Fram- sóknarflokksins, að sér þætti undarlegt, að Framsóknarflokk- urinn skyldi nú vilja hlaupa frá þeim fyrirheitum, sem þessir flokkar hefðu gefið þjóðinni. Stjórnin baðst sfðan lausnar 27. marz, en þingkosningar voru ákveðnar 24. júnf. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar (Jrslit alþingiskosninganna í júnf 1956 urðu á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 19 þingmenn kjörna, Framsóknar- flokkurinn 17, Alþýðuflokkurinn 8 og Alþýðubandalagið 8. Saman- lagt hafði þvf hræðslubandalag Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins 25 þingmenn og vantaði því 2 til þess að hafa hreinan meirihluta á alþingi eins og stefnt hafði verið að. Nokkrum dögum fyrir alþingis- kosningarnar lýsti Haraldur Guðmundsson þáverandi for- maður Alþýðuflokksins yfir því i útvarpsumræðum, að allt samstarf við kommúnista væri útilokað, eins og hann komst að orði, og þvi myndi ekkert samstarf koma til greina við hið svokallaða Alþýðu- bandalag. En kommúnistar buðu 1956 í fyrsta skipti fram undir því nafni. En aðeins þremur dögum eftir alþingiskosningarnar hófu fulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins viðræður við fulltrúa frá Alþýðubandalag- inu um stjórnarsamstarf. I fyrstu lögðu hræðslubanda- lagsflokkarnir til, að Alþýðu- bandalagið veitti rfkisstjórn þeirra hlutleysi. Alþýðubanda- lagið hafnaði hins vegar þeirri tillögu. Að því búnu fólu Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn Hermanni Jónassyni að kanna möguleika á myndun ríkis- stjórnar með þátttöku Alþýðu- bandalagsins. Samkomulag náðist 21. júlf og var vinstri stjórnin skipuð á ríkisráðsfundi þremur dögum síðar og hafði stjórnar- myndunin því tekið réttan mán- uð. Hermann Jónasson varð for- sætis-, landbúnaðar- og dóms- málaráðherra og Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra. Ráðherrar Alþýðubandalagsins urðu Hanni- bal Valdimarsson félagsmálaráð- herra og Lúðvfk Jósepsson sjávar- útvegs- og viðskiptaráðherra. Alþýðuflokkurinn tilnefndi Guð- mund I. Guðmundsson utanrfkis- ráðherra og Gylfa Þ. Gfslason menntamála- og iðnaðarráðherra. Þessi ríkisstjórn gaf sjálfri sér nafnið Stjórn hinna vinnandi stétta. Haustið 1958 var ljóst að ný dýrtíðaralda mundi rfða yfir ef ekki yrði gripið til sérstakra ráð- stafana i efnahagsmálum. Eftir að Alþýðubandalagsþing, sem haldið var siðast f nóvember 1958, hafði neitað að fallast á tillögur for- sætisráðherra f þessum efnum, fór svo, að hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við það tækifæri lýsti hann yfir þv.í, að í rikisstjórninni væri engin sam- staða um aðgerðir til lausnar efnahagsvandanum. Veitti forseti Islands stjórninni lausn á ríkis- ráðsfundi 4. desember 1958. Emilía og Viðreisn- arstjórn f 12 ár Eftir viðræður við forystumenn stjórnarflokkanna fól forseti Islands Ölafi Thors að gera til- raun til stjórnarmyndunar. Það var 9. des. 1958. Atti hann viðræð- ur við fulltrúa Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Snerust þær m.a. um breytingar á kjördæma- skipaninni og lausn verðbólgu- vandans. Samkomulag náðist ekki og gafst Ólafur Thors þvf upp við myndun meirihlutastjórnar 17. des. Daginn e'ftir fól forseti Islands Emil Jónssyni formanni Alþýðu- flokksins að kanna möguleika á myndun stjórnar, sem hefði meirihluta alþingis að baki sér. Það tókst ekki, en 23. des. til- kynnti Emil Jónsson, að honum hefði tekizt að mynda minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, er lofað hefði að firra hana van- trausti, ef fram kæmi. Rfkisstjórn Emils Jónssonar naut því stuðnings 8 þingmanna Alþýðu- flokksins og hlutleysi 19 þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Emil Jónsson varð nú forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumála- ráðherra, Friðjón Skarphéðinsson dóms-, Iandbúnaðar- og félagsmálaráðherra, Guðmundur l. Guðmundsson utanrfkis- og fjármálaráðherra og Gylfi Þ. Gislason menntamála- og við- skiptaráðherra. Þegar ljóst var, að Emil Jóns- syni myndi takast að mynda rfkis- stjórn gerðu Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson tilraunir til þess að tryggja ftök Framsóknar- flokksins. I því skyni gengu þeir m. a. á fund Emils 22. desember. Þær viðræður báru ekki árangur. Um endalok samstarfsins milli Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins sagði Ólafur Thors: „1 þessu ölduróti fórst hræðslu- bandalagið, sem stofnað var til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og í þvi skyni að svipta hann öllu áhrifavaldi. Var það bætturskaði. Hræðslubandalagið fæddist f synd, þjóðinni til bölvunar. Það lézt f heift, þjóðinni til fram- dráttar." Rfkisstjórn Emils Jónssonar beitti sér nú fyrir breytingu á kjördæmaskipuninni ásamt Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðubanda- laginu. Voru stjórnarskrárbreyt- ingar þar að lútandi samþykktar á Alþingi vorið 1959. Þingkosning- ar fóru fram þá um sumarið og á sumarþinginu, sem haldið var í ágúst voru stjórnarskrárbreyting- arnar endanlega samþykktar. Nýjar kosningar fóru svo fram f lok október á grundvelli hinnar nýju kjördæmaskipunar. Alþýðu- bandalagið fékk þá 10 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 9, Framsóknar- flokkurinn 17 og Sjálfstæðis- flokkurinn 24. Þegar að kosningum loknum hófust viðræður um stjórnar- myndun. Náðist bráðlega sam- komulag milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um nýja rfkisstjórn. Tók hún við völdum 20. nóv. 1959. Samningaumleitan- ir höfðu því tekið tæpan mánuð. Frá Sjálfstæðisflokknum tóku sæti f ríkisstjórninni Ólafur Thors forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson dómsmála- og iðnaðarráðherra, Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra og Ingólfur Jónsson landbúnaðar- og samgönguráðherra. Alþýðuflokk- urinn tilnefndi Emil Jónsson sjávarútvegs- og félagsmálaráð- herra, Guðmund 1. Guðmundsson utanrfkisráðherra og Gylfa Þ. Gíslason menntamála- og við- skiptaráðherra. Þær breytingar urðu svo á rfkisstjórninni f nóv. 1963, að Ólafur Thors lét af störf- um forsætisráðherra, en við þeim tók Bjarni Benediktsson. Jóhann Hafstein tók þá við embætti dómsmála- og iðnaðarráðherra. Árið 1965 hurfu þeir Gunnar Thoroddsen og Guðmundur 1. Guðmundsson úr stjórninni. Komu i þeirra stað Magnús Jónsson, sem var fjármálaráð- herra og Eggert G. Þorsteinsson, sem skipaður var sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, en Emil Jónsson tók við utanríkisráð- herraembættinu. Þær breytingar urðu svo á stjórninni sumarið 1970 við fráfall Bjarna Benedikts- sonar, að Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra en Auður Auðuns tók við embætti dóms- málaráðherra. Vinstri stjórn ölafs Jóhannessonar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn misstu þing- meirihluta sinn f alþingis- kosningunum 13. júní 1971. Þeir höfðu áður haft 32 þingmenn, en fengu nú 28. Stjórnarsamstarf þessara flokka hafði þá stæðið f full 13 ár, eða lengur en dæmi eru til um. Þegar að þeim kosningum loknum var Ólafi Jóhannessyni falin stjórnarmyndun. Viðræðunefnd skipuð fulltrú- um Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna settist þá þegar á rökstóla. Að mánuði liðnum náðist samkomu- lag milli þessara flökka og var rfkisstjórn Ólfs Jóhannessonar skipuð á ríkisráðsfundi 14. júlf það ár. Það var þriðja stjórnin, sem gaf sjálfri sér nafnbótina Stjórn hinna vinnandi stétta. ÞP Helztu heimildir: Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Islands. Bernharð Stefánsson, end- urminningar. Bjarni Benediktsson, Þing- ræði á íslandi. Stefán Jóhann Stefánsson, endurminningar. Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins f viðreisnarstjörninni varði lengur en nokkurt annað eða f 12 ár. Talið frá vinstri: Jóhann Haf- stein, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, forseti ls- lands, Guðmundur 1. Guðmundsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gfslason og Ingólfur Jónsson. Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins entist f sex ár frá 1950 til 1956. Fyrsti undir forsæti Steingrfms Steinþórssonar en sfðar undir forsæti Ólafs Thors. Hermann Jónasson fékkst ekki til þess að sitja f þeirri stjórn. Hér er ráðuneyti Steingrfms: Talið frá vinstri: Eysteinn Jónsson, Hermann Jðnasson, Stein- grfmur Steinþórsson, forsætisráðherra, Sveinn Björns- son, forseti tslands, Bjarni Benediktsson, ólafur Thors og Björn ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.