Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1974 Sjö banaslys í umferð- inni það sem af er árinu SAMKVÆMT skýrslu umferðar- ráðs létust sjö manns f umferðar- slysum fyrstu sex mánuði þessa árs. Af þeim, sem létust, voru sex karlmenn og ein kona, tveir voru ökumenn, einn farþegi, þrfr gang- andi vegfarendur og einn hjðl- reiðarmaður. Þrjú slysanna urðu f dreifbýli, en f jögur f þéttbýli. Fyrstu sex mánuði ársins urðu 3468 umferðaróhöpp, þar af 449 með meiðslum, þar sem 601 slasaðist. Sama tímabil 1973 voru skráð 3482 óhöpp, þar af 413 með meiðslum. Slysum með meiðslum hefur fjölgað um 36, þótt færri óhöpp séu skráð á þessu ári. Af þeim 601 vegfaranda, sem slasazt hafa á þessu ári, voru 449 akandi, en 152 gangandi. Akandi vegfarendur skiptast þannig: 208 farþegar, 202 ökumenn og 39 hjól- reiðarmenn. Við bráðabirgðarskráningu um- ferðarslysa kemur fram, að fjöldi slasaðra í umferð fer vaxandi, og hefur svo verið frá því í febrúar- mánuði, þá slösuðust 62, en í júní- mánuði 126. Af þeim 601, sem slasaðist í umferðarslysum fyrstu sex mánuði ársins, eru 283 á aldrin- um 7—20 ára. V-Islend- ingar í Bústaða- kirkju EINS og kunnugt er dvelja nú hér á landi fjölmargir Vestujils- lendingar. Flest af þessu fólki er fætt vestan hafs og hefur alið þar allan sinn aldur. Furðu hefur því vakið geta margra til þess að tjá sig á tungu feðranna og aðdáun vekur hollusta þessa fólks við ætt- land forfeðra sinna. Margbreytileg eru vitanlega viðfangsefni þessara gesta á Is- landi heima fyrir og fengist þar sjálfsagt þverskurður af menn- ingu og atvinnulífi Kanada og að nokkru Bandaríkjanna ef kannað væri, við hvað þessir mörgu Vest- ur-íslendingar starfa. Hér er m.a. presturinn, séra Valdimar J. Ey- lands, sem að vísu er fæddur norður í Húnavatnssýslu, en hefur allt frá vígslu sinni þjónað söfnuðum vestan hafs, ef frá er skilið eitt ár, þegar hann og séra Eirfkur Brynjólfsson á (Jtskálum höfðu „brauðaskipti". Og í hópn- um eru einnig frúrnar Pearl Johnson og Snjólaug Sigurdsson, en þær hafa lagt mikið af mörk- um með söng sínum og hljóðfæra- slætti til þess að hefja Fyrstu lúthersku kirkjuna í Winnipeg til þeirrar virðingar, sem hún nýtur meðal allra þeirra, er hana þekkja. Séra Valdimar var prest- ur þeirrar kirkju um áratuga bil og fór mikið orð af prédikunum hans og starfi yfirleitt. Nú munu þau þrjú, sem að ofan er getið, taka þátt I guðsþjón- ustunni í Bústaðakirkju á sunnu- daginn kemur kl. 11. Mun séra Valdimar prédika, en konurnar syngja og leika á hljóðfæri. Prest- ur kirkjunnar, séra Ólafur Skúla- son, þjónar fyrir altari, en hann var um skeið prestur vestan hafs, í Norður Dakóta f Bandarfkj- unum. Athugasemd frá Einari Ágústssyni Vegna skrifa um mannaráðn- 1. ingar á Keflavíkurflugvelli óska ég að taka eftirfarandi fram: "T8ÖÖ“ krónur fyrir hvern nefndar- fund NVLEGA var samþykkt í borgarráði tillaga launamála- nefndar borgarinnar um hækkun á launum borgarfull- trúa, borgarráðsmanna og þeirra, sem sitja f nefndum á vegum Reykjavfkurborgar. Frá og með fyrsta júnf eru laun hinna 15 borgarfulltrúa nú 26.826 á mánuði, en vara- borgarfulltrúar fá 2573 krónur fyrir hvern borgarstjórnar- fund, sem þeir sækja. Borgar- ráðsmenn fá að auki 44.710 kr. fyrir störf sfn f þeirri stofnun. Laun fyrir nefndarstörf hjá borginni eru mismunandi eftir nefndum, en almenna reglan er sú, að nefndarmenn fá 1800 krónur fyrir hvern fund, sem þeir sitja, en for- menn venjulega 20% hærri þóknun. Fyrir setu f nokkrum nefnd- um, t.d. hafnarstjórn og barna- verndarnefnd, eru þó greidd föst laun. Mál Einars Bjarnasonar var af- greitt með réttarsátt sam- kvæmt fyrirlagi saksóknara. Þess vegna gekk enginn dóm- ur um stöðusviftingu Einars. 2. Mál Gunnars Kristjánssonar var afgreitt með sekt og hann látinn hætta störfum. Fyrir þrábeiðni ýmissa aðila úr mörgum stjórnmálaflokkum féllst ég á að ráða hann til reynslu á ný, enda áskildi ráðuneytið sér rétt til að láta hann hætta störfum hvenær sem því þykir ástæða til. Frí- hafnarstjóri var þessu ekki mótfallinn, enda var Gunnari vikið úr starfi í l'A ár og hann lækkaður um 4 launaflokka við endurráðningu. 3. Mál Alvars Óskarssonar er þannig, að hann var ráðinn af- greiðslumaður í Frfhöfn. Fljót- lega kom í ljós að vegna veik- inda í baki gat hann ekki unn- ið þau störf og lagði fram læknisvottorð þar að lútandi. Ég hafði því hug á að veita honum annað starf, en ýmissa orsaka vegna hefur það dregist og er ekki orðið enn. Virðingarfyllst, Einar Ágústsson. 2 hestar und- ir landsmeti í 800 m stökki UM ÞRJC þúsund manns voru komin á hestamannamótið á Vind- heimamelum í gærdag og meira en 2000 hestar. Tveir hestar hlupu undir gildandi landsmeti í 800 metra stökki. Frúarjarpur frá Bjólu, eigandi Unnur Einars- dóttir, hljóp á 59.9 sekúndum og Kári frá Uxarhryggjum, eigandi Hreinn Árnason, hljóp á 60,1 sekúndu. 9 daga Islands- mót í svifflugi FLUGMÁLAFÉLAG íslands gengst fyrir íslandsmóti í svif- flugi, sem hefst á Hellu-flugvelli laugardaginn 13. júlf n.k. og stendur í 9 daga. Samtals eru 4 svifflugur skráðar til keppni, þar af ein frá Akureyri. Forgjöf er notuð til að jafna út mismun á gæðum mismunandi gerða svif- fluga. Flugvél dregur svifflugurnar á loft í 600 m flughæð, þar sem þær sleppa dráttartauginni og reyna síðan að fljúga þá keppnisleið, er mótsstjórn tilkynnti f upphafi þess keppnisdags. Svifflugurnar haldast á lofti með því að notfæra sér hitauppstreymi, en til þess að það myndist þarf yfirleitt að vera sólskin. Keppt verður m.a. í hraðflugi á allt að 106 km löngum þrfhyrn- ingsleiðum svo og í fjarlægðar- flugi um tiltekna hornpunkta. Keppendur þurfa að sanna flug sitt um hornpunktana með ljós- myndun þeirra samkvæmt ákveðnum reglum. Keppendur verða þeir Bragi Snædal, Leifur Magnússon, Sig- mundur Andrésson og Sverrir Þorláksson. Mótsstjóri verður Þórhallur Filippusson, en aðrir í mótsstjórn eru þeir Gísli Sigurðs- son og Hörður Hjálmarsson. Flug- maður dráttarflugvélar er Árni Guðmundsson, Múlakoti. Ráðizt á tjöld franskra skáta á Selfossi ÓTUKTARLEGIR unglingar um og innan við tvítugt réðust í fyrri- nótt a tjöld franskra skáta, sem tjaldað höfðu nálægt kirkjunni á Selfossi. Var klukkan um fjögur að nóttu, þegar fimm piltar réðust á tjöldin með köðlum og rifu þau upp með aðtoð bfls, sem þeir höfðu undir höndum. Varð skát- unum vitaskuld ærið hverft við, enda áttu þeir ekki von á nætur- heimsókn sem þessari, en í hópn- um, sem telur 29 manns, eru börn niður í 9 ára aldur. Flestir eru á aldrinum 14—17 ára. Tvö tjald- anna eyðilögðust alveg við þessar aðfarir, en þau voru af sérstakri gerð, mjög létt, útbúin fyrir göngufólk og ekki fáanleg á Is- landi. Lögreglan tók pilta þá, sem skemmtu sér með þessum óskiljanlega hætti, til yfirheyrslu og var bíll ökuþórsins af honum tekinn. Verða piltar þessir látnir bæta skemmdirnar. Nýr prófessor FORSETI Islands hefur skipað Einar B. Pálsson verkfræðing prófessor f byggingarverkfræði f verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands frá 1. júnf sl. að telja. GAMLA FÓLKIÐ í FERÐALAG Hveragerði. LIONSKLÍJBBUR Hveragerðis bauð vistfólki frá Elli- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði í skemmtiferð laugardaginn 6. júlí sl. Að þessu sinni var farið að Laugarvatni, þar sem gamla fólk- ið þáði kaffiveitingar í héraðs- skólanum. Ekið var um Lyngdals- heiði og Grímsnesið heim. Yfir 100 vistmenn tóku þátt í þessari ferð og var almenn ánægja með hana. Er Lionsmönn- um þökkuð hugulsemin við gamla fólkið. Fararstjóri var Guðjón H. Björnsson. Georg. Tollvarðstjórinn fékk launahækkun í marz — Ekki mátti endur- ráða 2 menn vegna smygls á 2 pelum og 2 bjórflöskum EINS OG fram kom f Morgun- blaðinu f gær var tveimur mönn- um, sem f fyrrasumar gerðust brotlegir við tollalög, synjað um endurráðningu f Frfhöfninni á Keflavfkurflugvelli. Synjunin var byggð á þvf, að um grund- vallarreglu væri að ræða. Þessir tveir menn höfðu gerzt sekir um að smygla áfengi fram hjá tolleft- irliti. Annar smyglaði einum pela af áfengi og tveimur bjórflösk- um, en hinn einum pela af áfengi. Þetta gilti um þessa tvo menn, en eins og Mbl. hefur þegar skýrt frá hefur varðstjóri í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli nú verið endurráðinn í sitt fyrra starf, þrátt fyrir að hann hafi fengið dóm fyrir brot sit't. Einnig aðstoðarverzlunarstjóri Fríhafn- ar, sem endurráðinn var sem varðstjóri. ! athugasemd, sem Einar Ágústsson utanríkisráð- herra gerir í Mbl. í dag og birt er hér á síðunni, segir, að mál toll- varðstjórans hafi verið afgreitt með réttarsátt „samkvæmt fyrir- lagi saksóknara". Þess vegna gekk enginn dómur um stöðu- sviptingu mannsins. Nú er það svo, að menn eru yfirleitt ekki sviptir stöðum sfnum með dómi og um það fjalla dómar alls ekki. Hins vegar ber þess að geta, að Morgunblaðinu er kunnugt um, að þegar er tolivarðstjórinn varð uppvfs að tollalagabrotinu var honum vikið úr starfi, en hann fékk þó hálf laun. Maðurinn var sfðan á hálfum launum þar til f marz, að hann fékk full laun aftur. Heimild saksóknara rfkis- ins til að ljúka málinu með dóms- sátt var tilkynnt með bréfi, sem dagsett var 26. júnf, og það var ekki fyrr en 9. júlf, eða fyrir fjór- um dögum, sem gengið var frá dómssáttinni. Fyrir þann tíma gat því ekki verið ljóst, að tollvarð- stjórinn samþykkti dómssátt. Spurningin er því, hvers vegna fékk maðurinn full laun þegar í marz, og hvers vegna var hann ráðinn með ráðherrabréfi örfáum dögum fyrir kjördag, 30. júní? Þá skal þess einnig getið, að í læknisvottorði þess starfsmanns, sem aldrei mætti til vinnu, en var þó hækkaður upp í fulltrúastarf eins og Ölafur Thordersen frí- hafnarstjóri sagðist hafa heyrt að gert hefði verið, er hvergi getið um eðli þess sjúkdóms, er mann- inn hrjáir og veldur þvf, að hann er enn veikur og verður um óákveðinn tíma. Þó segir utan- ríkisráðherra, að fljótlega hafi komið í ljós bakveiki hjá mannin- um og hafi hann lagt „fram læknisvottorð þar að lútandi". Leiðrétting I FYRSTA hluta greinar minnar „Dyntótta móðir jörð“ er prent- villa, sem mér þykir þurfa að leið- rétta. 1 þriðja dálki frá vinstri hendi, 16.—17. línu neðan frá stendur: „Mærin hló og sagði... “ Á að vera: Mærin hló, og ég sagði: Guðmundur Gfslason Hagalfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.