Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 |Hor0amt>IafeU« nUGLVSinGHR ^-»22480 tonn og met- dagur í gær ALLT útlit var fyrir það, að dagurinn í gær yrði metdagur á loðnuvertfðinni og voru komin á land í gærkvöldi, er Mbl. hafði samband við loðnunefnd, rúm- lega 16 þúsund tonn. Allt þróar- rými var þá fullt frá Grindavfk og austur um til Seyðisfjarðar. Þá höfðu og bátar tilkynnt komu sfna til hafna, þar sem von var um að eitthvert þróarrými losnaði. Eitthvert þróarrými var enn f Vestmannaeyjum hjá verksmiðju Einars Sigurðssonar. Frá því í fyrrakvöld og þar til klukkan 20,30 í gærkvöldi höfðu þessir bátar landað: Jón Finnsson 300 tonn Keflvfkingur 130 tonn Harpa 250 tonn Hrafn Sveinbjarnarson 200 tonn Skógey150 tonn Skinney 160 tonn Heimaey 90 tonn Búland 250 tonn Hrafn Sveinbjarnarson 250 tonn Ljósfari 250 tonn Gísli Arni 450 tonn Framhald á bls. 18 Ótrúlegt en satt, Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar f Vestmannaeyjum, er byrjuð að taka á móti loðnu af fullum krafti og hefur bræðslu n.k. sunnudag ef allt gengur að óskum. Fyrir 9 mánuðum rann 1100 gráðu heitt hraun f þrær FESINS, svo blaðið hefur aldeilis snúist við. A myndinni sést fyrsti bílinn sturta loðnu í þrærnar, en skammt frá rfs hraunstálið, sem baráttan hefur verið háð gegn með þessum árangri. Sjá grein og myndir á bls. 15. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Ý msir helztu f or- r ystumenn SIS aðil ar að áskoruninni SMATT og smátt berast fréttir af þvf, hverjir það voru innan Fram- sóknarflokksins, sem undirrituðu skjalið, sem afhent var Ólafi Jóhannessyni, forsætisráðherra, SUMIR urðu sfðbúnir með skattframtölin og um miðnætti fyrrinótt, en þá rann út skila- frestur, var stanzlaus straumur fólks að póstkassa Skatt- stofunnar. Myndin er tekin um miðnættið, þegar sfðbúnir skattframteljendur skiluðu framtölum sfnum. — Ljósm.: Sv. Þorm. Verulegar vanefndir á af- greiðslu olíu frá Rússum SOVÉTRIKIN hafa það sem af er árinu 1974 vanefnt verulega af- greiðslu á gasolfu og svartolíu til tslands. Samkvæmt þeim áætlun- um, sem olíufélögin höfðu gert, ná vanefndirnar til 8.000 lesta af svartolíu og um það bil 16.000 lesta af gasolíu. Sá tími, sem þess- ar vanefndir koma fram á, er langsamlega viðkvæmasti tími fyrir tslendinga og sá tfmi, sem þeir mega sfzt vera án olíunnar. Skiptir loðnuvertfðin þar mestu. Olíufélögin höfðu á réttum tíma, samkvæmt gildandi samn- ingum, sent áætlanir um olíuþörf- ina til RUssa og höfðu þeir þegar staðfest þær og höfðu félögin opnað ábyrgðir fyrir olíuförm- unum samkvæmt þeirra ósk. Allt þetta hafði verið gert og kom fyrir ekki, þrátt fyrir mikla vinnu íslenzka sendiráðsins i Moskvu til þess að fá fram lagfæringu í mál- inu. Ennfremur hefur viðskipta- fulltrúi sovézka sendiráðsins á ís- landi reynt að leysa úr vandanum, viðskiptaráðuneytið, auk oliu- félaganna, sem standa í beinu sambandi við sovézka oííufyrir- tækið Nafta. Þessar vanefndir Rússa hefðu getað valdið islendingum veru- legu tjóni, því að sífelldur dráttur hefur átt sér stað. Lofað hefur verið afgreiðslu einn daginn, en siðan hefur það loforð verið svikið næsta dag. Er þetta mjög óeðlilegur viðskiptamáti, þar sem Islendingar hafa nær eingöngu keypt þessar olíutegundir af RUssum og er hlutur f heildarolíu- kaupum Islendinga yfir 80%. Samkvæmt fregnum, sem komið hafa frá RUssIandi, mun nU fara fram lestun á 16.000 lestum af svartolíu til Islendinga þar eystra, en sú afgreiðsla leysir ekki nema hluta þeirra vandræða, sem skapazt hafa vegna vanefnd- anna og vantar þá enn af þvi magni, sem afgreiða átti í janúar og febrúar 8.000 lestir af svartolíu og 16.000 lestir af gasolíu. Til þess að bjarga málunum og komast hjá vandræðaástandi, hefur olíufélögunum og við- skiptaráðuneytinu nú tekizt að út- vega um 18.000 lestir af gasolíu frá Vestur-Evrópu. Er sú olía keypt frá Shell International Petrolium Company í Hollandi. en á þvf var tekið fram, að undir- skrifendur hvettu til fyllstu að- gætni við mótun nýrrar stefnu í utanrfkismálum og lýstu þeir sig jafnframt andvíga uppsögn varnarsamningsins. Athygli vek- ur, að æðstu forystumenn Sam- bands fslenzkra samvinnufélaga bæði á Akureyri ög í Reykjavík undirrituðu áskorunina. Einnig eru fjölmargir kaupfélagsstjórar um land allt hlynntir áskorun- inni, sem einna sterkastan stuðning hlaut í Norður-Þing- eyjarsýslu. Þeir menn, sem valizt hafa í forystu innan Samvinnu- hreyfingarinnar, eru aðilar að áskoruninni. Er það mjög áber- andi og hefur komið fram mikill áhugi einnig meðal starfsfólks Sambandsins. Þegar hefur nafn Agnars Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra búvörudeildar SlS, verið birt, einnig má nefna Sigurð Markússon, framkvæmda- stjóra skipulagsmála Sambands- ins og Jón Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra Véladeildar StS. Nokkrir skrifuðu ekki undir, en störfuðu að undirbúningi máls- ins. Þar má nefna Erlend Einars- son, forstjóra, og Guðjón B. Ólafs- son, framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar. Einnig tveir aðal- menn Samvinnutrygginga, Ásgeir Magnússon og Jón Rafn Gijð- mundsson. Þá var einnig Jón Arnþórsson í iðnaðardeild viðrið- inn undirskriftirnar. Dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var einn þeirra, sem undirrituðu áskorunina og sömuleiðis Krist- leifur Jónsson, bankastjóri Sam- vinnubankans og eftirmaður Ein- ars Ágústssonar í bankastjóra- starfi. Þá hefur áður komið fram, að Guðmundur Skaftason, fyrrver- Framhald á bls. 18 Loðnan: 16 þúsund Undirskrifta- söfnun gegn elli- heimilisbyggingu GlSLI Sigurbjörnsson, for- stjóri Elliheimilisins Grundar, hefur fest kaup á auðri lóð, sem stendur við hliðina á húsi þvf, sem kallað hefur verið Minni- Grund, og er nokkurs konar úti- bú frá Elliheimilinu Grund. Minni-Grund stendur á horni Blómvallagötu og Brávallagötu, og er fyrirhugað, að á hinni auðu lóð rísi viðbygging við Minni-Grund. Nú hafa fbúar við Asvallagötu hafið undirskrifta- söfnun til að mótmæla þessarri byggingu, og hafði Mbl. sam- band við Gfsla til að leita nán- ari fregna um mátið. Gísli sagðist vita um þessa undirskriftasöfnun, og hefði fregnin um hana komið sér ákaflega á óvart. Væri ástæðan fyrir mótmælunum sú, að að- standendur þeirra óttuðust, að byggingin fyrirhugaða myndi skyggja á suðursólina fyrir þeim. Gísli sagði, að i byggingunni ættu að verða íbúðir þar sem rúm yrði fyrir 50—60 manns. Það hefði tekið sig um 30 ár að fá lóðina keypta, og væri hann nú bæði sár og leiður vegna þeirrar andstöðu, sem nú væri orðin vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóð- inni. Gísli sagði að lokum: ,,Ef skilningur bæjarbúa á málefn- um aldraða væri almennt eins og fram kemur af þessari af- stöðu íbúanna við Asvallagötu, þá væri engin von til þess, að mikið væri hægt að gera til að bæta úr þvi neyðarástandí, sem ríkjandi er í málum gamla fólksins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.