Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsl;. Auglýsingar Askriftargjald 360.00 I lausasolu 22.00 hf Arvakur. Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6. simi 22 4 80 kr á mánuði innanlands kr eintakið Enda þótt reynt sé að fara með tillögur Einars Ágústssonar utan- rfkisráðherra um viðræðu- grundvöll við Bandaríkja- menn í varnarmálunum sem mannsmorð, er nú smám saman að síast út, hvað í þeim felst f raun réttri. Sjálfur upplýsti ráð- herrann um hinar „hreyf- anlegu flugsveitir Banda- ríkjamanna“, sem hér eiga að vera staðsettar. Þar með er ljóst, að nokkurt herlið á að vera hér áfram sam- kvæmt tillögum ráðherr- ans, sem kommúnistar hafa samþykkt á bak við tjöldin. Jafnframt á að vera hér sveit til eftirlits með þessum flugvélum og loks ,,löggæzlusveit“. Og f s- lendingar eiga að leggja til mannafla til að annast þjónustu við þetta lið. Á hinn bóginn er allt á huldu um fjölda þeirra Banda- ríkjamanna, sem hér verða. Talað er um allt frá 500 til 2000 menn, en lík- legast er, að fyrir ráðherr- anum vaki, að í liðinu verði eitthvað í kringum 1500 menn. Ekki veit Morgunblaðið, hvort Bandaríkjamenn og NATO telja eitthvert hald í sliku liði. Ljóst er þó, að höfum skyldur við NATO, meira að segja miðstjórn Alþýðubandalagsins, sem í ályktun talar um „vissar kvaðir“, sem fylgi aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Þetta er góðra gjalda vert út af fyrir sig, og vissu- lega ber að virða það og meta, að islenzk stjórnvöld ætli að standa við skuldbindingar okk- ar við nágranna- og vinaþjóðir. En er það aðal- atriði málsins? Erum við íslendingar allt í einu orðnir svo miklir alþjóða- hyggjumenn með um- hyggju fyrir nágrönn- unum, að við fórnum eigin hagsmunum fyrir þá? Já, svarar ríkisstjórnin, en fólkið í landinu segir nei. stjórnarráðinu snúa þessu við. Þeir segja við Bandaríkjamenn og NATO: Þið megið ekki undir nokkrum kringum- stæðum verja okkur. Það særir stolt okkar, og það gerir það að verkum, að kommúnistar geta ekki unað við samstarf í ríkis- stjórn. Nei, umfram allt látið okkur vera sem varn- arminnsta. Þá skulum við leyfa ykkur afnot af stöðvum á íslandi, til að þið getið gætt ykkar hags- muna. Þetta er sú einfalda stað- reynd, sem við blasir, þeg- ar tillögur Einars Ágústs- sonar eru skoðaðar ofan í kjölinn, og þó munu þær vera ennþá fáránlegri en nú er unnt að greina frá, þvf að þær fást ekki birtar. Fólkið í landinu segir í dag: Við viljum varið land, en ráðamennirnir segja, við viljum alls ekki varið land, við viljum bara standa við skuldbind- ingar okkar við NATO, þannig að öðrum þjóð- um reynist auðveldara að verja sig. Svona óendanlega vitlausar eru þær tillögur, sem nú eru til umræðu í stjórnarráðinu, hugmyndir, sem kastað er á milli flokkanna til að reyna að bræða sjónarmið- in saman. Kommúnistar hafa fengið því ágengt, að ekkert tillit sé tekið til ís- lenzkra varnarhagsmuna. Það telja þeir verulegan ávinning og geta sætt sig við, að hér sé herlið til að verja aðrar þjóðir, ef við sjálfir erum óvarðir. 111 nauðsyn er að hafa erlent herlið í landinu. Nú liggur hins vegar fyrir, að allir flokkar vilja sætta sig við slíkt lið. En særir það þjóðarmetnað einhvers Is- lendings minna, að liðið sé hér staðsett einungis til að gæta hagsmuna annarra þjóða heldur en vera mundi, ef megináherzla væri lögð á varnir íslands og umhverfis þess? Er sá maður í rauninni til hér á íslandi, sem telur hags- munum okkar betur borgið með þeim hætti? Er ein- hver stoltari af framvindu mála, ef starfsvið hersins á Keflavíkurflugvelli verður einskorðað við að gæta hagsmuna annarra en okk- ar? Nei, sá maður er áreiðan- lega ekki til nema í röðum kommúnista, ef hann á annað borð hugsar málið til enda. Það er þetta, sem fólkið í landinu sér og skil- ur. Þess vegna undirritar það nú áskoranir „Varins lands“, fólk úr öllum flokk- um. Og það eru áhrif fólks- ins eins, sem geta komið í veg fyrir, að áfram verði haldið á braut einfeldn- innar. Fólkið í landinu verður að efla þau öfl inn- an og utan ríkisstjórnar, sem vilja áframhaldandi varnir, og tryggja þar með öryggi landsins. Við erum og viljum vera landvarnar- menn. LANDVARNIR því mundi ekki fyrst og Frumskylda stjórnvalda fremst ætlað að verja Is- land, heldur mundi það einbeita sér að eftirlits- störfum og þjónustu við Bandaríkin og önnur NATO-ríki. Ekki er þaðheldur óeðlilegt, þvf að gæfuleysi núverandi ráða- manna íslands er svo mik- ið, að þeir beinlínis leggja á það áherzlu, að liðið eigi ekki að vera hér okkur til varnar, heldur til að ann- ast þjónustustörf fyrir | Atlantshafsbandalagsríkin. , Þeir viðurkenna, að við í viðræðum við Bandaríkja- menn og NATO á að vera sú að krefjast þess, að séð sé fyrir vörnum íslands. Or því að við leggjum At- lantshafsbandalaginu til að stöðu hér er rétt og sjálf- sagt, að við krefjumst þess, að hliðsjón sé höfð af okkar öryggi og raunar að það sitji í fyrirrúmi. Þá og þá fyrst séum við reiðubúnir til að veita aðstöðu, sem öðrum en okkur kemur fyrst og fremst til góða. Snillingarnir í Hefði öryggisráð komið í veg fyrir ágreininginn í NATO? París — SEINAGANGUR í ákvörðunum og skoðanaskiptum hefur frá fyrstu tíð háð starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Eink- um á þetta við um vandamál, sem snerta bandalagsþjóð- irnar, en eiga rætur að rekja til landa, sem liggja utan Atlants- hafssvæðisins. Hið alvarlegasta af slíkum tilfellum var Súez- striðið, þegar Bandaríkjamenn og Rússar tóku höndum saman um að koma í veg fyrir sam- eiginlega árás Breta, Frakka og ísraelsmanna á Egyptaland. Við höfum mörg dæmi um vandamál í fjarlægum heims- hlutum, sem höfðu bein áhrif i bandalagslöndunum: Quemoy og Matsu, Kúba, Víetnam, Kongó, Kýpur, portúgölsku nýlendurnar í Afríku og svo náttúrlega eilífðarvandamálið í Miðausturlöndum. Langt er síðan mönnum var ljóst, að yrði V-Evrópa fyrir árás mundi bandalagið bregða skjótt við, en jafnframt gera flestir sér grein fyrir þvi, að þegar vandamálin eru af fjar- lægari rót fer næsta lítið fyrir samvinnunni svo ekki sé talað um eindrægni bandalags- ríkjanna. Kúbudeilan er raunar eina undantekningin frá þessari reglu. Þá studdu de Gaulle, Frakklandsforseti, stefnu Bandaríkjamanna, þótt málið yrði að vísu til þess, að hann tók frönsku hersveitirnar undan yfirstjórn bandalagsins. Hann hafði engan áhuga á því að dragast inn í styrjaldir, sem einhverjir aðrir kæmu af stað. Aðeins einu sinni hefur verið gerð alvarleg tilraun til þess að horfast f augu við vandamálið og hana gerði de Gaulle. Hinn 17. september 1958 skrifaði hann Eisenhower, þáverandi forseta Bandaríkjanna, álits- gerð og var afrit af henni sent Macmillan forsætisráðherra Bretlands. I álitsgerðinni lagði de Gaulle til, að komið yrði á fót sérstakri stofnun, sem Bandaríkin, Bretland og Frakk- land ættu ein aðild að. Stofnun- in átti að hafa það hlutverk, að samræma hagsmuni stórveld- anna um víða veröld og hafa með höndum yfirstjórn kjarn- orkuvopnabúnaðarins. Eisenhower svaraði bréfi de Gaulle 21. október 1958 og lagði þá áherzlu á þörfina á því, að sjónarmið allra bandalags- ríkjanna yrðu athuguð gaum- gæfilega. Þar með var þessu máli lokið, en í sögu Atlants- hafsbandalagsins gengur það undir nafninu, „tillaga de Gaulle um stofnun stjórnar- ráðs“. Aldrei notaði Frakk- landsforseti þó það heiti. Ástæðan fyrir tillögu de Gaulle var deilan um Formósu árið 1958. Sú deila hefði hæg- lega getað leitt til hernaðar- íhlutunar Bandaríkjamanna þótt úrslit fengjust fjarri Atlantshafssvæðinu. Svar Eisenhowers var mjög ófull- nægjandi og því miður var mál- ið aldrei kannað sem skyidi. I rauninni er hér um að ræða sama vandamálið og NATO á enn við að stríða, eins og bezt kom í ljós í deilunum, sem fylgdu í kjölfar Yom Kippur stríðsins. Þá fylgdu Evrópurík- in annarri stefnu en Bandarík- in og Bandaríkjaforseti sendi kjarnorkuviðvörun til allra stöðva bandaríska hersins, án þess að tilkynna það banda- mönnunum. Enn í dag deila evrópskir ráðamenn á þá Nixon og Kissinger fyrir sömu atriði og forverar þeirra í embættum deildu á Eisenhower og Dulles á sínum tíma: „Bandaríkja- menn hafa aðeins samráð við bandamenn sína þegar málin snúast ekki beinlínis um banda- ríska hagsmuni." Svar Kissingers var líka í sama stíl, þar er að segja, þegar klögu- málunum linnti: Við verðum að reyna að finna virkari leiðir til samráðs og samvinnu. Ýmsir forystumenn banda- lagsins studdu tillögu de Gaulle þótt þeir væru að vísu ekki al- gjörlega samþykkir áætlunum hans um framvæmd þeirra. Paul-Henri Spaak, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, gældi gjarnarn við hugmyndina um öryggisráð bandalagsins, þar sem skyldu sitja þrír fastafulltrúar og síð- an væru nokkur sæti, sem minni ríkin skiptust á að skipa. Þetta öryggisráð varð aldrei að veruleika, en stofnun þess hefði leitt af sér nánari sam- skipti og vettvang stöðugra skoðanaskipta. Hefði öryggis- ráðið verið stofnað fyrir fimmtán árum mætti vænta þess, að starfsemi þess væri nú orðinn svo öflug, að koma hefði mátt í veg fyrir deilurnar, sem leiddu af styrjöldinni í Mið- austurlöndum og olíusölubanni Araba. Að minnsta kosti hefði vart verið þörf fyrir ummæli eins og þau, sem höfð voru eftir Kissinger hér að ofan. Slíkt öryggisráð hefði gert Atlantshafsbandalagið að afli, sem vel hefði mátt beita í öðr- um heimshlutum, þar sem enn eru ríkjandi tækifærissinnar, einmitt vegna þess, að allt jafn- vægi, sem Atlantshafsbanda- lagið hefur skapað í Evrópu, skortir. Það var vissulega gagn- JseUr ílork Shnes ■ *. » Eftir C.L. Sulzberger legt, að Kissinger skyldi lýsa yfir fylgi Bandaríkjanna við sameiginlegt varnarkerfi, en sennilega er enginn enn reiðu- búinn til að stofna til öryggis- ráðs eða neins í lfkingu við það. Virk ráðgjafasamkunda hefði fyrir löngu fært mönnum heim sanninn um það, að gömlu nýlenduveldin í Evrópu eru ákaflega viðkvæm fyrir vanda- málum, sem skapast vegna ein- hliða aðgerða Bandaríkjanna á fyrrverandi áhrifasvæðum þeirra. Ráðgjafasamkundan hefði leitt í ljós, að Evrópu- menn hafa miklu meiri þörf fyrir arabíska olíu en Banda- ríkjamenn og hafa vissulega rétt til áhrifa í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafsins jafnvel þótt þeir hafi ef til vill spillt áhrifum sínum eitthvað vegna samtakaleysis. Enn á eftir að fylla i það skarð samráðs og samvinnu, sem enn stendur autt innan Atlantshafsbandalagsins. Þess vegna eiga Vesturlandabúar nú við að stríða erfiðleika, sem geta orðið hinir mestu síðan heimsstyrjöldinni lauk. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.