Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1974 I ÍÞRdTTAFRETTIR MORGDNBIAOSIMS Grótta opnaði 2. deildina Vann Þrótt með 15:14 MIKLAR sviptingar eru 12. deild- inni ( handknattleik. Um miðja viku léku Breiðabliksmenn sér að þvf að sigra KR og gera vonir KR-inga um sigur ( deildinni mjög litlar. Brúnin Ivftist þó aftur á KR-ingum I fyrrakvöld, er Grótta vann verðskuldaðan sigur yfir Þrótturum. Leiknum lauk 15:14, og var úrslitamarkið skorað á sfðustu sekúndu (eiks- ins. Það var Halldór Krist jánsson, sem fékk það vandasama hlut- verk að framkvæma vítakastið, hann brást ekki félögum sfnum og skoraði örugglega framhjá Þorsteini Björnssyni. Grótta og Þróttur standa núna bezt að vígi í 2. deild, hafa tapað fjórum stigum, en KR og KA hafa tapað 6 stigum í deildinni. Enn eiga því fjögur lið möguleika á sigri í deildinni og um leið og spennan dvínar í 1. deild eykst hún í deild númer 2. Leikur Gróttu og Þróttar var ekki vel leikinn, leikmenn lið- anna voru -of taugaóstyrkir til að þeir næðu að sýna sínar beztu hliðar, sérstaklega Þróttarar. Þróttur skoraði tvö fyrstu mörk- in, en síðan tók Gróttan við sér og komst fljótlega yfir, staðan varð 8:5 fyrir Seltirninga, en fyrir leik- hlé hafði Þrótti tekizt að minnka muninn niður í 8:7. Grótta leiddi fram yfir miðjan seinni hálfleikinn, en þegar 7 mínútur voru eftir tókst Trausta að jafna fyrir Þrótt, 13:13. Hófst nú mikill darraðardans og skipt- ust liðin á um að gera mistök. Aftur varð jafnt, 14:14, og þrjár mínútur eftir af leiktímanum. Grótta virtist hafa leikinn í hendi sér, liðið var í sókn og nógur tími eftir til að skora. Þá braut Magnús Sigurðsson klaufalega af sér með því að ryðjast inn f vörn Þróttar. Knötturinn var dæmdur af Gróttu og nú virtust trompin öll vera í höndum Þróttara. I stað þess að nýta þá hálfu mínútu, sem eftir var, til að leika rólega og reyna að halda örugglega öðru* stiginu, þoldu Þróttarar ekki álagið og glopruðu knettinum í hendur Atla Héðinssyni, sem brunaði upp völlinn og stökk upp á vítateigi. Markið blasti við fyrir framan hann og sigurinn innan seilingar, Atli skoraði þó ekki, því að brotið var á honum og vítakast dæmt. Þá voru fjórar sekúndur eftir af leiktímanum. Halldór Kristjánsson skoraði svo úr vfta- kastinu eins og áður sagði. Æsi- spennandi leik var lokið með naumum, en verðskulduðum sigri Gróttumanna, sem alltaf voru heldur skárri en Þróttarar. Beztu menn Gróttu í þessum leik voru fyrrverandi KR-ingarnir Atli Þór Héðinsson, Ivar Gissurar- son, Björn Pétursson og Árni Ind- riðason. Halldór Kristjánsson komst einnig mjög vel frá viður- eigninni. Af Þrótturum komust þeir Trausti Þorgrimsson og Friðrik Friðriksson bezt frá þessum mikilvæga leik. A að gizka 200 manns fylgdust með leiknum, skemmtu þeir sér konunglega og hvöttu bæði lið óspart til dáða. Stemmningin var eins og þegar Höllin er troðfull af fólki. Mörk Þróttar: Halldór 7," Trausti 3, Jóhann 3, Björn 1. Mörk Gróttu: Björn, Halldór og Arni 4 hver, Magnús 2, Ómar 1. Trausti Þorgr(msson skorar fyrir Þrótt eftir að hafa stungið sér inn á Ifnuna framhjá Benóný. (Ljósm. Kr.Ben.) Oft kallaður„faðir handknattleiksins” Nokkur orð til Hallsteins Hinrikssonar á sjötugsafmæli hans Gleðistund f lffi Hallsteins Hinrikssonar. tslendingar hafa sigrað Svisslendinga f landsleik f handknattleik og þannig tryggt sér rétt til áframhaldandi þátttöku f heimsmeistarakeppninni 1961. Það er Birgir Björnsson, einn af nemendum Hallsteins, sem faðmar hann og Asbjörn Sigurjónsson þáverandi formann HSl að sér. EF FARIÐ er um Hafnarfjörð má telja Ifklegt, að maður sjái þar ungmenni að leik með knött. Gagnstætt því, sem gerist víðast hvar annars staðar, er honum ekki sparkað manna á milli, held- ur kastað. Handknattleikurinn hefur í áraraðir verið uppáhalds- íþróttagrein Hafnfirðinga, og má það teljast með ólíkindum, að jafnlítill bær skuli geta teflt fram tveimur jafnsterkum handknatt- leiksliðum og raun ber vitni. Handknattleiksmenn Hafnar- fjarðar hafa borið hróður bæjar síns víða og eiga örugglega eftir að gera það á ókomnum árum, ef svo heldur fram sem horfir. Maðurinn á bak við þennan mikla handknattleiksáhuga Hafn- firðinga og árangur þeirra á um- liðnum árum er Hallsteinn Hinriksson íþróttakennari, sem á í dag sjötugsafmæli. Það eru ekki einungis Hafnfirðingar, sem notið hafa góðs af störfum Hallsteins heldur má segja, að það hafi öll íslenzk íþróttaæska gert, beint eða óbeint. Hallsteinn Hinriksson hefur oft verið kallaður „faðir handknatt- leiksíþróttarinnar á lslandi“. Hann mun þó ekki hafa kynnt íþróttina fyrstur manna hér- lendis, en um það verður ekki deilt, að Hallsteinn tók miklu ást- fóstri við íþróttina, og það er hann, sem á stærstan hlut að þeirri þróun, sem orðið hefur; þeirri, að íslenzkir handknatt- leiksmenn standa nú svo til jafn- fætis þeim beztu og vekja hvar- vetna athygli fyrir getu sína. Allt frá því að Hallsteinn kynntist handknattleiknum hefur hann fylgzt mjög náið með því, sem er að gerast í íþróttinni erlendis, og hann var jafnan fljót- ur að taka upp nýjungarnar og koma þeim inn í íþróttina hér- lendis. Lengi vel var Hallsteinn þjálfari félagsins, sem hann stofnaði á sínum yngri árum, Fim- leikaféiags Hafnarfjarðar, og undir hans leiðsögn komust FH- ingar fljótlega í fylkingarbrjóst og hafa verið þar síðan. Hall- steinn var einnig um tíma þjálfari íslenzka handknattleikslandsliðs- ins og undir hans stjórn náði það sínum bezta árangri á alþjóðleg- um vettvangi, er það hreppti sjötta sætið í heimsmeistara- keppninni 1961. Ég undirritaður kynntist Hall- steini Hinrikssyni ekki fyrr en ég hóf störf sem íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu. Því eru marg- ir mér færari um að greina frá kennslu Hallsteins og störfum hans að íþróttamálefnum. Þá sögu þekkja svo margir, og raunar hafa flestir Hafnfirðingar, sem eru innan fertugs, notið góðs af hand- leiðslu hans. Égvildi þó ekki láta hjá líða að senda Hallsteini og fjölskyldu hans árnaðaróskir á þessum tímamótum í lífi hans og bera jafnframt fram þakkir til hans. Það hefur verið mér mikið ánægjuefni að kynnast Hallsteini og þiggja ráð hans og hlutdeild I þekkingu hans á íþróttamálefn- um. Fáum mönnum hef ég enn kynnzt, sem starfað hafa að íþrótt- um af jafnmikilli einlægni og áhuga og Hallsteinn, og oft hefur mig furðað á þeim næma skilningi, sem hann hefur á eðli íþróttanna og framgangi þeirra. Um leið og árnaðaróskir Hall- steini til handa eru endurteknar, er látin í ljós sú von, að islenzk íþróttaæska megi enn um skeið njóta starfa Hallsteins, og að íslenzk íþróttahreyfing eignist á komandi árum sem flesta menn á borð við hann. Þá væri henni vel borgið. Steinar J. Lúðvfksson. STAÐAN Staðan f 1. deild karla er nú þessi: FH 9 9 0 0 213:147 18 Valur 9 5 1 3 180:166 11 Fram 10 4 3 3 201:190 11 Víkingur 10 4 2 4 214:212 10 Haukar 9 2 4 3 168:182 8 Armann 9 2 2 5 129:143 6 IR 10 2 3 5 193:210 7 Þór 8 1 1 6 134:182 3 Markhæstu leikmenn deildarinnar eru eftirtaldir: Axel Axelsson, Fram 73 Éinar Magnússon, Víkingi 68 Viðar Símonarson, FH 62 Gunnar Einarsson, FH 61 Agúst Svavarsson, IR 55 Hörður Sigmarsson, Haukum 55 Guðjón Magnússon, Víkingi 44 Gísli Blöndal, Val 43 Vilhjálmur Sigurgeirsson, IR 43 Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 42 1 einkunnagjöf blaðamanna Morgunhlaðsins eru eftirtaldir ieikmenn stigahæstir, leikja- f jöldi í svigum: Viðar Símonarson, FH 31 (9) Axel Axelsson, Fram 27 (10) Gunnar Einarsson, FH 27 (10) Ragnar Gunnarsson, Armanni 27 (9) Agúst Svavarsson, IR 25 (10) Björgvin Björgvinssoríf Fram 25 (10) Einar Magnússon, Víkingi 25 (10) Hörður Sigmarsson, Haukum 25 (9) Stefán Jónsson, Haukum 25 (9) Gunnlaugur Hjálmarsson, tR 23 (10) Gunnsteinn Skúlason, Val 23 (9) Staðan f 2. deild karla er nú þessi: Þróttur 10 8 0 2 220:182 16 Grótta 9 7 0 2 221:188 14 KR 9 6 0 3 192:156 12 KA 9 6 0 3 229:204 12 Breiðablik9 4 0 5 193:196 8 IBK 8 3 0 5 149:191 6 Fylkir 9 2 0 7 183:207 4 Völsungur9 0 0 9 151:214 0 Markahæstir f 2. deild: Brynjólfur Markússon, KA 79 Haukur Ottesen, KR 69 Björn Pétursson, Gróttu 60 Hörður Harðarson, Breiðabliki 57 Einar Agústsson, Fylki 56 Halldór Bragason, Þrótti 47 Sigurður Sigurðsson, Völsungi 47 Þorvarður Guðmundsson, KR 44 Þorsteinn Ólafsson, IBK 38 Halldór Kristjánsson, Gróttu 32 Staðan f 1. deild kvenna: Fram 6 6 0 0 81:48 12 Valur 5 4 0 1 80:53 8 FH 5 2 12 67:61 5 Armann 5 2 12 65:63 5 KR 5 2 0 3 56:62 5 Víkingur 5 10 4 47:64 2 Þór 5 0 0 5 48:83 0 Markahæstarf deildinni: Sigrún Guðmundsdóttir, Val 38 Svanhvít Magnúsdóttir, FH 30 Agnes Bragadóttir, Víkingi 29 Erla Sverrisdóttir, Ármanni 29 Arnþrúður Karlsdóttir, Fram 24 Guðrún Sigurþórsdóttir, Ármanni 20 Hjördís Sigurjónsdóttir, KR 20 Enn varð að fresta ENN varð að fresta leik Þórs og Armanns f 1. deild karla á fimmtudagskvöldið vegna þess að Þórsarar komust ekki suð- ur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram, en það verður ákveðið á fundi mótanefndar HSl á mánudag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.