Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 Gísll, Eirlkur og Helgi inglblðrgu Jðnsdóttur Ekki einu sinni fullorðna fólkið. Helga fannst heimskulegt að kaupa hvítt teppi og mega svo ekki ganga á því og enn heimskulegra að hafa damaskáklæði á stólunum, svo að varla mátti við þá koma. Það er svo erfitt að ná fitublettum úr damask áklæði. Mamma Gísla átti h'ka mikið af blómum. Hún hafði blóm í stofunni, blóm í borðstofunni, blóm í eldhúsinu og blóm á svölunum. Hún hafði engin blóm inni í svefnherberginu og engin inni hjá Gísla. Hún sagði, að það væri vont að sofa í herbergi, sem mikið væri af blómum í. Hún talaði líka um það, að blóm tækju til sín kolefni og gæfu frá sér súrefni. Helgi litli las um þessi efni í bók, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að þetta hlyti að vera heimska hjá mömmu Gísla, því að við öndum að okkur súrefni, en Geturðu teiknað Dragðu strik frá númeri til numers, byrjaðu á nr.eitt o.sirv. og undir Jokin kemur í Ijós, hvaða mynd er hér falin. frá okkur kolefni. Það hlýtur að vera hollt að láta blóm vera inni hjá sér. Þá fær maður meira súrefni og losnar við allt kolefnið, sem blómin éta. En fullorðna fólkið hugsar vist ekki alltaf rökrétt. Mamma hans Gisla hafði líka blóm á svölunum. Hún hafði þau I kössum, sem voru festir á svala- handriðið og kassana kallaði hún „altankassa", en ekki svalakassa. í einum kassanum voru sex túlípan- ar og í öðrum voru átján stjúpmæður. Helgi og Eiríki fannst einkennilegt að kalla blóm stjúpmæður, því að það eru mömmur, sem drengir fá, ef þeir hafa misst alvörumömmu sína, en Gísli sagði, að blómin hétu samt stjúpmæður og þá hétu þau það. Pabbi Eiríks var með skegg. Skeggið var eldrautt, en hárið á honum var brúnt. Það var dálítið skrýtið, en svona var það nú samt. Hann vann í smiðju og logsauð alla daga. Gísli, Eiríkur og Helgi fóru einu sinni að horfa á hann. Hann var með grimu fyrir andlitinu og hjálm á höfðinu og svo hélt hann á einkennilegu tæki. Það komu úr því hvítir og bláir neistar og strákarnir máttu alls ekki horfa á þá. Það var víst óhollt fyrir augun, en samt var skemmtilegt að horfa á þessa neista og skuggamyndirnar, sem komu á veggina I smiðjunni. Hann fór líka í bað á hverju kvöldi. Mamma hans Gísla vildi ekki fá nein óhreinindi inn á hvíta teppið sitt, en hún hefði nú ekki þurft að hugsa svo mikið um það, því að pabbi Gísla fékk aldrei að koma þangað inn, nema þegar gestir komu. S jónvarpið var inni í sjónvarpsherberginu og þar var útvarpið lika, en teppið á því gólfi var bara brúnt. Pabbi Eiríks var kennari. Hann var jafn mjór og Eiríkur var feitur. Hann var samt ekki jafnmjór og Gísli, en hann hafði stundum voða hátt. Hann talaði ekki jafnmikið og mamma hans Helga, en hann hafði þeim mun hærra. Hann vildi alltaf fá frið. Hann var að leiðrétta stíla og lesa yfir ritgerðir og þá þurfti hann að fá að vera einn, sagði hann. Það mátti ekki ónáða hann. Þá sást honum kannski yfir einhverja villuna og hann gaf nemandanum hærra en hann hefði átt að fá, eða hann var í svo slæmu skapi, að nemandinn fékk lægri einkunn en hann hefði átt að fá og hvort tveggja var jafn slæmt. Þess vegna þurfti að læðast á tánum uppi á efstu hæðinni hjá Eiríki og inn til Gísla máttu engir óhreinir drengir koma. Það var líka bannað að vera á göngunum, því að það er ónæði, sagði fullorðna fólkið. Drengirnir fengu hins vegar alltaf að vera inni hjá Helga, þegar veðrið var svo vont, að ekki var hægt að vera úti. cfJVonni ogcTWanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi En nú var ekki tími til að tala um það, því að skips- höfnin á „La Pandore“ flykktist utan um okkur. Allir vildu votta okkur hluttekningu sína. Við vorum dálítið feimnir fyrst, en frönsku sjó- mennirnir, og þá sérstaklega drengimir, vom svo góðir við okkur og þægilegir, að feimnin fór brátt af okkur. Þeir hópuðust að okkur og réttu okkur hendurnar. Við tókum í hendur þeirra og þökkuðum fyrir okkur. Nú skein kvöldsólin í heiði og ljómaði á öllxun and- litunum í kringum okkur. Undirforingi beið eftir okkur við uppgöngustigann. Það var sterklegur maður, fullorðinn og föðurlegur á svip. „Við verðum víst að þakka honum fyrir okkur“, sagði ég við Manna. „Já, það skulum við gera“, sagði hann. Við vorum feimnir við hann. En hann brosti vingjarnlega til okkar. Ég rétti honum höndina og þakkaði hjartanlega fyr- ir björgunina og hjálpina og aðhlynninguna á skipinu. Auðvitað gerði ég það á íslenzku. „Manni“, sagði ég svo. „Þú verður að þakka fyrir þig líka“. Hann greip vinstri hönd foringjans og kyssti hana. Foringinn lagði nú vinstri höndina á kollinn á Manna, en hægri höndina á kollinn á mér og strauk hár okkar nokkrum sinnum. Þessi stóri og sterklegi maður var hrærður í huga. Við sáum tár í augum hans. Ef til vill minntist hann sinna sona heima. Áður en við fórum niður stigann, snerum við okkur við og kvöddum allan hópinn. „Allir tóku undir, en ekki skildum við, hvað þeir sögðu. Síðan fórum við niður stigann. flk&lnofgunkQffiiiu Guði sé lof, að þér loksins komið .. . — Ég lenti í slagtogi við stork á ieiðinni yfir Alpana . .. — Ég vi 1 gjarnan vekja athygli á mistökum, sem urðu í sam- bandi við síðasta þátt í serí- unni „Gerðu það sjálfur" ... — Auðvitað man ég eftir þvf, að ég sá þessa mynd fyrir 20 árum, ég var f sama kjólnum ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.