Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1974 NY ÞINGMAL Y verður látið óáreitt FUGLAVEIÐAR OG FRIÐUN Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fuglaveiðar og fugla- friðun, flutt af Jónasi Jónssyni (F), Stefáni Gunnlaugssyni (A), Pálma Jónssyni (S) og Jónasi Árnasyni (Ab). Er í frumvarpinu lagt til, að 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laganna orðist svo: A sama tíma má eigi án leyfis varpeigenda leggja net nær friðlýstu æðar- varpi en 2 km frá stórstraums- fjöruborði. INNSTÆÐUR í SEÐLABANKA Svohljóðandi fyrirspurn til viðskiptaráðherra frá Karvel Pálmasyni (SFV): Hversu hárri fjárhæð námu bundnar innstæður banka, spari- sjóða og innlánsdeilda hjá Seðla- banka Islands um s. 1. áramót? Hvernig skiptist fé þetta eftir kjördæmum? KENNSLA I FJÖLMIÐLUN Fyrirspurn frá Benedikt Gröndal (A) til menntamálaráð- herra: Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að kanna, hvort tök séu á að taka upp kennslu I fjölmiðlun við Háskóla Islands, sbr. ályktun Al- þingis30. mars 1973? FLUGVÖLLURINN í AÐALDAL Fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni (Ab) til samgönguráðherra: Hvenær má vænta nauðsyn- legra umbóta á flugvellinum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu? INNLENDAR FISKI- SKIPASMlÐAR Fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni til iðnaðraráðherra: Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að við notfærðum okkur tæknilegar framfarir fær- eyskra skipasmíða? ÞINGSALYKTUNARTILLAGA Sverris Hermannssonar (S) o.fl. um, að hrundið verði ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að fella z út úr ritmáli, var til fram- haidsumræðu á fundi sameinaðs þings sl. fimmtudag. Fram hafði komið f fyrri hluta umræðnanna, að nefnd sú, sem menntamálaráðherra hafði skip- að til að endurskoða ritreglurnar, hefði nú lokið störfum. Sverrir Hermannsson spurði þvf ráðherr- ann, hverjar tillögur nefndin gerði varðandi ritun y f rnálinu. Ráðherrann las upp úr nefndará- litinu, að nefndin legði til, að ritreglurnar um y, ý og ey, sem nú giltu, skyldu halda sér óbreytt- ar. Sverrir Hermannsson (S) kvaðst þakka Jónasi Árnasyni fyr- ir stuðning hans f málinu, sem fram hefði komið í ræðu Jónasar við fyrri hluta umræðnanna. Sverrir sagði, að ekki hefðu fengizt viðhlítandi skýringar á því, hvers vegna nefndin til að endurskoða ritreglurnar hefði verið sett á laggirnar. Þá spurði hann, hvaðan nefndinni kæmi al- ræðisvald til að breyta ritreglum, en fram hefði komið í blaðaviðtali við ráðherra, að þar sem nefndin hefði strax sl. sumar náð sam- komulagi um að fella niður z, hefði sú breyting óhjákvæmilega komið til framkvæmda. Þá hefði ráðherra sagt við fyrri hluta umræðunnar, að Alþingi ætti ekki að skipta sér að máli þessu, þar sem það væri svo flók- ið. Ef ráðherra gæti tekið ákvarð- anir um málið, gætu einstakir al- þingismenn það einnig. Það væri. vissulega svo, að nefndin hefði verið skipuð valin- kunnum sæmdarmönnum, en þó væri einungis einn þeirra sér- menntaður málfræðingur og það væri formaðurinn Halldór Hall- dórsson, sem sjálfur hefði lýst því yfir, að hann mundi halda áfram að rita z. I 57. GR. stjórnarskrárinnar segir, að fundir beggja þing- deilda og sameinaðs Alþingis skuli haldnir f heyranda hljóði. Sú regla, að almenningi skuli gefinn kostur á að fylgjast með störfum þjóðþinganna með þvf að hlusta á fund þeirra hefur þótt sjálfsögð f öllum lýðræðis- rfkjum. Er hún undirstaða þess, að fólki sé unnt að fylgj- ast með því, hvernig stjórn- málamennirnir fara með um- boð sitt og þannig undirstaða þess, að fólk geti veitt stjórn- málamönnunum það aðhald, sem iýðræðislegt kerfi gerir ráð fyrir. Nú koma praktfskar ástæður f veg fyrir, að regla þessi sé raunhæf, nema fieira komi til. Það gefur auga Ieið, að tak- markaður fjöidi áheyrenda kemst fyrir á þingpöllum til að fylgjast með störfum þingsins, auk þess, sem fjarlæg búseta manna varnar þeim að fylgjast sjálfir með þingstörfunum. Þá koma f jölmiðlarnir til. Með því að flytja reglulega fréttir af þingmálum brúa f jölmiðlarnir, a.m.k. að nokkru leyti það bil, sem er milli þingsins og almennings. Ganga má svo langt að segja, að fjölmiðlarnir séu nauðsynleg forsenda fyrir þvf, að framangreind regla f 57. gr. stjórnarskrárinnar sé meira en orðin tóm. Það mætti því ætla, að Alþingi sjálft, sem standa á vörð um meginreglur stjórnskipunarinnar, sæi sér hag f að auðvelda fréttamönn- um f jölmiðlanna að sinna störf- um sfnum. En það er nú öðru nær en að sú sé raunin. Eins og menn vita eru allar umræður á þinginu teknar upp á segulbönd, sem ræðurnar eru sfðan vélritaðar eftir til birt- ingar f Alþingistfðindum'. Fréttamönnum dagblaðanna er meinað að hlusta á þessar upp- tökur og að fá afrit af ræðun- um, nema f hlut eigi þingmað- ur þess stjórnmálaflokks, sem viðkomandi dagblað telst styðja. Ef unnt á að vera t.d. fyrir blaðamann Morgunblaðs- ins að fá að hlusta á ræðu af segulbandinu, sem þingmaður Framsóknarflokksins hefur flutt, verður hann að ná fyrst tali af viðkomandi þingmanni og fá hjá honum leyfi til að hlusta á ræðuna. Sama gildir ef sami blaðamaður vill fá afrit af ræðunni. Ekki er öll sagan sögð með þessu. Blaðamönnum dag- blaðanna er bannað að hafa segulbandstæki við höndina, þegar þeir hlusta á umræður á þinginu. Fréttamanni Rfkisút- varpsins er þetta heimilt, og fékk hann heimildina eftir langa baráttu, vegna þess, að hann var fréttamaður „hins hlutlausa, opinbera fjöl- miðils“. Hvers vegna eru blaða- mönnunum settar þessar skorð- ur f starfi sfnu? Jú, ástæðan er vafalaust sú, að þingmönnum á að vera heimilt að strika út úr og bæta inn f ræður sfnar að eigin geðþótta, áður en þær eru birtar f Alþingistfðindum. Sfðan eru þeir þar að auki frið- helgir, svo að ekki er unnt að sækja þá til ábyrgðar fyrir það, sem þeir segja f þinginu, nema sú þingdeild, sem f hlut á, samþykki. Sú regla er sjálf- sögð, af ástæðum, sem ekki er ástæða til að rekja hér. En hitt, að blaðamönnum sé neitað að fá orðréttar ræður þingmanna til birtingar, áður en þeir hafa breytt þeim, er reginhneyksli. Raunar er það einnig andstætt öllum eðlilegum vinnubrögð- um, að þingmönnunum skuli gefinn kostur á að breyta ræð- um sfnum f þinginu, áður en þær eru gefnar út. Fjölmiðlarnir eru til að skýra frá þvf, sem fram fcr A ÞINGFUNDUM. Það er óþolandi, að reynt skuli að koma f veg fyrir, að blaðamenn nái orðréttum ummælum. Slfkt er auk þess til þess íallið að gera frásögnina ónákvæma, og eykur lfkurnar á, að ekki sé rétt eftir mönnum haft. Ekkert skal um það fullyrt hér, hver beri ábyrgð á þeim furðulegu vinnubrögðum, sem hér hefur verið lýst. Enda skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er, að þessu verði breytt hið snarasta, svo að fréttamenn geti sinnt skyldum sfnum við almenning, án þess að eiga það undir velvilja þing- manna, sem auk þess er oft erfitt að ná f á þeim stutta tfma, sem fréttamenn yfirleitt hafa til að skrifa fréttir sfnar. JSG AIÞMGI Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra sagði, að misskiln- ingur væri, að nefndinni hefði verið sagt í erindisbréfi að af- nema y og annað, sem hún hefði átt að fjalla um. Nú lægi fyrir heildarálit nefndarinnar og legði hún til, að farið yrði eftir þvi, sem nú tíðkaðist í íslenzkum skólum um ritun bókstafanna y, ý og ey. Þá lagði ráðherra áherzlu á það, sem fram hefði komið hjá honum áður, að ritun z yki ekki á gagn- sæi málsins. Ekki væri um neitt alræðisvald hjá nefndinni að ræða, þar sem hann hefði sjálfur tekið ákvörðunina um málið. Væri það í samræmi við aðferð við setningu stafsetningarreglna frá því að stjórnvöld fóru fyrst að hafa afskipti af slíku. Stefán Jónsson (Ab) lýsti sig andvígan þingsályktunartillög- unni. Ætti hann í erfiðleikum með að taka á móti tillögunni, þar sem sá þingmaður, sem hann ætti sem varamaður sæti fyrir, Helgi Seljan, væri einn flutningsmanna tillögunnar. Þingmaðurinn sagði nú margar sögur máli sinu til stuðnings, og er nánar að því vikið annars stað- ar i blaðinu. Sverrir Hermannsson kvaðst fagna nefndarálitinu hvað y við- kæmi. Halldór Blöndal (S) kvað það stefna í átt til versnandi mál- smekks manna, ef felld yrðu nið- ur úr stafsetningu atriði, sem höfðuðu til uppruna orða, eins og z gerði. Þá taldi þingmaðurinn, að til- finnanlega vantaði góðar kennslu- bækur í islenzku til notkunar á gagnfræðastiginu. Beindi hann því til ráðherra, að hann kippti því í liðinn. Að umræðu lokinni var tillög- unni vísað til allsherjarnefndar. Samningur um réttarstöðu starfs- fólks við norrænar stofnanir SAMSTARFSRAÐHERRAR Norðurlanda undirrituðu f gær samning milli rfkisstjórna Dan- merkur, Finnlands, Islands, Nor- egs og Svíþjóðar um réttarstöðu starfsfólks við norrænar stofnan- ir eða samnorrænar eins og það er orðað í samningnum sjálfum. Samningurinn er allviðamikill í 9 greinum og gerður m.a. með það fyrir augum að setja sameiginleg- ar reglur um réttarstöðu, þar á meðal launa- og starfsskilyrði fyr- ir starfsfólk við norrænar stofn- anir. Undirritun samningsins fór fram í Norræna húsinu í gær klukkan 17 og undirrituðu þessir ráðherrar samninginn: Ove Guld- berg, utanríkisráðherra Dan- merkur, Pekka Tarjanne, sam- göngumálafáðherra Finnlands, Bjartmar Gjerde, kirkju- og menntamálaráðherr Noregs, Carl Lidbom, ráðherra í Svíþjóð og Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra. 1 fyrstu grein samningsins seg- ir, að „við samnorrænar stofnanir eru ráðnir rikisborgarar frá Norð- urlöndum. Ráðherranefnd Norð- urlanda getur einnig heimilað ráðningu ríkisborgara frá öðrum löndum“. Einnig segir, að reynt skuli að skipta ábyrgðarstöðum réttlátlega á milli rfkisborgara frá öllum Norðurlöndunum. M.a. skuldbindur hver samningsaðili sig til þess að veita fastráðnum ríkisstarfsmanni sinum leyfi frá störfum í allt að fjögur ár til að starfa við samnorræna stofnun, og við endurráðningu að reikna starfstímann þar eins- og starf innt af hendi í heimalandinu. Þá segir í samningnum, að áður en almenn ákvæði um ráðningu starfsfólks verða staðfest, skal leita umsagnar þeirrar opinberu stofnunar, sem venjulega fjallar um opinber launa- og starfsskil- yrði í viðkomandi landi. Gert er ráð fyrir, að þessar stofnanir hafi nægilegt samráð við viðkomandi stéttarfélög, áður en slík umsögn er látin í té. Áður en starfsfólk er ráðið að hverri einstakri stofnun, skal semja um launa- og starfs- skilyrði, sem ekki eru ákveðin í heildarsamningnum. í þessum samningaviðræðum skulu taka þátt annars vegar fulltrúar af hálfu launamáladeildar ríkisins í því landi, sem stofnunin er eða sá, sem hún tilnefnir, og e.t.v. full- trúar frá ráðherranefndinni og hins vegar fulltrúar frá viðkom- andi stéttarfélagi í sama landi. Þá skuldbindur hver samnings- aðili sig til að láta starfsfólk við samnorrænar stofnanir njóta góðs af lifeyrissjóði ríkísins í starfs- landinu samkvæmt sömu skilyrð- um og gilda fyrir samsvarandi stöður f ríkisþjónustu í starfs- landinu, svo fremi sem ekki ann- að er ákveðið með samningi við einstaka starfsmenn. Þá er rætt um vafaatriði og ágreining vegna túlkunar á samn- ingum og segir, að takist ekki sættir, megi vísa deilunni til kjaradóms, ef báðir aðilar sam- þykki. íkjaradómiskulusitja þrír menn, einn frá stéttarfélagi og annar frá viðkomandi stofnun. Þessir tveir tilnefna svo þriðja aðilann, sem skal verða formaður dómsins. Náist ekki samkomulag skal tilnefna formanninn sam- kvæmt lögum í viðkomandi landi. Þá ræður ráðherranefndin við hvaða stofnanir samningurinn skuli gilda. Samninginn þarf að fullgilda og ákveður nefndin einnig hvenær hann skuli taka gildi. Samningurinn er gjörður á dönsku, finnsku, fslenzku, norsku og sænsku og eru allir textarnir jafngildir. Það kom fram á blaðamanna- fundinum í gær, að samningur þessi hefur allmismunandi áhrif, en hann snertir ef til vill hiest samband Finna og Svía. Frá undirskrift samningsins f Norræna húsinu f gær. Frá vinstri Ove Guldberg, Danmörku, Pekka Tarjanne, Finnlandi, Ólafur Jóhannesson, Bjartmar Gjerde, Noregi, og Carl Lidbom, Svfþjóð. — Ljósm.: Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.