Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRtJAR 1974 7 Gerald Ford í skugga Nixons Er hann maður til að taka að sér forsetaembættið? Hvar sem Gerald Ford varaforseti kemur er þetta spurningin, sem menn velta fyrir sér. Þótt rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá því hann tók við embætti sem „númer tvö", er enn jafn erfitt að ímynda sér hann sem númer eitt. Það var frá upphafi Ijóst, að samstarfið við Nixon forseta ylli Ford margs konar erfiðleikum. Annars vegar væntu ýmsir framá- menn Repúblikanaflokksins þess af honum, að hann gæti með timanum skotið flokknum undan ábyrgð á Watergate-málinu, og endurlífgað hann fyrir næstu for- setakosningar. Hins vegar væntir forsetinn þess, að Ford sýni sér algjöran trúnað og verði sverð og skjöldur forsetaembættisins, bæði gagnvart þjóð og þingi. Forsetinn og þingið voru sam- mála um eitt atriði: að Ford — sem mjög vinsæll fyrrum þing- maður — væri fær um að bæta mjög samskiptin þeirra á milli. Spurningin er hins vegar, hvort hann leggur aðaláherzluna á að útskýra sjónarmið þingsins fyrir forsetanum, eða forsetans fyrir þinginu. Fyrsta verkefni Fords eftir embættistökuna var áð treysta sambandið við forsetann, ekki sizt vegna þess að um það leyti voru tveir helztu ráðgjafar Nixons, þeir Melvin Laird og Bryce Harlow, að láta af embætt- um sínum. Hefur Ford nú þegar tekizt að ná betra sambandi við Nixon en ráðgjöfunum tókst. Að eigin sögn ræðir hann við for- setann að minnsta kosti einu sinni á dag og á mun auðveldar með að ná fundum hans en fyrir- rennarinn, Spiro Agnew. Þessi nánu tengsl Fords við forsetann virðast dýru verði keypt. Hann hefur ekki aðeins sýnt forsetanum algjöran trúnað, heldur einnig haldið uppi vörnum fyrir hann út á við, jafnvel i einkamálum. Á fyrsta blaðamannafundi sínum eftir embættistökuna not- aði Ford tækifærið til að taka fyrir skattamál forsetans og út- skýra iið fyrir lið hvers vegna forsetinn greiddi svo lága skatta árin 1969 til 1973, og i hvert skipti, sem vandræði hafa steðjað að forsetanum. hefur Ford tekið upp hanzkann fyrir hann. Varaforsetinn þótti ganga nokkuð langt i ræðu, sem hann hélt um miðjan janúar, en þar ásakaði hann „áhrifamikil þving- unarsamtök" í landinu fyrir að „standa fyrir harðri áróðursher- ferð" gegn forsetanum, og átti hann þar meðal annars við verka- lýðssamtökin AFL-CIO. Bætti hann þvi við, að „einstaka rót- tækir aðilar" væru ákveðnir i að gera sem mest úr Watergate- málinu. Daginn eftir var upplýst. að Ford hafði ekki sjálfur samið ræðu sina, heldur ráðunautar þeir, sem semja ræður forsetans. Heldur var ræðunni valinn óheppilegur timi, þvi að tveimur klukkustundum eftir að Ford flutti hana var birt álit sérfræð- inga um, að rúmlega 18 minútna þögn og suð á einni segulbands- spólunni i Watergate-málinu staf- aði hvorki af bilun né óhappi, heldur hefði samtalið, sem þar átti að vera, vísvitandi verið þurrkað út. Ekki voru það „ein- staka róttækir aðilar", sem stóðu að þessari niðurstöðu, heldur John Sirica yfirdómari, sem er repúblikani. Ræða Fords hefur ef til vill komið Nixon vel, en hún varð ekki til að bæta aðstöðu hans sjálfs. Ford hefur haldið áfram að verja forsetann á hverju. sem gengur. Viku eftir að sérfræð- ingaáliti um segulbandið var birt sagði hann: „Ég veit, að forsetinn átti þar enga sök." Hann stað- hæfði við fréttamenn, að Hvita húsið hefði gögn, er gætu hreins- að Nixon af öllum áburði og sann- að, að John Dean fyrrum ráðgjafi forsetans hefði farið með ósann- indi, er hann ásakaði forsetann i vitnisburði sínum. Aðspurður, hvort hann hefði kynnt sér þessi gögn, kvaðst Ford ekki hafa haft tíma til þess. Þessi afstaða Fords ætti engum að koma á óvart, þegar ferill hans í fulltrúadeild þingsins er hafður í huga, en þar hefur hann verið leiðtogi repúblikana um langt skeið og jafnan sýnt Nixon mik- inn trúnað. Vandi hans nú er hins vegar sá, að þvi meiri trúnað sem hann sýnir forsetanum. þeim mun óheppilegri verður hann j margra augum sem hugsanlegur forseti Bandaríkjanna. Hann hef- ur enn ekki safnað um sig hópi áhrifamikilla ráðgjafa, hvort sem það stafar af kurteisi gagnvart forsetanum eða framtaksleysi, en þetta og svo hitt, að hann skuli notast við ræðusemjendur for- setans, bendir til þess, að hann sé enn ósjálfstæðari en jafnvel Agnew Væri hann venjulegur embættismaður i þessari að- stöðu, mætti reikna með þvi að yrði Nixon vikið úr embætti, hlyti Ford sömu örlög. Stjórnarskráin er hins vegar ótviræð: varafor- setinn skal taka við. Að sjálfsögðu er það rétt, að erfiðleikar Fords eiga sér rætur að rekja til hefðbundinna hafta á embætti varaforsetans, sem hafa svo mjög hrjáð marga fyrirrenn- ara Fords. Varaforsetinn situr ekki i neinum valdastóli, hefur ekkert formlegt starfssvið annað en það, sem forsetinn skammtar honum, og hann lifir í skugga meistarans. Sögulega séð er þó núverandi varaforseti í mjög sér- stæðri aðstöðu. Hann hefur þegar skipað embætti manns, sem lá undir opinberri ákæru fyrir af- brot, og á ef til vill eftir að leysa annan af hólmi undir svipuðum kringumstæðum. Það er þvi mjög nauðsynlegt, að' varaforsetinn taki nú á sig rögg og sýni leið- togahæfileika. En er Ford fær um það? LlTIÐ verzlunarpláss við Laugaveg (við Hlemmtorg) til leigu strax. Upplýsingar i síma 21815 TILSÖLU ER Benz vörubifreið 32 7 árg. 1 963 I bifreiðinni er vél úr Benz 1413. Upplýsingar í sima 99-581 5 HAFNARFJÖRÐUR —. BARNAGÆZLA Barngóð kona eða stúlka óskast til að ánnast barn á fyrsta ári eftir hádegi 1—2 daga i viku eftir samkomulagi. Upplýsingar í sima 51484 TIL LEIGU 4ra herb. ibúð í Árbæjarhverfi Laus strax. Tilboð ásamt fjöl- skyldustærð sendist augl.d Mbl merkt: ,,31 78". MIG VANTAR AUKAVINNU Hef þekkingu og reynslu í alm. bókhaldi og rekstri smærri fyrir- tækja. Uppl. svarað í síma 27787. iesiii ptoirgiisswMw onGLEcn Frá 1 febrúarersímanúmerokkar Steinvör h/f., Gamla Hamarshúsinu, IMorðurstig 7, (Inngangur frá Tryggvagötu) RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Tvær stöður aðstoðarlækna eru lausar til um- sóknar við Kleppsspítalann og veitast frá 1. marz n.k. Stöðurnar veitast til sex mánaða með möguleika til framlengingar i allt að tólf mánuði. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 20. febrúar n.k. Reykjavik, 30. janúar 1 974. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 VIÐFORULL VANDLÁTUR GISTING Hótel Loftleiðir er stærsta hótel landsins. Þar eru herbergi og íbúðir. Meðal margvfsiegrar þjónustu sem miðast við ströng- ustu kröfur bjóðum véryður afnot af sundlaug og gufubaðstofu, auk snyrti-, hárgreiðsiu- og rakarastofu. Hvert sem ferðinni er heitið, getið þér fengið leigðan bfl hjá bflaleigu Loftleiða (sfmi 21190 og 21188). Hótel Loftleiðir er eina hótelið í Reykjavfk með veitingabúð sem er opin frá kl. 05, til kl. 20., alla daga. Valið er vandalaust, þvf vfsum vér yður að Hótel Loftleiðum, sfminn er 22322. [HOTEL loftleiðir;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.