Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 11 ráðnir í að gera stærri og aflmeiri flaugar sínar að „fjölsprengjuflytjur- um" þ.e. búa þær mörgum kjarnorku- sprengjum, sem hægt er áð skjóta í mismunandi skotmörk. I Washington óttast menn, að með þessum vopna- samstæðum muni Rússar öðlast getu til að eyðileggja með skyndiárás mest- allan ef ekki allan eldflaugaflota Banda- ríkjanna á landi Hvað breytinga er vænst af Rússum í staðinn? Það er enginn viss um, að hin nýja stefna Bandaríkjanna fái Rússa til að breyta eitthvað um. En í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum er litið á þetta sem mjög greinileg skilaboð til valdhafanna í Kreml — Ef ekki tekst í síðari umferð SALT viðræðnanna að ná viðunandi samkomulagi um hámarkstölu árásar- eldflauga, þá eru Bandaríkin bæði til- búin til og fær um að hefja stórfellda nýja uppbyggingu á kjarnorkuvopna- kerfum Að áliti hermálasérfræðmga er James Schlesmger að reyna að gera Rússum alveg Ijóst, að Bandaríkja- stjórn er staðráðin í að hindra að Sovétríkin nái hernaðarlegum yfirburð- um, meðan þau reyni að tefja fyrir SALT-viðræðunum. Hvað annað er í bígerð hjá Bandaríkjunum? Aðrar breytingar eru að miklu leyti undir því komnar, hvað Sovétríkin gera Hvað sem öðru líður, þá vill varnarmálaráðuneytið. að þingið tryggi því fé til hönnunar nýrra vopna Meðal þeirra vopnakerfa, sem það hefur í huga eru eldflaugar t landstöðvum, sem væru stærri en „M initeman". Nýjar flaugar, sem færu að skotmörk- um sínum í lítilli hæð, en með miklum hraða, og þar að auki nýjan tæknibún- að. sem yki bæði nákvæmni og eyði- leggingarmátt þeirra vopna, sem þegar eru til. Búist er við að forsetinn geri grein fyrir þessum og öðrum áætlunum í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir fjárhagsár- ið 1975, sem hefst 1 júlí næstkom- andi Gert er ráð fyrir, að farið verði fram á 85 milljarða dollara til varnar- mála Það er og líklegt, að Bandaríkin grípi til ýmissa annarra aðgera ef Rússar halda áfram málþófi í SALT-við ræðunum. Þau geta t d. flýtt hönnun Trident-kafbátanna, sem eiga að bera 24 eldflaugar, sem draga 4000 mílur eða meira. Þeir gætu emnig flýtt smíði annarrra vopnakerfa, svo sem B—1 hljóðfráu sprengjuþotunnar Samþykkir þingið milljarða viðbótarframlag? Ýmislegt bendir til að hart verði barist um þetta mál. Gagnrýni á miklar fjárveitingar til varnarmála hefur vaxið á undanförnum árum, Gagnrýnendur bæði á þingrog utan þess hafa látið i Ijós efasemdir um, að rétt sé að breyta skotmörkum eldflauganna, þar sem það geti aukið vígbúnaðarkapphlaupið Það er talið vist, að þeir verði á móti auknum fjárveitingum, ef það verður endanleg niðurstaða þeirra, að svo muni fara Jafnvel háttsettir menn innan stjórnarinnar eru i vafa um, hversu langt Bandaríkin geta gengið í meiri háttar breytingum á varnaráætlunum Þeir eru ekki vissir um, að öll deilumál vegna ýmissa siðustu áætlana séu í raunmni útkljáð Þeir telja, að það fari mikið eftir því, sem Sovétríkin gera á næstu vikum, hvaða afstöðu þingið taki. Það er bent á, að þrátt fyrir miklar tilraunir til að skera niður varnarmálafrumvarpið á siðasta ári, þá samþykkti þingið að lokum nær allt, sem forsetinn bað um. Þetta er talið benda til þess, að þingið muni gera það aftur, ef Sovétríkin neita að gera samkomulag i SALT- viðræðunum. Sovétrikin stæðu þá andspænis tveim möguleikum. Annaðhvort yrðu þau að ganga tiltölulega fljótt að sam- komulagi um takmörkun á kjarnorku- vígbúnaði eða standa andspænis nýju vígbúnaðarkapphlaupí við Bandarikin, sem hafa bæði tæknilegt forskot og tvöfalda efnahagsgetu þeirra sjálfra. SAMKOMULAGIÐ FRÁ 1972 TAKMARKAR HÁ- MARKSFJÖLDA ÞEIRRA ÁRÁSARFLAUGA, SEM STÓR- VELDIN MEGA EIGA, EN í ÞVÍ ERU TÖLUVERÐ FRÁVIK, SEM GERIR ÞEIM KLEIFT AÐ ENDURBÆTA KJARN- ORKUVOPNABÚR SÍN. ÞAU VINNA NÚ MEÐAL ANNARS AÐ EFTIRTÖLDUM VERKEFNUM: Bandaríkin 0 Verið er að smiða nýja tegund kafbáta — Trident — sem verða mun hljóðlátari en Polaris kafbátarnir og geta borið 24 eldflaugar. 0 Einnig að smiði nýrrar eldflaugar fyrir Trident bátana. Þær draga 4000 milur, en Polaris flaugarnar, sem nú eru i notkun, ekki nema 3000. 0 Ný hljóðfrá sprengjuflugvél, B-1, er i smiðum. Hún getur flogið mun hraðar og lægra og borið þyngri sprengjur en B-52, sem nú er i notkun. 0 Verið er að hanna nýja tegund eldflauga fyrir kafbáta. Þær fljúga með meira en hljóðhraða í litilli hæð til að komast undir ratsjár Rússa 0 Verið er að setja nákvæmari og öflugri kjarnodda i fjölsprengju- flaugarnar, sem þegar eru til. Sovétríkin 0 Nýr kafbátur — Challenge — er i smiðum Hann er lengri og getur borið fleiri flaugar en Delta, sem nú er fullkomnasti kafbátur Rússa. 0 Ný eldflaug fyrir Challenge, er i smíðum. Hún mun draga 4000 milur. 0 Verið er að hanna nýja hreyfanlega eldflaugastöð — SS-16 —, sem getur skotið þrem kjarnaoddum meira en 5000 milur. 0 SS-1 7 og SS-1 9 eiga að geta borið a.m.k. þrjár tveggja megatonna kjarnasprengjur 6,500 milur. 0 SS-1 8 er risaflaug. sem getur borið þrjár fimm megatonna sprengj- ur eða eina 25 megatonna, allt að 7.500 milur. 0 Verið er að breyta eldflaugum, sem nú eru til, i fjölsprengjuflaugar. Niðurstaða: Þrátt fyrir samkomulag um takmörkun kjarnorkuvíg- búnaðar heldur kapphlaupið áfram, á nýjum vettvangi, og sérfræðingar segja, að það MUNI halda áfram, nema báðir aðilar verði fljótlega sammála um að hætta. KVIKMYHDIR MENNIIMGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA, NESHAGA 16, EFNIR TIL SÝNINGA Á NOKKRUM VERÐLAUNAKVIKMYNDUM NÆSTU VIKUR. Sýndar verða þessar kvikmyndir: INTOLERANCE eftir D. W. GRIFFITH, mánudagana 4, 11, og 18. febrúar. INTOLERANCE var gerð árið 1916 og er talin meðal meistaraverka í kvikmyndagerð. Er hún meðal kostnaðarsömustu kvikmynda allra tíma. CITIZEN CANE með ORSON WELLES, mið- vikudagana 6, 13, og 20, febrúar. Welles er framleiðandi, stjórnandi og aðalleikari kvik- myndarinnar, en hún vakti heimsathygli á sín- um tíma og hlaut ýmis verðlaun. INHERIT THE WIND með SPENCER TRACY, miðvikudagana 8, 15, og 22. febrúar. Mynd þessi fjallar um hin margumtöluðu „aparéttar- höld" þar sem ungum kennara var stefnt fyrir rétt í smábæ í Tennessee fyrir að kenna skóla- börnum þróunarkenningu Darwins. Allar sýningarnar hefjast kl. 21. Aðgöngumiðar og sýnigarskrár eru fyrirliggjandi í Ameríska bókasafninu, Neshaga 16, frá 1 3 til 19 dag- lega, frá mánudegi til föstudags. Geymið auglýsinguna. Volvo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.