Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1974 3 | ÍÞRdTIAFRÍTTIFI MORGIBLADSII 1$ | Fyrsta punktamótið í Reykjavík um helgina FYRSTA punktamót vetrarins á skíðum fer fram f nágrenni Reykjavíkur um helgina og verð- ur keppt í flokkum fullorðinna. Fer þessi stigakeppni fram á þremur stöðum, gangan við golf- skálann í Grafarholti, stórsvigið í Skálafelli og svigið í BláfjöIIum. Alls taka 77 keppendur þátt f keppninni og eru þeir frá Akur- eyri, Siglufirði, Isafirði, Húsavík, Reykjavfk og úr Fljótunum. Göngukeppnin hefst klukkan 14 í dag í Grafarholti, 20 ára og eldri ganga 15 km, en 17—19 ára ganga 10 km. 13 keppendur er skráðir til keppninnar og hefst nafnakall klukkan 13. Stórsvigið verður einnig í dag og hefst klukkan 14.30 við Skfða- skála KR í Skálafelli, nafnakall hefst klukkan 12.30. Keppendur verða 54 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki. Svigið fer svo fram á morgun við Skíðaskála Armanns í Blá- fjöllum og hefst klukkan 13, nafnakall klukkustundu fyrr. Sami keppendafjöldi og í stórsvig- inu. Mótsstjóri verður Þórir Lárus- son, leiksstjórar; í göngu Jónas Asgeirsson, f stórsvigi Marteinn Handknattleikur: Þrír leikir í 1. deild BARIZT verður á öllum vígstöðv- um handknattleiksins um helg- ina, þrfr leikir fara fram í 1. deild karla, 5 leikir f 2. deild karla, 2 leikir f 1. deild kvenna og fjöl- margir í 2. deild kvenna, þriðju deild karla og yngri flokkunum. AIIs fara 35 handknattleiksleikir fram um helgina. I 1. deild karla leika Víkingur og Þór á Akureyri og hefst sá leikur klukkan 16.00 i dag. Allt getur gerzt í leiknum, en Víkings- liðið er mun sigurstranglegra. Ármannsstúlkurnar halda einnig Margvísleg verkefni eru framundan hjá júdófólki 28. janúar sfðastliðinn átti Júdó- samband fslands ársafmæli og af því tilefni gengst JSf fyrir afmæl- ismóti nú um helgina. Fer það fram í fþróttahúsinu í Ytri-Njarð vfk og hefst klukkan 13.00 f dag. Keppt verður f sex flokkum full- orðinna og unglingaflokki. Flest- ir beztu júdómenn landsins verða meðal keppenda þannig að búast má við skemmtilegum viðureign- um. Sigurður ekki lengur í keppnisbanni STJÓRN Badmintonsambands fsland ákvað f gær að aflétta keppnisbanni því, sem Sigurð- ur Haraldsson var dæmdur f þann 29. nóvember sfðastlið- inn. Bannið átti ekki að renna út fyrr en f lok marz, en þegar Sigurður var dæmdur í bannið var ger ráð fyrir, að það næði aðeins yfir eitt opið mót. f ár fara hins vegar fram fleiri op- in mót en áður og eitt slíkt var haldið meðan Sigurður var í keppnisbanninu. Stjórn BSt taldi, að bannið hefði þegar náð tilgangi sfnum og með hliðsjón af þvf var keppnis- banninu aflétt. Guðjónsson og f svigi Halldór Sig- fússon. Eins og kunnugt er, fer lands- mótið á skiðum fram í Reykjavík um páskana og er því þessi fyrsta stigakeppni vetrarins, og jafn- framt sú eina í Reykjavík, nokk- urs konar „generalprufa" fyrir landsmótið hvað framkvæmd snertir. Allt bezta skíðafólk lands- ins, sem er á landinu, verður með í mótinu, en sem kunnugt er dveljast þeir Haukur Jóhannsson, Arni Óðinsson og Hafsteinn Sig- urðsson við æfingar og keppni erlendis. Einmitt vegna fjarveru þeirra ætti keppnin að geta orðið mjög jöfn og skemmtileg að þessu sinni og ekki er ósennilegt að nýjar stjörnur skjóti upp koliin- um. Víðavangshlaup FYRSTA vfðavangshlaup full- orðinna á þessum vetri fer fram í Kópavogi í dag og hefst klukkan 16.00. Karlaflokkurinn hleypur 10 km, en stúlkurnar eitthvað styttra, hlaupið hefst við Vallar- gerðisvöllinn. norður i dag og leika gegn Þór i Iþróttaskemmunni. A morgun leika í 1. deild karla IR — FH og Armann — Valur, báðir leikirnir fara fram í Laugar- dalshöllinni, hefst sá fyrri kl. 20.15. Reikna verður með sigri FH og Vals í þessum Ieikjum, en þó gætu iR-ingar sett strik í reikninginn og stritt FH-ingum, en harla er það ólíklegt. Valsliðið hefur ekki verið burðugt í sfðustu leikjum sínum og vissulega er Armannssigur til í dæminu í siðari leiknum á morgun. Hljómskála- hlaup IR Annað hljómskálahlaup IR á þessum vetri fer fram á morgun, sunnudaginn 3. febrúar, og hefst kl. 14.00. Tony Knapp I leik með Southampton — hann ætti að kannast við KR-búninginn þegar hann tekur við liðinu. Knapp til KR 1 mánuðmum Englendingurinn Tony Knapp hefur nú skrifað undir samninga við KR-inga og kem- ur hann væntanlega til þjálfunar hjá félaginu í þessum mánuði. Knapp var í mörg ár einn af beztu leikmönnum í Englandi og lék með Leicester, Southampton og Coventry. Um 1960 var hann valinn í enska landsliðshópinn, en náði þó aldrei því marki að leika lands- leik. Arið 1968 hætti Knapp að leika sjálfur og tók þá til við þjálfunina og var hjá Norwich þar til fyrir skömmu. Fyrir störf sin þar fékk hann mjög góðadóma. I.B.A. bætir þriðja þjálf- aranum á athugunarlistann Verkefni júdómanna á þessum vetri verða mikil og margvísleg. Fyrirhugað er að serida landslið á Norðurlandamót og ef til vill ein- hverja á Evrópumeistaramótið. Þá er fyrirhuguð landskeppni við Norðmenn í Ósló og jafnvel við Dani í sömu ferð. Þá eru ýmis verkefni heima fyrir eins og Is- landsmót og Reykjavikurmót, auk fyrsta stórmótsins á vetrinum, sem er opna mótið í Njarðvikum. EINS og frá hefur verið skýrt f Morgunblaðinu eru Akureyr- ingar að athuga með þjálfarafyr- ir 1. deildarlið félagsins og til skamms tlma höfðu þeir tvo f takinu, Englending og Sovét- mann. Nú hefur sá þriðji bætzt f hópinn, er það Daninn Jack John- son. Hann hafði samband við Akureyringa í vikunni og kvaðst fús til að þjálfa lið IBA, gæti komið með litlum fyrirvara. Kristján Kristjánsson formaður Knattspyrnuráðs IBA sagði, að þeir hefðu ekkert ákveðið hver yrði fyrir valinu af þessum þjálf- urum, þessi mál væru i athugun. Þó væri því ekki að neita, að Akureyringar hefðu upphaflega ætlað sér að fá danskan eða þýzk- an þjálfara. Sovézki þjálfarinn, sem er fús Meistaramót þeirra yngstu 96 keppendur hafa verið skráð- ir til leiks f meistaramóti yngstu frjálsíþróttafólksins, en mót þetta fer fram í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst kl. 15.00 f dag. Er þetta jafnframt fyrsta frjálsfþróttameistaramót- ið, sem haldið er f Hafnarfirði. Keppendur eru frá Armanni, IR, FH, HSK, UMSK og HSH og í hópnum er flest allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins, þannig að búast má við góðum árangri og mikilli keppni hjá unga fólkinu. Það er frjálsíþróttadeild FH, sem um mótið sér, og hefur hún beðið um, að komið sé á framfæri áskorun til Hafnfirðinga um að f jölmenna á mótið og fylgjast með hinni skemmtilegu og tvfsýnu viðureign sem það býður upp á. Ægir ósigrandi í sundknattleiknum? FYRSTI leikurinn í Reykjavíkur- mótinu f sundknattleik fór fram í fyrrakvöld og áttust þar við KR og Ægir. Eftir æsispennandi bar- áttu fóru leikar svo, að Ægir sigr- aði 6:5. Ægisliðið hefur ekki tap- að 37 sfðustu leikjum sfnum og eru menn nú farnir að velta því fyrir sér, hvort liðið sé ósigrandi. KR vann fyrstu lotuna 3:2, þá varð jafnt 1:1 og f þriðju lotunni sigraði KR aftur, nú 1:0. Síðasta lotan var svo einkaeign Ægis, lið- ið skoraði þá 3 mörk gegn engu og vann leikinn því 6:5, en tæpara mátti það ekki standa. Mikil harka var f leiknum og tveimur leikmönnum úr hvoru liði vísað upp úr til kælingar. Guðjón og Þórður settu 2 mörk hvor fyrir Ægi, en Örn og Erling 1 hvor. Fyrir KR skoruðu Olafur (2), Sigmar, Hafþórog Erlingur. að koma til Akureýringa, hefur mjög góð próf frá sovézka knatt- spyrnusambandinu og öll beztu meðmæli þangað. Hann komst í samband við Akureyringa vegna bónar Akurnesinga um sovézkan þjálfara. Þegar Akurnesingar höfðu ekki fengið neitt svar fyrir áramót, sneru þeir sér til Eng- lands og réðu Kirby, sem væntan- legur er til Akraness í byrjun marz. I þessari viku kom svo jákvætt frá Rússlandi og höfðu Skagamennirnir þá samband við Akureyringa vitandi að þá vant- aði þjálfara. Daninn Jack Johnson er kunnur þjálfari i Danmörku, hann hefur þjálfað mörg lið og náð ágætuni árangri t.d. með OB og B-1913. Siðarnefnda liðið fór undir hans stjórn úr miðri þriðju deild og upp á topp þeirrar fyrstu. Körfuknattleikur: Leikið í 1. deild TVEIR leikir fara fram í 1. deild körfuboltans í dag, og verður leik- ið á Seltjarnarnesi. Fyrri leikur- inn er milli IR og UMFN, en að þeim leik loknum leika Armann og Valur. Einn leikur fer fram í 2. deild, norður á Akureyri leika á morgun Þór og IMA. — Leikirnir á Selt jarnarnesi í dag geta örugg- lega orðið mjög skemmtilegir. UMFN-Iiðið hefur aldrei verið jafn sterkt og nú. Þeir stóðu f KR á dögunum og ættu því að eiga möguleika á að velgja tR-ingum undir uggum. Leikir Vals og Ar- manns eru ávallt mjög jafnir og skemmtilegir, og liðið, sem sigrar f dag, gæti allt eins verið með í toppbaráttunni í vetur. Á morgun Ieika sfðan á Akur- eyri i 2. deild Þór og ÍMA, og hefst sá leikur kl. 14, en leikirnir á Seltjarnarnesi i dag hefjast kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.