Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 Fa iii ii 'AIAJR" 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 '&mx OM-nHTAL- Hverfisgötu 18 86060 Æ BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONCEŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI MIKIÐ SKAL TIL l SAMVINNUBANKINN “SKODA EYÐIR MINNA. Shodr ' UtOM AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABILAR HF. Bílaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Citroen G. S. stat- ion. Fimm manna Citroen G S 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjórum). Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN nuGivsmcnR £jf^0-»2248O Einar Ljósvetningagoði í forystugrein Tfmans í fyrradag er rætt um varnar- málin út frá nýju sjónarhorni. Þar er efasemdarmönnum um stefnu rfkisstjórnarinnar bent á, að ekki þurfi að hafa áhyggjur af úrslitum varnar- málanna, því að þar ráði igildi sjálfs Þorgeirs Ljósvetninga- goða ferðinni. AUir minnast þess, hve vel Þorgeiri Ljósvetn- ingagoða fyrsta tókst að leysa úr deilum milli kristinna manna og heiðinna, og Tfminn telur, að Þorgeiri öðrum muni ekki takast ver að Ieysa úr varnarmálunum. Þö skal á það bent, að Þorgeir lagðist einn undir feld f sólarhring, en Einar Ljósvetningagoði er nú búinn að vera undir feldinum f tæp þrjú ár og þar hafa dvali/.t með honum tveir Magnúsar. 4 þúsundin að ginningarfíflum Nú hefur komið á daginn, að Alþýðubandalagið hefur haft „fjögur þúsundin" f Háskóla- bfói á sunnudaginnvaraðginn ingarfíflum. Alþýðuhandalagið var einna ákafasti boðandi þess fundar og þar flutti Magnús Kjartansson hvatningarræðu. Sfðan var fundurinn látinn samþykkja herskáa baráttu- ályktun, þar sem heimtað var, að herinn yrði látinn hverfa allur skilyrðislaust á kjörtíma- bilinu og þannig staðið við ákvæði stjórnarsáttmálans, eins og það var orðað. „Fjögur þúsundin'* á fundinum hafa sjálfsagt álitið, að boðað væri til þessa fundar til þess að stappa stálinu f alla sanna her- námsandstæðinga, og Alþýðu- bandalagið gengi þar heilt til verks, enda eyddi það miklu fé 1 auglýsingar fyrir fundinn, og Magnús K jartansson talaði eins og hann væri ekki orðinn neitt júdasaður f hernámsmálinu, sem þessu fólki er heilagt. — En nú hefur komið upp úr dúrnum, að markmið Alþýðu- bandalagsins var allt annað. Markmið þess var einfaldlega að blása upp tilfinningafund, þar sem hörð og ósveigjanleg stefna Alþýðubandalagsins kæmi fram. Meðan „fjögur þúsundin" væru f sæluvímu yfir fundinum, sannfærð um tryggð Alþýðubandalagsins við hinn heilaga málstað, væri hægt, strax daginn eftir, að læða fram samþykkt mið- stjórnar Alþýðubandalagsins, þar sem látið er af kjörtíma- bilsskilyrðinu; þar sem Alþýðuhandalagið viðurkennir í fyrsta sinn, að NATO þurfi að hafa hér aðstöðu og þar sem Einari Agústssyni er gefið undir fótinn með að hafa hér „hreyfanlegar" flugsveitir og fylgilið þeirra — en slíkt þýðir í raun flugsveitir, sem dvelja hér f ákveðinn tíma og fara svo og aðrar taka við. Þessa stefnu- breytingu, sem í sjálfu sér er fagnaðarefni, að til hefur komið, átti að fela f trúar- hitanum frá Háskólabíós- fundinum kvöldið áður. Þetta varð að gerast strax daginn eftir fundinn mikla, þvf að hætt var við, að allt yrði vitlaust, ef slfk ályktun kæmi fram, þegar vfman færi að renna af „fjögur þúsundunum". En ekki létu allir blekkjast, því að strax eftir stefnubreytingarályktun Alþýðubandalagsins auglýstu vinstri stúdentar í háskólanum eftir fundi með liðsmönnum sfnum og fundarefnið var þetta: Tillögur Einars og hinar nýju tillögur Alþýðubanda- lagsins, og yfir auglýsinga- spjöldin var skrifað stórum stöfum: „Eru nú allir að svfkja?" Vinstri stúdentar hafa hingað til verið með alhörðustu stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins f aðstöðunni til varnarl iðans, en nú er bersýni- legt, að þeir líta á hina af- dráttarlausu stefnubreytingu Alþýðubandalagsins sem svik við „hei lagan málstað hernáms- andstæðinga". Svo Þjóðviljinn getur hætt að tönnlast á, að Morgunblaðið sé eini aðilinn, sem verði var við stefnubreyt- ingu Alþýðubandalagsins, en hins vegar kann að vera rétt, að ekki fagni allir þeirri stefnu- breytingu jafn innilega og Morgunblaðið. Marinó L. Stefánsson kennari: Skólanesti Börn og unglingar, sem dvelja lengi dags í skóla, þurfa að fá þar einhverja næringu. Barnsmaginn tæmist fljótt. Svengdin segir til sín. Líðanin verður lakari og skapið eftir því, eftirtektin sljórri og náms- afköst lélegri. Hvernig er þetta svo með nestið? — Jú, flestir ráðamenn skólanna, að minnsta kosti barnaskóla, ætlast til þess, að nemendur hafi eitthvert nepti með sér. Óskað er eftir smurðu brauði og mjólk og tekið fram, að ekki eigi að hafa gosdrykki eða sætabrauð. Margar mæður sjá vel um skólanesti barna sinna, og sumir skólastjórar og kennarar hafa glöggar gætur á þessu. En heimilin eru misjöfn, og eftirlitið i skólunum gleym- ist stundum. Þess vegna koma alltaf einhverjir nemendur nestislausir, sem þyrftu að hafa það. Aðrir eru með óheppilegt nesti, jafnvel gosdrykki og sætabrauð. Allalgengt er, að barn, sem á að byrja í skóla eftir að búðir eru opnaðar, hefur verið nestað með peninga að heiman og kaupir sér eitt- hvað í búð, t. d. maltflösku eða ávöxt, sem reyndar er ekki það versta, þó að maltflaska sé auð- vitað miklu dýrari en jafnmikið af mjólk. Stundum fylgir þá í kaupunum tyggigúmmí eða sælgæti. Nemendunum er sums staðar bannað að fara í búðir i frímínútum, en við marga skóla hagar svo til, að búð eða sjoppa er í nánd, og sé þar opið en eftirlitið í skólanum slakt, brjóta alltaf einhverjir boðorð- in. Sumir gagnfræðaskólar hafa mjólk til sölu og jafnvel eitt- hvert brauð. Það er mikil bót. En til þess að þeir nemendur, sem ekki koma með nesti að heiman, noti sér þessa fyrir- greiðslu, verður skólastjórn og kennarar að beita áhrifum sínum í þá átt. Fyrir nokkrum árum sögðu mér tveir nem- endur, sem voru í gagnfræða- skóla i Reykjavík, að samfelld kennsla væri þar flesta daga fimm stundir, en enginn nem- andi kæmi með nesti að heim- an, enda þótt reglur skólans mæltu fyrir um, að svo skyldi gert. í lengstu frímínútum gerðu skólastjóri og kennarar ráð fyrir, að einhvers væri neytt, en skiptu sér ekkert af því, þótt enginn hefði mat með sér og allir væru látnir fara út. Leið flestra nemenda lægi þá eðlilega beint í búðir í grennd til að seðja suitinn, oftast á gosdrykkjum, pylsum, kexi, vínarbrauði eða sælgæti. Ég hef nú ekki leitað mér upplýs- inga um hvort sama venja er enn í þessum skóla, né heldur hvort svipað á sér stað í öðrum gagnfræðaskólum. En það er vægast sagt óheppilegt að visa nemendum þannig út i sjopp- urnar, því að þar kaupa þeir lélega, óholla og dyra fæðu. Segja má, að þeir geti komið með nesti að heiman. En þegar sá siður er nú einu sinni kom- inn á að hafa ekkert nesti, er þess varla að vænta, að einn og einn taki sig út úr. Heimilið getur ekki heldur fengið barnið til að hafa með sér af því aðrir gera það ekki. Enginn vill vera sérstakur eða verða til athlæg- is. Nauðugur viljugur fylgir hann fjöldanum. Rétt er að geta þess, að ein- hverjar verzlanir munu vera famar að loka fyrir skólafólki, sem áður þyrptist þangað í fri- mínútum. Morgunverður nemenda heima er misjafn. Sumir eru lystarlausir snemma morguns, nývaknaðir, og borða því litið. Aðrir hafa ekki tíma til að borða, af því þeir vakna of seint, vantar kannski svefn. Margar mæður láta börnin hugsa um sig sjálf, eru sofandi eða að flýta sér í vinnu. Þá grípur barnið e. t. v. það, sem því þykir bezt, án tillits til holk ustu eða næringargildis. Nokk- uð öðru máli gegnir um nem- endur, sem eru aðallega í skól- anura síðdegis. Þó að skólatimi yngri barna sé suma daga að- eins 3 stundir, og af þeim sök- um virðist ekki nauðsynlegt, að þau hafi nesti með sér, er þó margs að gæta, og yfirleitt fannst mér þeim líða betur, ef þau fengu eitthvað að borða eða drekka, mjólk, brauðbita eða ávöxt. Og brauðið ætti að vera heilhveitibrauð eða rúgbrauð, af því það er hollara en hvíta hveitibrauðið, sem fólk notar illu heilli allt of mikið. Mér tókst nær alltaf, með góðri sam- vinnu við foreldra, aðfá börnin til að koma með hollt nesti, og hygg ég, að með samtökum geti aðrir það einnig. Á meðan ekki eru matgjafir í skólum hér, verður að treysta á nestið að heiman. I grannlönd- um okkar fá nemendur skyldu- stigsins í stóru skólunum ein- hverja næringu gefins, sums staðar 1/4 1 af mjólk, og koma þá börnin með brauð að heim- an. Annars staðar er epli eða t. d. appelsína til viðbótar mjólk- inni. I sænskum skólum eru allvíða matsalir og eldhús, og er framreiddur heitur réttur. Hver kennari kemur með bekk- inn sinn í matsalinn. Þetta er dýrt, en daglegur skólatimi er lengri þar en hér og ekki unnt að senda börnin heim til að borða. Nú eru ný fræðslulög í upp- siglingu hér á landi, og má full- víst telja, að daglegur (sam- felldur) skólatími lengist frá því, sem nú er. Stefnir þess vegna allt að því, að hér, a. m. k. í Reykjavík, verði að hefja ein- hverjar matgjafir í skólunum, og ættu forráðamenn fræðslu- ráða að fara að hyggja að þessu. En á meðan svo er ekki þurfa heimilin og kennararnir að taka höndum saman um, að börnin hafi með sér gott og hollt nesti i skólann. Hvað á félagsheimilið að heita? Mælifelli, 28. jan,- Félagsheimilisbyggingu i Lýtingsstaðahreppi hefur skil- að vel áfram á sl. ári og er nú komin á lokastig. Fram- kvæmdir hófust 1965, en á næstliðnum áramótum hafði verið varið til byggingarinnar nær 7 millj. króna. Er félags- heimilið reist við Steinsstaða- skóla, enda skólahúsnæði a.n.l., salurinn öðrum þræði íþrótta- salur, búningsklefar vegna hans og sundlaugar á staðnum í húsinu o.s.frv. Við Steinsstaða- laug er einn elzti sundkennslu- staður á landinu og því vel við hæfi, að vönduð og stór sund- laug verði gerð hjá félags- heimilinu. Aðstöðu við núver- andi laug er orðið ábótavant í ýmsu tilliti. — Jafnhliða því, að byggingu félagsheimilisins ljúki, er áformað að skipu- leggja alla skólalóðina, en þörf þess brýn vegna breyttra að- stæðna og nýbygginga. Vatnið á skólasetrinu er um 60° heitt og álitið, að það muni nægjanlegt, þótt byggð þéttist þar til muna, en ætla má, að þorp rísi á þess- um stað i framtiðinni. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn hins nýja félagsheimilis og er skila- frestur til 1. júní n.k. Guðrún L. Ásgeirsdóttir stöðvarstjóri á Mælifelli veitir tillögum við- töku og skulu þær merktar dul- nefni s.s. tíðkanlegt er. Félagslíf er töluvert hér um sveitir nú eins og vant er á þessum árstima. Þorrablót og árshátíðir í sveitum og skólum Og spilakvöld víða. Bridgemenn koma vikulega saman og halda mót og keppnir. Karlakórinn Heimir byrjar æfingar aftur og kirkjukórarnir halda vöku sinni sem bezt má vera. Tíð hefur veríð mild og góð sfðan fyrir áramót og samgöngur greiðar. Svellalög eru þó ærin, en snjór sára lítill. Fréttabréf frá Mælifelli Nýlega var þess getið í Mbl., að Mælifellskirkju barst skirn- arfontur að gjöf um sl. jól. Er hann gefinn til minningar um hjónin Þörunni Baldvinsdóttur og Guðmund Stefánsson, sem bjuggu í þessari sveit framan af öldinni. Auk barna þeirra, Stefánu kaupkonu íReykjavfk, Sveins fyrrv. Kaupfélagsstjóra, Unnar húsmóður áSauðárkróki og Hervins húsasmíðameistara i Reykjavík, á hér hlut að hálf- bróðir þeirra systkina, Jónas Jóhannsson, en hann bjó lengst á Akureyri, sfðast um árabil bóksali þar sem mörgum mun kunnugt. Þá hefur forstjóri syðra sent kirkjunni kr. 10 þúsund til minningar um sira Sigurbjörn Á. Gíslason, en hann var Skag- firðingur, fæddur í Glæsibæ í Víkurtorfu 1. jan. 1876. Gjöfin er ætluð til greiðslu á raf- magnsreikningi kirkjunnar fyrir sl. ár, en gefandi hafði séð það á prenti nýverið, að tekjur kirkjunnar voru aðeins rúmar 20 þúsund kr. það ár. Er ekki kyn, að mönnum blöskri hin veika fjárhagsstaða kirknanna í litlu sveitasóknunum og okrið á rafmagninu. Mikill veraldar- auður getur reynzt kirkjunni hættulegur sem fyrr á öldum, en allsleysi gerir starf hennar vonlaust. Eða vill annars nokk- ur sækja ólýsta kirkju, frost- kalda með flagnaða málningu, orgelslausa og hriktandi, þegar vindurinn blæs? Þeir, sem kynnu að álíta slíkar aðstæður samrýmast boðskap kirkjunnar betur en björt, hlý og fegurð hús, ættu þá að koma — þeir þurfa ekki að leita staðarins lengi' Sfra Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.