Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1974 29 RDSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 21 er?). Hún skrifaði allt slikt niður með dagsetningum og upphafs- stöfum mannanna. Eftir því sem ég kemst næst hefur Mulvaney verið sannsögull. Um aðila tvo hef ég þetta að sgja: Mary Jane Petersen er mjög glæsileg stúlka, sem maður tæki eftir hvar sem er. Klæðir sig smekklega. Vel vaxin. Hvorugt þeirra hefur lent i útistöðum við lögregluna, ef frá er skilinn at- burður sá, sem kemur fram í yfir- heyrslunni yfir ungfrú Peter- son. .. Martin fór í jakkann og settist aftur. Hann breiddi úr pappirun- um fyrir framan sig og sat graf- kyrr og studdi hönd undir kinn. 14. kafli. Martin Beck leit upp úr skjölunum, þegar Melander reif upp dyrnar á skrifstofu hans. Það gerðist ekki á hverjum degi, að hann æddi inn, án þess að berja að dyrum. — Karl Áke Eriksson-Stolt, sagði Melander, — Manstu ekki eftir honum? Martin hugsaði sig um. — Meinarðu þann, sem var kyndari á ,,Díönu“? Hét hann ekki þessu nafni? — Hann kallar sig bara Eriks- son núna. Fyrir tveimur og hálfu ári hét hann Eriksson-Stolt. Þá var hann dæthdur í eins árs fang- elsi fyrir að hafa haft mök við tólf ára gamla stúlku. Manstu ekki eftir honum? Harðsoðinn. síð- hærður skratti. — Jú, mig rámar eitthvað í þetta. Ertu viss um, að þetta sé sami maðurinn? — Já, ég hef gengið úr skugga um það. Það liggur ljóst fyrir. — Eg man ekki almennilega, hvernig þetta var. Bjó hann í Sundbyberg? — Hann átti heima i Hagalund. Hjá móður sinni. Þetta gerðist einn góðan veðurdag, þegar móðir hans var í vinnu, sjálfur var hann atvinnulaus um þær mundir. Hann tók stelpukorn heim með sér. Hún var ekki nema tólf ára og var að auki talin vangefin. Hann ginnti hana til að drekka vín og þegar hann hafði fyllt hana, þá tók hann barnið. — Voru það foreldrar stúlkunnar, sem kærðu hann — Já, og ég sótti hann síðan til yfirheyrslu. I fyrstu reyndi hann að vera hinn hressasti og stað- hæfði, að honum hefði verið ókunnugt Jum, að stúlkan hefði verið undir lögaldri og að hún héfði verið mjög tilkippileg. En stúlkan leit ekki út fyrir að vera degi eldri en hún var, nema síður væri. Læknirinn, sem skoðaði hana, óttaðist, að hún biði varan- legt tjón vegria þess áfalls, sem hún hefði orðið fyrir, en ég hef ekki frétt neitt um það. En alténd var Eriksson dæmdur i ársfang- elsi. Það fór hrollur um Martin, þeg- ar honum varð hugsað til þess að maður á borð við Eriksson hefði verið samskita Roseönnu McGraw. — Hvar er hann núna niður- kominn? spurði hann. — Hann réð sig á finnskan flutningadall. Ég ætla að reyna að hafa upp á því, hvar skipið er núna. Þegar Melander var farinn tók Martin simtólið og hringdi til Motala. — Við verðum að hafa hendur í hári hans, sagði Ahlberg.— Hringdu til mín, þegar þið hafið talað við útgerðarfélagið. Ég vil fá hann hingað, þó svo það kosti, að ég verði að synda eftir honum. Hinn kyndarinn hefur lfka ráðið sig á annan bát, en ég finn hann fljótlega. Auk þess þarf ég að hafa tal af vélstjóranum aftur. Þeir kvöddust. Matrin sat um stund í þungum þönkum. Loks ákvað hann að fara og hitta Mel- ander að máli. Kolberg var ekki inni við, þegar hann kom. — Báturinn, sem heitir Kalajoki, er á leið frá Holmsund. Hann verður í Söderhamn í nótt. Utgerðarfélagið hefur staðfest, að Eriksson sé um borð. Martin fór aftur til skrifstofu sinnar og hringdi aftur til Motala. — Ég fer við annan mann og sæki hann, sagði Ahlberg. — Ég læt þig vita, um leið og við kom- um aftur. Þeir þögðu andartak. Svo sagði Ahlberg: — Heldurðu, að það sé hann? — Ég veit það ekki. Þetta getur verið tilviljun ein. Ég hef aðeins einu sinni séð hann — fyrir tveimur árum. Rétt áður en hann fékk dóminn. Viðbjóðsleg mann- gerð. Það sem eftir var dagsins hélt j Varið land: j Mjög góð j þátttaka á ! Akureyri Martin kyrru fyrir á skrifstofu | sinni. Hann kom litlu í verk, en þó auðnaðist honum að ljúka af nokkrum skýrslun, sem höfðu I Við höfðum samband við safnazt fyrir. En allan tímann var | skrifstofuna Varið land á Akur- hann með hugann við bátinn, sem • eyri í gær og þar gaf Drífa okkur var á leið til Söderhamn. Og hann J þær upplýsingar, að á 3. þús. hugsaði líka um Roseönnu I manns væru þegar búnir að skrifa McGraw. | á lista, sem hefði verið skilað. Þá Þegar hann kom heim, ætlaði . sagði hún að um 300 manns væru hann að dunda við skipsmódelið ■ úti með lista og margir með fleiri sitt, en hafði ekki eirð í sér. Hann I en einn lista. Kvað hún þátttöku vissi, að þess væri ekki að vænta, g mjög góða og margir ætluðu að að Ahlberg hringdi til hans fyrr • taka þátt í undirskriftasöfnun um en morguninn eftir, og að ■ helgina. lokum gekk hann til hvilu. Hann | _______^ ,________ svaf óvært og vaknaði fyrir allar | Hann var að lesa íþróttafrétt- I ArHlbB.IldSÚr irnar, þegar Ahlberg hringdi. | « j — Hann er kominn hingað. ■ IcHiriSt Hann þykist vera heljarmikill — , , . . kall. Segir ekki eitt einasta orð. I Karlmannsarmbandsur fannst i Ég get ekki sagt, að mér falli I gærmorgun, fimmtudag, a gang- hann sérlega vel i geð. Eg hef ! ftettinm vestan Hnngbrautar na- talað við lögreglustjórann 0g I G^"davegi. Eigandi getur hann mælir með, að þú komir. Ég | sott °rið að Grandavegi 37. held, að full þörf sé á því. ■ —------------------ Martin leit á úrið. Hann var ■ farinn að kunna utanbókar alla brottfarar- og kon.utima lestanna. — Ég næ lest klukkan hálf átta. • Sé þig fljótlega. Hann náði i skjalatöskuna með | skýrslunum frá Kafka. Þegar klukkuna vantaði fimm J mínútur i hálf átta, sat hann í I lestinni. Hann hafði fengið helztu upp- ■ lýsingarnar um Eriksson og rýndi J í þær á leiðinni. Karl Áke Eriksson-Stolt var | j Vængir fluttu Leðurblökunni söngvara Eins og kunnugt er syngur Sigurður Björnsson söngvari eitt aðalhlutverkið í Leðurblökunni. I gær var Ijóst, að hann gæti ekki sungið á leiksýningunni i gær- fæddur í Katarina og var tuttugu ■ kvöldi vegna veikinda og voru nú og tveggja ára. Faðir hans dó, J góð ráð dýr, því Garðar Cortes þegar drengurinn var sex ára, og I söngvari, sem einnig hetur æft ári siðar fluttist hann með móður | hlutverkið, var norður á Blöndu sinni til Hagalund. Hann var einkabarn. Móðirin vann við saumaskap og hafði séð fyrir hon- | um, unz hann hætti í skóla. Haft | hafði verið tal af nokkrum kenn- . urum hans og sá eini, sem mundi ■ eftir honúm, hafði talið hann hafa | meðalgreind, en sagði hann hafa | verið uppreistargjarnan og erfið- an nemanda. Eftir að hann hætti í | skóla, hafði hann unnið við hitt og | þetta, verið sendill og unnið i J vörugeymslu. Þegar hann var I átján ára, fór hann til sjós. Yfir- | menn hans höfðu ekkert sérstakt ■ út á hann að setja. Ari síðar flutt- J ist hann aftur heim til móður I sinnar og lét hana sjá fyrir sér, | ósi. Til þess að Þjóðleikhúsið I þyrfti ekki að aflýsa sýningunni og væntanlegir leikhúsgestir að sitja með sárt ennið, hljóp Flug- félagið Vængir undirbagga og lét eina af vélum sínum, sem var í áætlunarflugi til Gjögurs, taka á sig krók og lenda á Blönduósi til þess að sækja söngvarann. Var hann því mættur á tilsettum tíma á fjalir Þjóðleikhússins f gær- kvöldi og söng þar af hjartans list. Leiðrétting Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.30 — 1 1.30. frá mánudegi til föstudags. 0 Snjórinn á gangstéttunum ,,Hvernig stendur á því að húsráðendum er ekki gert að skyldu að ryðja snjó af gang- stéttum sínum, að minnsta kosti verslunareigendum, sem ættu þó með þeim hætti að vilja greiða götu viðskiptavina sinna. Það stappar nærri ókurteisi, hvernig fólk þarf að klofa skaflana til þess að kom- tst að sumum verslununum, og ;kki er það falleg auglýsing fyrir caupmennina. Að vísu er einn og ;inn svo myndarlegur að „gera íreint fyrir sínum dyrum“, en ieir eru langtum of fáir. Víða erlendis þykir það sjálf- :agður hlutur, að verslanaeig- rndur haldi gangstéttum sínum lokkalegum fyrir vegfarendur, mda mundi vist fáir þar leggja eið sína inn i verslun þar sem líkt æri umhorfs utandyra og hér er ilgengast. Þá er það líka alltitt, að ólk i ibúðarhverfum sýni ein- ívern lit á snjómokstri. Það er fásinna að ætlast til þess ð borgin annist þetta ein. Á hörð- im vetri yrði það henni ofviða. Og rum við ekki alltaf að heimta parnað af því opinbera. — Snjókafari“ % Hverhjásér „Þetta eru orð í tima töluð,“ sagði roskinn maður, sem átti erindi við Velvakanda og sá bréfið. „En það eru ekki bara kaupmennirnir, sem ættu að taka til hendi, þetta ættu allir húseig- endur eða ibúar húsa að gera. í húsaröðinni, þar sem ég á heima, erum við aðeins tveir, sem höfum mokað gangstéttina fyrir framan hjá okkur. Það er nú kannski ekki að marka, þótt ég dundi við þetta, þar sem ér er hættur allri almennri vinnu, er víst orðinn of gamall til þess og hef nægan tima.“ „En samt held ég nú, að það sé ekki tímaskorturinn, sem aftrar mönnum frá því að moka stéttina fyrir framan hjá sér. Ég held, að það sé þetta almenna sinnuleysi, sem gerir svo víða vart við sig, eða einfaldlega framkvæmdaleysi." # Starf fyrir krakka og unglinga „Ertu að skrifa þetta niður, sem ég segi?“ hélt gamli maður áfram. „Jæja, já, þú mátt það svosem. En þá skaltu segja fólk- inu, að þetta sé reyndar mjög lítið og fljótunnið verk, sé rétt að farið. Bezt er að moka strax og hættir að snjóa áður en snjórinn treðst mikið niður og svell mynd- ast. Þessi eini nágranni minn, sem sér um sina stétt, mokar ailtáf á kvölidiri, þegar þess ér þörf, og það tekur hann ekki langan tíma. Mér var annars að detta það í hug, hvort þetta væri ekki kjörið starf fyrir krakka eða unglinga. Það væri þeirra starf á heimilinu að sjá um snjómoksturinn. Ég er i engum vafa um, að þeir hefðu ánægju af þvi, og ef þeim væri falið það, efast ég ekki um, að þeir gerðu það vel. Hvernig væri að pabbinn færi nú og keypti skóflu, sementsskófla er ágæt, og fæli syni sínum eða dóttur að sjá um hreina stétt. I sambýlishúsum ætti að ákveða fyrirfram, hver ætti að sjá um moksturinn á hverjum tíma. — Jæja, þetta er nú orðin meiri fyrirlesturinn um ekkert — og þó.“ Þetta voru orð gamla mannsins, sem þó er ekkert gamall í augum þeirra, sem þekkt hafa hann lengi. Nú er það undir ykkur komið, hverjar undirtektir þau fá. # Skattarnir Þá hafa skattgreiðendur fyllt út seðlana sina og skilað þeim til skattstjórans hver á sín- um stað, það er að segja þeir, sem ekki hafa undanþágur frá því að skila fyrir mánaðamótin. Hér er bréf frá skattgreiðanda, sem horf- ir með kviða frarn á sumarið, þegar álagningarseðillinn birtist: „Kæri Velvakandi! Ég var að skila skattaframtalinu mínu og það sækir að mér kviði. Laun mín hsékkuðu nokkuð, þó ekki nein stórfélld hækkun, á síðastliðnu ári. Ég hafði þó satt að segja ekki gert mér grein fyrir þvi, fyrr en í frétt í blaðinu í gær um nýja stjórn i starf sstúlknafélaginu Sókn féll niður nafn Ástu Árna- dóttur meðstjórnanda. Plötuþjófur ég sá töluna á pappírnum, því að l gripinn mér hefur alls ekki gengið betur | að lifa af laununum en árið áður. ■ Síðdegis á miðvikudag var 15 En það, sem veldur mér ugg, eru * ára piltur staðinn að verki i skattarnir, sem ég reikna með að | hljómplötuverzlun við Laugaveg- þurfa að borga. Það sér hvert 1 inn, er hann var að stela plötum. mannsbarn, að skattpiningar- . Var hann með stóra tösku og kerfið, sem við lifum við, er for- I búinn að setja i hana 8 stórar kastanlegt, en samt er ekkert | plötur, er hann var gripinn. gert. Menn með miðlungstekjur eru skattlagðir svo hátt, að það er hreint átak að borga álögurnar. Ef menn freistast svo til að bæta við tekjur sinar með aukinni eftirvinnu, þýðir það aðeins enn I [ — Argentína I Gramur Framhald af bls. 17 .... Mynduð þér geta hugsað hærri skatta næsta ár, og víta- | yður að fara frá Argentínu? hringurinn er hafinn. | _ Móðir mín er haldinn I sektarkennd, — henni finnst I það skylda mín að yfirgefa „„ I Þetta dauðadæmda land, en ég Ogpiuyilui . get ekki farið frá henni. Ilún er Eg er gramur og þreyttur I 97 ára gömul, þér skiljið, og býr vegna þessa, ekki sízt þar sem ég | hjá mér Það er raun og veru hafði gert mér vonir um, að nú- ■ vegna hennar, sem ég er í verandi stjórn myndi gangast J Buenos Aires. Ef til vill væri fyrir nauðsynlegn breytingu á | betra ef maður færi eitthvað skattalögunum, en fram til þessa I annag hefur allt hjal um slikt verið . marklaust glamur. Vonbrigði mín I eru enn meiri, þar sem ég trúði | þessu. Þeir, sem geta svikið 1 undari skatti, glotta þó við tönn, J því nú borgar sú iðja sig enn I betur en nokkru sinni fyrr. Ég | held, að stjórnin ætti hreinlega að ■ viðurkenna, að hún hafi gefist J upp á breytingum til bóta á I skattalögunum. Það væri þó | heiðarlegt. • Skattgreiðandi.“ ■ Ilvað finnst yður um sið- ustu veitingu Nóbelsverðlaun- anna? — Ég hef ekkert lesið eftir Patrick White, en það virðist viðeigandi að veita þau Ástalíu- manni. Hvers vegna ekki? Þeir eru orðnir þreyttir á að ,veita þau B andarikjamönnum eða Suður-Amerikumönnum. Eg geri ráð fyrir þvi, að næst veiti þei r þau Afríkumartni, Araba eða Malaja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.