Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 19 Hallsteinn Hinriksson íþróttakennari sjötugur „Hlutverk íþrótta á að vera það, að gera drengi að góðum mönnum og menn að góðum drengjum.“ Ben. G. Waage. Með skjótum hætti hafa íslend- ingar vaxið upp úr fátækt og um- komuleysi til bjargálna og úr því að vera aðeins bjargálna til velmegunar. — Líklega er það einsdæmi meðal þjóða heims, að jafnfámenn þjóð sem islendingar, hafi á svo skömmum tfma, eins og raun ber vitni um risið úr ösku- stónni og gert sig gildandi og á ýmsum sviðum fullgilda í sam- félagi menningarþjóða, sem standa á gömlum merg. Margt ber til þessa og margt afsþví liggur í augum uppi og því óþarfi að rekja það hér eða fara um það mörgum orðum. Við allra augum blasa hin- ar öru og stórstígu framfarir, sem átt hafa sér stað hér á landi á þeim tæpum þremur áratugum frá því að siðari heimsstyrjöld- inni lauk. Ungmenni þessa lands líta ekki þetta sömu augum og eldri kynslóðin, sem man tímana tvenna og jafnvel þrenna á þró- unarskeiði þessarar aldar. Unga kynslóðin kemst ekki i uppnám, þótt henni séu sagðar sögur af erfiðleikum og fátækt alls þorra almennings á fyrstu áratugum aldarinnar. Þess erekki heldur að vænta, að ungt fólk, sem borið er í velmegun og alið upp í velsæld, geri sér nokkra grein fyrir þvi, hvar skórinn kreppti að og hversu kjör almennings voru kröpp á dögum afa og ömmu eða langafa og langömmu. Og þó voru upp- hafsár aldarinnar og allt fram að siðari heimsstyrjöldinni, þar með talin kreppuárin, sannkölluð blóma og uppgangstimi samanbor ið við fyrri tiðar volæði, umkomu- leysi og næstum allsleysi þjóðar- innar. — öldin riður vel i garð. Nýir menn koma fram haldnir nýjum vonum og nýjum hugsjón- um, sem þeirberafram tilsigurs. Þjóðin tekur nú sem örast að rétta úr kútnum. Fjörkippur fær- ist I allt menningar- og athafnalif. Þjóðin verður opin fyrir nýjung- um og framförum og ýmsir menn- ingarstraumar ná tökum á henni. Á þessum árum er ungmenna- félagshreyfingin að vaxa úr grasi og íþróttahreyfingin kemur í kjöl- far hennar. Ungmennafélögin höfðu margvísleg mál, sem til heilla horfðu i þjóðlifinu, á stefnuskrá sinni. Og þar voru og eru enn íþróttir og líkamsrækt ofarlega á blaði, en svo fóru að myndast, einkum í kauptúnum og bæjum, sérstök félög, sem fyrst og fremst voru stofnuð með það fyrir augum að efla íþróttalíf og vinna að framgangi iþróttamála. Þessi félög mynda með sér heildarsamtök og íþróttasamband Islands er sett á stofn 28. jan. 1912. Þegar hér er komið sögu, er afmælisbarnið sjötuga í dag, HALLSTEINN HINRIKSSON, 8 ára að aldri. Ekki er víst að hann hafi órað fyrir því þá, að starfs- vettvangur hans á lífsleiðinni yrði aðallega og svo til eingöngu á sviði íþrótta og íþróttamála. En snemma beygist krókurinn að því, sem verða vill. Strax á barnsaldri hneigðist hugur hans mjög til hvers konar leikja og fþrótta. Ekki dró úr þessari áráttu, þegar hann var af barnsaldri og fram á unglingsárin kom. Stundaði hann þá ýmsar iþróttagreinir af mikl- um áhuga, svo sem hlaup, köst, stökk, sund o.fl. Að loknu námi í unglingaskólanum i Vik í Mýrdal liggur leið hans i Samvinnuskól- ann og stundar hann þar nám 1924 — 1929. Að því námi loknu er hugur hans enn óráðinn og leitandi og áhuginn beinist ekki að því að leggja fyrir sig verzlun- ar- og viðskiptastörf. Ahugamál hans liggja á öðru sviði. Hann ræð ur sig sem skólastjóra við ung- lingaskólann i Vík í Mýrdal og gegnir þvi starfi I eitt ár. Þetta starf likaði honum vel. Þd festir hann ekki yndi i því. íþróttirnar eiga enn sem fyrr hug hans allan. Á þeirra vettvangi vill hann vinna og skapa sér aðstöðu til starfa, þótt ekki sé það vænlegt til fjár eða öruggrar lífsafkomu. Og þvi gerist það, þegar hér er komið sögu, að hann hleypir heimdrag- anum og siglir til Kaupmanna- hafnar og innritast f Statens Hallsteinn Hinriksson. — Mynd- in er frá 1929, árinu, sem hann kom til Hafnarfjarðar Gymnastik-Institut. Þaðan lýkur hann íþróttakennaraprófi 1929. Meðan hann var í Kaupmanna- höfn sótti hann einnig sumarnám- skeið i sundi, frjálsum íþróttum og róðri. Hann kemur heim haustið 1929. Er hann þá strax ráðinn fimleika- og iþróttakennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar og Flensborgar- skóla. Hefir hann starfað við þessa skóla fram á siðustu ár, en fyrir tveimur árum lét hann af starfi sem fastur kennari, en hef- ir þó enn með höndum nokkra stundakennslu. Á löngum starfs- ferli við skóla þessa eru þær ekki margar stundirnar, sem hann ekki hefur getað mætt til starfa sökum lasleika eða veikinda. Þessi síðustu ár hefir þó brugðið svo við, að hann hefir ekki alls kostar gengið heill til skógar, en látið það litið á sig fá og haldið þeim vana sínum að koma reifur og glaður til starfs, þótt stundum kenndi hann lasleika. Hann hefir getið sér órð fyrir mikla sam- vizkusemi i starfi og reynzt af- burða kennari og vinsæll meðal nemenda sinna og samkennara. Með heimkomu Hallsteins frá íþróttanáminu i Höfn verða þátta- skil í íþróttamálum Hafnfirðinga og nýr og merkur kafli hefst i íþróttasögu þeirra. Hann gerist strax handgenginn íþróttahreyf- ingunni í Firðinum og tekur um- svifaiaust við að æfa ungmenni i fimleikum, handknattleik og nokkru siðar í frjálsum íþrótt- um. Áhugi er mikill hjá ungling- unum og ekki síður hjá kennaran- um. Þessi áhugi leiðir til þess, að ungmennin stofna, félag 15. október 1929 og hlýtur það nafnið Fimleikafélag Hafnar- fjarðar". Atti Hallsteinn frum- kvæðið að þessari féiagsstofun. — Fyrsti formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar varð Kristján Gamalíasson og með honum i stjórn Sigurður Gíslason og Böðvar Eggertsson. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu F.H. var óskabarn Hall- steins Hinrikssonar. Við þetta félag batt hann miklar vonir, sem ekki hafa brugðizt honum. Fyrstu árin hafði hann ekki áhuga á að sitja í stjórn þess,en gerðist strax þjálfari þess og ráðgjafi. Og undir hans handleiðslu náði F.H. að festa rætur og því óx brátt fiskur um hrygg. >að er ekki fyrr en 1939, 10 árum eftir stofnun félagsins, að hann tekur sæti i stjórn þess og það sæti hefir hann skipað svo óslitið síðan. Allar göt- ur frá upphafi hefir hann ekki einungis verið aðalþjálfari F.H. en einnig og engu síður verið aðaldriffjöðrin i þvi að vinna að vexti þess og velgengni á sem flestum sviðum. Að öllum ólöstuð- um á F.H. engum meira að þakka frama sinn og sigursæld en Hall- steini Hinrikssyni. Það er eins- dæmi hér á landi, að iþróttafélagi skuli hafa haldizt svo lengi á ein- um og sama þjálfara sinum og leiðbeinanda svo sem F.H. hefir gért. Ef til vill má fyrst og fremst þakka þetta þvi, að F.H. hefir aldrei brugðizt leiðbeinanda sín- um, — Hallsteini, — og á sama hátt hefir hann aldrei brugðizt F.H., en lagt alla sína orku i það að vinna félaginu allt það gagn sem hann mátti. Hann er orðinn æði stór sá hóp- ur ungmenna, sem æft hefir iþróttir undir handleiðslu Hall- steins. Margt efnilegt ungmennið í íþróttum hefir hann stutt með ráðum og dáð og komið til þroska og síðan til frama á íþróttasviði. — Um skeið átti F.H. mörgum góðum frjálsíþróttamönnum á að skipa og átti íslandsmeistara i ýmsum greinum frjálsíþrótta. Nú hin siðari ár hafa F.H.-ingar eink- um getið sér orð bæði hér heima og erlendis í handknattleik. Sigurganga þeirra í handknatt- leik hófst 1956, þegar þeir fóru í Danmerkurreisu og kepptu þar við 7 kunn handknattleikslið. Þeir unnu i sex leikjum og gerðu eitt jafntefli. Sama ár urðu þeir íslandsmeistarar í handknattleik innanhús. Frá þessum tíma til þessa dags hefir sigurganga þeirra i handknattleikskeppni verið næstum óslitin. Og enn eru þeir i seilingu þess að verða ís- landsmeistarar i greininni á þessu ári. Hallsteinn Hinriksson hefir verið gæfumaður. Hann hefir lif- að það að sjá drauma sína og vonir rætast, en stærst hefir gæfa hans verið sú, að hann hefir átt miklu heimilisláni að fagna. Arið 1934, 10. nóv., kvænist hann Ingi- björgu Árnadóttur, mikilli vildis- konu, sem staðið hefur dyggilega við hlið hans, tekið ríkulega þátt i öllum hans áhugamálum og búið honum gott heimili. Þau eiga fjög- ur mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin og farin að heiman. Þau eru Ingvar, prentverkfræð- ingur, búsettur í Kaliforníu í Bandarikjunum, Örn, prentari, búsettur í Hafnarfirði, Sylvia, húsfreyja, búsett i Reykjavík og Geir, íþróttakennari, búsettur i Þýzkalandi og er hann þar liðs- maður í hinu kunna handknatt- leiksliði Göppingen. Börnin eru öll miklir unnendur íþrótta og kippir þar á kynið. Þau hafa öll getið sér orð á íþróttasviði. Geir mun þó þeirra kunnastur. Af öll- um, sem til þekkja, er hann nú talinn framarlega i hópi kunn- ustu handknattleiksmanna heims. Þeir eru ötal margir.bæði nem- endur, samkennararog samstarfs- fólk Hallsteins og félagar úr íþróttahreyfingunni, sem hugsa hlýtt til hans í dag, þegar hann á merkisafmæli. Öll óskum við hon- um og fjölskyldu hans alls hins bezta á ókomnum árum. Þorgeir lbsen. Penlngamenn athugið Óskum eftir peningaláni til skamms tíma til bygginga- framkvæmda gegn tryggingu. Tilboð um upphæð og kjör sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag, merkt. „Öruggir aðilar Hef opnað Lækningastofu að Glæsibæ vlð Suðurlandsbraut Sérgrein: Lyflækningar og meltingarsjúkdómar. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 8631 1. Birgir Guðjónsson. fHtfirgimMaðið óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAOBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408 AUSTURBÆR: Bergstaðastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49, Ingólfstræti, MiStún VESTURBÆR: Seltjarnarnes: (Skólabraut), (Miðbraut), Garðastræti Lynghagi, Lambastaðahverfi, ÚTHVERFI: Álfheimar frá 43, Barðavogur, Karfavogur, Smálönd. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast: Nýbýlavegur, Auðbrekka. Upplýsingar í síma 40748. AUSTURBÆJARBÍÓ RÁNSFERÐ SKÍBAKAPFANNA Hörkuspennandi ný, bandarísk kvikmynd í litum og Panavision. Ht s A THi£> ON SK.S WITH SUB -ZEtVO NEPVIS HÍINtiNG :240.000 IN CaO.COtP CASH JEóN CIAUDE KILLY in his first feature motion picture. "7KL RAIDER/ Aðalhlutverkið er leikið af einum fræknasta skfðakappa, sem uppi hefurverið: JEAN-CLAUDE KILLY en hann hlaut þrenn gullverðlaun á Olympiuleikunum Sýnd kl. 5, 7 og 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.