Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 23 að ungmenni, sem stendur á há- tindi aesku sinnar fullur af áhuga og eldmóði að láta sína framtiðar- drauma rætast í veruleikanum, hefði fallið saman við þann gerræðisdóm, að vera dæmdur úr leik sem starfandi heill þjóð- félagsþegn og í staðinn lagt á hann að ganga þymum stráða veikindabraut. En öllum er gefin líkn með þraut. Er ég kom fyrst á sjúkrarúmi hans bjóst ég við að sjá þar niðurbrotinn og Iífsleiðan ungan mann, sem búinn væri að missa trúnna á lítið og tilgang þess. En þessu var alveg öfugt farið, þarna var sami glaði og áhuga- sami lífsorkumaðurinn og ég þekkti að heiman, fullur af áhugamálum lifsins og tilgangi þess, las mikið og fylgdist með straumhvörfum þjóðlffsins. 1 vöggugjöf og fyrir áhrif frá trúaðri móður hafði hann hlotið djúpa og sanna trú á frelsara sinn Jesúm Krist og hafði hann fyrir sinn andlega leiðtoga. Hann var þvf alltaf meira veitandi en þiggjandi gestum sínum, og allir fóru glaðir og reifir frá sjúkra- beði hans. Milli þess, sem hann var á sjúkrahúsum fór hann ut f iðn- nám og lærði skósmíði á Vífils- stöðum hjá Einari Sveini Jónss. Ér hann fór að Reykjalundi setti hann þar upp skóvinnuverk- stæði, sem hann hafði fyrst með hælisvinnunni og sfðan ein- göngu, enda var hann búinn að koma sér upp nýlegri vélasam- stæðu og sæmilegu verkstæði og lfkaði fólki vinnan hans afar vel. Var hann lipur og þægilegur í viðskiptum, enda vinnan orðinn meiri en hans starfskraftar þoldu. Á verkstæði hans voru okkar síðustu samfundir, er hann gerði skó mína sem nýja. Þetta sýnir bezt, að maður, sem búinn er að gangast undir margar lífs- hættulegar aðgerðir og finnur sig aldrei heilan í rúm 40 ár, en kemur þó þessu f framkvæmd, þarf til mikinn vilja lífsorku og sálarþrek. Meðfædd tryggð hans og heim- þrá til æskustöðvanna var svo sterk, að hann fór heim hvert einasta sumar, sem hann fékk fararleyfi lækna, til að heilsa upp á sfna ástríku foreldr^ og skyld- menni. Til að sjá þessi háu, tignarlegu fjöll, sem hann átti svo mörg smalasporin um í æsku sinni. Og nú sfðast í sumar fór hann til að fylgja háöldruðum föður sínum til grafar, en fyrir þremur árum hafði hann kvatt móður sfna. Æskustöðvar sfnar kvaddi hann og í sumar, enda farinn að finna, að umskipti væru ekki langt undan. Hans heitasta ósk var aö mega hvila neima hjá ástvinum sfnum, og verður það honum veitt, fer jarðarförin fram að Setbergi í dag, og hvílir hann við hlið foreldra sinna þar. On nú, er ég stend andspænisi kveðjustund þinni, þá finn ég söknuð í sál minni, að minn ein- lægi og tryggi heimilisvinur með sinn uppörvandi og glaðværa anda, er kvaddur, en eftir skilurðu fagra lífsmynd f huga mínum og sál, sem byggð var upp af sterkum viljakrafti þfnum og sálarrósemi f sannri trú. Og við, sem minna höfum þurft að stríða á lífsbrautinni, en erum að gera okkur grillur út af auvirðilegu dægurþrasi, mættum mikið af þinni lífssögu læra, því enginn getur tryggt líf sitt með eignum sínum, heldúr aðeins með sannri trú á leiðtoga lífsins Jesú Krist og með hans hjálp orðið ríkur hjá Guði. Ástríki blessaður frelsarinn minn, • • sem vfsaðir veginn í himininn inn. Með pfnu á krossinum sigraðir þú myrkrið og syndina, en gafst okkur trú. Gústi minn, þótt leiðir okkar skilji i bili, þá veit ég, að þú verður nálægur með sálarstyrk þinn mér til handa, þegar ég kem yfir móðuna miklu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Isafjördur íbúðarhæð hússins að Silfurgötu 6, ísafirði, er til sölu. Snorri Hermannsson. Sími 94-3526. ÍBÚÐ ÓSKAST Barnlaus hjón, nýkomin úr námi erlendis, óska eftir 3ja — 4ra herb. íbúð, nú þegar. Leiguupphæð og fyrirfram- greiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 35927 um helgina og næstu daga eftir kl. 18. VERZLUNIN SKEMMAN, HAFNARFIRÐI Hefi hætt rekstri verzlunarinnar Skemmunnar, frá 5. þ.m. Vænti ég þess, að hinn nýi eigandi Gunnþórunn Egilsdóttir, megi njóta viðskipta og trausts, á komandi árum. Stefán Jónsson. Hefi samkvæmt framansögðu, keypt verzlunina Skemmuna og rek hana undir sama nafni. Mun ég leitast við að haga rekstri verzlunar- innar svo framvegis, að hún megi veita við- skiptavinum slnum, sem fjölbreyttast vöruúrval og beztu þjónustu. Gunnþórunn Egilsdóttir. 7. leikvika — leikir 6. okt 1973. tJrslitaröðin: 12X — XXI — XXX — 21 1 L VINNINGUR: 11 réttir — kr. 389.000.00 nr. 38928 (Reykjavfk) 2. VINNINGUR: lOréttir — kr. 15.000.00 1828 14946 20265 37031 + 40368 + 14126 17050 36385 37536 + 40802 + 4 0863 + nafnlaus Kærufrestur er til 29. okt kL 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 7. leikvíku verða póstlagðir eftir 30. okt Handhafar nafnlausra seðla verða að framvfsa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK Leiðrétting: augL vinninga f 6. viku. nr. 10599 f augl. á að vera 20599, einnig hafa nr. 37083 og nr. 40122 verið sett aðeins einu sinni, en eiga að vera tvfvegis þ. e. tveir vinningar á sama seðlL RJúpnaskyttur athugidl Rjúpnaveiðileyfi á Hádegisfjalli, Holtavörðuheiði, Snjó- fjöllum og í Tröllakirkju, vestan og sunnan, eru eingöngu seld f Fornahvammi. Sími 95-1120. Hótel Fornahvammur SÍMASKRAlN 1974 SÍMNOTENDUR í REYKJAVÍK, SELTJARNARNESI, KÓPAVOGI, GARÐA- OG BESSASTAÐAHREPPI OG HAFNARFIRÐI. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru simnotendur góðfús- lega beðnir að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Bæjarsímans, auðkennt Síma- skráin. Athygli skal vakin á því að breytingar, sem orðið hafa á skráningu símanúmera frá útgáfu seinustu símaskrár og til 1. október 1973, eru þegar komnar inn í handrit símaskrárinnar fyrir 1974 og er óþarfi að tilkynna um þær. Aðeins þarf að tilkynna fyrirhugaða flutninga, breytingará starfsheiti og á aukaskráningu. Athugið að skrifa greinilega. Nauðsynlegt er að við- komandi rétthafi símanúmers tilkynni um breytingar, ef einhverjar eru, og noti til þess eyðublað á blaðsíðu 609 í símaskránni. Nánari upplýsingar í símum 22356 og 2600 og á skrifstofu Bæjarsímans við Austurvöll. Bæjarsíminn. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu KR Tí“)®iTr\ VERÐ AÐEINS KR. 305.063.oo Kynnlð yður nýjustu breytlngarnar Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí. SuOurlandshraut 14 - Heykjavík > Sími 38600 Á MOSKVICH KEMSTU ÞAÐ! Karl Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.