Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 15 Vonbrigði í Japan — vegna dráttar á friðarsamningum Tokyo, 12. okt. AP Sýnilegt er, að Japanir hafa orðið fyrir vonbrigðum yfir því, hve árangurslftil Moskvuheim- sókn forsætisráðherra þeirra, Kakuei Tanaka, varð. Hafði þess verið vænzt, að Tanaka fengi Sovétmenn til að hefja viðræður um friðarsamninga og standa við þau orð, sem þeir hafa haft um að láta af hendi a.m.k. tvær minni eyjarnar f Kurileyjaklasanum, Habomai og Shikotan. Sovétmenn hafa heitið að láta þær af hendi, þegar friðarsamn- ingar milli ríkjanna hafa verið gerðir, en Japanir vilja að af- hending eyjanna komi á undan friðarsamningunum. Þá segjast Sovétmenn ekki þora að láta stærri eyjarnar tvær í klasanum, Etorofu og Kunashiri, vegna ótta um landakröfur af hálfu Kínverja. Á stærri eyjunum eru íbúar samtals um 30.000. Þar hefur margsinnis komið til ágreinings vegna fiskveiða Japana á miðun- um við þær. Rússar hafa á liðnum árum tekið þar að veiðum um 1400 japanska fiskibáta og sam- tals um 12.000 fiskimenn. Flestir hafa fengið að snúa heim aftur, en þetta hefur valdið beizkju í garð RUssa. Tanaka hafði stuðning allra stjórnmálaflokka landsins, þegar hann hóf viðræðurnar í Moskvu — fyrsti japanski forsætisráð- herrann, sem þangað kemur í 17 ár — en sovézku leiðtogarnir voru ekki til viðtals um þetta mál. Þó buðu þeir Tanaka, að samninga- viðræður gætu hafizt á næsta ári, og tók hann því. Sömuleiðis var samið um verndun sérstakrar Framhald á bls. 18 Gistihús á Everest Tyangboche, Nepal, 12. okt. AP 1 suðurhlíð fjallsins Everest hefur nU verið opnað gistihús og liggur það hæst allra gisti- hUsa í heimi, eða í rúmlega 4.000 metra hæð. Loft er þar enda svo þunnt, að herbergin þar eru UtbUin með sUrefnis- grímur fyrirgesti. Að hótelbyggingunni sem kostaði um 350.000 dali standa aðilar frá Japan og Nepal og er haft eftir upphafsmanni þessarar framkvæmdar, Japananum Takashi Miyahare, sem er 38 ára að aldri, að þarna bjóðist mönnum hreinasta loft í víðri veröld. Forsætisráðherra Nepals, Nagendra Prashad Rijal, vígði gistihUsið á miðvikudag, og var farið með þyrlu frá Katmandu til Tyangboche. Olíusvæðin á Norðursjó: ÁRSFRAMLEIÐSLA UM 7« MILUÓMR LESTA? * f * * StJ London, 12. okt. NTB. Brezka ríkisstjórnin skýrði frá þvf 1 dag, að unnt væri að fram- leiða árlega a.m.k. 70 milljónir lesta af olfu á brezka olfusvæðinu í Norðursjó. Sömuleiðis var sagt, að á olíusvæðinu Argyll, sem er um 200 sjómílur frá Edinburgh, mætti vimja þrjár milljónir lesta á ári og framleiðsla gæti hafizt þar á næsta ári. PERON ISABELITA SVERJA EMBÆTTISEIÐ Buenos Aires, 12. okt. AP. JUAN D. Peron sór í dag embættiseið sinn sem forseti Argentlnu og tók þar með við embætti því, sem herstjórn lands- ins svipti hann fyrir átján árum. Samtímis sór eiginkona hans, Maria Estela Martinez — kölluð Isabelita — eið sem varaforseti, og er hún fyrsta konan, sem tekur við þvf embætti vestan hafs. Peron, sem orðinn er 78 ára að aldri, var sýnilega hrærður, þegar hann fór með embættiseiðinn og á eftir þerraði hann augu sin með vasaklUt. Konu hans mælti eiðstaf sinn hárri röddu, en ekki var laust við, að einnig hUn sýndi merki geðshræringar. Uti fyrir stjórnarhUsinu beið gífurlegur mannfjöldi, að því er virtist hálf ær af fögnuði. Fólkið hoppaði og æpti og söng hinn kunna söng peronista og yfir öllu blakti f ánahaf. Landhelgismálið í Blackpool: Vonir bundnar við fund forsætisráðherranna A fjórum stærstu svæðunum, Forties, 3rent, Thrisle og Piper, má gera ráð fyrir, að framleiðsla geti hafizt síðla árs 1975 eða i ársbyrjun 1976. Olíufélagið BP gerir ráð fyrir, að á Forties-svæð inu muni fást 12,5 milljónir lesta á ári til að byrja með og fram- leiðslan verði komin upp í u.þ.b. 20 milljónir lesta árið 1980. Shell og ESSO, sem nýta eiga Brent-svæðið, hefja framleiðslu 1976. Olíusvæðið þar er talið eitt hið stærsta í heimi, og er gert ráð fyrir, að það gefi um 15 milljónir lesta á ári. Signal- Oil og Occidental vænta þess að fá um 10 milljónir lesta á ári frá olíusvæðunum Thisle og F’iper. Gert er ráð fyrir, að tvö önnur svæði gefi af sér um fimm milljónir lesta og það þriðja um þrjár milljónir lesta. Þá munu Bretar fá talsvert af gasframleiðslunni á Friggsvæð- inu, sem er á norsku yfirráða- svæði í Norðursjó. Þar hefst fram- leiðsla árið 1976, og er gert ráð fyrir, að framleiðslan verði komin upp í 1,4 milljarða kUbikfeta á dag eftir tvö ár, en það magn er um 40% af heildargasneyzlu á dag í Bretlandi. Frá fréttaritara Mbl. Davíð Oddssyni, Blackpool, 12. okt. „tsland hefur kynnzt aðferðum okkar og þrautseigju.“ Við von- um, að viðunandi ástand („modus vivendi“) fylgi f kjölfar komu fslenzka forsætisráðherran hing- að á mánudaginn." Svo mælti Sir Alec Douglas-Home, utanrfkis- ráðherra Bretlands, f umræðun- um hér í dag um utanríkismál á flokksþingi Ihaldsflokksins f Blackpool. Einn ræðumanna, Gwilyn nokkur Richards, hafði látið f ljós miklar áhyggjur yfir þvf, hvaða áhrif fiskveiðideilan kynni að hafa á aðstöðu NATO f Keflavfk, og var þetta svar ráð- herra við fyrirspurn hans. Richards sagði varnarstöðina vera lffshagsmunamál fyrir NAT- O og þvf yrði brezka stjórnin að gefa eftir f fiskveiðideilunni, þótt Bretar væru þar vissulega í full- um rétti. Landhelgismálið var ekki rætt frekar, ef frá er talið, að varnaráðherrann, Carrington frekar, ef frá er talið, að land- hátignar hefði unnið gott starf að undanförnu við Island sem ann- ars staðar. Fréttaritari Morgunbl. átti f gær á þinginu stutt samtal við Laurance Reed, þingmann Ihalds- flokksins, sem þekktur er fyrir samúð með málstað Islendinga og kom nýlega til Islands. Reed sagðist heldur vongóður um, að árangur yrði af fundi forsætisráð- herranna í London á mánudag- inn. Aðspurður um, hvort hann teldi, að um stefnubreytingu í fiskveiðideilunni yrði að ræða af hálfu brezku stjórnarinnar, í sam- bandi við fund Edwards Heaths og Ólafs Jóhannessonar, sagðist Reed gera ráð fyrir því. I fyrsta lagi væri deilan nU komin á það stig, að forsætisráðherrarnir fjöll- uðu um hana, sem hlyti að þýða, að stjórnir landanna veittu meira svigrUm til samninga en ella. I öðru lagi væri þess að gæta, að þeir, sem berðust fyrir stækkun landhelgi Breta sjálfra, væru orðnir mun sterkari en áður og því myndi brezka stjórnin senni- lega verða víðsýnni og sveigjan- legri en áður í sanmingatilraun- um sínum. Reed kvaðst hafa skrifað utan- rikisráðuneytinu brezka ítarlega skýrslu um ferð sina til íslands og sagðist hann trUa þvf, að skýrsla sín hefði með öðru haft áhrif á brezku stjórnina, svo að hUn að lokum kallaði herskipin Ut fyrir 50 mílna mörkin. Þingmaðurinn vildi ekkert tjá sig um, í hverja tillögur Breta myndu felast, en benti á, að á nUverandi stigi umræðnanna myndu fleiri þættir en áður koma til greina til að stuðla að samning- um. Sfðan sagði Reed: „Náist ekki samkomulags- grundvöllur nU, hlýtur svo að fara, að fslenzka landhelgisgæzl- an fari að kljást við togara okkar á nýjan leik og þá gæti brezka stjórnin hæglega þurft að senda herskip inn fyrir 50 mílur á ný. Þessi stáðreynd hlýtur að knýja forsætisráðherrana til að gera sitt ýtrasta til að finna samkomulags- grundvöll.“ Mosaikmynd af Virgli Washington, 12 okt. AP SENDIHERRA TUnis f Washington, Slaheddine E1 Goulli, hefur afhent Kennedy Center í Washington veglega gjöf frá þjóð sinni. Er það eftirmynd af óvenjulegri mosaikmynd, 1700 ára gamalli, sem sýnir rómverska skáldið Virgil með tvær af Iista- gyðjunum. Frummynd þessarar mósaik- myndar, sem er um það bil fer- metri að stærð, fannst árið 1886 í Sousse, borg suður af TUnis. HUn er talin frá því um 200 fyrir Krist og er nU í Bardosafninu í TUnis. Charles Hudson WILLIAM Suddaby, fram- kvæmdastjóri fyrir Boston Deep Sea Fisheries, hefur verið kjörinn formaður Sambands brezkra togaraeigenda. Tekur hann við af Charles Hudson, sem gegnt hefur formannsstörfum I sarubandinu frá árinu 1971. Fjöldi sjálfboða- liði til ísraels London, 12. okt. AP. MIKILL fjöldi Gyðinga hefur undanfarna daga haft viðdvöl á Heathrow flugvelli I London á leið sinni til Israels, þar sem þeir ætla að gefa sig fram til starfa sem sjálfboðaliðar. f gær upp- lýstu flugvallarstarfsmenn, að um fimm hundruð manns frá Bandaríkjunum og Kanada hefðu farið um flugvöllinn þann dag- inn. Fólk þetta kom frá New York, Chicago, Philadelphiu og Montreal en einnig hefur fjöldi Gyðinga i Bretlandi farið til ísraels i sömu erindum. Tals- maður ísraelska flugfélagsins EL AL í London sagði, að 500 manns væru bókaðir með vélum félags- ins til Tel Aviv I dag, föstudag og enn væri von á fleirum frá Banda- ríkjunum og Kanada. Fólk þetta gengur gjarnan inn í störf þeirra, sem kallaðir hafa verið á víðstöðvarnar. KISSINGER FAGNAR TILLÖGUM FRAKKA — um framtíðarstarf Atlantshafsríkjanna Washington, 12. okt. AP. Henry Kissinger, utanrfkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt fund með fréttamönnum í dag, þar sem hann lofaði sérstak- lega nýjar tillögur, sem Frakkar hafa borið fram um nýja yfirlýsingu um grundvöll samstarfs Atlantshafsrfkjanna. Kissinger kvaðs hafa rætt við Michel Jobert, utanríkisráð- herra Frakklands, í gær og sagði, að tillögur Frakka væru mjög jákvæðar og stórt skref fram á við í umræðum aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins. Lagði hann áherzlu á gildi þess, að svo jákvæðar tillögur skyldu koma frá Frakklandi, er hefði dregið sig Ut Ur hernaðarsam- vinnu NATO-ríkjanna. „Ég tel, sagði Kissinger, „að við séum komnir á braut, er leiða muni til árangurs áður en ýkja langt um líður.“ Fundurinn með Kissinger var haldinn í tilefni þess, að tilkynnt hafði verið að vegna styrjaldar Israela og Arabayrði að fresta Evrópuför hans, sem hefjast átti um næstu helgi. Kissinger sagði, að það yrði ekki til að draga neitt verulega Ur umræðunum um framtíðar- samskipti Evrópuríkjanna og Bandarikjanna; sérfræðingar Bandarikjanna og aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu myndu hittast aftur að máli 18. okt. nk. í Kaupmannahöfn og halda þar áfram að fjalla um þau vandamál, sem ágreiningi hefðu valdið. Walter Stössel sit- ur fundinn sem fulltrúi Banda- ríkjastjórnar. Að sögn AP gerir Bandaríkja- stjórn sér nU vonir um, að sam- komulag náist um gerð þriggja grundvallaryfirlýsinga. Ein þeirra muni fjalla um varnar- mál Atlantshafsbandalagsins og skyld efni, önnur um efna- hagstengsli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu og hin þriðja verði almennara eðl- is og dragi Japan inn í mynd- ina. Kissinger kvaðst hæfilega bjartsýnn um fyrri yfirlýsing- arnar tvær, en gaf lítið Ut á vonir sinar um þá þriðju. Er haft eftir góðum heimildum í Washington, að Jobert hafi gert Kissinger það Ijóst, að Frakkar væru algerlega andvígir því að draga Japani inn í mál, sem þeir teldu einungis varða þjóð- irnarvið Atlantshaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.