Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 ÞETTA seinna kjörtfmabil Nixons og Agnews átti a3 vera tfmabil afreka og einingar. Það eru ekki nema 9 mánuðir sfðan forsetinn og varaforsetinn stóðu saman hlæjandi á tröppum þing- hússins f Washington eftir að hafa svarið embættiseiða sfna. Þeir unnu einhvern glæsilegasta kosningasigur f sögu Bandarfkj- anna, og framtfðin var óneitan- lega björt. Nixon sagði þá f ræðu sinni: „Það er kominn tfmi til, að við endurnýjum og styrkjum trúna á okkur sjálf og trúna á Bandarfkin." Það, sem síðan hefur gerst í Bandaríkjunum, hefur ekki orðið til að styrkja þessa trú, heldur þvert á móti. Trú manna á stjórn Nixons hefur stórum dvínað, frá þvi að Watergatemálið sprakk í loft upp, ef svo má að orði komast. Nixon neyddist til að láta þrjá af nánustu ráðgjöfum sínum fara og gera miklar breytingar á starfs- liði sínu til að reyna að vega upp á móti þeim álitshnekki, sem stjórnin hafði beðið. Hvaða Agnew? Tveir fyrrverandi ráðherrar, þeir John Mitchell og Maurice Stans, eiga réttarhöld yfir höfði sér í New York vegna aðiidar að pólitísku fjársvikamáli. Beinar sjónvarpssendingar vikum saman frá yfirheyrslum Watergate- nefndarinnar hellHr'yfir þjóðina hverri gusunni á fætur annarri af ótrúlegustu frásögnum af pólitískum afbrota- og svika- málum. Forsetinn lá sjálfur undir grun og nær allir samstarfsmenn hans. Einn stóð þó upp úr með hreinan skjöld í því máli — Spiro Agnew. Vegur varaforsetans á síðustu mánuðum var hraðvax- andi. Hann ferðaðist um allt landið og flutti ræður, þar sem hann varði Nixon og stjórn hans af þeim skörungsskap og einurð, sem einkennt hefur Agnew, frá því að hann fyrst kom fram á sjónarsviðið 1967, er Nixon valdi hann sem varaforsetaefni. „Hvaða Agnew?“ spurði nær allur heimurinn og margir Banda- rikjamenn einnig. Þegar Agnew sagði af sér sl. miðvikudag, vissi allur heimurinn, hver hann var. Miklar hræringar Það var 6. ágúst sl., sem fyrstu fréttir bárust af því, að Agnew sjálfur væri við hneykslismál riðinn. Þetta var upphafið að miklum hræringum í banda- riskum stjórnmálum. Slíkt var óhjákvæmilegt, er í Ijós kom, að sakarannsókn var hafin á högum varaforseta landsins, mannsins, „sem er eitt hjartaslag frá for-' setaembættinu,“ eins og oft er komizt að orði í Bandaríkjunum. Varaforsetanum lenti heiftar- lega saman við starfsmenn dóms- málaráðuneytisins, og hann sakaði þá um illgirni og ofsóknir í sinn garð með þvf að leka fréttum til fjölmiðla af rannsókn málsins. Lögfræðingar Agnews fengu heimild til að kveðja fréttamenn f^rir dómstóla til að skýra frá heimildunum fyrir þessum frétt- um. Slíkt hafði aldrei gerzt áður. Áttu fyrstu fréttamennirnir að koma fyrir dómstólinn í Balti- more einmitt sama dag og Agnew sagði af sér. Nixon forseti hélt óvæntan blaðamannafund 2. október, þar sem 11 af þrettán spurningum snerust um mál Agnews. Forset- inn sagði þá, að ásakanirnar á hendur varaforsetanum væru al- varlegar, en lagði áherzlu á, að hann treysti dómsmálaráðherr- anum Elliot Richardson og starfs- liði hans fullkomlega til að tryggja sanngjarna og hlutlausa rannsókn málsins. Þá var ljóst, að forsetinn vissi, að hverju stefndi, annars hefði hann varla farið að verja þá menn, sem Agnew hafði gagnrýnt harðlega. ,^g mun ekki segja af mér“ Agnew svaraði forsetanum óbeint, er hann í síðustu viku sagði í ræðu í Los Angeles: „Ég mun ekki segja af mér, þó að ég verði ákærður,“ og endurtók þá setningu tvisvar. Nixon sagði á áðurnefndum blaðam.fundi, að það væri Agnews sjálfs að taka ákvörðun um, hvort hann segði af sér eða ekki, hann væri kosinn af þjóðinni i embætti varaforseta og sjálfs sín herra að því leyti. Nixon neitaði að hafa nokkru sinni beðið Agnew að segja af sér, en þeir hafa átt marga fundi um þetta mál síðustu vikurnar. Ymsir stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að ásakan- irnar á hendur Agnew hafi verið vatn á millu Nixons forseta, að þvi leyti að málið dró athygli f jöl- miðla og þar með almennings frá rannsókn Watergatemálsins. Einnig kom það fram, — i sam- bandi við spurninguna um það, hvort unnt yrði eftir stjórnar- skránni að draga varaforseta landsins fyrir dómstóla — að óhugsandi væri að hægt yrði að láta Nixon svara til saka fyrir dómstóli. 1 álitsskýrslu ríkismál- færslumanns Bandarikjanna Robert H. Borks, til dómstólsins í Baltimore um lögmæti saksóknar á hendur varaforsetanum sagði, að „í mörgum tilfellum hefur það ekki á neinn hátt skaðað þjóðina, þótt varaforseti hafi ekki starfað um stundarsakir." Hins vegar sagði: ,Jíær allir lögfróðir menn eru sammála um, að þjóðin kæmist ekki af án forseta.“ 1 stuttu máli er forsetinn skv. þessu utan seilingar sakamálalöggjafar- innar. Dýr kosningabarátta Þessi vitneskja verður þó vart til að auka traust Bandaríkja- manna á stjórn Nixons, sízt í ljósi síðustu atburða. Sú spurning, sem Agnew I ræðustóli. Hann var löngum ómyrkur f máli I garð andstæð- inga Nixonstjórnarinnar. Að neðan. Agnew og Nixon ekki alls fyrir löngu f Hvfta húsinu á fundi um mál varaforsetans. Neðsta myndin. Agnew meðan allt lék f lyndi. Þarna leikur hann á pfanó fyrir blaðakonur f Washington, f boði, sem kona hans hélt fyrir þær. Agnew-málið: Líklega er Nixon fegnastur Eftir Ingva Hrafn Jónsson brennur í hugum flestra nú, er: hvert var eðli þeirra greiðslna, sem Agnew hefur játað að hafa fengið frá verkfræðifyrirtækjum f Baltimore? Það virðist nær óhugsandi, að maður í embætti fylkisstjóra og síðar varaforseti hafi þegið peningagreiðslur sem beint mútufé. Það er staðreynd í bandarískum stjórnmálum, að það kostar gífurlegar peninga- upphæðir að halda uppi kosninga- baráttu fyrir einhverju embætti. Jafnvel milljónamæringar eins og Kennedyfjölskyldan þurfti á að halda utanaðkomandi fjármagni til að kosta sína kosningabaráttu. Má minnast þess eftir morð Roberts Kennedys, að þá kom í ljós, að það vantaði milljónir dollara til að greiða skuldirnar eftir kosningabaráttuna f forkosn- ingunum. Flestir ef ekki allir bandarískir frambjóðendur fá mestan hluta fjármagnsins frá stuðningsmönnum sínum, og þar hefur Agnew ekki verið nein undantekning, því að hann hefur aldrei verið efnamaður. Það er einnig opinbert leyndarmál, að flestir stærstu stuðningsmenn hinna ýmsu frambjóðenda gera ráð fyrir, að þeim verði á einhvern hátt umbunað fyrir framlög sín. Þess er skemmst að minnast, að öflugustu stuðnings- menn Nixons í sfðustu kosninga- baráttu hafa yfirleitt fengið mikilvæg sendiherraembætti eða önnur störf hjá stjórninni fyrir. Það er því alls ekki útilokað, að Agnew hafi að beiðni forsetans og annarra háttsettra stjórnmála- manna sagt af sér á þennan hátt til að koma í veg fyrir, að fjár- mögnun kosningabaráttu í Banda- ríkjunum í heild yrði dregin fram í dagsljósið fyrir dómstóli. Ef slíkt gerðist, yrðu líklega fáir bandarískir embættismenn með tandurhreinan skjöld, og á það jafnt við þingmenn sem lægstu kosna starfsmenn fámennra héraða Leysir hann frá skjóðunni? Líklega bíða margir með eftir- væntingu eftir því, hvort Agnew leysir frá skjóðunni nú er hann er orðinn óbreyttur borgari. Það er næsta ótrúlegt í ljósi þeirrar hörðu baráttu, sem hann háði allt fram til miðvikudagsins, að hann hafi gefizt alveg upp. Þögn frá honum myndi hins vegar benda mjög eindregið til þess, að hann sé hreinlega sekur um að hafa þegið mútur fyrir að úthluta völd- um verktökum verk á vegum Baltimorefylkis. Eitt mál kemur óleyst út úr heildarrammanum og það er rétt- ur fjölmiðla til að birta fréttir af svona málum, meðan þau eru í rannsókn. Bandarískir fjölmiðlar voru búnir að dæma Agnew sekan, áður en hann kom fyrir dómstóla. Það er brot á hans mannréttindum skv. stjórnar- skránni. Hins vegar héldu fjöl- miðlar þvl fram, að ef þeir eða fréttamenn þeirra yrðu skyldaðir til að skýra frá heimildum sínum fyrir fréttum, myndi kveðinn dauðadómur yfir rannsóknar- fréttaskrifum og þar með almenn- ingur sviptur rétti sínum skv. fyrstu viðbót stjórnarskrárinnar, sem kveður á um frjálsa og óhindraða upplýsingamiðlun til þjóðarinnar. Walter E. Hoffmann, dómarinn, sem kvað upp dóminn yfir Agnew og stjórnaði dómsrannsókninni í máli hans í heild, sagði, er hann veitti lögf ræðingum Agnews heimildina til að kveðja frétta- mennina fyrir dómstólinn: „Það er mín reynsla eftir 43 ár sem lögfræðingur og dómari, að frá- sagnir f jölmiðla af dómsmálum og rannsóknum eru mjög oft al- rangar eða að einhverju leyti rangar. Sú stund nálgast óðum, er við verðum að leysa hin stöðugu deilumál fjölmiðla og dómstóla- kerfisins. Fjölmiðlar starfa á grundvelli málfrelsis og prent- frelsis, en dómstólakerfið ber ábyrgð á því að tryggja rétt þess fólks, sem sakarannsókn beinist að“ Hver tekur við? Máli Agnews er nú lokið, hvað snertir afskipti hins opinbera af því. En líklega á eftir að fjalla Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.