Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 19 Þorlákur R. Haldorsen vi5 mynd sfna „Stormdagur viðGróttu“. Þorlákur sýn- ir í Keflavík Af iiuilendum vettvangi Framhald af bls. 12 höfundur hefur átt þess kost að ræða við nokkra þeirra brezku embættismanna, sem tekið hafa þátt í samningaviðræðum við okk- ur Islendinga. Þvermóðska þeirra, stífni og þrjózka er með eindæmum — en í slíkum málum mega tilfinningarnar ekki ráða. Við höfum áður náð samningum við Breta, og hvers vegna skyldi það ekki vera hægt nú? En er nokkur ástæða til að semja? Þegar við íhugum þá spurningu, hljótum við fyrst og fremst að leggja til grundvallar eftir- farandi: Tryggjum við með þvi frið á fiskimiðunum og öryggi sjómanna? Það er augljóst. Tekst okkur að takmarka afla Breta á íslandsmiðum meir með samning- um en án samninga? Þetta er lykilatriðið. Menn greinir á um það, hvort hægt sé að treysta þeim tölum, sem fram hafa komið í Bretlandi um aflamagn brezku togaranna fyrstu 12 mánuði útfærslunnar. Luðvík Jósepsson hefur alltaf haldið því fram, að Bretar gætu ekki veitt hér undir herskipa- vernd eða með varðskipin sífellt á hælum sér. Þess vegna neitar hann að trúa þeim tölum, sem upp hafa verið gefnar. Ólafur Jóhannesson hefur einnig dregið þessar tölur I efa. Fyrir nokkru var flutt i Ríkisútvarpinu viðtal við Jón Olgeirsson, ræðismann okkar í Grimsby. Þar talar trúnaðarmaður íslenzkra stjórn- valda, og verður því tæpast trúað, að ráðherrarnir dragi orð hans í efa. Fréttamaður bar fram þessa spurningu: „Jón Olgeirsson, hvernig finnst þér, að afkoma og afli brezkra togara hafi verið á sl. ári?“ Og ræðismaðurinn svarar: „A fyrsta helmingi þessa árs, miðað við sama bilið í fyrra, þá er aflinn mjög svipaður. Ég hef nú getað fengið tölur yfir Grimsbytogarana og það hlýtur að gilda nokkurn veginn sama fyrir togara frá Hull og Fleetwood. Og það sýnir, að aflinn hefur verið nokkurn veginn sá sami eins og var í fyrra, en afkoman og verð- mætið hefur aukizt um, ja, það er auðséð frá 35—40% þannig að Utkoman er mjög góð. Þetta voru í fyrra 14 af 56—58 skipum, sem gátu fengið yfir 100.000 punda verðmæti fyrir sinn afla á fyrstu 6 mánuðum ársins. Núna eru ekki nema 14 af 56 sem ná því ekki. Kostnaður á öllu hefur náttúru- lega hækkað mikið, það er samt sem áður mjög gott fyrir þá.“ Síðan er Jón Olgeirsson spurður um aflatölur og hann svarar: „Rétt áður en ég fór út voru birtar tölur frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu í Bretlandi. Þeir höfðu fengið rúm- lega 160.000 tonn held ég, að ég megi segja. Og þetta var birt í vikublaði, sem margir Islending- ar í sambandi við sjávarútveginn lesa, og þeir tala þar um þetta sem rúmlega 30.000 tonna ágóða, þannig að þeir segja, það heldur áfram í greininni og segir, að hefði verið samið við íslendinga einhvern tíma í sumar eða vor, þá hefðu þeir orðið að semja upp á kannski svona í kringum þeir nefna töluna 130.000 tonn og hefðu orðið að hætta við veiðar hérna kannski í maí eða júni, af því að þá hefðu 130.000 verið búin. í staðinn fyrir það fá þeir þessi rúm 30.000 tonn til viðbótar og geta alveg fiskað fram í árslok frá 1. september 1972, þannig að þeir eru náttúrlega hæst ánægðir með það.“ Þessi ummæli Jóns Olgeirsson- ar sýna okkur, að brezkir togara- menn eru hinir ánægðustu með ástandið eins og það hefur verið á fiskimiðunum. Þeir telja sig hafa fengið 30.000 tonnum meiri afla en þeir hefðu tekið, ef samið hefði verið í vor, og gróði þeirra hefur margfaldazt vegna hins hækkandi fiskverðs. En er þetta ástand okkur hagstætt? Erum við ánægðir með það, að brezkir togaramenn skuli vera svona ánægðir? Auðvitað er það sárt fyrir Lúðvik Jósepsson að verða að viðurkenna, að kenningar hans um möguleika brezkra togara til veiða hér við núverandi aðstæður hafa ekki staðizt, en viðkvæmni sjávarútvegsráðherra má þó ekki verða til þess, að Bretum haldist uppi að taka hér tugi þúsunda tonna af fiski umfram það, sem þeir mundu fá, ef samið yrði. Hvernig stóðu málin í maí? I fyrra bréfi Ólafs Jóhannesson- ar til Heaths, hvetur hann brezka forsætisráðherrann til' þess að kalla flotann heim og „endur- skapa“ þar með það ástand, sem ríkti fyrir 19. maí s.l. Margir hafa viljað túlka þessi orð á þann veg, að Ólafur Jóhannesson vilji standa við þau tilboð, sem Islendingar gerðu á síðasta viðræðufundinum í Reykjavík i byrjun maí s.l. Aðspurður hefur Ólafur Jóhannesson hins vegar ekki viljað gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um þetta. Öðru máli gegnir um Lúðvfk Jósepsson. I viðtali við Þjóðviljann hinn 3. október s.l. sagði ráðherrann: „Mér er ljóst, að eftir það, sem á undan er gengið í landhelgisdeilu okkar við Breta, þá eru allar að- stæður til að taka upp samninga- viðræður á ný mjög erfiðar. Bretar verða að gjörbreyta um afstöðu i málinu, ef nokkur von á að vera til þess, að samningar geti tekizt. Það er óhugsandi með öllu að semja við þá um heimildir til að veiða innan 50 milna markanna á þeim grundvelli, sem þeir hafa sett fram til þessa. Samningar við Breta eða aðra aðila um slíkar veiðar geta, úr þvi sem nú er komið, aðeins verið til mjög stutts tíma, og þeir verða að fela í sér ótvíræðan lögsögurétt okkar á miðunum og einnig, að verulega sé dregið úr fiskveiði- möguleikum Breta miðað við fyrri tilboð þeirra." Afstaða for- sætisráðh. til þess, hvort standa eigi við tilboðin frá því í maí er óljós, en bersýnilegt er, að Lúðvík vill ekki semja á þeim grundvelli, sem þá var talað um. Ummæli hans eru hins vegar svo loðin efnislega, að ómögulegt er að vita, hvað við er átt. Hins vegar er óneitanlega athyglisvert að hann skuli tala um „ótvíræðan lögsögu- rétt“ okkar á miðunum. Maðurinn er nýkominn frá Bonn, þar sem hann sjálfur gerði Þjóðverjum til- boð um þetta atriði, sem vissulega fól ekki í sér „ótvíræðan" lög- sögurétt. En hvað sem liður afstöðu manna til tilboðanna í byrjun mai, þá stóðu málin svona þegar upp varstaðið: Tilboð Islendinga 1. Hámarksafli Breta skyldi vera 117.000 tonn. 2. Fiskimiðunum yrði skipti í sex svæði, og yrðu tvö þeirra lokuð hverju sinni. 3. Frystitogarar, verksmiðju- togarar og 30 stærstu togarar yrðu útilokaðir frá veiðum. 4. tslenzk varðskip geti stöðvað brezkan togara, skoðað veiðarfæri hans og stöðvað fiskveiðar hans, ef samkomulag væri brotið. 5. Tvö friðunarsvæði, sam- kvæmt reglugerð frá 14. júlí 1972, yrðu virt. 6. Þrjú bátasvæði úti fyrir Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum yrðu lokuð brezkum togurum. 7. Samkomulag gildi í tvö ár. (Síðan eru liðnir 5 mán.). Tilboð Breta. 1. Hámarksafli yrði 145.000 tonn (vitað var, að þeir voru til- búnir til að fara niður í 130.000 tonn). 2. Fjögur svæði yrðu opin og tvö lokuð hverju sinni. Hins vegar voru menn ekki á einu máli um, hvenær þessi svæði skyldu opin og hvernær lokuð. 3. Frystitogarar, verksmiðju- togarar og 20 aðrir stærstu tog- arar yrðu útilokaðir frá veiðum. 4. Bretar voru reiðubúnir til að fallast á rétt varðskipa til að hafa eftirlit með togurum, en hins vegar vildu þeir ekki fallast á rétt þeirra til að taka togara og til að dæma hann eftir íslenzkum lög- um. 5. Bretar lögðu til vissar breytingar á bátasvæðunum. 6. Samkomulaggildi f 2'A ár. Þannig stóðu málin að loknum siðasta viðræðufundi í Reykjavik. Lesendur geta sjálfir dæmt um, hvort mikið ber á milli, og hvort efnislegur grundvöllur sé fyrir hendi til þess að ná viðunandi samningum við Breta, ef miðað er við þau tilboð, sem fram voru komin i byrjun máli. Hinu má svo ekki gleyma, að frá þvi að viðræðufundinum lauk í maí- byrjun hefur margt gerzt og þá fyrst og fremst, að Bretar hófu að beita okkur ofbeldisaðgerðum. Mörgum kann að sýnast ástæðatil að setja fram frekari kröfur en settar voru fram á samninga- fundinum i byrjun maí til þess að sýna Bretum fram á, að ofbeldis- aðgerðir gegn Islendingum borga sig ekki. En hvernig sem á málin er litið, hlýtur það að þjóna hags- munum Islendinga að tryggja frið á miðunum og öryggi íslenzkra sjómanna og minnka þann afla, sem Bretar taka úr sjó um nokkra tugi þúsunda tonna. Það verða að vera býsna ríkir hagsmunir, sem skáka þessum tveimur atriðum. Vandi Ólafs Augljóst er, að Ólafi Jóhannes- syni er mikill vandi á höndum í viðræðum þeim, sem framundan eru við Edward Heath. Með þvi að taka tilboði Heaths um að koma til London til viðræðna hefur for- sætisráðherra í raun skuldbundið sig til að gera alvarlega tilraun til að höggva á hnutinn. Sama má segja um brezka forsætisráð- herrann. I samskiptum þjóða í milli eru fundir æðstu manna ekkert snakk. Gengið er út f rá því sem visu, að menn hafi fullt um- boð til samninga og séu komnir saman til þess að reyna að leysa málin í alvöru. Því hefur verið lýst yfir, að líta beri á fundi þeirra Ólafs og Heaths sem undanfara raunveru- legra samningaviðræðna. Engu að siður hljóta þeir að reyna að ná samkomulagi um nokkur grund- vallaratriði og leggja línur fyrir frekari samningaviðræður. Islenzki forsætisráðherrann þarf því að vera afar vel undir þennan fund búinn. Það veldur nokkrum áhyggjum, þegar þetta er skrifað, að ekki er vitað til þess, að for- sætisráðherra hafi haft samráð við landhelgisnefnd, utanríkis- nefnd eða forystumenn stjórnar- andstöðuflokkanna um það vega- nesti, sem hann hlýtur að taka með sér til fundarins i Lundún- um. En að því getur aldrei orðið nema styrkur fyrir Ólaf Jóhannesson að hafa fullt samráð við þessa aðila áður en hann held- ur af landi brott. Eins og sagði í upphafi þessarar greinar, stendur Ólafur Jóhannesson nú frammi fyrir mesta tækifærinu á stjórnmála- ferli sínu. Hagnýti hann þetta tækifæri verður hann maður að meiri og mun hljóta viður- kenningu þjóðarinnar fyrir. St.G. Hergagna- fjárveiting Washington 11. október-AP BANDARlSK þingnefnd sam- þykkti í dag 21.3 milljarða doll- ara fjárveitingu til hergagna- framleiðslu án þess að krefjast fækkunar í hersveitum Banda- ríkjanna erlendis. Nefndin kom sér saman um að draga heildar- herafla landsins saman um sem nemur 43.000 hermönnum í stað hinnar 150.000 manna fækkunar, sem öldungadeildin hafði ákveðið í atkvæðagreiðslu fyrir næsta ár. ÞORLAKUR R. Haldorsen, listmálari, opnar málverka- sýningu i sal Iðnaðarmanna- félagsins að Tjarnargötu 3 í Keflavík kl. 16 i dag. Þorlákur efndi síðast til sýningar i Bogsasalnum i des. í fyrra, en sýndi síðast í Keflavík fyrir tveimur árum. Þetta er 13. Framhald af bls. 17 landa sínum Villie Ritola, sem löngum hafði staðið í skugga Nurmis. Eftir þessa leika lét Nurmi lítið á sér bera, en æfði þó jafnan vel, og þegar nálgaðist leikana í Los Angeles árið 1932, herti Nurmi æfingar sinar, stað- ráðinn í að ljúka íþróttamanns- ferli sinum með sigri í maraþon- hlaupi þeirra leika. En af þátt- töku hans í þeirri keppni varð þó ekki. Sænskættaði íþrótta- frömuðurinn Sigfrid Edström kærði Nurmi fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir þátttöku sína i íþróttum. Kæran reyndist á rök- um reist og Nurmi var útilokaður frá þátttöku. Mál þetta varð til þess, að Nurmi bar æ síðan mikinn kala til forystumanna iþróttasamtaka og hélt þvi fram, að slíkir menn störfuðu ekki fyrir íþróttahreyfinguna af óeigin- girni, heldur sjálfum sér til fram- dráttar. I augum Nurmis var það engin synd að taka fé fyrir þátttöku í fþróttum. I keppnisferðinni miklu til Bandaríkjanna hafði hann t.d. jafnan tekið dollar fyrir metrann. Sagt var, að eitt sinn hefði hann fengið 5000 dollara fyrir 10.000 metra hlaup, sem hann átti að taka þátt i. Eftir að hafa hlaupið 5000 metra hætti Nurmi hlaupinu — honum hafði ekki verið greitt fyrir meira. Ef tir að Nurmi hætti þátttöku í iþróttum hóf hann umfangsmikla byggingastarfsemi fasteignasölu og verzlunarrekstur í Finnlandi. Hann þótti bæði séður og harður í viðskiptum og auðgaðist brátt vel. Samt sem áður var Nurmi jafnan bitur og dró sig æ meira inn í skel sína eftir því sem árin liðu. Hann forðaðist alla tíð fréttamenn, og á síðustu árum sínum lagði hann á þá ódulda andúð. Þegar Nurmi varð sjötugur, var mikið veður gert út af því og ætlaði finnska rikisútvarpið að hafa um hann sérstaka dagskrá. En Nurmi hafnaði öllum viðtölum. Það var ekki fyrr en forseti landsins, Uhro Kekkonen, gekk í málið, að einkasýning Þorláks. Hann stundaði nám m.a. við Statens kunstakademi í Osló. Málverkin á sýningunni í Kefla- vík eru rúmlega 40, flest lands- lags- og sjávarmyndir, m.a. frá Suðurnesjum, Þingvöllum, Borgarfirði, Stokkseyri og viðar. Sýningin er opin frá kl. 16 til kl. 22 daglega til 21. okt. gamli maðurinn fékkst til að tala. Viðtal Nurmis og Kekkonens er nú einn helzti dýrgripur finnska rikisútvarpsins. Siðasta hlaup sitt á opinberum vettvangi hljóp Nurmi árið 1952. Þá voru Olympíuleikarnir haldnir í Helsinki og eftir miklar fortölur fékkst Nurmi loks til þess að hlaupa síðasta spölinn með Olympíukyndilinn. Sú fagnaðar- bylgja og geðshræring, sem finnskir áhorfendur sýndu, er Nurmi kom skeiðandi inn á völl- inn, bar þess órækt vitni hvaða itök þessi maður átti enn meðal þjóðarinnar. Þegar hann svo rétti hinum háaldraða Kolehmainen kyndilinn til þess að tendra Olympíueldinn mátti sjá marga fullorðna karlmenn í áhorfenda- hópnum tárast. Finnar kveðja Paavo Nurmi sem þjóðhöfðingja. „Það voru hátiðisdagar, þegar Nurmi hljóp,“ segir í fyrirsögnum blaðanna, er þau rekja afreksferil Nurmis. Finnski forsetinn ritar minningar grein um Nurmi í Hufvudstads- bladet þar sem hann segir Nurma ögleymanlegan persónuleika. „Það var sálarstyrkur hans, sem lá að baki iþróttaafrekum hans, segir forsetinn," og það var þessi sálarstyrkur og viljakraftur sem smitaði út frá sér til finnsku þjóðarinnar. Þess vegna eigum við Paavo Nurmi svo mikið að þakka.“ Halldór teiknar fyrir Barða- strandarsýslu I fréttinni í Mhl. nýlega um framleiðslu Glits á þjóðhátfðar- veggskjöldum var ranghermt, að Halldór Pétursson teiknaði fýrir Strandasýslu, þar átti að standa Barðastrandarsýslu. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessu. Bátar tll sölu 6 — 10—11 — 15 — 18 — 20 — 22 — 28 — 35 — 37 — 40 — 45 — 47 — 50 — 54 — 55 — 60 — 62 — 65 — 70 — 80 — 90 — 100 — 140 — 1 60 — 200 — 250 tonn. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 11 simi 14120. — Afrekin lifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.