Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 13
Kveðja úr Roðgúl Þegar gengið er meðfram ströndinni á Stokkseyri austur á bóginn í áttina að ísólfsskála, sem er mannvirki, gerist alltaf eitt- hvað í sálinni. öflin, sem ráða andrúmsloftinu á Stokkseyri, veðrinu og fólkinu, búa yfir ein- hverju, sem ekki er hægt að gera sér grein fyrir. Þarna í fjörunni, sem alltaf er falleg og breytileg á sinn hátt, er alltaf gott að vera; Þarna eru viðfangsefni og fyrir- myndir fyrir þá, sem fást við list. Dr. Páll ísólfsson, sem er átt- ræður, er upprunninn á þessum suðrænu slóðum. Hann dvelst á sumrum þarna, sem hann á heima. Æskuslóðirnar hljóta alltaf að vera sterkur þáttur. Lengi býr að fyrstu gerð. Síðan sá, sem skrifaði þessar línur, settist að í nágrenni við tónskáldið, hefur hann verið lukk unnar pamfíll að þvf leyti að búa við sterka strauma og lífsmagn, sem er hverjum nauðsynl. þáttur til átaka í baráttu. Stundum hefur verið rölt eða ekið í heimsókn til afmælisbarnsins. Það hefur alltaf verið til gleði og hressingar og gefið meiri trú að hitta þau hjón, frú Sigrúnu og Pál í ísólfs- skála: Það er óhverfsdags- legt og jákvætt. Fyrir það þakkar fólkið í Roðgúl, ekki hvað sízt smáfólkið, sem stundum er ódælt og alltaf ótilbúið. Þá bregzt sjaldnast gamanskyn góðra vina. Andagift og mikilleika persónu- leika eins og Páls þarf ekki að ræða f afmæliskveðju. Þetta átti hins vegar að vera persónuleg kveðja, sem send er frá aðkomu- fólki á Stokkseyri, og hún á ekki að þarfnast skýringar. Roðgúl á Stokkseyri, 11. okt. 1973 stgt. Skattfrjálsar gjafir FJÁRFRAMLÖG til Dýra- verndunarsambands Islands fást nú frá dregin frá skattaskyldum tekjum gefanda, samkvæmt heimild-, sem sambandið hlaut ný- lega. Að sögn Jórunnar Sörensen hjá sambandinu gengur söfnunin til dýraspítala ekki of vel, en full þörf er á stuðningi dýravina við spítalann, enda þótt borgin og e.t.v. fleiri sveitarfélög ætli að styrkja hann. Nú hafa safnast til spítalans um 100 þús. kr. Gíro- reikningur sambandsins er nr. 44000. Kosningar á Selfossi 28. október HREPPSNEFND Selfosshrepps samþykkti á fundi I fyrradag, að Selfyssingar skyldu ganga að kjörborðinu hinn 28. október næstkomandi og segja álit sitt á Votmúlakaupunum, en sýslu- nefnd Árnessýslu gerði það að skilyrði fyrir samþykki sínu á kaupunum, að hreppsbúar sam- þykktu þau við atkvæðagreiðslu. Jafnframt verður kosið um það, hvort Selfoss eigi að sækja um kaupstaðaréttindi. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 13 Til leigu 5 herbergja íbúð í miðborginni. Fallegur garður og bilskúr fylgir. Tilboð er tilgreini fjölskyldustærð og leigutima sendist Morgun- blaðinu merkt: Miklatún 1258. Til sölu Land Rover 7 manna, árgérð 1971, með nýrri diesel vél. Bílaleigan Vegaleiðir, Borgartúni 29. Vatnsveita Reykjavíkur vill, að gefnu tilefni benda á að öllum öðrum en Slökkviliði Reykjavíkur við skyldustörf og starfsmönnum vatnsveitunnar er stranglega bannað að taka vatn úr brunahönum. Vegna frosthættu hafa brunahanar verið vatnstæmdir fyrir veturinn. Vatnsveitan vill benda á að hver sá sem notar brunahana án leyfis getur orðið valdur að eigna- tjóni og skapað margvíslegar hættur. Vatnsveita Reykjavíkur. Frá Vidlagasjódl BR0YT X2 til leigu um lengri eða skemmri tíma. Eins og fram kemur af auglýsingu Viðlagasjóðs 1. okt. s.l., mun sjóðurinn greiða staðaruppbót til þeirra, sem búa og starfa í Vestmannaeyjum á tímabilinu 1. okt. 1973 til 16. marz 1974, með áður tilgreindum skil- yrðum. Staðaruppbótin verður greidd til þeirra, sem skráðir eru búsettir í Vestmannaeyjum, samkv. skrá bæjarritara Vestmannaeyjakaupstaðar. Greiðsla staðaruppbóta fer fram á fjögurra vikna fresti og hefst viku eftir að hverju tímabili lýkur, í fyrsta sinn, eftir 28. október 1 973. Útvegsbanki íslands í Vestmannaeyjum annast greiðslur f.h. Viðlagasjóðs. Viðlagasjóður RE YK JANESK J ÖRDÆMI Affallundlr sjállstæfflsféiaganna Sandgerði: í leikvallahúsinu sunnudaginn 21. október kl. 3. e.h. Garður: í samkomuhúsinu Garður fimmtudaginn 11. október kl 8.30 e.h. Sveitarstjórnarmál rædd. Keflavik: Sjálfstæðisfélag Keflavikur i sjálfstæðishúsinu, fimmtudag- inn 1 8. október kl. 9 e.h. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn, í Æskulyðshúsinu kl. 9 e.h. miðviku- daginn 24. október. Heimir, félag ungra Sjálfstæðismanna. Fundadagur auglýstur siðar. Grindavik: Festi uppi, sunnudaginn 21 október kl 3 e h Njarðvikur: i Stapa sunnudaginn 21. október kl. 2 e h. Vogar: Sjálfstæðisfélag Voga og Vatnsleysustrandar í Glaðheimum, sunnudaginn 21. október kl. 5. e.h Hafnarfjörður: Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 e.h. mánudaginn 15. október. Bæjarráðsmaður Árni Grétar Finnsson talar að loknum aðalfundarstörfum um hitaveitumálið. Landsmálaélagið Fram: Fundardagur auglýstur síðar. Stefnir: félag ungra sjálfstæðismanna í Sjálfstæðishúsinu fimmtudag- inn 25 október kl 8.30 e.h. > Málfundafélagið Þór: Fundardagur auglýstur síðar Garða og Bessastaðarhreppur: Á Garðarholti fimmtudaginn 25 októ- ber kl. 8.30 e h Kópavogur: Sjálfstæðiskvennafélagið Edda. Fundardagur auglýstur síðar í mánuðinum. Sjálfstæðisfélag Kóðavogs i Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 5. nóvem- ber kl. 8.30 e.h. TýrFUS. Fundardagur auglýstur siðar Seltjarnarnes: i félagsheimilinu 25. október kl. 8.30 e.h. Dr. Gunnar Thoroddsen alþ.m. flytur ræðu. Kjósarsýsla: Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfur í Hlégarði, þriðju- daginn 30 október kl 8.30 e h FUS. Kjósarsýslu: Fundardagur auglýstur siðar. Félagar Sjálfstæðisfélaganna eru kvattir til að mæta vel og stund- vislega og taka með nýja félaga á aðalfundina. Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi munu mæta á fundum eftir þvi sem við verður komið. Stjórnir Sjálfstæðisfélag *nna í Reykjaneskjórd^mi. Upplýsingar í síma 99-1 518 eftir kl. 6 e.h. TOYO SNJÓDEKKIN ERU ORDIN Ót>OLINMÓÐ Hjólbardasalan, Borgartúni 24. — Slmi 14925. NETARÚLLUR Höfum fengið aftur á lager netarullur með línuskífu fyrir smábáta. Sérlega hentugar fyrir hrognkelsaveiðar. Lækkað verð. VÉLAR OG SPIL SF., ÖLDUGÖTU 15, REYKJAVÍK. SÍMI 26755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.