Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorfajörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 22,00 kr. eintakið. Sú ákvörðun Jóhanns Hafstein að segja í gær af sér formennsku Sjálfstæðisfl. kom öllum að óvörum. Hann er nú á góð- um batavegi eftir veikind- in í sumar, en í bréfi sínu til miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins segir hann: „Reynslan hefur kennt mér, aðformaður flokksins þarf að búa yfir óskertri starfsorku og vel það. Af heilsufarsástæðum er þessu nú ekki til að dreifa hjá mér. Ég hef því ákveð- ið að segja af mér for- mennsku Sjálfstæðis- flokksins. Önnur skyldu- störf fyrir flokkinn, s.s. þingmennsku, mun ég halda áfram að rækja eftir fyllstu getu og vona, að á því verði ekki misbrestur." Jóhann Hafstein tók við formennsku Sjálfstæðis- flokksins á miklum örlaga- tímum í sögu hans. Við frá- fall Bjama Benediktssonar gerðu allir sér grein fyrir því, að Sjálfstæðisflokkur- inn mundi ganga í gegnum tímabil mikilla erfiðleika. Að morgni þessa örlaga- dags varð Jóhann Hafstein forsætisráðherra. Áfall hans var meira en flestra annarra, utan fjöl- skyldu Bjarna Benedikts- sonar, vegna náinna vin- áttutengsla. Þó varð hann einnig að axla þær byrðar, sem fylgja forustu Sjálf- stæðisflokksins. Hann var síðan forsætisráðherra um eins árs skeið, þar til nú- verandi ríkisstjórn var mynduð. Það er ekkert leyndarmál, að sjálfstæðis- menn töldu svo mikla erfið- leika framundan sumarið 1970, að eðlilegt væri að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Samstarfsflokk- urinn var því andvígur, og þess vegna tókust flokk- arnir sameiginlega á við hinn mikla vanda undir forustu Jóhanns Hafstein með þeim ágætum, að óhætt er að fullyrða, að engin ríkisstjórn hafi skilið jafn vel við og Viðreisnar- stjórnin, er hún lét af störfum sumarið 1971. Jóhann Hafstein varð fjórði formaður Sjálfstæð- isflokksins, og enginn af fyrirrennurum hans þurfti að taka við störfum við jafn erfiðar aðstæður og hann — og án þess aðdrag- anda, sem eðlilegur er í flokki eins og Sjálfstæðis- flokknum. Veikindi Jóhanns Hafstein hafa nú orðið til þess, að hann læt- ur af æðstu áhrifastöðu Sjálfstæðisflokksins. En sjálfstæðismenn allir vona þó og treysta, að þeir og þjóðin í heild, eigi lengi eftir að njóta starfskrafta Jóhanns, einstæðs dreng- skapar hans og farsældar í störfum. Geir Hallgrímsson, sem fyrst var kjörinn varafor- maður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1971 og síðan endurkjörinn á síðastliðn- um vetri, tekur nú við for- mennsku Sjálfstæðis- flokksins. En varaformað- ur verður kjörinn af flokksráði, og er ætlað, að fundur þess verði um miðj- an nóvember. Störf Geirs Hallgríms- sonar þarf ekki að rekja fremur en störf Jóhanns Hafstein. Landsmenn allir vita, með hve mikilli prýði hann gegndi borgarstjóra- störfum í Reykjavík í 13 ár, FORMANNASKIPTI f SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM svo að vart heyrðist gagn- rýnisrödd. Störfum vara- formanns Sjálfstæðis- flokksins hefur hann einn- ig gegnt með sömu alúð, enda munu sjálfstæðis- menn nú slá um hann skjaldborg eins og alla for- ingja sína, frá því að flokk- urinn var stofnaður. Framundan eru mikil átök á hinu pólitíska sviði. Uggvænlega horfir í sjálf- stæðis- og öryggismálum þjóðarinnar. Og kannski eru hætturnar nú meiri en nokkru sinni fyrr. Á Sjálf- stæðisflokknum mun það mæða fyrst og fremst að leiða þau mál til farsælla lykta. Hann mun beita áhrifum sínum til að hindra, að nokkur þau ógæfuspor verði stigin, sem stofnað gætu sjálf- stæði landsins og öryggi borgaranna í hættu. Þótt óveðursblikur séu á lofti, er Sjálfstæðisflokkurinn enn sú kjölfesta, sem þjóð- in getur treyst á, þegar voveiflega horfir. Jóhann Hafstein segir í niðurlagi viðtals við Morg- unblaðið f dag: „Eins og ætíð áður tel ég styrkleika Sjálfstæðisflokksins mestu varða fyrir þjóðarheild- ina.“ Þetta veit sjálfstæðis- fólk um land allt, og þess vegna mun það styrkja flokk sinn og forustu, svo að honum auðnist að efla áhrif sín og bægja frá þeim hættum sem að steðja. Það var aldrei friður Þótt formlega hafi verið samið vopnahlé eftir sex daga strfðið 1 júnf 1967, hefur í rauninni aldrei verið raunverulegur friður í Miðaustur- löndum. Hér á eftir verða talin helstu átökin fram að þeim tfma, er hið nýja stríð hófst. 1967 Átök milli Egypta og ísraela voru nærri stöðug og mörg stór- skotaliðseinvígi voru háð yfir Suesskurð. 1. júlí gerðu ísraelskar flugvélar árásir á fallbyssustæði á vesturbakka skurðarins, og 12. júlí sökktu ísraelar tveim egypsk- um fallbyssubátum Ut af strönd Sinai. Egyptar sögðu, að í árás, sem gerð var 21. september, hefðu 36 óbreyttir borgarar fallið fyrir fallbyssukúlum ísraela. Stórskotaliðshríð olli mikium skemmdum á olíustöð í egypsku höfninni Sues hinn 24. október. Ísraelar og Jórdanir börðust einnig, og hófust átökin 5. sept- ember með bardögum við ána Jórdan. Hinn 14. október var háð stórskotaliðseinvígi. I september hafði Hussein konungur varað arabíska skæruliða við því að gera árásir á herteknu svæðin, þar sem það gæti leitt til hefndaraðgerða af hálfu israela. 1. nóvember héldu israelar því fram, að Jórdanía styddi arabísku skæru- liðana. Hinn 30. nóvember skutu skæruliðar níu vörpusprengjum á Tel Aviv, og í hefndarskyni jöfnuðu ísraelar við jörðu þorp í Jórdaniu, sem þeir sögðu bæki- stöð hryðjuverkamanna. Diplomatisk stefna israels var ákveðin. Krafist var beinna samn- ingaviðræðna við Araba og vísað á bug öllum kröfum um að fara fyrst frá herteknu svæðunum. Nasser, forseti Egyptalands, sagði í nóvember, að það yrði ekkert samið um þær kröfur Araba, að ísraelar færu frá herteknu svæð- unum. Abba Eban, utanríkisráð- herra Israels, sagði það: „Ég held, að þetta sé fyrsta stríð sögunnar, þar sem hinir sigruðu kröfðust skilyrðislausrar uppgjafar, þegar sigurvegarnir leituðu eftir friði.“ Hinn 22. nóvember samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna breska tillögu, þar sem hvatt var til friðar í Miðausturlöndum, og skyldi hann grundvallast á því, að israelar skiluðu aftur herteknu svæðunum og öryggi landamæra allra aðila yrði tryggt með samn- ingum. Bandaríkin tilkynntu í september, að þau myndu senda til Miðausturlanda þau vopn, sem pöntuð hefðu verið fyrir sex daga stríðið, og komust þannig í kringum bann við vopnasending- um. Meðal annars voru sendar 48 Skyhawk-orrustuþotur til ísrael og eitthvað af F-5 Northrop- orrustuþotum til Arabalanda. Hinn 11. október lýsti Levi Eshkol, forsætisráðherra israels, því yfir, að Sovétríkin hefðu bætt um 80 prósent af þeim hergögn- um, sem Egyptar misstu í sex daga stríðinu. 1968 Hryðjuverk Araba færðust í aukana á árinu. 12. febrúar tilkynnti Levi Eshkol forsætisráð- herra, að ísrael myndi hefna hryðjuverka. 18. marz sprengdu Arabar upp skólabfl í grennd við Eilat, og særðust þá 28 börn. Tveim dögum siðar réðust ísraelskar víkingasveitir og orrustuþotur á það, sem ísraelar sögðu vera bækistöðvar skæruliða á austurbakkanum, og orrustuþot- ur gerðu árás á skotmörk aðeins 16 mílur frá Amman, höfuðborg Jórdaníu. Fyrsta desember réðust ísraelskar víkingasveitir 37 mílur inn í Jórdaníu, og þrem dögum síðar réðust þotur á bækistöð írakskra hermanna 40 mílur fyrir innan landamæri Jórdaníu. Bar- dagar héldu áfram á Suessvæð- inu. 12. maí háðu fsraelskar og líbanskar stórskotaliðssveitir ein- vígi. Flugvél frá E1 Al, sem var á leið frá Róm, var rænt og hún neydd til að lenda í Alsír, og 26. desember réðust hryðjuverka- menn á E1 A1 flugvél á flug- vellinum í Aþenu og felldu ísraelskan farþega. 28. desember réðust ísraelskar víkingasveitir inn á flugvöllinn i Beirut og sprengdu 12 flugvélar í loft upp. 1969 Það voru reyndar ýmsar diplomatiskar leiðir til friðar og ísrael gaf í skyn, að það væri tilleiðanlegt að semja um að skila herteknu svæðunum, en stóð fast á rétti sínum til að halda Golan- hæðum og Jerúsalem. Sovétrikin lögðu til, að ísrael flytti hermenn sína í áföngum frá herteknu svæðunum, en Bandaríkin lögðu til að gerður yrðí bindandi samn- ingur, sem tryggði ísrael örugg landamæri og aðeins, þegar hann hefði verið gerður, yrðu hersveit- irnar fluttar á brott. Eftir fjölmargar árásir hryðju- verkamanna í Jerúsalem gerðu ísraelskar orrustuþotur árás á bækistöðvar skæruliða, 30 mílur inni í Sýrlandi, hinn 24. febrúar. ísraelskar þotur skutu niður sjö sýrlenskar þotur 8. júlí, og 31. júlí gerðu sýrlenskar þotur loftárásir á ísraelskar herstöðvar. Yfirmaður herráðs Egypta, Abdel Moneim Riad, féll í stór- skotahríðinni i grennd við Sues- skurð 9. marz, og eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu, að Egyptar hefðu byrjað þá orrustu. 27. desember tilkynnti Frakk- land, að fimm fallbyssubátar, sem höfðu verið smíðaðir fyr ísra- el, en kyrrsettir vegna vopna- bannsins, hefðu siglt „ólöglega" til ísrael. 1970 Til tíðra og harðra bardaga kom á fyrstu mánuðum ársins, og átti ísrael þar í höggi við alla ná- granna sína, Egyptaland, Jórdaníu, Sýrland og Libanon. ísraelskar þotur réðust á skot- mörk, sem voru i sjónmáli frá Kairó, og 8. apríl vörpuðu þær sprengju á skóla og kostaði það 30 börn lífið. 24. apríl gerðu ísraelskar flugvélar samtímis árásir á skotmörk f Jórdaníu, Sýr- landi og Egyptalandi. 12. maí eyddu 2000 ísraelskir hermenn herstöð í Libanon, með aðstoð skriðdreka. 25. júni lagði William Rogers utanrfkisráðherra til, að samið yrði þriggja mánaða vopnahlé og yrði tíminn notaður til að reyna að koma á sáttum með milligöngu Sameinuðu þjóðanna. í lok júlí- mánaðar samþykktu hinir stríð- andi aðilar þessa tillögu þótt Golda Meir tæki skýrt fram, að hermenn yrðu ekki kallaðir heim frá herteknu svæðunum nema öryggi landamæra ísraels yrði tryggt áður. Vopnahléð tók gildi 7. ágúst og var endurnýjað í 90 daga í viðbót til 6. nóvember. 1971 Meðan á vopnahlénu stóð reyndi Gunnar Jarring sátta- semjari Sameinuðu þjóðanna að miðla málum. í febrúar var vopnahléð framlengt um einn mánuð, en endaði 7. mars, þegar Egyptar neituðu að halda það lengur. 1972 ___________________ í janúar réðust ísraelskar sveitir á stöðvar, sem þeir grunuðu um að vera skæru- liðabúðir, bæði í Sýrlandi og Libanon, í hefndarskyni við árásir hryðjuverkamanna. 5. september gerðu arabískir hryðjuverkamenn árás á híbýli ísraelskra íþróttamanna í Miinehen, og létu 11 ísraelar lífið. 8. september réðust ísraelar í hefndarskyni á stöðvar í Sýrlandi og Libanon. 1973 Þar til í þessum mánuði hefur á árinu 1973 verið fremur litið um átök milli Araba og ísraela, þótt hryðjuverkum hafi verið haldið áfram. 10. apríl réðust ísraelskar víkingasveitir á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Libanon og felldu a.m.k. tvo háttsetta leiðtoga skæruliðasamtakanna A1 Fatah. í júní ítrekuðu Egyptaland og Israel afstöðu sína á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Egyptar kröfðust þess, að israelar hyrfu frá herteknu svæðunum, en Israelar sögðu, að fyrst yrði að semja. í sumar reyndi Habib Bourgiba, forseti Túnis, að fá báða aðila til að slaka til og hefja beinar viðræður, en það reyndist árangurslaust. 28. september rændu tveir arabfskir hryðju- verkamenn þrem sovéskum Gyð- ingum, sem voru á leið til ísrael f gegnum Austurríki. Til að fá gfslana látna lausa samþykkti stjórn Austurríkis að loka mót- tökustöð fyrir Gyðinga, sem væru á leið til ísraels sem innflytj- endur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.