Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÖBER 1973 Borgarstjórn: Samkeppni um Eiðsgranda Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti nýverið að efna til sam- keppni um gerð fjölbýiishúsa og keðjuhúsa við Eiðsgranda, þó inn- an þeirra marka sem réðust af samþykktu gatnakerfi. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri fjallaði um þetta mál og sagði m.a.: 1 skipulagi er gert ráð fyrir svonefndum keðjuhús- um á þessu svæði ásamt fjölbýlis- húsum og einbýlishúsum. Birgir Isl. Gunnarsson Þessar húsagerðir munu fara mjög vel saman á Eiðsgranda- svæðinu. Ég er sammála því, sem hér hefur verið rætt um áður, að æskilegt væri, að e.t.v. gæti sam- keppnin um gerð húsanna verið nokkru víðtækari en gert er ráð fyrir í samþykkt borgarráðs. Ef fyrri ákvörðunum verður hins vegar breytt verulega, er hætta á, að framkvæmdir dragist að minnsta kosti um hálft ár, og til þess má ekki koma. Á þessu svæði munu m.a. Félag einstæðra for- eldra og Félag ellilaunþega fá ióð- ir og þessum félögum liggur á sínum lóðum. Ég get hins vegar fallist á eftirfarandi breytingu á samþykkt borgarráðs: „I reglum um samkeppni varð- andi gerð fjölbýlishúsa og keðju- húsa við Eiðsgranda komi ákvæði þess efnis, að þátttakendur í sam- keppninni hafi frjálsar hendur um tillögur að breyttu skipulagi á svæðinu frá þeirri skipulagstil- lögu, sem hér liggur fyrir, ef þeir telja það betur henta lausn sinni. Það er þá skilyrði-að gatnakerfi þeirrar skipulagstillögu, sem fram var lögð í borgarráði, verði lagt til grundvallar.““ Tillaga þessi var síðan sam- þykkt samhljóða. Ljósabúnaði reiðhjóla ábótavant Á ÞESSU ári hafa fleiri hjóla- reiðamenn, einkum börn og unglingar, lent í umferðarslysum í Reykjavík en undanfarin ár. Er nú framundan sá tími ársins, sem slysatíðni er hvað mest. Lögregl- an hefur orðið þess vör á eftirlits- ferðum, að búnaði margra reið- hjóla í umferðinni er ábótavant, sérstaklega ljósabúnaði. Vill lögreglan brýna alvarlega fyrir öllum hjólreiðamönnum að full- nægja settum reglum um búnað á reiðhjólum sínum og mælist til þess við foreldra, að þeir líti til með börnum sínum, hvað þetta snertir. Samkvæmt umferðarlögum skal á hverju reiðhjóli vera: Hæfilega traustur hemill, ljósker, sem sýni hvítt eða dauf- gult ljós í hæfilegri fjarlægð framan frá, þegar reiðhjólið er notað á ljósatima, rauðlitað glit- auga eða ljósker aftan á reiðhjól- inu, lás og bjalla. Ekki má nota annað hljóðmerkjatæki en bjöllu á reiðhjóli. Framvegis mega hjólreiðamann búast við þvi að verða stöðvaðir af lögreglunni og reiðhjól þeirra tekin úr umferð, ef búnaði þeirra er ábótavant. (Ur fréttatilkynningu frá lögregl- unni). Enn meðvitundariaus STARFSMAÐUR Isaga, sem höfuðkúpubrotnaði í vinnuslysi í fyrrakvöld, var enn meðvitundar- laus á gjörgæzludeild f gær. ASÍ um kjaramál: 35.000 króna lágmarkslaun? KJARAMÁLARAÐSTEFNA ai- þýðusambands Islands var haldin á Hótel Loftleiðum í gær, en þar var rætt um kröfugerð í komandi kjarasamningum. Miklar um- ræður urðu um skatta- og kjara- mál, og einnig var rætt um húsnæðismál. 1 umræðum manna kom m.a. fram, að krefjast bæri 35 þúsund króna lágmarkslauna verkafólks og er þá vísitala talin með í þeim launum. Ráðstefnunni var ekki lokið í gærkvöldi, er Mbl. fór í prentun, en ákveðið var að henni lyki engu að síður í gærkvöldi. — Myndin var tekin á ráðstefnunni i gær- dag. Þensluhraðinn hefur tvöf aldast 1 tíð vinstri stjómar FRÓÐLEGT er að athuga, hvernig niðurstöðutölur fjár- laga hafa breytzt á sfðustu ár- um. Morgunblaðið aflaði sér upplýsinga um það hjá fjár- laga- og: hagsýslustofnun, hverjar niðurstöðutölur fjárlaganna hafa verið allt frá árinu 1957. Birtist hér línurit, scm Morgunblaðið gerði á grundvelli þessara upplýsinga. Lfnuritið skýrir sig að mestu leyti sjálft, en þó verður að taka fram nokkur atriði til skýringa. Arið 1968 er gerð fjárl. breytt þannig að inn i lögin voru teknar svokallaðar markaðar tekjur og þau gjöld, sem þeim tilheyra. Fjárhæð laganna fyrir og eftir þann tíma er því ekki fyllilega sambærileg. Við útreikninginn á því, hver upp- hæð fjárlagafrumvarpsins verður orðin, eftir að það hefur hlotið meðferð þingsins, er lögð til grundvallar samsvarandi hækkun og varð á fjárlaga- frumvarpi þessa árs í með- förum þingsins í fyrra. Það frumvarp hljóðaði í upphafi upp á 20,4 milljarða, en var orðið 22,0 milljarðar, þegar þingið afgreiddi það sem lög. Er það 7,8% hækkun. Nú hljóðar frumvarðið upp á 27,4 milljarða, og sé gert ráð fyrir að það hækki um 7,8% í með- förum þingsins, verður niður- stöðutala þess orðin 29,5 milljarðar, þegar það hlýtur afgreiðslu. Niðurstöðutala síðustu fjár- laga Viðreisnarstjórnarinnar fyrir árið 1971 var 11,3 milljarðar. Sé gert ráð fyrir, að fjárlögin fyrir 1974 verði 29,5 milljarðar, er þar um 161% hækkun á niðurstöðutölunni að ræða á 3 árum vinstri stjórnar- innar. Til samanburðar má taka hækkum, sem varð á jafn löngu tímabili Viðreisnarstjórnarinn- ar sfðustu ár hennar, þ.e. á ára- bilinu 1968 til 1971. Arið 1968 hljóðuðu fjárlögin upp á 6,2 milljarða, en 11,3 milljarða 1971, eins og áður segir. Sú hækkun nemur 82,2%, svo að þensluhraðinn er u.þ.b. tvöfalt meiri hjá vinstri stjórninni. Víkingur seldi fyrir 8,5 millj. TOGARINN Víkingur frá Akra- nesi seldi 188,3 lestir af fiski í Bremerhaven i gær fyrir 246.600 mörk, eða 8,5 milljónir kr. Meðal- verðið hjá Víkingi var því 45,45 kr. Þá seldi Álsey frá Vestmanna- eyjum 68,2 lestir í Cuxhaven fyrir 88.600 mörk, eða 3,8 millj. kr. Meðalverðið hjá bátnum var rúm- ar 45 kr. Salan hja Víkingi var mjög góð, því fiskurinn, sem skipið var með, var mjög blandaður. Álsey var að mestu með stórufsa, en báturinn hefur stundað netaveiðar austur af Vestmannaeyjum. Háskóla- rektor leystur frá störfum Blaðinu barst í gær eftirfarandi frétt frá menntamálaráðuneyt- inu: Dr. Magnús Már Lárusson, há- skólarektor, hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum við Há- skóla Islands. Menntamálaráðu- neytið hefur i dag veitt honum ársleyfi frá prófessorsembætti í heimspekideild frá 1. október 1973 að telja, en jafnframt gert ráðstafanir til, að kosning nýs há- skólarektors verði látin fara fram f samræmi við ákvæði laga um Háskóla Isalnds. Norrænni orgelkeppni lauk í gær í GÆRKVÖLDI lauk I Stokk- hólmi samnorrænni orgelkeppni, en þessi keppni hefur staðið yfir síðan 9. október. Aðeins einn Is- lendingur tók þátt f þessari keppni, Marteinn Friðriksson organisti í Háteigskirkju. Island skipaði tvo dómara til keppninnar, þá Áma Kristjáns- son tónlistarstjóra og Ragnar Björnsson dómorganista. I gær- kvöldi var ekki vitað hver úrslit keppninnar urðu. Lögreglustjóra- staðan í Hafnar- hreppilaus í SlÐASTA Lögbirtingarblaði er embætti lögreglustjóta i Hafnar- hreppi í Austur-Skaftafellssýslu auglýst laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 3. nóvember 1973, og staðan veitist frá 1. janúar 1974. Kynna bækur á stærstu bókasýningu heimsins Þessa dagana stendur yfir í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi heimsins stærsta bókasýning, og eru þúsundir útgáfufyrirtækja með sýningarbása þar. Tveir ís- lenzkir útgefendur taka nú þátt f þessari sýningu sameiginlega, en það eru Almenna bókafélagið og Iceland Review. Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri AB sagði í samtali við Morgunblaðið, að sýningar- básar á þessari bókasýningu væru um 10 þúsund. Almenna bóka- félagið sýndi þarna á milli 30 og 40 bækur, og fulltrúi AB á sýning- unni væri Björn Bjarnason. Hann sagði, að sýningin hefði verið opnuð 9. október s.l. og lyki henni 17. október. Bækurnar, sem þarna eru sýndar, eru allsstaðar að úr veröldinni, og eiga sér þarna stað mikil bókaviðskipti. AB hefur áður tekið þátt í þessari bókasýningu, en vegna mikiis kostnaðar hefur þátttaka AB fall- ið niður, þar til nú, að Iceland Review og AB ákváðu að vera saman með sýningarbás. Heimir Hannesson hjá Iceland Review sagði, að þeirra útgáfufyr- irtæki tæki þátt í sýningunni aðal- Iega til að kynna tvær bækur. Annarsvegar íslandsbókina, sem var gefin út í fyrra, og hins vegar Vestmannaeyjabókina, sem gefin var út í vor, og fjallar um náttúruhamfarirnar í Eyjum. Kynning þessara bóka er m.a. gerð með það í huga að gefa þær út í fleiri löndum og þá i samráði við útgáfuaðila viðkomandi landa. 22. og 23. október ySAMNINGAVIÐRÆÐUR við Vestur-Þjóðverja, sem hefjast í Reykjavík nú í október, munu standa dagana 22. og 23. október, en ekki 23. og 24. október eins og ranghermt var i frétt Morgun- blaðsins í gær. Leiðréttist þetta hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.