Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 3 r Hefur selt Alafoss- vörur fyrir 60 millj. króna á árinu Rætt við Vilborgu Hansen um sölustarf hennar á Norðurlöndum „Ég gerði fyrst samning við Alafoss um áramótin 1971—1972 um að sjá um að selja Alafossvörur f Danmörku, Noregi og vfðar á Norður- löndunum fyrir hálfa milljón danskra króna)7 millj. fsl. kr.) á árinu 1972. Þótti sú upphæð há og ég bjartsýn. Það ár náði ég að selja fyrir 8—900 þús. d.kr. (11—12 millj. fsl. kr.). Fyrri hluta þessa árs seldi ég föt og lopa fyrir rúmar 12 milljónir fsl. kr., f júlf, ágúst og september fyrir 15 milljónir kr., það sem af er október fyrir 6 milljónir kr. og óafgreiddar pantanir þessa árs nema 1,8 milljónum danskra króna, eða um 25 millj. fsl. króna. Og verðið, sem Alafoss fær inn f gjaldeyri, er 12—30% hærra en það, sem fæst f gegnum aðra söluliði Alafoss.“ Vilborg Hansen hefur verið búsett í Danmörku meira eða minna i rúm 20 ár. Hún giftist dönskum manni og vann að hótelstörfum og hjá skipakaup- mönnum um margra ára skeið, áður en hún tók að sér að verða umboðsmaður Alafoss. Hún á lögheimili á fslandi, á Kambi i Holtum, og er alltaf á ferðinni milli landanna. „Ég lærði það í fyrri störfum, að þjónusta er frumskilyrði fyr ir að vel gangi,“ segir Vilborg, er við spyrjum hana um ástaéð- una fyrir velgengninni. „Þeir, sem selja vörurnar okkar, eru ánægðir, vegna þess, að við leggjum áherzlu á að veita þeim góða þjónustu og góð tengsl við okkur og Álafoss. Þeir vita, að ef eitthvað er að, þá lögum við það, þeim að kostnaðarlausu. Ef einhver vara selst ekki vel hjá þeim, tökum við hana aftur og seljum hana annars staðar. Þetta öryggi eru þeir mjög ánægðir með, enda hefur það sýnt sig, að þegar við erum komin í samband við verzlanir, rofnar það ekki aftur.“ En hvers vegna nýtur íslenzka varan svo ört vaxandi vinsælda? „Það er sérstætt útlit, sem fólkið tekur fyrst eftir f sam- bandi við fötin. Síðan fer það inn i verzlanirnar, og þótt þetta sé dýr vara, vegur það upp á móti, að sölumennirnir ýta þessari vöru fremur að fólkinu en einhverju öðru; þeir eru það ánægðir með vöruna. En sam- keppnin er hörð á sumum svið- um, sérstaklega hvað peys- urnar snertir. Þar er gífurlegt framboð og íslenzku peysurnar eru dýrar. En þær hafa gæðin fram yfir hinar. Þó eru alltaf einhverjir sem lfta fyrst og fremst á verðið." Islenzki lopinn hefur í Dan- mörku verið mikið seldur i verzlunum samtakanna Hand- arbejdens fremme, sem eru ekki ólík Islenzkum heimilis- iðnaði. „Það er mjög strangt eftirlit með hvað kemst inn í verzlanirnar sem söluvara, og sérstök nefnd hefur yfirumsjón með slíku. Samtökin eru mjög virt og hafa mikil áhrif. Þau dreifa uppskriftum, gefa út bækur, halda námskeið og kenna fólki að ná sem mest út úr efnunum. Þannig er lögð mikil rækt við að nota lopann á sem f jölbreyttastan hátt. Þar er meiri fjölbreytni í prjóna- skapnum en hér,“ segir Vil- borg. Sölustarfsemi Vilborgar fer einkum þannig fram, að hún fær lögfræðing til að skrifa verziunum bréf og kanna, hvort áhugi sé á því að fá íslenzkar vörur til sölu. Síðan starfa hjón að sölumennskunni, fara á milli verzlananna með sýnishorn og taka pantanir. „Mér var gefið það ráð að reyna fyrst og fremst að fá traust'fyrirt. til að selja vöruna, ekki ný og óþekkt fyrirtæki. Ég ætti einungis að láta þær verzlanir selja vöruna, þar sem gæðakröfurnar eru miklar, því að ízlenzka varan væri þannig, að hana mætti ek- ki selja hvar sem væri. Ég hef farið rólega f sakirnar — ég vil ekki vera að taka neina áhættu." Framan af einbeitti Vilborg sér að danska og norska mark- aðnum, en í sumar var hafin skipileg sölustarfsemi i Svi- þjóð. Ætlunin er að skipta Sví- þjóð í fjögur svæði og verða miðstöðvar þriggja svæða í tenglsum við verzlanir í Málm- ey, Gautaborg og Stokkh. 18. sept. sl. var opnuð verzlana- miðstöðin Caroli City I Málmey, og þar var verzlunin Islandia með 130 fermetra verzlunar- rými auk birgðageymslna. Þar eru eingöngu á boðstólum Álafossvörur, og stjórnar verzl- uninni frú Sara Sigurðsson, sem er frá Reykjavfk. Salan í verzluninni hefur verið mjög mikil, nánast helmingi meiri en búiztvarvið. í verzlanamiðstöð- inni eru 55 verzlanir og veitingastaðir á 26 þús. fer- metra gólfrými. Mörg hundruð íbúðir eru í húsinu og þvi fylgja 1625 bílastæði. Samskonar mið stöðvar verða opnaðar á næsta ári í Gautaborg og Stokkhólmi og verða verzlanir með Alafoss- vörur einnig í þeim. i Svíþjóð verður, eins og í Danmörku, lögð mikil áherzla á sölu á ferðamannstöðum á sumrin. Vilborg hefur einnig reynt fyrir sér á finnskum markaði, en árangurinn hefur ekki verið mikill hingað til, enda segir hún, að það taki alltaf nokkurn tíma að vinna markaðinn upp. Salan hefur á þessu ári numið samtals nálægt 60 millj- ónum ísl. króna, og Vilborg leggur á það áherzlu, að þótt hún hafi í upphafi verið um- boðsmaður fyrir Alafoss, hafi þessi gífurlega söluaukning orð ið til þess, að nú sé miklu nær að tala um samstarf hennar og Álafoss. „Við ráðfærum okkur alltaf hvort við annað og tölum saman um málin og höfum líka mikið samstarf við Úlf Sigur- mundsson hjá Utflutningsmið- stöð iðnaðarins." Vilborg segir, að eins og er geti Álafoss vart ennað meiri eftirspurn frá Norðurlandamarkaðnum. Og að lokum er Vilborg spurð, hvernig henni lítist á framtíðina í þessum efnum: „Mér finnst mjög gaman og spennandi að starfa að þessum málum og ég vona, að ég eigi eftir að standa í stykkinu. Það eina, sem ég óttast, er að staðna. Það er ekkert svið eins erfitt og tizkufatasviðið. Við verðum að koma með nýjungar, en megum þó ekki skemma þau sérstöku einkenni og stll, sem vörunni hefur verið skapaður." Yfirlitssýning á verkum r Asmundar Sveinssonar 1 DAG kl. 17.00 verður opnuð fyrir almenning 1 Listasafni lslands yfirlitssýning á verkum Asmundar Sveinssonar, mynd- höggvara. Spannar sýningin list- feril Asmundar frá upphafi, — elzta verkið er frá 1922 (Haf mey) og það nýjasta er frá árinu 1971 (Járn og eir). „Þótt undarlegt megi virðast er þetta fyrsta og eina yfirlitssýning á vcrkum Asmundar, eins merkasta lista- manns þjóðarinnar, sem sett hefur verið upp,“ sagði Selma Jónsdóttir, forstöðukona Lista- safns islands 1 samtali við Morgunblaðið. Sagði Selma að Listasafnið hefði- gengizt fyrir yfirlits- sýningum á verkum nokkurra af okkar mestu listamönnum, og hefði það alltaf haft áhuga á sýningu á verkum Asmundar. Nú væri sá draumur orðinn veruleiki, og hefði undirbúningur staðið i meir en mánuð. A þessari sýningu eru 63 verk alls, og eru þau lang- flest í eigu listamannsins sjálfs, en 5 í eigu Lástasafnsins. „Ég held að þetta gefi mjög gott yfirlit yfir starfsferil Asmundar, en auðvitað vantar stækkuðu myndirnar, en hér eru þó frumgerðir margra þeirra," sagði Selma. Og sjálfur sagðist Ásmundur sakna „tröllanna" sinna. Yfirlitssýningin í Listasafninu verður opin 13.30—22.00 um óákveðinn tíma. Gefin eru út veg leg sýningarskrá og veggspjöld sem seld eru á sýningunni. I sýningarnefnd eru list- málararnir Jóhannes Jóhannes- son og Steinþór Sigurðsson, og s\’o Selma Jónsdóttir fyrir hönd Listasafns Islands. Asmundur Sveinsson við verk sitt „Rafmagn" á yfirlitssýningunni. Minni myndin er af verki hans „Fuglinn Fönix“. Alfreð Flóki sýnir ,lítil magísk ritúöl’ „ÞETTA er að sjálfsögðu mfn bezta sýning til þessa,“' sagði Alfreð Flóki er Morgunblaðs- menn litu inn á sýninguna, sem opnuð verður f Bogasal Þjóðminjasafnsins f dag. „Þaðmá segja, að þetta séu allt lftil magísk ritúöl," sagði Flóki. Og glöggt mátti sjá áhrif æðstaprests svarta galdursins, Aleisters Crowley, í þessum dulúðugu myrkramyndum, — þess manns, sem Flóki telur sinn mesta læri- meistara, og brezka hástéttar- fólkið kaflaði „versta mann f heimi“ á fyrstu tugum þessarar aldar. - Flóki segir að skáldið og galdra- meistarinn Crowley hafi haft hvað sterkust áhrif á sig af öllum mönnum. „Ég hef reyndar verið að íhuga að fara í pílagrímsferð til Sikileyjar, en þar hafði Crowley klaustur sitt á sínum tíma. Og það mun ekki hafa verið staður fyrir óspjallaðar meyjar." Á meðan við skoðuðum myndirnar yfir púrtvínsglasi, spjallaði Flóki um Crowley og Framhald á bls. 18 Alfreð Flóki við verk sitt „Astvinir Orlandinu" ásamt Ine Bekke, hinni dönsku „músu“ sinni. Ljóðmæli Steingríms Thorsteinssonar BLAÐINU hefur borizt ný Helga- fellsbók, Ljóðmæli eftir Steingrfm Thorsteinsson, frum- kveðin og þýdd. Hannes Péturs- son skáld sér um útgáfuna og ritar formála. Um bókina segir á bókarkápu: Hannes Pétursson hefur gert yfirgripsmikið úrval úr ljóðum og ljóðaþýðingum Steingríms Thor- steinssonar og ritað inngangsorð. Er vissulega hvergi áður til í stuttu máli jafn-hugstæð lýsing Steingríms né viðlika nærfærið og öfgalaust mat á verkum hans í ljósi breyttra tíma: í leiðsögn Hannesar sameinast djúpstæður sögulegur skilningur og rannsókn skáldlegri kunnáttu og innsýn. Aður hefur Hannes Pétursson ritað bók um Steingrim, frábært verk, sem kom út 1964. Steingrímur var um langan aldur eitthvert ástsælasta skáld þjóðarinnar. Á eftir slfkum vin- sældum fylgir venjulega aftur- kast. „Á hinum síðari ævidögum Steingrims,“ segir Hannes „varð um hann sem skáld fremur hljótt. “ Mörg kvæði hans lifðu að vísu góðu lífi sem ættjarðaróður og söngljóð, en hitt er sanni næst, að hugmyndir manna um listrænt gildi þeirra óskýrðust, þegar leið fram á þessa öld, og með breytt- um smekk varð mönnum mjög starsýnt á galla hans. Hannes Pétursson varð til þess að gera endurmat á ljöðagerð hins gamla þjóðskálds. Margþættar sögulegar og listrænar athugasemdir hans verða ekki dregnar saman i nokkur orð á kápu, en fáir munu bera brigður á þessa niður- stöðu úr formála hans um Steingrim, og hún hefur mikil- vægt almennt gildi: „Meginstyrk- ur hans fólst í því að geta kveikt saman djúplæga kennd og hug- myndalegt viðhorf í ljóði sem á sér hófstilltan klið (gott dæmi þess er Svanasöngur á heiði). Þegar honum tekst bezt, hvílir yfir ljóðum hans eins konar perlumóðurgljái, þá er hugur og hjarta og tunga í jafnvægi og samræmi....“ Á slíkum stundum er Steingrímur eitthvert full- komnasta skáld tungunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.