Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÖBER 1973 17 Að Paavo IVurmi látnum: AFREKLN LIFA — þau gáfu finnsku þjóðinni aukinn kraft og viljaþrek á erfiðum tímum Stytta Waino Altouenus af Nurmi við Olympfuleikvanginn í Helsinki. 12. júlí árið 1924. Undanfarna daga hafa Olympíuleikar staðið yfir f Parfs og nú er komið að þeirri keppnisgrein, sem beðið hefur verið eftir af hvað mestri eftirvæntingu — 10 kíiómetra vfðavangshiaupinu. Fjörutfu beztu hlauparar heimsins hafa verið skráðir til þátttöku f hlaupinu. En þennan dag gengur hitabylgja yfir Frakkland. Hitinn mældist 55 gráður á Celsius og það er því að vonum, að forráða- menn leikanna velta því fyrir sér, hvort ekki sé rétt að fresta keppni f hlaupinu. En slfkt setur dagskrána úr skorðum, og þvf kemur að þvf, að hlaupararnir stilla sér upp og leggja af stað f það hlaup, sem sfðan hefur verið kallað „Sólororrustan f Colombes“. Hitinn segir brátt til sín. Einn af öðrum örmagnast hlaupararnir og hníga meðvitundarlitlir niður. Sjúkralið og læknar eru önnum kafnir við að aðstoða þá og flytja í sjúkrahús. Það eru aðeins þrír keppendanna, sem hitinn virðist lítil áhrif hafa á. Allir eru þeir frá löndum norðursins og hafa mest þjálfað í vetrarkulda og sjaldan keppt í miklum hita. Þetta eru Finnarnir Nurmi og Ritola og Svíinn Wide. Þegar hlaupið er langt komið verður Svíinn þó að gefa eftir og Finnarnir tveir fjarlægjast óðum. Þeir skiptast á um forystuna og hjálpa þannig hvor öðrum, eins og finnskir langhlauparar voru frægir fyrir að gera. Það er ekki fyrr en um 1000 metrar eru eftir að Nurmi segir skilið við keppi- naut sinn og þegar hann kemur langfyrstur inn á leikvanginn eru engin þreytumerki á honum að sjá. Gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda fylgja honum alla leið í mark. Tími Nurmis er 32:54,8 mín., næstum þremur mínútum betri en Ritola sem varð annar. Margan sigur hafði þessi frækni Finni unnið á hlaupabrautinni, en ef til vill var þessi sá fræki- legasti. Og þó — nokkrum dögum áður hafði hann unnið afrek, sem enginn hefur leikið eftir, hvorki fyrr né síðar; að sigra í tveimur keppnisgreinum á Olympiu- leikunum sama daginn — 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Nú er Paavo Nurmi allur. Hann andaðist í s.l. viku, rúmlega 76 ára að aldri, saddur lífdaga. Síðustu ár ævinnar hafði hann átt við mikla vanheilsu að striða og hann var orðinn mjög bitur og leiður. — Lífið hefur ekki boðið mér upp á margt, sagði hann í einu af f áum viðtölum, sem hann átti við blaða- menn fyrir s.l. Olympíuleika, — afreksíþróttir eru raunverulegur fiflaskapur og Olympiuleikarnir eru sirkus, sagði hann. En þótt Nurmi sé nú liðinn mun afreks- saga hans lifa um ókomin ár, ekki einungis í Finnlandi, heldur um heim allan. Fyrir Finna var hann miklu meira en afreksmaður í iþróttum. Á sinum tíma var hann alþjóðlegur fulltrúi lands síns og hann kveikti eld í brjósti finnskr- ar æsku á erfiðum timum. Þann eld, sem átti eftir að reynast finnsku þjóðinni mikill.styrkur á tlmum styrjalda og erfiðleika, sem þjóðin varð að ganga i gegn- um. Finnskri menningu varð Nurmi einnig til hvatningar. Afrek hans hrifu ekki síður skáld og listamenn. Skáldin ortu honum drápur og ein fegursta stytta, sem gerð hefur verið af íþróttamanni, er stytta af Nurmi, sem hinn kunni finnski myndhöggvari Aalthonen gerði. Sú stytta stendur nú við Ieikvanginn í Helsinki, þar sem Olympiu- leikarnir voru haldnir 1952. Þegar styttan var gerð af Nurmi, var hann aðeins um fertugt, og mun það ekki algengt að lifandi íþróttamanni sé sýnd slík virðing. Iþróttasaga Paavo Nurmis er saga þess, hversu geysilegt vilja- þrek getur áorkað. Það er sam- dóma álit allra sérfræðinga um íþróttir, að Paavo Nurmi hafi síður en svo verið náttúrubarn í íþróttum. Raunar hafi líkams- bygging hans verið þannig, að ekki var líklegt að hann gæti náð langt. Það var þvi fyrst og fremst skapferli Nurmis og eldmóður, sem lögðu grundvöllinn að ódauð- legum afrekum hans. Paavo Nurmi var af fátæku fólki kominn. Hann fæddist i smá- bænum Loimaa I suðurhiuta Finnlands 13. júní 1897. Föður sinn missti hann 12 ára gamall, og þar sem hann var elztur systkina sinna, féll það í hans hlut að hjálpa móður sinni við að fram- fleyta heimilinu. Hann starfaði til að byrja með sem sendill í verzlunum, og þegar hann kom heim á kvöldin þurfti hann að hugsa um systkini sin, meðan móðir hans vann við að skúra gólf í verzlunum. Arið 1912, þegar Nurmi var 15 ára, voru haldnir Olympíuleikar í Stokkhólmi. Þá vann landi hans Hannes Kolehmainen frækileg hlaupaafrek og sú hrifningaralda sem fór um Finnland vegna þessara sigra snart Nurmi djúpt. Hann ákvað þá að verða ekki eftirbátur Kolehmainen og hóf þegar íþróttaiðkanir. Það þýddi, að hann varð að fara enn fyrr á fætur en vant var, og enn síðar að sofa, þar sem æfingatíma sinn mátti hann ekki taka frá tíma brauðstritsins. Litlum sögum fer af Nurmi næstu árin. Hann æfði sig mikið, en keppti sjaldan. Það var ekki fyrr en árið 1919, að hann vakti fyrst verulega athygli, og þá ekki fyrir þátttöku í hlaup- um. Nurmi var þá kominn í finnska herinn og einn liðurinn í herþjálfuninni var sá, að hermennirnir áttu að ganga 20 kílómetra vegalengd í herklæðum og bera allþunga byrði á baki. Nurmi lauk þessari þolraun á rösklega hálfrar klst. betri tima en næsti maður. Liðsforingj- um þótti framganga hans með ölíkindum og héldu að hann hefði svindlað. En við athugun kom I ljós, að Nurmi hafði farið framhjá öllum vörðunum. Þar með þótti sjálfsagt að gefa þessum unga manni tækifæri til þess að fara að þjálfa hlaup, og honum var komið til beztu hlaupaþjálfara Finn- lands. En þá kom það i ljós, að Nurmi fór sínar eigin leiðir. Hann vildi semja æfingaskrá sína sjálfur og skeiðklukka var það eina, sem hann gat óskað sér í sambandi við þjálfunina. Þjálfur- um bar saman um, að hreyfingar Nurmis i hlaupum hans væru þannig, að hann eyddi mikilli orku til einkis, en það var sama hvað þeir reyndu, Nurmi var þeim ósammála og fór sínu fram. Þjálfarar nú á dögum, sem hlotið hafa slíka menntun, að þeir vita nákvæmlega hvernig hreyfingar hæfa hvaða íþróttamanni, eru sammála um að • Nurmi hefðii getað náð langtum betri árangri, hefði hann farið að ráðum þjálfara sinna. Fyrstu Olympíuleikarnir, sem Nurmi keppti á, fóru fram i Antwerpen árið 1920. Þar keppti hann í 10 km hlaupi og víðavangs- hlaupi og bar sigur úr býtum í báðum hlaupunum. Þessi frammi- staða aflaði Nurmi mikillar f rægðar og aðdáunar í heimalandi hans, en samt sem áður var hann ekki ánægður. Hann ætlaði að gera meira, og það miklu meira. Árið eftir setti hann svo sitt fyrsta heimsmet, er hann hljóp 10 km á 30:40,2 mín. á móti, sem fram fór í Stokkhólmi. Met þetta hafði ekkert gildi fyrir Nurmi, enn bjó sú tilfinning, sem gripið hafði hann vegna sigra Kolehmainens 1912, í brjósti hans og honum fannst hann ekki hafa náð því að verða jafnoki hans. Svo kom að Olympíuleikunum í París 1924. Þá stóð Nurmi á hátindi frægðar sinnar. Á úrtöku- mótinu fyrir leikana setti hann tvö ný heimsmet og þegar til Ieikanna kom, vakti enginn kepp- enda eins mikla athygli og hann. „Finninn ósigrandi“ var hann kallaður og Nurmi átti eftir að sanna, að hann stóð undir því nafni. Afrek hans á þessum leik- um munu aldrei gleymast. Fyrst sigraði hann i miklu einvigi í 1500 metra hlaupinu og fór þaðan beint að rásmarkinu í 5000 metra hlaupinu, sem hann vann einnig. Síðan sigraði hann i „Sólarorrust- unni“, — þeirri, sem vikið var að i upphafi þessarar greinar. Nurmi vildi einnig taka þátt í 10 km hlaupi þessara leika, en forráða- menn finnska Olympíuliðsins meinuðu honum það. Á meðan keppni í þvi hlaupi fór fram, hljóp Nurmi 10 km einn sins liðs, á æfingavelli skammt frá Olympíuleikvanginum og náði þar tæplega sekúndu betri tíma en sigurvegarinn i hlaupinu á leikunum. Með þessum afrekum hafði Nurmi, að vissu marki, náð tak- marki sínu. Sú hrifningaralda sem fór um Finnland var miklu meiri en Kolehmainen hafði nokkru sinni getað vakið. Nurmi var tignaður og sæmdur æðstu heiðursmerkjum Finnlands. Á næstu árum ferðaðist hann mikið og var landi sínu ómetanleg kynning. Hann fór t.d. til Banda- rikjanna, þar sem hann keppti 55 sinnum á 100 dögum og vann jafnan sigur. Um'svipað leyti sótti Finnland, eins og mörg önnur Evrópulönd, eftir lánum i Banda rikjunum, og þar voru finnsk ríkisskuldabréf boðin út á frjálsum markaði. Og öll bréfin seldust á augabragði. Allir Banda- ríkjamenn vissu eitt um Finn- land.Þaðvar landið sem alið hafði Sfðasta hlaup Nurmi, er hann hljóp með Olympfueldinn inn á leikvanginn i Helsinki 1952. hinn frábæra hlaupara, Paavo Nurmi. Á þessum árum var oft sagt, að Finnar væru frægir fyrir tvennt: Að standa í skilum með allar skuldbindingar sínar, og svo hlaupagarpinn Nurmi. Paavo Nurmi keppti einnig á Olympíuleikunum í Amsterdam árið 1928. Þá var hann ekki jafn ósigrandi og áður. Sigur hans i 10 km hlaupinu var reyndar nokkuð öruggur, en i 5 km hlaupinu varð hann að láta i minni pokann fyrir Framhald á bls. 19. Met Nurmis Á ferli sfnum hlaut Paavo Nurmi alls 9 Olympfugull. Sex í einstaklingsgreinum og þrjú f flokkahlaupum með Finnlandi. Hann setti fjölmörg heimsmet, sum í greinum, sem nú hafa ekki lengur viður- kenningu sem keppnisgreinar. Heimsmet Nurmis, sem staðfest voru, eru eftirtalin: 1500 METRA HLAUP: 3:53,0 mín.........................1923 3:52,6 —...........................1924 1 ENSK MtLA( 1609 metrar) 4:10,4 mín....................... 1928 2.000 METRA HLAUP: 5:26,4 mín.........................1922 5:24,6 —..........................1927 3.000 METRA HLAUP: 8:28,6 mín.........................1922 8:27,8 mfn ........................1923 8:25,4 —...........................1926 8:20,4 —...........................1926 2 ENSKAR MlLUR: 8:59,6 mfn........................1931 3 ENSKAR MlLUR: 14:11,2 mín....................1923 14:02,0 —...........*..........1924 5000 METRA HLAUP. 14:35,4 mfn....................1922 14:28,2 —.................... 1924 4 ENSKAR MtLUR: 19:15,6 mín....................1924 5 ENSKAR MlLUR: 24:06,2 mín....................1924 6 ENSKAR MlLUR: 29:36,4 mín....................1930 10.000 METRAR: 30:40,2 mfn....................1921 30:06,2 —......................1924 15.000 METRA HLAUP: 46:49,6 mfn....................1928 10 ENSKA R MlLUR: 50:15,0 mín ...................1928 KLUKKUSTUNDA RGLAUP: 19.211 metrar..................1928 20.000 METRA HLAUP: 1:04,38,4 klst.................1930 3.000 METRA HINDRUNARHLAUP: 9:54,2 mín.....................1922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.