Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 1
32 síður 52. árgangur. mwM 78. tbl. — Föstudagur 2. apríl 1965 Prentsmíðja MorgunblaSsins. Anthony Liuzzo, eiginniaður frú Liuzzo, sem myrt var í Aalabama á dögunum, og börn þeirra homa til kirkju sl. þriðjudag til þess að vera viðstödd útför frú Liuzzo í Detroit. Frá vinstri: I.iuzzo, Thomas, 13 ára, Mary 17, Anthony yngri 10, og Penny. Fimmta barn þeirra hjóna, Sally, eex ára, er að baki Anthony. (Sjá forystugrein á bls. 16). Fellst Hanoistjórn á nýja ráóstefnu um mál Indókína? — án þess að setja skilyrði um brottför Bandaríkjamanna fyrst? Wasíhingbon 1. apríl —. NTB — AP. LYNDON B. JOHNSON, Banda- Gunnar Thoroddsen ríkjaforseti, kvaddi seint í kvöld saman á fund í Hvíta-húsinu helztu ráðgjafa sína, þeirra á meðal Dean Rusk, utanríkisráð- herra, Robert MacNamara, varn- armálaráðherra og Maxwell Taylor, sendiherra Bandaríkj- anna í S.-Viet Nam. Á fundinum var styrjöldin við Viet Cong kommúnista til umræðu, og mái- efni Viet Nam í heild. Tavlor, sendiherra, er sem kunnugt er nýkominn til Washington tii við- ræðna við Bandaríkjastjóm um þróun máia í hinu stríðshrjáða landi. Auk þeirra, sem fyrr eru nefndir, tóku þátt í fundinum í kvöld þeir John McCone, yfir- maður bandarísku leyniþjónust- unnar (CIA), M'heeler hershöfð- ingi, yfirmaður herforingjaráðs- ins, og McGeorge Bundy, sér- stakur ráðgjafi forsetans um ör- yggismál. Bandaríska stórblaði'ð New York Times segir í aðalfyrirsögn á forsíðu í dag, að sendinerrar hlutlausra ríkja í Moskvu hafi tjáð fréttamanni blaðsins, Henry Tanner, ai stjórn N.-Viet Nam iirvundi e.t.v. fallast á að Genfar- ráðstefnan um málefni Indókína verði kvödd saman á ný. Ekiki nefndi blaði'ð nánar hverfar þjóð ar umraeddir sendiherrar séu, en sagði að heimildir sínar hefðu sendiherrarnir frá smndimiönn- um N.-Viet Nam í Moskvu. Hanoi-stjórnin hefur til þessa haldið sig ákveðið við að skil- yrði fyrir samningagerð væri að Bandaríkjamenn færu frá Suður Viet Nam. Lítur því út fyrir að stjórninni í Hanoi muni ekiki vera þetta eins mikið alvörumál og gert hafði verið ráð fyrir, segir New York Times. beir, sem með miálum fylgjast, telja þó varasamt að vera of bjartsýnir vegna ummæla, sem sendimenn N.-Viet Nam hafi við- haft vi'ð sendiherra hlutlausra ríkja jafnvel þó svo kunni nú Framhald á bls. 31 Stórframkvœmdir í sam- göngumálum Vestfjarða B6 millj. kr. lán fengið hjá notað til vcga, flugvalla og hafn- argeröa á Vestfjörðum næstu fjögur ár. Wiiðreisnarsjóði Evrópuráðsiiis til samgöngubéta Yfirlýsing Cunnars Thoroddsen, f jiármálaráðherra á Álþingi í gaer GUNNAR Thoroðdsen fjármála- ráéherra skýrði frá því á Alþingi é gær í unuræðum um vegaáætl- un, að ríkisstjórnin hefði fengið 86 millj. kr. Ján hjá Viðreisnar- sjóði Evrópuráðsius. Yrði þetta fé Jafnmiklu fjármagni yrði var- ið til þessara framkvæmda héð- an að heiman, þannig að sam- lals yrði unnið fyrir 171.6 millj. kr. samkv. fyrrgreindri fram- kvæmdaáætlun. Fjármálaráðherra koynst að orði um þetta á þessa leið: Á þskj. 399 flytur ríkisstj. brtt. við vegaáætlunina, og fjalla þær um fjárveitingar til vegagerða á Framhald á bls. 8. Sprengjufarald- ur í Alabama Hús borgarstjóra i Birmingham i hættu — Margar sprengjur geróar óvirkar, — ein sprakk Birmingham, Alabama, 1. apríl — NTB — AP. ÖFLXJG sprengja sprakk í dag fyrir utan heimili negrafjöl- skyldu einnar í Birmingham í dag, og olli tjóni á húsinu. 13 ára gamall drengur meiddist á hendi I af sprengjubrotum í tilræðinu, ] en meiðslin eru ekki talin al- j varleg. Nær samtimis því, að | sprengja þessi sprakk, fundust ósprungnar tímasprengjur viða í borginni, m.a. á svölum borgar stjórans í Birmingham, Albert Boutwall, en hann er talinn miög frjálslyndur í afstöðu sinni til kynþáttamálanna. Ennfremur fannst sprengja fyrir utan hús borgarráðsmanns, frú Nina Migli onico, en hún mun svipaðra skoð ana í kynþáttamálum og borgar stjórinn. Lögreglunni tókst að gera sprengjurnar óvirkar áðwr en tii tíðinda drægi. Svo sem kunnugt er hefur mikið borið á sprengjutilræðum í Birmingham sl. tvö ár eða svo, Framhald á bls. 31. Hlutlausirhvctja til samninga Belgrad, 1. apríl. — NTB. SAMTALS 17 svonefnd hlutlaus ríki gáfu út í dag sameiginlega áskorun í Belgrad í Júgóslaviu, þar sem þau hvetja til þess að sezt verði að samningaborð- inu varðandi málefni Viet Nam, og reynt verði að finna stjórn- málalega lausn á styrjöldinni þar í landi. Það var talsmaður Júgóslavíu- stjórnar sem frá þessu skýrði í dag, og jafnframt því að sendi- herrar landanna 17 hefðu stjórn- um Sovétríkjanna og Bretlands áskorun þessa fyrr í dag. Verður áskorunin síðar send öðrum rík- isstjónum, sem hlut eru taldar eiga að máli. Áskorun þessi var samþykkt á fundi sendiherra hlutlausu ríkj- anna í sl. mánuði, og siðan send viðkomandi ríkisstjórnum til staðfestingar. Henni er beint til Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, aðaliútara SÞ, Bretlands, Pól- lands, Kanada, Norður og Suður Viet Nam og „þjóðfrelsishreyf- ingarinnar" í S-Viet Nam, þ. «. Viet Cong kommúnista. Nokkrir starfsmenn scndiráðs Bandarikjanna í Saigon, ganga slasaðir út úr sendiráðsbygigingunni eftir hina óhugnanlegu sprengjuárás í Saigon í vikunni. Föt þeirra eru ötuð blóði, s**n sjá má. (AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.