Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1965 Markar þáttaskil í sam- göngumálum Vestfjarða Úr ræðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi / gær HIN nýja framkvæmdaáætl- un um samgöngubætur á Vestfjörðum, sem ríkisstjóm- in hefur útvegað f jármagn til að framkvæma, markar þátta skil í samgöngumálum okk- ar Vestfirðinga, sagði Sigurð- ur Bjarnason í ræðu er hann flutti á Alþingi í gær. Fjár- málaráðherra hafði þá skýrt frá því að tekizt hefði að út- vega 86 millj. króna lán hjá Viðreisnarsjóði Evrópu. Verð ur þetta fjármagn, ásamt ja-fn miklu innlendu fjármagni, notað til þess að vinna að um bótum í vega-, flugvalla- og hafnarmálum Vestfjarða næstu 4 ár, samkvæmt fyrir fram gerðri áætlun. — Sig- urður Bjarnason gat þess að 34 milljónum króna af lán- inu yrði varið til vegagerða. Skiptist það þannig á næstu fjögur ár: 1965 7,2 millj. kr.; 1966 7,3 millj. kr.; 1967 11,5 millj. kr.; 1968 8,0 millj. kr. Örugrgrir vetrarvegir. Sigurður Bjarnason kvað hin- ar auknu framkvæmdir fyrir hið erlenda lánsfé fyrst og fremst stuðla að því að skapa öruggt akvegasamband árið í kring milli kaupstaða,, kauptúna og sveita við utanvert ísafjarðardjúp, í Vestur-lsafjarðarsýslu og Vestur Barðastrandasýslu. Jafnframt mundi snúizt að því með aukinni festu, að ljúka byggingu aðal- bjóðbrautarinnar, sem tengir Vestfirði við akvegakerfi lands- ins. Þessum höfuðframkvæmdum ætti að verða lokið á næstu fjór um árum. Vegagerðinni í öðrum byggðar- lögum Vestfjarða en beim, sem hið erlenda lánsfé er veitt til, verður að sjálfsögðu haldið áfram jafnhliða framkvæmda- áætluninni, fyrir fjárveitingar á vegáætlun. Þannig mun t. d. verða lögð áherzla á að ljúka vegagerð um endilanga Stranda- sýslu allt norður í Árneshrepp. Ennfremur verður haldið áfram að endurbæta vegina í Austur- Barðastrandasýslu. Tveir aðalflugvellir. Vegagerðinni meðfram sunnan verðu ísafjarðardjúpi verður einnig haldið áfram, en bar er enn miklu verki ólokið. Ber brýna nauðsyn til bess að Ijúka bví á eins skömmum tíma og mögu- legt er. Sigurður Bjarnason gat þess að í flugvallarmálum yrði lögð megináherzla á að gera flug- vellina á ísafirði og Patreksfirði sem öruggasta og traustasta. Að þeim yrðu lagðir fullkomnir veg- ir, sem auðveldlega yrði haldið opnum að vetrarlagi. Mundi þetta hafa í för með sér stór- bætta aðstöðu í flugmálum Vest fjarða, ekki sízt eftir að Flug- félag íslands hefði fengið nýjar og hraðfleygar flugvélar. Sigurður Bjarnason. Skipulegar framkvæmdir. Um þátt hafnargerðanna í fram kvæmdaáætluninni yrði ekki fjöl yrt að sinni. En gert væri ráð fyrir að J6 millj. króna af hinu erlenda lánsfé yrði varið til hafn argerða. Sigurður Bjarnason kvaðst að lokum fagna þessum iþætti í framkvæmdaáætlun Vest- fjarða og þeim stórhug og raun- sæi sem hún byggðist á. Hann kvaðst vona að hún væri upphaf skipulegra framkvæmda, sem myndu ekki aðeins bæta aðstöðu Vestfirðinga heldur og fólks í öðrum landshlutum, er þarfnað- ist skilnings á umbótaþörf sinni á hinum ýmsu sviðum lífsbar- áttu þess. Stuðningur við stúdenta í UMRÆÐUM um læknaskip- unarfrumvarpið í gær, skýrði Gylfi Þ. Gíslason menntamála ráðherra frá opinberum sutðn ingi við íslenzka stúderlta heima og erlendis og hverju fé hefði verið í því skyni s.l. 15 ár eða frá 1950. Sagði ráðherrann, að fé það sem það ár hefði verið til ráð- stöfunar til styrkja og lánveit inga og þá að lang mestu leyti til beinna styrkja, hefði verið ein milljón og 75 þús. kr. 1951 hækkaði upphæðin upp í 1275 þús. kr. 1952 var hún sú sama. 1953 er upphæðin 1 millj. 575 þús. kr. 1954 1 millj. 775 þús. kr. 1955 hin sama. Árið 1956, 1957 og 1958 var upphæðin óbreytt, 1 millj. 925 þús. kr. þessi þrjú ár 1956, ’57 og ’58. 1859 er hún aukin verulega í 3 millj. kr. 1960 er hún enn aukin mjög, meir en tvöföld- uð, í 6 millj. 595 þús. kr. — Hefði þá verið komin til fram kvæmda s'ú stefnubreyting, að mestur hluti fjárins var not- aður til námslána. 1961 hefði svo orðið mesta aukningin, því þá er fé í þessu skyni aukið í 11 millj. 95 þús. kr. og sú aukning varð mögu- leg vegna þess, að bankakerf- ið var dregið inn í málið og félsst á það að veita á því ári 4,2 millj. kr. að láni til lána- sjóðsins, sem síðan lánasjóð- urinn endurlánar með hag- kvæmum kjörum. 1962 var heildarféð til lána og styrkja enn aukið í 12 millj. 253 þús. kr. 1963 í 13 millj. 153 þús. kr. 1964 í 15 millj. 900 þús. kr. og 1965 á þessu ári er gert ráð fyrir, að varið verði til námslána og styrkja 16 millj. 500 þús. kr. Þar af lánar bankakerfið 5,2 millj. til lána- sjóðsins, en af þessum 16,5 millj. kr., sem gert er ráð fyrir að nota til lána og styrkja í ár, eru 14,4 millj. námslán, en námslánin eru meS þeim hætti, að endur- greiðsla þeirra hefst ekki fyrr en þrem árum eftir að námi er lokið, og þá eru lánin endur greidd á 15 árum og með 314% vöxtum, svo hér er um mjög hagkvæm lánskjör að ræða. Af þessu yfirliti sést, að á s.l. 15 árum þá hefur fé það, sem varið er til stuðnings ís- lenzkum námsmönnum heima og erlendis, hvorki meira né minna en sextánfaldazt. Ráðherrann sagðist hafa gef ið þessa skýrslu í tilefni af breytingartillögu frá Einari Olgeirssyni um námslaun handa stúdentum í lækna- deild. Sagði ráðherrann, að Einar og ýmsir aðrir gerðu sér alls ekki ljóst, hversu stuðningur við íslenzka stú- denta hefði verið stóraukinn á undanförnum árum. Tillögu sína um námslaun, sem bund- in var því skilyrði, að læknar að námi loi.nu séu skuld- bundnir til þess að starfa hjá ríkinu, rökstuddi Einar Ol- geirsson m. a. á þá leið, að einhvern tímann hefði það þótt gott, að vera skuldbund- inn til þess að starfa hjá rík- inu alla æfi. — Bótagreiðslur Framhald af bls. 6 á Norðurlandi 1 millj. 337 þús., 15 bátum á Austfjörðum 762 þús., 31 báti frá Vestmannaeyjum 2 millj. 151 þús., 189 bátum í Faxa- flóa 3 millj. 425 þús., og 18 bátum á Snæfellsnesi 1 millj. 187 þús. 1961 eru engar bætur greiddar úr síldveiðideild, og 1962 eru aðeins greiddar bætur tveimur bátum í Faxaflóa, 89 þús. kr. En 1963 eru 17 bátum á Vestfjörðum greiddar 3 millj. 66 þús., 22 bát- um á Norðurlandi 4 millj. 373 þús., 7 bátum á Austfjörðum, 1 millj. 127 þús., 8 bátum frá Vest- mannaeyjum 1 millj. 549 þús., 83 bátum úr Faxaflóa 14 millj. 942 þús. og 18 bátum af Snæfellsnesi, 3 millj. 296 þús. Þetta voru bætur úr síldveiðideild. Togaradeildin Hún byrjar miðað við veiðarnar 1961, þó að á- kvæðin um hana hafi verið sett í lög 1962, var fyrsta úthlutun miðuð við veiðarnar á árinu 1961. Það ár var einum togara á Vest- fjörðum úthlutað 1 milj. 682 þús., 7 togurum á Norðurlandi 4 millj. 463 þús. og 28 togurum við Faxa- flóa 26 millj. 522 þús. 1962 ein- um togara á Vestfjörðum 616 þús., 7 togurum á Norðurlandi 4 millj. 934 þús. og 25 togurum við Faxa- flóa 14 millj. 88 þús. 1963 var út- hlutað einum togara á Vestfjörð- um 372 þús., 6 á Norðurlandi 3 millj. 10 þús. og 29 togurum við Faxaflóa 17 millj. 559 þús. Til þess að gera þessa mynd ennþá fullkomnari, sagði ráðherr ann, að tekið hefði verið saman yfirlit yfir bátafjöldann á land- inu á þessu tímabili. Og þar er getið allra báta, sem þá hafa ver- ið starfandi, bæði opnir vélbátar og þilfarsbátar. En þeir hafa ver- ið eftirfarandi: 1960: Á Vestfjörð um 260, á Norðurlandi 392, á Aust fjörðum 190, í Vestmannaeyjum 116, við Faxaflóa 376 og á Snæ- felsnesi 82. Árið 1961, á Vestfjörð um 249, á Norðurlandi 433, á Austfjörðum 319, í Vestmannaeyj um 117, Faxaflóa 408 og á Snæ- fellsnesi 84. 1962 var bátafjöld- inn sem hér segir: Á Vestfjörðum 225, á Norðurlandi 416, á Aust- fjörðum 195, í Vestmannaeyjum 112, við Faxaflóa 350 og á Snæ- fellsnesi 84. Árið 1963 var talan þessi: Á Vestfjörðum 234, Norð- urlandi 432, Austfjörðum 159, Vestmannaeyjum 105, í Faxaflóa 319 og Snæfellsnesi 86. 1964 eru tölurnar þessar: Á Vestfjörðum 216, á Norðurlandi 369, á Aust- fjörðum 136, í Vestmannaeyjum 101, Faxaflói 342 og Snæfellsnesi 95. Þetta gefur í heild 1960 sam- tals 1416 bátar, 1961 1510, 1962 1382, 1963 1325 og 1964 1259. — Alþingi Framhald af bls. 1 Vestfjörðum. Þessar till. standa í beinu sambandi við þá fram- kvæmdaáætlun fyrir Vestfirði, sem unnið hefur verið að, og tel ég rétt að gera hér nokkru nán- ari grein fyrir því máli. Á síðasta þingi flutti hv. 4. þm. Vestfjarða Þorvaldur Garðar Kristjánsson till. til þál. um, að Alþ. skoraði á ríkisstj. að láta at huga möguleika á því, að íslend ingar hagnýti sér aðstoð frá Við- reisnarsjóði Evrópuráðsins 1 þeim tilgangi að stuðla að jafn- vægi í byggð lands. Á vegum Evrópuráðsins er svokallaður viðreisnarsjóður, sem hefur það hlutverk að aðstoða Evrópulönd við lausn vandamála, sem stafa af tilflutningi fólks, með því að veita lán til framkvæmda, sem ætlað er að skapa nýja'möguleika til lífsframfæris, þar sem þesa gerist þörf af þessum ástæðum. Þessari till. var vísað til fjvn. og mælti nefndin með samþykkt hennar, en till. varð ekki útrædd. Ríkisstj. lét samt kanna mögu- leika á lántöku hjá viðreisnar- sjóðnum, og var það gert með tilliti til fjáröflunar vegna fram- kvæmda á Vestfjörðum, en árið 1963 hefði Alþ. samþ. till. til þál. frá tveim þáv. þm. Vest- fjarða, þeim Gísla Jónssyni og Kjartani Jóhannssyni, um fram- kvæmdaáætlun til stöðvunar fólksflótta úr Vestfjarðakjör- dæmi. Skyldi ríkisstj. fela Fram- kvæmdabanka íslands að semja 5 ára framkvæmdaáætlun í Því skyni. Á vegum framkvæmda- bankans hefur verið unnið mikið starf að þesesari áætlanagrð. Því starfi er ekki lokið enn og heildaráætlun liggur ekki fyr- ir. En til þess að skapa mögu- leika á lánsfjármagni frá við- reisnarsjóðnum til framkvæmda á Vestfjörðum þegar á þssu ári, ákvað ríkisstj., að flýtt yrði sér- staklega þeim þætti fram- áætlunarinnar, sem varðar sam- göngumál. í lok febrúar s.l. hafði verið gengið frá framkvæmda- áætlun í samgöngumálum Vest- fjarða, sem ríkisstj. samþykkti. Áætlunin er um framkvæmdir 1 vegamálum, flugvallargerð og hafnarmálum á næstu 4 árum, 1965—1968. Samkv. þessari áætl- un er gert ráð fyrir framkvæmd- um samtals að upphæð 171.8 millj. kr., sem skiptist þannig að í hafnir eiga að fara 71.8 millj., í’vegi 61.7 millj. og í flugvelli 32.1 millj. Það er gert ráð fyrir, að helmings af fjármagni til þessara framkvæmda verði aflað innanlands eða 85.6 millj., en 86 millj. eða 2 millj. dollara komi frá viðreisnarsjóði Evrópuráðs- ins, Vz millj. dollara á ári í 4 ár. Á grundvelli þessarar áætlunar í samgöngumálum, sem er hluti af væntanlegri heildaráætlun um framkvæmdir á Vestfjörðum, sótti ríkisstj. um 500 þús. doll- ara lán á ári í 4 ár úr viðreisn- arsjóðnum. Sjóðurinn hefur nú samþykkt þessa lánsbeiðni. Lán- ið er til 15 ára með 6% vöxtum auk kostnaðar. Lánið er afborg- unarlaust fyrstu 5 árin. Samkv. vegal. er gert ráð fyr- ir, að í vegaáætlun sé gerð grein fyrir þeim framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru á tímabilinu og þeirri fjáröflun, sem gert er ráð fyrir þeirra vegna. Með til- liti til þessa eru bornar fram brtt. á þskj. 399 vegna vegafram- kvæmda á Vestfjörðum. Brtt. fela í sér, að heimilað verði að vinna að lagningu þjóðbrauta og landsbraut á Vestfjörðum fyrir 34 millj. kr. Ég tel þess ekki þört að lesa upp till. sundurliðaða, þar sem hún liggur fyrir hv. þm. En ég vil aðeins til frekari skýringar á gangi þessa máls og málsmeðferð geta þess, að ætlun- in var að skýra frá þessari fram- kvæmdaáætlun fyrir Vestfirði 1 sambandi við heildarfram- kvæmdaáætlun ríkisins fyrir árið 1965. En þar sem vegaáætl- unin er nú komin til lokaaf- greiðslu hér í hv. Sameinuðu þingi, þykir rétt að taka þessa tillögu inn í hana og gera þegar á þessu stigi grein fyrir þessum þætti málanna. Saumastúlka helzt vön óskast, sem fyrst. - L.H. Muller Fatagerð — Langholtsvegi 82.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.