Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID 19 Föstudagur 2. apríl 1965 — Ræóa Eyjólfs Framhald af bls. 17. við gætum þá selt orku frá því, annað hvort til alúmínbræðsl- unnar eða annarra nota, en væntanlega munu Svisslending- arnir þó ekki sætta sig við að hafa enga tryggingu fyrir raf- orku eftir 25 ár og hafa jafn- vel farið fram á raforkusölu- samning til 50 ára, en líklega verða gerðir samningar, sem með einhverjum hætti tryggi þeim raforku um eitthvað lengri árabil en 25 ár, en þá með endurskoðun á raforku- verði, miðað við breyttar að- stæður og verðlag, sem aldrei yrði þó lægra en 2% mill. En hér er ekki eingöngu um það að ræða, að við íslending- ar fáum nær helming orkuvers- ins fyrir tæplega þriðjung stofn kostnaðarins og allt orkuverið að 25 árum liðnum, heldur mundi alúmínverksmiðjan einn ig greiða verulega skatta. í því sambandi er rétt að undir- strika, að það er alrangt, sem haldið hefur verið fram, að Svisslendingarnir hafi farið fram á það að fá einhver sér- réttindi varðandi skatta, um- fram það, sem nú gildir um skattlagningu á íslenzk fyrir- tæki. Þeir sætta sig fullkomlega við núverandi skatta, en vilja hins vegar ’ væntanlega hafa einhverja tryggingu fyrir því, að þeir verði ekki hækkaðir óhóflega á næstu árum og er það út af fyrir sig ekki nema eðlilegt, þar sem hér hefur ekki áður verið um erlenda fjárfestingu að ræða. Aftur á móti má geta þess, að þróunin er yfirleitt í þá átt að lækka beina skatta en hækka óbeina skatta, þannig að skatt- ar á þetta fyrirtæki gætu líka lækkað, ef ekki væri samið um fast gjald. Það hefur verið sameiginlegt álit allra þeirra aðila, sem unn- ið hafa að þessum samningum, að heppilegt gæti verið að hafa skattinn fastan og miðaðan við framleiðslumagn, þannig að greiddur yrði ákveðinn skattur á hvert framleitt tonn. Þetta fyrirkomulag væri hagkvæmt fyrir okkur íslendinga vegna þess, að þá þyrfti ekki að fara neitt í grafgötur um það, hverj- ir skattarnir yrðu, en við alúm- ínframleiðslu eru þrjú stig, sem hin stóru alúmínfyrirtæki ann- ast öll sjálf og er aðeins hug- myndin að hið svissneska fyrir- tæki framkvæmi eitt stig fram- leiðslunnar hér á landi. Það gæti því haft á valdi sínu að flytja til kostnað eða verðlagn- ingu milli þessa framleiðslu- stigs og annars og sýnist ástæðu laust að haga málum þannig, að í þessu efni gætu orðið árekstr- ar. Miklu heilbrigðara og eðli- legra er að semja um fastan skatt á grundvelli heildarskatta, sem nú eru lagðir á fyrirtæki hér, en þar að auki högnumst við á þessu, vegna þess að fyrst í stað yrðu skattgreiðsl- urnar mun hærri skv. slíkum samningum en miðað við gild- andi álagningarreglur og af- skriftaheimildir. Tortryggni sú, sem reynt hefur verið að vekja upp í sambandi við þennan þátt málsins er algjörlega út í blá- inn og það vita raunar þeir, sem þær tilraunir hafa gert. Gert er ráð fyrir, að 60 þús- und tonná alúmínverksmiðja mundi í upphafi greiða a.m.k. 50 millj. kr. í skatta á ári, sem síð- an hækka upp í 90 milljónir kr. á ári. Þannig mundi skatt- greiðsla fyrirtækisins, miðað við hvern vinnandi mann, í upphafi nema um 100 þúsund krónum eða meira en hækka síðan í a. m. k. 180 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, því að gert er ráð fyrir að um 500 menn starfi við fyrirtækið. Til samanburð- ar við þetta hefur verið gerð athugun á því, hvað ýms fyrir- tæki hér á landi greiða í skatta miðað við starfsmannafjölda, og er niðurstaðan sú, að ekk- ert þeirra kemst neitt nálægt þessari upphæð, og fjöldi fyrir- tækja greiðir ekki nema sem nemur 10—12 þúsund krónum á hvern starfsmann í opinber gjöld. Áætlað er, að hreinar gjald- eyristekjur af verksmiðjunni verði nálægt 300 milljón krón- um á ári, og samsvarar það því, að hver starfsmaður við verk- smiðjuna skili í hreinar gjald- eyristekjur 600 þúsundum kr. árlega. Til samanburðar má geta þess, að áætlað er að þeir, sem vinna við fiskveiðar og fiskvinnslu, skili að meðaltali í gjaldeyristekjur- nálægt 200 þúsundum króna hver. Það er með öðrum orðum gert ráð fyr- ir að um 15 þúsund manns vinni við þennan meginatvinnu. veg okkar, sem skilar í brúttó gjaldeyristekjur 4.500 milljón- um, en um þriðjungur þess er talinn erlendur kostnaður, þannig að um 3 þúsund millj- ónir séu hreinar gjaldeyristekj- ur okkar af fiskveiðum og því eins og áður segir, komi um 200 þúsund krónur á hvern starfandi mann. Þegar þessar staðreyndir eru virtar, er von að menn furði sig á því, að yfirleitt skuli ein- hverjir fyrirfinnast, sem draga í efa, að sjálfsagt sé að hefja þessar framkvæmdir og berjist jafnvel gegn þeim með hnúum og hnefum. Skulu skoðanir þessara manna nokkuð athug- aðar hér á • eftir, en þó áður bent á það, sem ef til vill skiptir mestu máli, þ.e.a.s. að útlit er fyrir, að nú séu síðustu forvöð fyrir okkur íslendinga að hefja stórvirkjanir til að hagnýta aflið í fallvötnunum til stóriðju, því að innan skamms muni raforkuverð lækka svo, að álíklegt sé að fjármagnseig- endur vildu leggja á sig það óhagræði að hefja starfrækslu hér, þegar þeir gætu fengið raf- orku á verði, sem yrði ekki verulega hærra en frá kjarn- orkuverum í heimalöndum sín- um og unnt er að selja orkuna á hér. Þróunin í þessum málum er — því miður fyrir okkur ís- lendinga — svo ör, að við meg- um áreiðanlega engan tíma missa,- Þannig má t.d. vitna til þess, að Jakob Björnsson, verk- fræðingur, sem sat alþjóðlega ráðstefnu í Genf sl. haust, um friðsamlega notkun kjarnork- unnar, hefur getið þeSs í blaða- grein, að áætlanir um rekstur tveggja kjarnorkuvera, sem taka eiga til starfa 1966 miðist við 41 eyri á kw.stund, en hins vegar geri Euratomnefndin ráð fyrir því, að kjarnorkustöðvar, sem taka - til starfa 1968—70 muni geta framleitt raforku fyr ir 22 til 30 aura. En um 1970 megi ætla að raforkuverðið verði 4 til 5 mill. eða 17 til 22 aurar á kw.stund. Hann get- ur einnig um það, að Bretar hafi uppi áform um byggingu geysimikilla kjarnorkuraf- stöðva, en upplýsingar um orku verð liggi ekki fyrir. En nú hafa þessar upplýsingar hins vegar verið birtar og skýrir The Economist frá þeim fyrir rúmri viku, eða 20. marz undir fyrirsögninni: „Surprise of the year“. Það hefur sem sagt kom- ið í ljós, að lægsta tilboðið hljóðar um rétta 20 íslenzka aura á kw.stund og hefur verð- ið þannig lækkað um helming frá því sem áætlanir, sem gerð- ar voru fyrir örfáum árum byggðust á. Hvenær næsta stökkbreyting verður í þessu efni, veit auð- vitað enginn með fullri vissu, en þeir eru vafalaust ekki marg ir, sem trúa því, að þarna verði látið staðar numið og verð á raforku frá kjarnorkuverum muni ekki lækka enn frá þess- ari uphæð. En með þessar staðreyndir í huga væri það vissulega mikill barnaskapur af okkur íslend- ingum að hefjast ekki þegar handa um að virkja fallvötnin, því að vatnsaflsorkuver verða auðvitað alltaf samkeppnisfær eftir að þau hafa verið afskrif- uð. Raunar er það alltof vægt að orði komizt að tala um barnaskap í þessu sambandi. Eg held við yrðum að réttnefna slíkt hátterni glæp við kom- andi kynslóðir. En skoðum nú nokkuð sjón- armið þeirrá manna, sem berj- ast gegn iðnvæðingu íslands, sem eru á móti stórvirkjun og stóriðju. Þeir segja í fyrsta lagi, að við eigum að geyma orku fallvatnanna til afnota fyrir síðari kynslóðir, rétt eins og árnar eyðist, ef vatnið er ekki látið renna óbeizlað til sjávar Þeir segja, að með eðlilegri aukningu rafmagnsnota muni íslendingar sjálfir hafa þörf fyrir alla raforkuna, sem hægt er að framleiða í fallvötnunum að 60—70 árum liðnum. Látum það gott heita. En þá er þess að gæta, að engum hefur til hugar komið að gera samning um orkusölu til lengri tíma en þetta og ekki einu sinni nærri svo langs tíma, svo að við get- um að sjálfsögðu tekið orkuna til eigin afnota þá, ef okkur sýnist svo, og fengjum hana auk þess svo að segja ókeypis, því að orkuverin hefðu auðvitað verið afskrifuð löngu áður. Talið er að vatnsafl, sem fjár hagslega hagkvæmt væri að virkja, sé um 17 milljarðar kw. stunda. Svarar það til um tveggja milljón kw. með jafnri notkun, en allt að þriggja milljóna, ef hægt er að nota miðlanir. Við skulum hér miða við lægri upphæðina og segja að virkjanlegt vatnsafl sé 2 milljónir kw, en þar af getur Þjórsá skilað með öllum virkj- unum um einni milljón eða helmingnum. Eins og áður segir mundi 60 þúsund tonna alúmínbræðsla nota 110 þúsund kw. orku, eða rétt rúm 5% þess vatnsafls, sem virkjanlegt er með góðu móti. Sést af framansögðu, að hér er ekki verið að ganga á neinn orkuforða, sem geyma þarf framtíðinni. Þá gripu úrtölumenn til þess úrræðis um skeið að halda því fram, að svo mikil ísmyndun væri í Þjórsá, að fásinna væri að leggja út í þessar fram- kvæmdir, og töldu raunar að undirbúníngur allur væri léleg- ur. Þessu hafa sérfræðingar Raforkumálaskrifstofunnar svarað svo rækilega, að ekki ætti að þurfa að eyða að því mörgum orðum. Þó má bæta því við, að ég veit ekki betur en að norsku sérfræðingarnir, sem hafa verið að rannsaka ís- myndanir í Þjórsá og sérstak- lega hefur verið vitnað til, hafi lýst því yfir, að þeir sjái ekki ástæðu til að fresta fram- kvæmdum við virkjun Þjórsár, og ætti þá að hljóðna þessi áróð ur sjálfmenntaðra ísmyndunar- sérfræðinga. Þá er því haldið fram, að ein- hver geigvænleg hætta sé því samfara að leyfa erlenda fjár- festingu, án þess þó að það fáist skýrt í hverju sú hætta ætti að vera fólgin. Það er aðeins sagt, að 2600 millj., sem 60 þús. tonna alúmínbræðsla mundi kosta, sé svo og svo mikill hluti af heild arfjárfestingu hér á landi — og þá raunar notaðar hæpnar töl- ur. Sjálfsagt verður þessum full yrðingum um hættuástand hald ið áfram, en ég leyfi mér enn einu sinni að bera fram þá á- skorun, að hér verði það skýrt í hverju þessi hætta sé fólgin en ekki verið með aimenna sleggjudóma, hvort hún t.d. sé þess eðlis, að alúmínfyrirtækið hyggist kúga það verkafólk, sem hjá því vinnur, hvort lík- legt sé að félagið muni rjúfa samninga, serh það gerir um orkukaup til 25 ára og veðset- ur Alþjóðabankanum til trygg- ingar eignir sínar erlendis, hvort talið sé að ráðamenn fyrirtækisins muni neita að borga þá skatta, sem þeir skuld binda sig til, eða kannski það muni hefja hergagnaframleiðslu úr alúmíni og kúga síðan ís- lenzk stjórnarvöld til undan- iátssemi. Vonandi stendur ekki á skýringum í þessu efni, svo mikil áherzla sem lögð er á þessa ímynduðu hættu. í þessu sambandi er hins veg ar ekki úr vegi að víkja að því, sem sumir halda fram, að við íslendingaí ættum sjálfir að byggja, ekki einugis orkuverið, heldur líka álúmínbræðsluna. Ef það yrði að ráði væru nefni- lega verulegar hættur á ferð- inni, jafnvel þótt litið væri fram hjá þeirri staðreynd, að markaðirnir eru yfirleitt í hönd um stórra fyrirtækja, og erfitt yrði að brjótast inn á þá. Ef við íslendingar tækjum 2.600 milljónir króna að láni til byggingar alúmínbræðslu, sem sjálfsagt yrði þó erfitt að afla, þá yrðum við auðvitað að standa undir vöxtum og afborg- unum af þessu fé, hvernig sem rekstur fyrirtækisins gengi, en alkunna er að í flestum iðn- greinum verða örar tæknifram- farir, sem stundum gera arð- vænleg fyrirtæki úrelt á skömm um tíma. Þessa áhættu sem aðra tekur hinn erlendi fjár- magnseigandi, samkvæmt þeim samningum, sem nú er unnið að, enda verður hann að greiða fyr ir raforkuna í að minnsta kosti 25 ár, hvort sem hann notar hana eða ekki. Þarna er auðvit um meginmun að ræða — í fyrra tilfellinu öryggisleysi, en hinu síðara fyllsta öryggi, sem við getum æskt. Hitt er annað mál, að tilvist þessa málms hér á landi, alúm íns, mun án efa valda því, að innan skamms hefji íslending- ar ýmis konar framleiðslu úr honum, enda hefur híð sviss- neska fyrirtæki lýst yfir, að það væri reiðubúið til að aðstoða íslendinga í því efni. Við hefð um hér alúmín á lægra verði en heimsmarkaðsverði, sem næmi flutningskostnaði héðan og til markaða, þannig að sam- keppnisaðstaða okkar væri góð. Að minnsta kosti ætti að reyn- ast unnt að framleiða marghátt aðan varning fyrir innanlands- markað úr þessum góða málmi, sem nú er hagnýttur á stöðugt fleiri sviðum. Er þetta auðvitað ekki þýðingarlítið í landi, sem hvorki hefur haft timbur né málma. Ætti raunar þessi á- stæða ein að nægja til þess að við legðum megináherzlu á, að þessi starfræksla yrði hafin hér lendis. Andstæðingar alúmínmálsins benda ennfremur á það, að hér sé mikill vinnuaflsskortur ,og þegar þannig hagi til sé fásinna að leggja út í ný stórverkefni. Fljótt á litið kann þessi rök- semd að láta vel í eyrum, en athugum þetta örlítið nánar. Á árunum 1965 til 1968 er gert ráð fyrir að ljúka við 110 þúsund kw. Búrfellsvirkjun og 30 þúsund tonna alúmín- bræðslu. Á sama tímabili mun karlmönnum við atvinnustörf fjölga um að minnsta kosti 4.200, en hámarksvinnuþörf við þessar framkvæmdir, sem yrði í nokkra mánuði á árinu 1968, er innan við 900 manns, eða að- eins um 20% af þessari fjölgun. Þegar framkvæmdum er lokið, mUnu aðeins innan við 300 manns starfa við 30 þúsund tonna alúmínbræðslu, eða 6—7% af fjölguninni á þessum fjórum árum. Við framhalds- virkjunina og stækkun alúmín- bræðslunar yrði Iþetta vanda- mál enn minna, þar sem fjölg- unin á vinnumarkaðinum eykst og síðari áfangi Búrfellsvirkjun ar er auk þess miklu minna fyrirtæki en sá fyrri. Hér er því ekki um það stórfellda vanda- mál að ræða, sem sumir vilja vera láta. Sjálfsagt yrði þó að draga úr einhverjum öðrum framkvæmdum þá mánuði sem þessar framkvæmdir væru í há marki, og mætti t.d. hugsa sér að fresta varnarliðsframkvæmd um. En á vandamál vinnuaflsskorts ins má raunar líta frá öðrum sjónarhóli. Við erum væntan- lega öll sammála um það, að þrátt fyrir vinnuaflsskort þurfi að leggja í margháttuð ný fyr- irtæki á næstu árum. Ef hér væri atvinnuleysi, myndu menn vafalaust hallast að því að reyna að hefja þá starfrækslu, sem útvegaði nægilega mörgum atvinnu, en þegar um vinnu- aflsskort er að ræða, ber að leggja megináherzlu á uppbygg ingu fyrirtækja, sem skila mikl- um arði, án þess að útheimta mikið vinnuafl. Það er eina leið in til þess að ná miklum og ör- um efnahagsl. framförum. Það er einmitt stóriðjan sem hefur valdið því, að lífskjör batna ört í flestum löndum heims. Það eru vélarnar og fjármagnið sera látið er vinna og á þann hátt auðgast allir þjóðfélagslþegn- arnir. Við íslendingar ætlum okkur að sækja að minnsta kosti jafn hratt fram á sviði efnahagsmála og nágrannaþjóð irnar; aðeins með þeim hætti getum við vænzt þess að halda uppi þeirri jafnvægispólitík, sem þýðingarmest er, að fólk fremur flytjist hingað til lands, en að menn leiti starfa annars staðar. Ýmsar þjóðir setja sér nú það mark að tvöfalda þjóðarauðinn ó aðeins einum áratug, að byggja á 10 árum mannvirki og framleiða varning, sem að þeim tíma liðnum verður til og er jafn mikils virði og allar eig Ir þjóðfélagsins eru í dag. Þessu marki verðum við íslendingar að ná. En því getum við ekki náð með berum höndunum, þótt mikið sé hér unnið, við getum aðeins náð því með aðstoð tækn innar, með því að auka afrakst ur vinnunnar sem mest, með öðrum orðum, fyrst og fremst stóriðj unni. Við höfum ekki efni á að bíða deginum lengur, og við höfum raunar naumast tíma til að hlusta á raddir úrtölumann anna. Við skulum að vísu leggja það á okkur í kvöld, en í síðasta sinn. Á morgun hefjumst við handa. í gær og dag hefur kappsam- lega verið unnið að því að ná samkomulagi við hið svissneska fyrirtæki. Enn er ekki vitað ná- kvæmlega um niðurstöður þeirra samningaviðræðna og einstök samningsatriði. En fyllsta ástæða er þó til bjart- sýni. ' Ég sagði í upphafi máls míns, að það hefði m.a. verið íhalds- semi íslendingsins, sem olli því, að Einar Benediktsson kom ekki áformum sínum um stór- iðju í framkvæmd. Sú íhalds- semi var að ýmsu leyti skiljan- leg, og ekki skal ég lasta íhalds semi almennt ,og við höfum raunar stundum mátt eiga meira af henni. En það er ekki íhald að hika í dag, það er arg vítugasta afturhald. Samvinna á sviði tækni Og vísinda, efnahags- og atvinnu- mála fer nú mjög vaxandi þjóða í milli, og jafnvel stjómendur kommúnistaríkjanna hafa varp að fyrir róða þeirri kreddutrú, að ekkert samstarf • megi hafa við auðvaldsheiminn, sem þeir svo nefna. Þeir sjá að þeim er nauðugur einn kostur að efla slíka samvinnu, og ganga jafn- vel svo langt, að ein af ríkis- stjórnum kommúnistalandanna er að leita eftir samningum um það, að Krupphringurinn, sem áður var mesti hernaðarfram- leiðandi Þjóðverja, reisi iðju- ver fyrir austan járntjald. En hér eru til menn, sem á bernskuárum sínum játuðu trú sína — raunar á skrítinn guð og allófrýnilegan —*og eru svo trúfastir ,að þeir afneita allri samvinnu við erlenda fjár magnseigendur, þótt trúbræð- ur þeirra í austri hafi gert sér grein fyrir nauðsyn hennar. Þeir eru kaþólskari en páfinn. Lengur verða fallvötnin ekki beizluð til þess að vinna köfn- unarefnisáburð með rafgrein- ingu. Því hefur tæknin breytt. „Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk“ kvað Einar Benedikteson 1 kvæði sínu „Dettifossi“. Þessi draumsýn fór að mestu hjá garði og sú auðlegð, sem á- form hans hefðu getað skapað. Enn er þó unnt að láta spádóma hans rætast að nokkru. Það eig um við að gera og munum líka gera, áður en það verður um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.