Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Föstúdagur 2. apríl 1965 élafur Olafssoit, fyrrum skrHstofust j r5s'3 -» Minnmg Bótagréiðslur Aflafrygg.-sjóðs ÓLAFUR Ólafsson var fæddur í Hafnarfirði hinn 2. febrúar 1883 og voru foreldrar hans þau Geir- laug Eyjólfsdóttir og Ólafur Sig- urðsson. Áratugum saman var Ólafur Ólafsson þó þekktari hér í Reykjavík en flestir aðrir enda flutti hann hingað ungur að ár- um og ól hér allan sinn aldur síðan. Hér lagði hann gjörva hönd á margt en f ékkst þó lengst við ýmiskonar verzlunarstörf. Hann var lengi í þjónustu Sturlu- bræðra en stundaði einnig snemma sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Hann var t. d. einn meðal hinna fyrstu, sem gaf hér út póstkort eða myndaspjöld og hlaut af því viðurnefni, sem kunningjar hans notuðu lengi. Síðan gerðist hann ráðsmaður Franska spítalans og rak því næst vinsæla kolaverzlun um nær tveggja áratuga skeið. Ólafur var hinsvegar aldrei meðal þeirra, sem fyrst og fremst hugsuðu um eigin hag. Hann var ætíð ótrauður fylgismaður Sjálf stæðisflokksins, einnig á þeim árum, sem heyja þurfti harða baráttu til að koma á hitaveitu hér í bænum, og vissi Ólafur þó gjörla, að hún mundi eyðileggja þá atvinnu, sem hann hafði lífs- framfæri sitt af, kolaverzlunina. En Ólafur hafði snemma fengið áhuga fyrir stjórnmálum og skip aði sér strax um aldamótin í sveit þeirra, sem skildu, að frelsi þjóðarinnar var forsenda allra framfara. Frá þeiri sannfær ingu hvikaði Ólafur aldrei og varð honum það mikill aflgjafi, er hann á efri árum réðist sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs Sjálf stæðisfélaganna hér í bæ. Það starf rækti hann af frábærri sam- vizkusemi og trúmennsku. Öðlað- ist hann þá og raunar ætíð vin- áttu allra, sem með honum störf- uðu, því að hik eða óheilindi voru ekki til í hans skapgérð. Áhugaefni Ólafs voru og engan veginn bundin við stjórnmálin ein, því að hann var lengi áhuga- samur félagi í Lúðrasveit Reykja víkur og á þriðja áratug gjaid- keri Dýraverndunarfélagsins. Ólafur var kvæntur Súsönnu Hansen hjúkrunarkonu, og þótt þau væru barnlaus var því við brugðið, hversu hjónaband þeirra væri hamingjuríkt. Guðstraust átti ríkari þátt í gæfu Ólafs, enda var hann maður óvenju kirjcju- rækinn og sat m. a. í stjórn Frjálslynda safnaðarins á sínum tíma. í langvarandi veikindum og ekki sízt eftir lát eiginkoo- I hans nú, að honum hafi orðið unnar var trúin Ólafi ómetanleg- að sannfæringu sinni. ur styrkur og vonúm við vinir I Bjarni Benediktsson. S£atfóníuhl|ómsveitin leikur í Kefluvik NK þriðjudag heldur Sinfóníu- liljómsveit ísiands hljómleika í Keflavík á vegum Tónlistarfélags ins þar. Hljómleikarnir eru haldn ir fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins og gesti þeirra. Stjórandi hljómsveitarinnar er Páll Pampichler Pálsson. Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari, Páll Pampichler Pálsson, hljómsveitarstjóri. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. syngur með hljómsveitinni. Á efnisskrá er „létt‘, sígild tón- list, þar á meðal forleikurinn að „Orfeusi í undirheimum" eftir Offenbach, „Unigverskir dansar“ nr. 5 og 6 eftir Brahms, „Wher- ever you walk“ eftir Handel, „Ég lít í anda liðna tíð“ eftir Kalda- lóns, „Sverrir konungur“ eftir Framhald á bls. 31 Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, svaraði í fyrradag fyrirspurn frá Hannibal Valdi- marssyni um bótagreiðslur Afla- tryggingasjóðs svohljóðandi: Hve miklar bætur hafa verið greiddar úr Aflatryiggingasjóði síðastliðin 5 ár, hvert árið um sig og í heild: a. Á Vestfjarðasvæðið? ? b. Á Norðurlandssvæðið? c. Á Austfjarðasvæðið? d. Til Vestmannaeyja? e. Á Faxaflóasvæðið? f. Til útgerðarstaðanna á Snæfellsnesi? Emil Jónsson tók það fram, að Aflatryggingasjóður með því nafni hefði ekki verið til nema 3 sl. ár, en vegna þess að hann taldi, að það myndi ekki skipta máli, hvort nafnið væri, hefði Hlutatryggingasjóður verið tek- inn fyrir tvö fyrstu árin. Samkv. upplýsingum ráðherrans voru bæturnar úr Aflatrygigingasjóði sl. 5 ár þessar. Almenna bátadeildin Á Vestfjörðum fengu árið 1960 tveir bátar 36 þús. kr. Á Norður- landi fengu 25 bátar 528 þús. Á Austfjörðum fengu 10 bátar 118 þ>ús. í Vesmannaeyjum fengu 27 bátar 825 þús. og í Faxaflóa fengu 14 bátar 314 þús. og á Snæfells- nesi tveir bátar 33 þús. eða sam- tals 80 bátar 1 millj. 843 þús. Fyrir árið 1961 líta tölurnar þannig út. Þá fengu 3 bátar á Vestfjörðum 52 þús., 7 bátar á Norðurlandi 569 þús., á Austfjörð um 17 bátar 937 þús. og í Vest- mannaeyjum 85 bátar 7 millj. 813 þús. og í Faxaflóa 29 bátar 686 þús. Árið 1962 eru tölurnar þannig: Þá fá 21 bátur á Vest- fjörðum 367 þús., 51 bátur á Norðurlandi 603 þús., 17 bátar á Austurlandi 359 þús., 55 bátar í Vestmannaeyjum 4 milj. 770 þús. oig 42 bátar í Faxaflóa 1 millj. 520 þús. og á Snæfellsnesi 5 bát- ar 400 þús. eða samtals árið 1962 191 bátur 8 millj. 120 þús. 1963 eru tölurnar þannig: 25 bátar á Vestfjörðum fá 737 þús., 172 bátar á Norðurlandi fá 2 millj. 570 þús., 53 bátar á Aust- fjörðum 1 millj. 105 þús., 12 bátar í Vestmannaeyjum 963 þús., 75 bátar í Faxaflóa 3 millj. 782 þús. og 10 bátar á Snæfellsnesi 636 þús. eða samtals 19632 345 bátar 9 millj. 796 þús. Fyrir árið 1964 eru tölurnar þannig: Á Vestfjörðum fá 51 bát- ur 2 millj. 242 þús., 57 bátar á Norðurlandi 2 millj. 847 þús., 22 bátar á Aust- 'jörðum 793 þús„ 20 bátar í Vest- mannaevjum 1 millj. 33 þús. og 71 bátur við Faxaflóa 3 millj. 256 þús. og 2 bát ar á Snæfells- nesi 125 þús. Síldveiðideild Fyrst 1960 eru veittar á Vestfjörðum bætur 16 bátum, 1 milljón 389 þúsund., 22 bátum Framhald á bls. 8, jt Þrengslin við höfnina Það mun hafa verið rætt á fundi hafnarstjórnar Reykja- víkurborgar nýlega að loka hafnarsvæðinu fyrir umferð, sem væri óviðkomandi starf- seminni við höfnina. Það er sjálfsagt kominn tími til að at- huga þetta mál, ekki aðeins með tilliti til slysavarna — heldur og vegna þess að athafnasvæð- ið er oft stórlega skert vegna bifreiðaumferðar. Sjálfur hef ég lent í því að þvælast í bíl niður að höfn- inni á háannatíma til þess að ná í vörur — bæði í vöru- geymslur skipafélaga og til tollsins. Með þá reynslu í huga held ég, að töluverðum umferðarþunga yrði létt af at- hafnasvæðinu, ef tollþjónust- an fengi rýmra húsnæði ein- hvers staðar fjær hafnarsvæð- inu — og betra skipulag væri á afgreiðslu úr vöruskemmunum. Þar þurfa yfirleitt allir að troð ast inn og út um sömu dyrn- ar — svo eitt dæmi sé nefnt — bæði þeir, sem eru að flytja vörur inn — og hinir, sem eru að ná í vörur. Og aðbúnaður tollþjónustunn ar er sagður fyrir neðan allar hellur — og mjög oft er erfitt að koma bílum að til þess að sækja t. d. flugfragt Þessi þrengsli er málefni, sem leysa verður á breiðum grundvelli með samvinnu allra hlutaðeig- andi aðila. Og það væri ekki óeðlilegt að loka hafnarsvæðinu að nætur- lagi, í raunni sjálfsögð ráðstöf- un. Fólk hefur ekkert að gera með að rangla þar nema það eigi erindi Sumarblíða Hér hefur verið hlýtt og nota- legt undanfarna daga, einkum í fyrradag. Það var hálfgerð sumarblíða, a. m. k. eigum við ekki að venjast hlýrra veðri alla sumardaga. Það lifnar strax yfir fólkinu, þegar það getur skilið eftir kuldaúlpur og regnfrakkana heima hjá sér — og eftir langt leiðindaveður er svo sannarlega hægt að njóta þess að fá sér gönguferð. Þeir, sem alla tíð aka í bíl, ættu ekki að missa af góða veðrinu þá sjaldan það kemur — en rétta úr limunum. •jf Græðgi Húsnæðisskortur mun vera töluverður í bænum um þessar mundir. Þetta sést bezt í dálk- um dagblaðanna. Þar auglýsa tuttugu eftir húsnæði á móti hverjum einum, sem auglýsir íbúð til leigu. Fégráðugt fólk notfærir sér að vanda erfið- leika þeirra, sem eru í hús- næðisleysi — og setur upp óhóf- lega hátt leiguverð. Þó keyrir nú fégræðgin og smekkleysan úr hófi, þegar fólk er farið að auglýsa íbúðir og biður um skrifleg tilboð sem tilgreini þá leiguupphæð, sem hugsanlegir leigendur væru reiðubúnir að greiða — svo og fyrirfram- greiðslu. Hver getur gert leigu- tilboð án þess að hafa séð um- rædda íbúð Það er jafnvel ekki tilgreint í auglýsingunni hvort íbúðin er í kjallara, á venjulegri íbúðarhæð eða á hanabjálka. Já, þetta er meira en lítil græðgi. ★ Kryddaðir dægurlagatextar Og hér kemur loks bréf, reyndar svar við öðru bréfi, sem skrifað var vegna nýs dæg- urlagatexta: „Það er engin ný bóla, að gamlir menn i hugsun hneyksl- ist yíir ungum, en þá vil oft svo til, að þeir höggva full nærri sjálfum sér. Bréf Jóns Á. Giss- urarsonar, skólastjóra, það er birtist hér í dálkum Velvak- anda s. 1. þriðjudag veltir fram þeirri hugsun, hvort ekki sé nauðsynlegt að uppeldisleið- togar séu vanda sínum vaznir, þ. e. skilji og skynji hug æsk- unnar og kunni að laga gamla siði að nýjum viðhorfum. Skóla stjórinn veittist að sér Árelíusi Níelssyni fyrir að hafa samið texta við dægurlag og síðan kryddað með guðsorðum. Ef skólastjórar fylgjast vel með lífi og leik nemenda sinna, þá er ekki ólíklegt að þeir kynmst ýmsum háttum þeirra; ef þeir gerðu sér far um að kynnast skemmtanalífi nemenda sinna, og væru viðstaddir eins og einn dansleik þeirra, þá er mjög sennilegt að þeir heyri sýnis- horn af dægurlögum þeirra. En það er ef til vill til full mikils ætlazt, að þessir menn fari að verja hluta frístunda sinna til að kynnast nemendum. En ef Jón Á. Gissurarson hef- ur nú samt sem áður lagt sig niður við að hlýða á „guðlastið“, þá heitir umrætt lag „Brúðkaup ið“ og er erlent. Textann, eða textaþýðinguna, hefur séra Árelíus gert og hefur sóma af. Og án þess að lasta herra skólastjórann, þá vil ég benda honum og öðrum á, að séra Árelíus og fleiri hinna yngri presta eru, með þrotlausu starfi og fórnfýsi, að hefja úr dvaia trúrækni og kirkjuleg störf ungs fólks. Þeir þekkja störf æskunnar og kunna að laga gamla siði að viðhorfum hins nýja tíma. Þeir mættu verða fyrirmynd annara æskulýðsleiðtoga, einnig skólastjóra. Bjarni Sigtryggsson." 6 ▼ 12 v 24 v . BO S C H flautur, 1 og 2ja tóna. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.